Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2021 Í Viðskiptamogganum í gær varathyglisverð umfjöllun um Hafnartorg og aukna sölu þar árið 2020 frá fyrra ári. Sagt var frá 75% söluaukningu á milli ára í desember hjá verslun Collections en einnig var mjög athyglisvert að lesa um reynslu Franks Michelsen úr- smíðameistara, sem flutti sig frá Laugavegi á Hafnartorg og segir þá ákvörðun þá bestu sem tekin hafi verið í 110 ára sögu fyrir- tækisins.    Hann segir að eftir að versluninflutti hafi allt gjörbreyst. „Það er svo mikilvægt að hafa óheft aðgengi að versluninni og að þar sé bílakjallari. Það er mjög auðvelt að aka að versluninni. Íslendingar eru okkar markhópur og okkar við- skiptavinir og þeir voru hættir að koma á Laugaveginn. Voru búnir að gefast upp. Síðasti naglinn í lík- kistu Laugavegar var þegar þeir sneru umferðinni við frá Klapp- arstíg upp að Frakkastíg,“ segir Frank.    Fyrir borgaryfirvöld hlýturþetta að vera mjög umhugs- unarvert. Það er auðvitað gott að verslunareigendur séu ánægðir á Hafnartorgi en það er afleitt að þeir þurfi að flýja af Laugaveginum vegna þess að búið er að flæma Ís- lendinga þaðan með lokunum, með því að snúa við umferð og með því að fækka bílastæðum stórlega.    Þó að borgaryfirvöldum sé í nöpvið bíla er landsmönnum og borgarbúum það ekki. Bíllinn er sá fararskjóti sem langflestir nýta, ekki síst þegar þeir fara í verslanir. Verslanir gætu þrifist á Laugaveg- inum eins og víða annars staðar, en þær gera það ekki ef aðgengi að þeim er hindrað með skipulegum hætti. Frank Michelsen Síðasti naglinn STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: 11-18 virka daga og 11-15 laugardaga. www.spennandi-fashion.is ÚTSALA! 30-40% AFSLÁTTUR Jakob Magnússon, fyrrverandi aðstoð- arforstjóri Hafrann- sóknastofnunar, lést á Hrafnistu í Hafnar- firði á nýársdag, 94 ára að aldri. Jakob var fæddur á Tálknafirði 26. júlí 1926 og voru for- eldrar hans hjónin Björg Guðmunds- dóttir (1885-1962) og Magnús Pétursson, bóndi og sjómaður (1884-1970). Jakob lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1948. Eftir það nam hann dýrafræði við Óslóarháskóla, fór svo til frekara náms í fiskifræði við háskólann í Kiel í Þýskalandi og lauk dokt- orsprófi þaðan árið 1955. Síðar átti Jakob svo eftir að taka þátt í ýms- um námskeiðum og rannsóknum víða um lönd, einkum á karfastofn- inum. Á árunum 1955-1965 var Jakob fiskifræðingur hjá Atvinnudeild Háskóla Íslands. Var svo um fjög- urra ára skeið starfandi á Fillips- eyjum hjá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, það er frá 1965-1969. Eftir það og til ársins 1971 var hann yfir- fiskifræðingur hjá FAO í Mið-Ameríku. Talsvert löngu síðar fór Jakob svo tíma- bundið til starfa við þróunarhjálp á veg- um Íslendinga á Grænhöfðaeyjum og síðar í Gíneu-Bissaú. Árið 1971 kom Jak- ob til starfa hjá Haf- rannsóknastofnun; var deildastjóri þar til 1978 og aðstoð- arforstjóri eftir það til starfsloka árið 1996. Auk þessa gegndi Jakob margvíslegum félags- og trún- aðarstörfum á sviði hafrannsókna og sjávarútvegsmála og skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit um málefni á vísindasviði sínu. Ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu fékk Jakob árið 1980. Eftirlifandi eiginkona Jakobs er Vilhelmína Vilhelmsdóttir frá Þýskalandi, fædd árið 1929. Þau eiga þrjú börn; Vilhjálm, Sigríði og Klöru Björg. Barnabörnin eru sex talsins. Útför Jakobs verður gerð frá Kópavogskirkju næstkomandi mið- vikudag, 13. janúar, kl. 15. Andlát Jakob Magnússon fiskifræðingur Baldvin Már Hermannsson, for- stjóri flugfélagsins Atlanta, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að allt stefni í að fyrirtækið skili já- kvæðri afkomu fyrir árið 2020. „Það stefnir í að við munum loka árinu réttum megin við núllið, sem í okkar starfsumhverfi er ekkert annað en stórkostlegt afrek,“ segir Baldvin Már, og vísar þar í hinar afar krefj- andi aðstæður sem flugfélög um allan heim lentu í eftir að kórónu- veirufaraldurinn brast á snemma á síðasta ári. Hann segir niðurstöðuna sýna að flugfélagið sé ekki bara flugvélar, heldur líka starfsfólkið. „Fólkið okkar sýndi gífurlegan dugnað, útsjónarsemi og sveigjan- leika og okkur tókst á mettíma að laga okkur að gjörbreyttum veru- leika.“ Náðu metnýtingu í fraktinni Baldvin Már segir að farþega- tekjur flugfélagins á síðasta ári séu um 75% undir því sem gert var ráð fyrir fyrirfram, en fyrirtækið hefur síðustu tvo áratugi sinnt pílagríma- flugi með bækistöðvar í Sádi-Arab- íu. „Þetta tókst okkur að vinna upp með endurskipulagningu og veru- legum aðhaldsaðgerðum. Við náðum að bæta tveimur fraktvélum við flot- ann og tókst á örskömmum tíma að breyta félaginu í fraktflugfélag. Þá náðum við metnýtingu á þær vélar frá og með september sl.“ Varðandi árið framundan segir Baldvin Már aðspurður að ekkert farþegaflug sé í vændum, allir við- skiptavinir bíði og sjái hver þróunin verður með bóluefni við Covid-19.  Stórkostlegt af- rek segir forstjórinn Baldvin Már Hermannsson Hagnaður hjá Atlanta 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.