Morgunblaðið - 12.01.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Kirkjugarðasamband Íslands
(KGSÍ) og kirkjugarðaráð segja í
umsögnum um frumvarp Bryndísar
Haraldsdóttur o.fl. um aukið frelsi í
varðveislu eða dreifingu ösku látinna
að í undirbúningi sé að breyta lögum
um kirkjugarða, greftrun og lík-
brennslu. Rétt sé að ljúka heildar-
endurskoðun á þeim lögum og ræða í
því sambandi hvort rýmka eigi heim-
ildir um dreifingu ösku látinna.
Engar kvartanir hafa borist
Kirkjugarðaráð, sem hefur yfir-
umsjón með kirkjugörðum landsins,
bendir m.a. á það að frumvarpið
virðist ekki gera ráð fyrir því að slík
dreifing ösku geti stangast á við
önnur lög, t.d. um hollustuhætti.
Ekki verði annað ráðið af frumvarp-
inu en að hægt verði að geyma ösku
látinna og/eða dreifa henni hvar sem
er án takmarkana. Þá bendir
kirkjugarðaráð á að öskudreifing
hafi verið samykkt á Alþingi 8. apríl
2002. Kirkjugarðaráði hafi ekki bor-
ist kvartanir vegna núverandi fyrir-
komulags öskudreifingar og því telji
ráðið ekki brýna nauðsyn á að
rýmka heimildir um dreifingu ösku
að svo stöddu.
Ófyrirséðar afleiðingar
Kirkjugarðasamband Íslands tel-
ur „breytingarnar sem frumvarpið
boðar varhugaverðar og að þær geti
falið í sér ófyrirséðar og óæskilegar
afleiðingar“. Það bendir m.a. á varð-
andi tillögu um breytingar á varð-
veislu eða dreifingu ösku látinna að
ekki virðist gert ráð fyrir því að nöfn
hinna látnu verði færð í legstaðaskrá
eða að skráð verði grafarnúmer eða
staðfesting sem hægt verði að vísa
til vilji síðari kynslóðir kynna sér
hvar jarðneskum leifum tiltekins
einstaklings var fyrir komið.
KGSÍ segir að forsvarsmenn
kirkjugarða í Danmörku nefni það
sem eitt helsta umkvörtunarefnið
við dreifingu ösku látinna þar í landi
að aðstandendur séu ekki allir sáttir
og iðrist þess að ösku ástvina hafi
verið dreift og þannig ekki hægt að
vitja þeirra á ákveðnum stað.
KGSÍ segir að svo virðist sem al-
menn sátt ríki um núverandi lög og
framkvæmd þessara mála. Hvorki
hafi borist bréf, tölvupóstar né sím-
töl um nauðsyn þess að rýmka heim-
ildir um dreifingu ösku eða gera
breytingar á skipulagi jarðsetninga í
kirkjugarði. KGSÍ sendi fyrirspurn
til systurstofnana á Norðurlöndum
og í ljós kom að „hvergi hefur verið
gengið eins langt í að slaka á reglu-
verkinu og þetta frumvarp leggur til
að gert verði hér á landi“.
KGSÍ segir að á rúmum sautján
árum frá því að öskudreifing var
samþykkt hafi um 133 skráningar
um öskudreifingu borist eða 7,4
beiðnir á ári. Á tímabilinu létust
35.956 og var öskudreifing 0,37% af
heild. Frá síðustu aldamótum hefur
hlutfall bálfara aukist mikið. Þær
voru um 43,7% allra útfara árið 2019.
Kirkjugarðar á móti öskufrumvarpi
Engar kvartanir hafa borist vegna reglna um dreifingu ösku látinna Hvergi á Norðurlöndum hefur
verið gengið jafn langt í að slaka á regluverkinu og lagt er til í frumvarpi að verði gert hér á landi
Morgunblaðið/Þórður
Aska Eina bálstofa landsins er í Fossvogi. Þar bíða oft duftker greftrunar.
Straumar norðurljósa svifu með til-
þrifum á næturhimni um helgina.
Myndasmiðir fóru á stjá, margir til
dæmis á Suðurnesin, þar sem skyggni
var ágætt. Óðinn Yngvason ljósmynd-
ari í Hafnarfirði var þar syðra aðfara-
nótt mánudags við annan mann og á
leið í bæinn stoppuðu þeir hjá Straumi
og náðu myndum þar.
„Norðurljósamyndatökur eru áskor-
un, en útkoman getur þegar best tekst
til verið mikillar vinnu virði,“ segir Óð-
inn sem hefur fengist við myndatökur
frá barnsaldri. Ljósmyndin af Straumi
var tekin með 20 mm linsu á löngum
tíma og ljósnæmi myndavélarinnar,
sem var Nikon D810, var 800 ISO.
Lítil virkni verður á norðurljósum
himinsins allra næstu daga. Lang-
tímaspár gera hins vegar ráð fyrir að
fjör færist í leikinn næsta sunnudag en
þá og fram í vikuna verði sólgos og
kórónuskvettur í öllu sínu veldi svo eft-
irtekt veki um veröld víða. sbs@mbl.is
Straumar á
næturhimni
Ljósmynd/Óðinn Ingvason
Norðurljós Græn ljósblika á himinhvolfinu þegar horft var frá Straumsvík til suðvesturs þar sem hið svipsterka og fallega hús í Straumi var í forgrunni.
Settur umboðsmaður Alþingis hefur
óskað eftir því að heilbrigðisráðu-
neytið hlutist til um að Landspítali
láti honum í té almennar upplýsingar
um atvik sem varð á réttargeðdeild á
jóladag, þar sem ungur maður á
sjálfsvígsgát svipti sig lífi.
Þetta kemur fram í bréfi sem um-
boðsmaður skrifaði heilbrigðisráð-
herra, dómsmálaráðherra og félags-
og barnamálaráðherra 6. janúar m.a.
vegna frétta af sjálfsvígum frelsis-
svipts fólks svo sem fanga sem af-
plána dóma í fangelsum landsins.
Hann óskar eftir því að ráðuneytin
sjái til þess, hvert um sig, að stofn-
anir sem heyra undir þau og hýsa
frelsissvipta einstaklinga „tilkynni
umboðsmanni að eigin frumkvæði
um alvarleg atvik sem þar eiga sér
stað. með alvarlegum atvikum er þá
sem fyrr átt við dauðsföll, sjálfsvíg,
sjálfsvígstilraunir og alvarlega
sjálfsskaðandi hegðun.“ Þess er ósk-
að að alvarleg atvik af þessum toga
verði tilkynnt umboðsmanni eins
fljótt og auðið er, óháð því hvort
rannsókn eða athugun viðkomandi
stjórnvalds telst lokið.
Umboðsmaður Alþingis hefur frá
árinu 2018 haft með höndum svo-
nefnd OPCAT-eftirlit með stöðum
þar sem dvelja einstaklingar er eru
eða kunna að vera sviptir frelsi sínu.
Eftirlitið miðar að því að koma í veg
fyrir að pyndingar eða önnur
grimmileg eða vanvirðandi meðferð
viðgangist. Þeir staðir sem eftirlitið
nær til gætu verið um 200 talsins hér
miðað við viðmið í nágrannalöndum.
Þ.á m. eru fangelsi, lögreglustöðvar,
vistunarúrræði á vegum barna-
verndaryfirvalda og fyrir fólk með
geðraskanir eða geðfatlanir, dvalar-
og hjúkrunarheimili, sambýli og
önnur búsetuúrræði. Umboðsmaður
hefur þegar farið í nokkrar eftirlits-
heimsóknir. gudni@mbl.is
Vill upplýsingar
um alvarleg atvik
Eftirlit með frelsissviptingu fólks
Morgunblaðið/Eggert
Eftirlit Umboðsmaður hefur m.a.
farið í eftirlitsheimsóknir í fangelsi.