Morgunblaðið - 12.01.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
áhitabreytist eftir aldri?
ThermoScan7eyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
BraunThermoScan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er örlítil fjölgun en það eru
alltaf sveiflur í þessum tölum,“ segir
Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfir-
ljósmóðir á fæðingarvakt Landspít-
alans.
Á liðnu ári fjölgaði fæðingum á
Landspítalanum um 2,7% frá 2019.
Fæðingar á Landspítala voru alls
3.292 árið 2020 en fædd börn voru
3.341. Á síðasta ári voru fram-
kvæmdir 593 keisaraskurðir á spít-
alanum.
Anna Sigríður segir að kórónu-
veiran hafi vitanlega sett strik í
reikninginn við starfsemi á fæðing-
arvaktinni. „Það var aðallega erfitt
fyrir konurnar að geta ekki haft
stuðningsaðila hjá sér í eins langan
tíma og venjulega. Þetta var þó
ásættanlegt fyrir langflesta.“
Hún segir að tilvonandi mæður
hafi farið sérstaklega varlega þegar
leið að fæðingum og margar farið í
sjálfskipaða sóttkví.
„Hins vegar hafa ófrískar konur
alveg fengið Covid og það hafa
nokkrar veikar konur komið inn til
að fæða hjá okkur. Við vorum undir
það búnar og viðhöfðum þær
varúðarráðstafanir sem til þurfti.
Það gekk allt saman ágætlega.“
Fæðingum fjölgaði á
Landspítala á erfiðu ári
Fjölgun um 2,7% milli ára Covid-smitaðar ólu börn
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Nýburi Fleiri börn fæddust í fyrra.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Síðasta ár var erfitt í rekstri Slipps-
ins á Akureyri og háði verkefna-
skortur starfseminni seinustu þrjá
mánuði ársins. Heldur hefur ræst úr
og nú eru frystitogarinn Blængur
frá Neskaupstað og Masilik, 52
metra togari frá Royal Greenland, í
slipp á Akureyri. Eiríkur S. Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
Slippsins á Akureyri, segir að verk-
efnastaðan sé þokkaleg á næstunni,
en fyrirtækið geti þó bætt við sig
fleiri verkefnum. Alls starfa um 160
manns hjá fyrirtækinu.
Endurnýjun skipa og fækkun
Eiríkur segir að stóra myndin sé
sú að skipaflotinn við Norður-Atl-
antshaf hafi á undanförnum árum
gengið í gegnum mikla endurnýjun
samhliða mikilli fækkun, en hagræð-
ing og hagkvæmni felist m.a. í því að
gera út nýrri og færri skip. „Með
nýrri og færri skipum fækkar hefð-
bundnum viðhaldsverkefnum og við
og aðrir sem erum í þessari grein
þurfum að finna önnur verkefni eða
nýjar stoðir undir reksturinn.
Hér var verkefnaskortur í lok síð-
asta árs og ekkert skip tekið upp í
flotkví í um þrjá mánuði, en slíkt
hefur ekki gerst hér í mjög langan
tíma. Miðað við fækkun skipa má
búast við að svona staða komi oftar
upp meðan viðhaldsstöðvar í landinu
eru eins margar og raun ber vitni,“
segir Eiríkur.
Hann segir að auk innlendra
verkefna hafi mörg skip frá Kanada,
Grænlandi og Rússlandi fengið við-
hald í Slippnum á Akureyri. Þegar
krónan sé veik fjölgi þessum verk-
efnum, en fækki þegar hún styrkist.
Þá hafi mikill kostnaðarauki hér
innanlands haft í för með sér að
samkeppnishæfni íslenskra við-
haldsstöðva versni gagnvart erlend-
um keppinautum. Einnig hafi
kórónuveirufaraldurinn haft aukin
neikvæð áhrif á komur erlendra
skipa til viðhalds hér þar sem er-
lendir jafnt sem innlendir útgerð-
armenn hafi frestað viðhaldsverk-
efnum og lagt meiri áherslu á að
halda skipum á sjó.
Eiríkur fór yfir þessa stöðu og
stöðu innlends skipasmíðaiðnaðar á
fundi með bæjarráði Akureyrar í
síðustu viku. Bæjarráð vildi fá upp-
lýsingar um stöðu mála á þessum
stóra vinnustað á Akureyri og nán-
ari upplýsingar í framhaldi af grein
sem Eiríkur skrifaði ásamt þeim
Bjarna Thoroddsen, framkvæmda-
stjóra Stálsmiðjunnar-Framtaks
ehf., og Eiríki Ormi Víglundssyni,
framkvæmdastjóra Vélsmiðju Orms
og Víglundar ehf., og birtist á visir.is
um miðjan desember.
Óska eftir fundi með ráðherra
Í upphafi greinarinnar segir: „Við
aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins
var samþykkt breyting á frumvarp-
inu sem felur í sér 350 milljóna
króna fjárframlag til uppbyggingar
varnargarða í Njarðvíkurhöfn. Um
er að ræða óþarfan og lítt dulbúinn
ríkisstyrk til eins fyrirtækis, Skipa-
smíðastöðvar Njarðvíkur, sem skap-
ar hættulegt fordæmi. Þingmenn
virðast ekki gera sér grein fyrir
hvaða áhrif svona inngrip ríkisvalds-
ins getur haft fyrir samkeppni á
markaði fyrir skipaþjónustu í land-
inu.“
Í samtali segir Eiríkur að í ljósi
þess að verkefnum muni fækka í
greininni sé eðlilegt að spurt sé
hvernig það gangi upp að fjölga við-
haldsstöðvum og það með beinni að-
komu ríkisvaldsins. Fram kemur í
fundargerð bæjarráðs Akureyrar að
ráðið fól bæjarstjóra að óska eftir
fundi með samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra um málið.
Hefðbundnum verkefnum fækkar
Erfitt ár að baki í Slippnum á Akureyri Verkefnastaðan nú þokkaleg Þörf á nýjum stoðum
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Slippurinn á Akureyri Blængur NK í flotkvínni, en auk íslenskra skipa hafa
skip frá Grænlandi, Kanada og Rússlandi verið tíðir gestir þar.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra vill hvetja ungt
fólk til að láta til sín taka í þjóðfélag-
inu, en í því skyni hefur hún sett af
stað viðtalaröðina Fimmtán mínútur
með framúrskarandi fólki á Insta-
gram. Fyrsta viðtalið verður við
Ernu Solberg, forsætisráðherra
Norðmanna, og verður þessi fyrsta
útsending á fimmtudag kl. 14.00.
„Erna Solberg byrjaði sjálf í póli-
tík aðeins 18 ára og var kjörin á þing
28 ára,“ segir Áslaug Arna. „Það
verður gaman að heyra frá henni af
hverju hún einhenti sér í stjórn-
málin, hvaða ráð hún gæfi ungu fólki
í dag og hvernig hún sér fyrir sér líf-
ið og áskoranirnar eftir Covid.“
Sjálf þekkir Áslaug Arna vel
hvernig ungt fólk getur beitt sér, en
hún varð nýlega þrítug. „Þegar ég
bauð mig fyrst fram ítrekaði ég mik-
ilvægi þess að
ungt fólk væri
óhrætt við áskor-
anir. Hugmyndin
með þessum út-
sendingum á
Instagram er að
læra af reynslu
þessa fólks og
hvetja ungt fólk
til dáða.“
Áslaug Arna
kveðst ekki aðeins ætla að tala við
stjórnmálafólk í útsendingunum.
„Ég ætla að tala við alls konar fólk
sem hefur náð árangri eða tekist á
við stórar áskoranir.“ Meðal annarra
fyrirhugaðra viðmælenda nefnir hún
crossfitstjörnuna Katrínu Tönju en
útsendingar verða aðra hverja viku.
Áslaugu Örnu má finna á Instagram
undir notandanafninu @aslaugarna.
Áslaug Arna með
Solberg í viðtali
Með framúrskarandi fólk á Instagram
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Andrés Magnússon
Viðar Guðjónsson
Lilja Alfreðsdóttir menningarmála-
ráðherra segir brotthvarf fréttastofu
Stöðvar 2 úr opinni dagskrá slæmt
fyrir samkeppni á ljósvakamarkaði.
Skynsamlegast sé að taka Rúv. af
auglýsingamarkaði, en ráðherra tel-
ur að fyrst þurfi að samþykkja fjöl-
miðlafrumvarp sitt um styrki til
einkarekinna miðla.
Í gær greindi Þórhallur Gunnars-
son, framkvæmdastjóri miðla hjá
Sýn, frá því að frá og með 18. janúar
yrði öll dagskrá Stöðvar 2 læst og að-
eins aðgengileg áskrifendum, fréttir
og fréttatengt efni þar með talið.
Lilja segir ljóst að rekstrar-
umhverfið þurfi að vera einkareknum
miðlum hagfelldara. „Það þarf að ná
pólitískri sátt um stöðu Rúv. á aug-
lýsingamarkaði. Ég hef sagt að ég
vilji hafa fjölmiðlaumhverfið og aug-
lýsingaumhverfið eins og það er ann-
ars staðar á Norðurlöndum,“ segir
Lilja.
Vill klára fjölmiðlafrumvarpið
„Við þurfum að klára fjölmiðla-
frumvarpið og ég hef sagt að ég vilji
ganga lengra gagnvart stöðu Rúv. á
markaði þótt það sé ekki tilgreint í
þessu frumvarpi. Ég tel það styrkja
stöðu Rúv. að ekki sé verið að deila
um stöðu þess á auglýsingamarkaði.“
Í flestum norrænu landanna er
jafnan einn ríkisrekinn miðill sem
ekki er á auglýsingamarkaði, einka-
reknir fjölmiðlar fá einnig ríkisstyrki.
Með því móti, að eftirláta frjálsu
miðlunum auglýsingamarkaðinn og
veita þeim jafnframt styrki, væri
rekstrargrundvöllur þeirra að líkind-
um mun styrkari.
Lilja segir þá afstöðu sína hafa leg-
ið ljósa fyrir. „Það hefur hins vegar
verið vilji þingsins að hafa hlutina
með þessum hætti. Ég tel að nú séu
breyttir tímar og að við eigum að
klára þetta fjölmiðlafrumvarp.“ Það
sé gott fyrsta skref að ganga frá
styrkjum til einkamiðlanna, en hún
telur að ef fjölmiðlafrumvarp hennar
hefði fengið brautargengi í þinginu
væri Stöð 2 ekki í þessari stöðu.
Lilja vill fá styrkina fyrst
Fréttir Stöðvar 2 í læsta dagskrá Samkeppni minnkar
Segir skynsamlegast að Rúv. fari af auglýsingamarkaði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölmiðlar Lilja vill styrkina áður
en Rúv. fer af auglýsingamarkaði.