Morgunblaðið - 12.01.2021, Side 11

Morgunblaðið - 12.01.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021 FASTEIGNASALA Nóatún 17 | 105 Reykjavík | valborg@valborgfs.is | Sími 419 7900 valborgfs.is Glæsilegar nýjar íbúðir í Fossvogsdal ogHraunbæ Óskumað ráða löggilta fasteignasala VERÐMETUM SAMDÆGURS ÓSKUMEFTIRÖLLUMGERÐUMEIGNAÁ SKRÁ FOSSVOGSDALUR HRAUNBÆR Tilbúnar til afhendingar! Örfáar íbúðir óseldar! Elvar Guðjónsson Viðskiptafræðingur Lögg. fasteignasali Sími 895 4000 elvar@valborgfs.is Þórður Heimir Sveinsson Lögmaður og lögg. fasteignasali Jónas Ólafsson Viðskiptafræðingur Sími 824 4320 jonas@valborgfs.is Gunnar Biering Agnarsson Nemi til löggildingar Sími 823 3300 gunnar@valborgfs.is María Sigurðardóttir Viðskiptafræðingur Lögg. fasteignasali Sími 820 1780 maria@valborgfs.is Allar upplýsingar veita: Skattfrjáls söluhagnaður SUMARHÚSAEIGENDUR Frá 1. janúar 2021 er hagnaður af sölu sumarhúsa skattfrjáls.* Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar. Skógarvegur 6-8 Íbúðakjarni með 69 íbúðum á 4 hæðum auk bílakjallara. Hraunbær 103 A, B og C Nýjar íbúðir fyrir 60+ Valborg óskar eftir að ráða löggilta fasteignasala. Frábær vinnuaðstaða og góður vinnuandi. Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson, elvar@valborgfs.is *að ákveðnum skilyrðum uppfylltum Morgunblaðið/Eggert Atvinnulíf Alls voru 2.800 laus störf á fjórða ársfjórðungi seinasta árs. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alls voru um 2.800 laus störf á vinnumarkaðinum á seinasta árs- fjórðungi nýliðins árs samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Fram kemur í frétt Hagstofunnar að á sama tíma voru um 203.900 störf á íslenskum vinnumarkaði og hlutfall lausra starfa því 1,3%. Til samanburðar má geta þess að 14.900 einstaklingar voru at- vinnulausir í nóvember sl. skv. mælingum Hagstofunnar og hjá Vinnumálastofnun voru í nóv- ember tæplega 21 þúsund ein- staklingar án atvinnu í almenna bótakerfinu. Seinasta könnun meðal stjórn- enda 400 stærstu fyrirtækja lands- ins í fyrra benti ekki til þess að aukinn skortur væri á starfsfólki. Ein skýring á þessum fjölda lausra starfa á tímum mikils atvinnuleysis gæti verið sú að þeir sem hafa misst störf sín í óvissunni vegna veirufaraldursins haldi í vonina um að fá þau aftur. Vilji frekar bíða eftir því og síður taka áhætt- una af því að ráða sig í eitthvert annað starf í millitíðinni, að sögn Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Sam- taka atvinnulífsins. Hún bendir á að ekki sé um marktæka breytingu að ræða frá því árið á undan. Í samantekt Hag- stofu kemur fram að laus störf voru 300 fleiri á fjórða ársfjórð- ungi 2020 en á sama tímabili 2019. Störf voru 12.900 færri en hlutfall lausra starfa hækkaði um 0,1 pró- sentustig. Flestir í framleiðslutengdum greinum og byggingarstarfsemi Laus störf nú virðast einkum vera í framleiðslutengdum grein- um og í byggingarstarfsemi að sögn Önnu. Á sama tíma árið 2019 var meirihluti lausra starfa í op- inbera geiranum eða um 1.300 laus störf á þeim tíma en þeim hefur fækkað í um 100 á síðasta ársfjórð- ungi nýliðins árs. Mörg laus störf á vinnumarkaðinum  Mögulega bíða margir eftir að fá aftur sitt fyrra starf og ráða sig ekki annað Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 900 manns hafa skráð sig í und- irskriftasöfnun þar sem mótmælt er breytingum á skipulagi í Úlfarsárdal í Reykjavík. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á dögunum stendur til að á reit milli verslunar Bauhaus og efstu íbúðarhúsa í Úlfarsárdal verði þrifaleg atvinnustarfsemi. Þar er átt við rýmisfrekar verslanir, létt- an iðnað og verkstæði; alls 200 þús- und fermetra. Tekið er fyrir íbúðar- húsnæði, gistiþjónustu og matvöruverslanir. Skv. gildandi deiliskipulagi frá 2013 er hins vegar gert ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu. „Byggðin á þessu svæði öðlast allt annan svip verði aðalskipulagi þessa svæðis breytt,“ segir Björn Ingi Björnsson, formaður Íbúasamtaka Úlfarsárdals, í samtali við Morgun- blaðið. Hann bendir á að umrætt svæði snúi mót suðri og sól og sé síð- asti óbyggði reiturinn í Reykjavík þar sem staðhættir séu slíkir. „Síðustu ár hefur verið mikil upp- bygging í Úlfarsárdal. Dalskóli er tilbúinn, verið er að byggja menn- ingarmiðstöð og sundlaug auk þess sem uppbygging fyrir aðstöðu Fram er langt komin. Mikilvægt er að þessir innviðir nýtist,“ segir formað- urinn. Svæðið sem nú stendur til að breyta heitir M22, skv. skipulags- gögnum og sú er einnig slóðin á vef með upplýsingum um málið. Á umræddum reit í Úlfarsárdal er flugbraut sem fisvéla- og mótor- drekamenn hafa mikið nýtt. Fisfélag Reykjavíkur hefur nú skilað borg- inni svæðinu og rifið byggingar þar. „Að fá í dalinn til dæmis þá óþrifa- legu verkstæðisstarfsemi sem nú er á Bíldshöfða finnst mér lítt aðlað- andi. Okkar krafa er því að núver- andi aðalskipulag standi óbreytt,“ segir Björn Ingi sem telur nær að skipulag í Úlfarsárdal miðist við stærri íbúðabyggð og fleira fólk en nú er. Þegar hverfið var skipulagt og uppbygging þar hófst fyrir 15 árum hafi verið gert ráð fyrir 20 þúsund íbúa byggð. Síðan hafi verið klipið af og nú sé skv. skipulagi gert ráð fyrir 3.000 íbúum. Slíkt skerði mögu- leikana á því að þjónustustarfsemi á svæðinu þrífist, sem þó sé mikilvægt. Skipulag í Úlfarsárdal verði óbreytt  Skora á borgaryfirvöld  Safna und- irskriftum  Ekki iðnað og verkstæði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úlfarsárdalur Horft yfir skipulagssvæðið, en reiturinn sem á að breyta er M22 eins og aðstandendur undirskriftasöfnunar hafa hér merkt inn. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.