Morgunblaðið - 12.01.2021, Page 8

Morgunblaðið - 12.01.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021 Það er skrýtið hve ofstækið gegnÍsraelsríki og ofurástin á Evr- ópusambandinu geta blindað mönn- um sýn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson svarar á blog.is Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylk- ingarinnar, sem skrif- aði á Facebook: „Víða sér maður fólk dásama Ísraelsríki fyrir góða frammi- stöðu við að bólusetja sitt fólk. Sitt fólk. Bara sitt fólk. Palestínuþjóðin á herteknu svæðunum fær ekkert. Sjaldan hefur maður séð jafn svart á hvítu það ranglæti sem þetta ríki er reist á.“    Svar Hannesar var þetta: „Þessi færsla lýsir miklum misskilningi. Það er hlutverk ríkis að láta borgara sína hafa forgang um þau gæði, sem það getur úthlutað. Annars væri það tilgangslaust. Og Palestínumenn hafa sína stjórn, sem flýtur í gjafafé frá útlöndum, en því miður fer það mestallt í spillta stjórn- málamenn þar. Sú stjórn hefði átt að útvega Palestínumönnum bóluefni. Þetta er mælskubrella hjá þér til að leiða athyglina frá því, að heilbrigð- isráðherra (gamall samherji þinn í Icesave-málinu) gætti hagsmuna Ís- lendinga ekki nógu vel og að í ljós er komið, að ESB, sem þú hefur ofurtrú á, hefur ekki ráð undir hverju rifi.“    Flestum er orðið ljóst að Evrópu-sambandið klúðraði pöntunum á bóluefni sem það tók að sér fyrir aðildarríkin og Ísland, sem hengdi sig, að því er virðist hugsunarlaust og án annarra ráðstafana, aftan í þessa misheppnuðu aðgerð.    Það hlýtur að fara að líða að því aðráðherrann viðurkenni mistök- in. Oftast er það fyrsta skrefið í þá átt að bæta ráð sitt. Hannes H. Gissurarson Þingmaður snýr hlutum á haus STAKSTEINAR Guðmundur Andri Thorsson Ríkissjóður hefur gengið frá kaupum á fasteigninni Hótel Gíg á Skútustöð- um í Mývatnssveit. Með því er fengin niðurstaða um framtíðaraðstöðu fyrir meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóð- garðs á norðausturlandi og starfsað- stöðu annarra stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í Mývatns- sveit, sem eru Umhverfisstofnun, Landgræðslan og Rannsóknastöðin við Mývatn, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Undirbúningur kaupanna hefur staðið um hríð, meðal annars í nánu samstarfi við Skútustaðahrepp. Það var niðurstaðan að kaup á eldra hús- næði og endurbætur þess væru hag- stæður kostur fyrir ríkissjóð og sköp- uðu fjölmörg tækifæri í Mývatnssveit, segir á heimasíðunni. Sveitarfélagið er með áform um að nýta hluta af hús- næðinu undir atvinnuskapandi ný- sköpun og þekkingarsetur. Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er kveðið á um lögbundin áform rík- isins um að halda úti sex meginstarfs- stöðvum þjóðgarðsins sem mynda þjónustunet. Þegar hafa starfsstöðv- ar í Ásbyrgi, Skaftafelli, á Skriðu- klaustri og Hornafirði verið settar á laggirnar, bygging starfsstöðvar á Kirkjubæjarklaustri er hafin og sjötta meginstarfsstöðin verður á Skútustöðum. Sjötta starfsstöðin á Skútustöðum  Ríkissjóður kaupir Hótel Gíg Hótel Gígur Margvísleg starfsemi verður þar á sviði umhverfismála. Réttur helmingur þeirra fyrirtækja sem eru með 150 til 249 starfsmenn hefur nú öðlast jafnlaunavottun. Samkvæmt lögunum um innleiðingu jafnlaunavottunar áttu fyrirtæki og stofnanir þar sem 150-249 manns starfa að jafnaði á ársgrundvelli að hafa fengið jafnlaunavottun í síðasta lagi 31. desember síðastliðinn. Sam- kvæmt upplýsingum Katrínar Bjargar Ríkharðsdóttur, fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu, var staðan um nýliðin áramót sú að af 64 starfandi fyrirtækjum á viðmiðunar- lista Jafnréttisstofu hafa 32 fengið vottun. „Þau fyrirtæki í þessum stærðar- flokki sem ekki hafa hlotið vottun munu fá bréf frá Jafnréttisstofu næstu daga þar sem óskað verður upplýsinga um stöðu mála. Þegar svör hafa borist verða ákvarðanir teknar um framhaldið,“ segir hún í svari við fyrirspurn Morgunblaðs- ins. Jafnlaunavottun var lögfest í júní árið 2017 og hefur verið innleidd í áföngum. Opinberar stofnanir voru í fyrsta hópi þeirra sem áttu að inn- leiða jafnlaunavottunina og hafa fengið vottun fyrir 31. desember 2019. Langstærstur hluti þeirra er kominn með vottun en þær sem út af standa eru allar í vottunarferli að sögn Katrínar. Samkvæmt yfirliti Jafnréttisstofu um seinustu áramót yfir allar vott- anir frá því innleiðing þeirra hófst kemur í ljós að alls hafa 274 fyrir- tæki og stofnanir lokið innleiðing- unni og fengið jafnlaunavottun. Alls starfa 87.803 hjá þessum fyrir- tækjum. Fyrirtæki með 90-149 starfsmenn eiga að hafa öðlast vottun um næstu áramót og fyrirtæki með 25-89 starfsmenn hafa frest til 31. desem- ber 2022 til að ljúka innleiðingunni. omfr@mbl.is Helmingur fyrirtækj- anna fengið vottun  274 fyrirtæki og stofnanir hafa lokið innleiðingunni Morgunblaðið/Eggert Á kvennafrídegi Markmiðið er að draga úr kynbundnum launamun. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.