Morgunblaðið - 12.01.2021, Page 12

Morgunblaðið - 12.01.2021, Page 12
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirtækin Hringrás og HP gámar voru sameinuð í ársbyrjun. Alexander G. Edvardsson, fram- kvæmdastjóri Hringrásar, segir að þessu fylgi mikil hagræðing. Fjölskyldufyrirtækið Hópsnes átti fyrirtækin tvö fyrir samein- inguna en systkinin Alexander G. Edvardsson, sem varð fram- kvæmdastjóri Hringrásar 1. janúar 2020, og Kristín Þórey Edvardsdótt- ir eiga samanlagt 63,6% hlut. Spá mikilli veltuaukningu Að sögn Alexanders var velta HP gáma um 290 milljónir árið 2019 og velta Hringrásar 1.429 milljónir. Árið 2020 hafi velta HP gáma ver- ið orðin 500-600 milljónir og velta Hringrásar um 1.950 milljónir. Því hafi velta hinna sameinuðu fé- laga verið um 2,5 milljarðar í fyrra. Samkvæmt áætlun hans verði veltan um 3 milljarðar í ár, sem yrði um 20% vöxtur á aðeins einu ári. Félögin verða áfram rekin undir eigin merkjum. HP gámar hafa starfsstöðvar í Grindavík, Hafnar- firði, Reykjavík, Akureyri og á Reyðarfirði. Hringrás er aftur á móti með starfsstöðvar í Reykjavík, á Akureyri og Reyðarfirði. Á síðari hluta síðasta árs var fjár- fest í nýju athafnasvæði við Álhellu 1 í Hafnarfirði, gegnt álverinu í Straumsvík, á 27 þús. fermetra lóð og stendur þar til að taka í notkun þúsund fermetra iðnaðarhúsnæði. Að sögn Alexanders er fyrirhugað að byggja þar upp aðstöðu til að taka á móti og vinna margvíslegan úr- gang sem fellur til hjá einstaklingum og fyrirtækjum. M.a. verði tekinn í notkun tætari sem geti til dæmis tætt í sundur heilu bílflökin, flokkað málmana og þannig aukið verðmæti hráefnisins. Ekki sé áformað að fjölga starfsstöðvum meira. Varðandi athafnasvæði Hringrás- ar í Klettagörðum segir Alexander leigusamning renna út í árslok 2022. Með þetta í huga hafi félagið tryggt sér athafnasvæðið á Álhellu. Til skoðunar sé að hætta geymslu hjólbarða í Klettagörðum en hafa þar móttöku- og flokkunarstöð. Öll vinnsla muni fara fram á Álhellu. Stærsti viðskiptavinurinn „Hringrás er stærsti viðskiptavin- ur HP gáma og Hringrás notar mik- ið þjónustu HP gáma við efnisöflun, flutninga og annað slíkt. Það lá beint við að sameina þennan rekstur í einu félagi, minnka þannig flækjustig og auka hagkvæmni í rekstri,“ segir Alexander um sameininguna. Samstarfið hafi að megninu til haf- ist strax eftir kaupin á Hringrás. Spurður hvernig eigi að auka velt- una um 20% á þessu ári vísar Alex- ander meðal annars til þess að HP gámar hafi fjárfest mikið í gámum og fjölgað viðskiptavinum. „Það hef- ur staðið yfir markviss markaðssókn sem hefur skilað árangri í gámaþjón- ustu og losun,“ segir Alexander. Tekjur HP gáma komi fyrst og fremst frá leigu og losun gáma. 40 þúsund tonn Hringrás flutti í fyrra út 40 þús- und tonn af brotajárni og yfir 300 gáma, 40 feta, af öðru efni. Mestur hlutinn hjólbarðar. Sjö til átta þús- und tonnum var skipað beint frá Akureyri og Reyðarfirði en stærstur hlutinn frá Reykjavíkurhöfn. Alexander segir aðspurður að ef Hringrás flytji hluta aðstöðu sinnar frá Klettagörðum muni félagið skipa út frá Hafnarfjarðarhöfn eða jafnvel Straumsvík, ef leyfi fæst. Jörgen Þór Þráinsson, frkvstj. HP gáma, áætlar að starfsmenn hins sameinaða félags verði um 60 í árs- lok, eða tíu fleiri en í byrjun ársins. Spurður um strauma á markaðn- um segir Jörgen stöðugt verið að auka framleiðendaábyrgð, sem feli m.a. í sér kröfu um að auðvelt sé að endurvinna vörur. HP gámar séu með ferla sem miði að því að beina þessu í réttan farveg hér heima og erlendis hjá viðurkenndum aðilum. Sameina Hringrás og HP gáma og spá örum vexti í ár  Stjórnendurnir reikna með 3 milljarða veltu í ár sem yrði 20% vöxtur milli ára Morgunblaðið/Eggert Við húsið á Álhellu Jörgen Þór Þráinsson og Alexander G. Edvardsson. Ný útlán lífeyris- sjóða jan.-nóv. 2020 Ma.kr.* -18,2 14,8 Verðtryggð lán Óverðtryggð lán *Að frádregnum upp- og umframgreiðslum. Heimild: Seðlabankinn. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna héldu uppteknum hætti í nóvembermán- uði og námu upp- og umfram- greiðslur sjóðfélagalána ríflega 9 milljörðum umfram ný lán í mán- uðinum. Hefur þróunin verið á þennan veg allt frá því í júní síðast- liðnum þegar upp- og umfram- greiðslur urðu í fyrsta sinn meiri en nýjar lántökur í einum mánuði. Hafa greiðslurnar fyrst og fremst lotið að verðtryggðum lánum sjóð- anna en fólk þyrpist í æ ríkari mæli í óverðtryggð húsnæðislán sem við- skiptabankarnir veita. Þannig námu upp- og umframgreiðslur verð- tryggðra lána 9,5 milljörðum í nóv- ember og ný óverðtryggð lán jukust aðeins um 338 milljónir króna. Sífellt meira borgað upp Að meðtöldum upp- og umfram- greiðslunum í nóvember eru þær nú orðnar hærri en ný útlán sjóðanna á árinu 2020. Enn á Seðlabankinn þó eftir að birta tölur fyrir desember- mánuð en fátt bendir til þess að þróunin í þeim mánuði hafi verið á annan veg en frá júní og út nóv- ember. Staða lífeyrissjóðanna á lána- markaði hefur gjörbreyst á örfáum misserum. Meðan ný útlán hafa dregist verulega saman leita sífellt fleiri sjóðfélagar í aðra lánamögu- leika á markaði. Á árinu 2019 voru ný sjóðfélagalán hins vegar ríflega 100 milljarðar króna, að teknu tilliti til upp- og umframgreiðslna. Sjóðfélagar greiða meira upp  Upp- og umframgreiðslur hærri en ný lán fyrstu ellefu mánuði síðasta árs 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ STUTT ● Innflutningur á neysluvörum jókst gríðarlega í nóvembermánuði frá sama mánuði 2019. Með neysluvörum er vísað til heimilistækja, fatnaðar og lyfja, svo dæmi sé tekið. Nam aukn- ingin 43%. Þetta kemur fram í ný- birtum tölum Hagstofu Íslands. Verð- mæti vöruinnflutnings nam hins vegar aðeins 4% í mánuðinum miðað við sama tíma 2019. Nam það 61,5 milljörðum króna, en var 59,2 millj- arðar í nóvember 2019. Mestur sam- dráttur varð í innflutningi á elds- neyti og smurolíum sem dróst saman um 48%. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs nam verðmæti vöruinnflutnings 657,2 milljörðum króna og lækkaði um tæpa 48 milljarða frá sama tíma- bili ári fyrr eða 6,8% á gengi hvors árs fyrir sig. Samdráttur varð í nær öllum flokkum nema neysluvörum. Mun meira flutt inn af neysluvöru í nóvember 12. janúar 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.94 Sterlingspund 172.57 Kanadadalur 100.02 Dönsk króna 20.909 Norsk króna 15.116 Sænsk króna 15.471 Svissn. franki 143.63 Japanskt jen 1.2219 SDR 183.43 Evra 155.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.4635 Hrávöruverð Gull 1891.3 ($/únsa) Ál 2029.5 ($/tonn) LME Hráolía 54.56 ($/fatið) Brent ● Engin viðskipti voru með bréf fjög- urra félaga á aðallista Kauphallar Ís- lands í gærdag. Það voru félögin Brim, fasteignafélagið Eik, Eimskipafélagið og Festi. Þá voru afar takmörkuð viðskipti með bréf Origo, eða 2 milljónir króna og eins námu viðskipti með bréf Reita að- eins 2 milljónum. Viðskipti með bréf Símans, Sjóvár, Skeljungs, Sýnar, TM og VÍS voru öll innan við 30 milljónir. Hins vegar voru viðskipti með bréf Arion banka 939 milljónir, Marels 549 millj- ónir og Haga 582 milljónir. Þá voru við- skipti með bréf Icelandair 332 milljónir. Mest lækkuðu bréf flugfélagsins eða um 4,65%. Bréf Arion banka lækkuðu um 1,65%. Mest hækkuðu bréf TM um 2,58%. Í viðskiptum gærdagsins lækkaði úr- valsvísitala Kauphallarinnar um 0,92%. Það sem af er ári hefur hún hins vegar hækkað um 2,17%. Engin viðskipti með fjögur félög í Kauphöll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.