Morgunblaðið - 12.01.2021, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu áwww.heimavorn.is
HVARSEMÞÚERT
Öryggiskerfi
SAMSTARFSAÐILI
15:04 100%
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Demókratar í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings lögðu í gær fram ákæru-
skjal gegn Donald Trump Banda-
ríkjaforseta um sviptingu embættis
hans vegna árásar stuðningsmanna
forsetans á Bandaríkjaþing í síðustu
viku, sem kostaði fimm manns lífið.
Þá lögðu demókratar einnig fram
þingsályktunartillögu, þar sem skor-
að var á Mike Pence varaforseta og
ríkisstjórnina að beita 25. viðauka
stjórnarskrárinnar til þess að lýsa
Trump vanhæfan til að gegna emb-
ætti. Slíkar tillögur eru fyrst bornar
fram með þeim hætti að spurt er
hvort hún njóti einróma stuðnings
deildarinnar, og þarf bara einn þing-
mann til að knýja fram umræðu.
Varð sú raunin og fer hún því fram í
dag ásamt atkvæðagreiðslu. Er talið
mjög líklegt að tillagan verði sam-
þykkt. Hafa demókratar sagt að
Pence fái þá sólarhringsfrest til þess
að setja Trump af, ellegar verði hald-
ið áfram með ákæruferlið.
Nær allir með á málinu
David Cicilline, demókratinn sem
samdi ákæruskjalið, sagði við fjöl-
miðla í gær að árásin á þingið hefði
verið tilraun til valdaráns, og að
þinginu bæri skylda til þess að láta
alla sem að henni stóðu sæta ábyrgð,
jafnt forsetann sem aðra.
Nær allir þingmenn demókrata,
eða 210 af 222, eru meðflutnings-
menn að ákærunni, en Cicilline gerði
ráð fyrir að hún myndi einnig njóta
stuðnings meðal nokkurra þing-
manna repúblikana. Þar er Trump
sérstaklega sakaður um að hafa
hvatt til uppreisnar með endurtekn-
um og ítrekuðum ósannindum um
niðurstöðu forsetakosninganna í
nóvember síðastliðnum.
Verði ákæran samþykkt verður
Trump eini forsetinn í sögu Banda-
ríkjanna til þessa sem sætir slíkri
þingkæru tvisvar sinnum á kjörtíma-
bili sínu.
Óvíst er þó hvort öldungadeildin,
sem dæmir í málinu gegn Trump,
muni sakfella, þar sem 67 þingmenn
af 100 þarf til þess. Þá er einnig óvíst
hvort hægt verði að taka ákæruna
fyrir fyrr en eftir að Trump hefur
látið af embætti, þar sem öldunga-
deildin er nú í þinghléi, og á að
óbreyttu ekki að koma saman fyrr en
daginn fyrir innsetningarathöfn
Joes Biden, verðandi Bandaríkjafor-
seta, en hún fer fram 20. janúar nk.
Áhöld eru um hvort tilefni sé til
eða lagaheimild til að halda málinu
áfram eftir 20. janúar, en helsta
ástæðan til þess að samþykkja ákær-
una eftir að valdatíð Trumps lýkur
er að þá hefði öldungadeildin einnig
kost á því að meina Trump alfarið að
sækjast eftir endurkjöri eða emb-
ætti á ný, og þyrfti einungis einfald-
an meirihluta til þess.
Toomey kallar eftir afsögn
Enginn þingmaður repúblikana í
öldungadeildinni hefur hins vegar
lýst yfir beinum stuðningi sínum við
málshöfðun fulltrúadeildarinnar.
Tveir þeirra, Pat Toomey frá Penn-
sylvaníu og Lisa Murkowski frá
Alaska, hvöttu hins vegar um
helgina Trump til þess að segja af
sér embætti hið fyrsta.
Hvorugt þeirra hefur þó verið tal-
ið til helstu bandamanna forsetans á
þingi, og hafa repúblikanar, einkum í
fulltrúadeildinni, lýst yfir áhyggjum
sínum af því að ákæruferlið gæti leitt
til enn frekari sundrungar.
22 fyrrverandi þingmenn repú-
blikana úr báðum deildum hafa hins
vegar undirritað yfirlýsingu, þar
sem lýst er yfir stuðningi við að þing-
ið fjarlægi forsetann úr embætti.
Segir þar að forsetinn eigi sér engar
málsbætur fyrir að hafa stýrt upp-
reisn gegn löggjafarvaldinu, og að
þingmönnum beri skylda til þess að
fjarlægja hann frá völdum. „Þingið
verður að senda sterk og skýr skila-
boð, ekki bara til þessa forseta held-
ur forseta framtíðarinnar, um að
hegðun af þessu tagi verði hvorki lið-
in né samþykkt.“
Handtökur hafnar
Lögregluyfirvöld í ýmsum ríkjum
Bandaríkjanna eru þegar farin að
handtaka fólk sem tók þátt í óeirð-
unum í síðustu viku. Þannig voru
tveir menn, sem sáust ganga um sal
öldungadeildarinnar með handjárn
úr plasti, handteknir um helgina.
Vöktu myndirnar af þeim vangavelt-
ur um að ætlunin hefði verið að halda
þingmönnum og Pence varaforseta
sem gíslum.
Þá var Adam Johnson, sem náðist
á mynd að bera ræðupúlt Nancy Pel-
osi, forseta fulltrúadeildarinnar,
handtekinn um helgina. Hefur dóms-
málaráðuneytið lýst því yfir að enn
megi eiga von á frekari handtökum
og ákærum vegna árásarinnar.
AFP
Sorg Félagar Brians Sicknick í lögregluliði þinghússins stóðu heiðursvörð í fyrradag meðan líkfylgd hans keyrði
hann til hinstu hvílu í Arlington. Sicknick lést eftir að hafa tekist á við mótmælendur í áhlaupinu í síðustu viku.
Demókratar hefja sókn
Demókratar á Bandaríkjaþingi hefja ákæruferli til embættissviptingar Trumps
Skora á Pence að virkja 25. greinina í vikunni Fjöldi óeirðaseggja handtekinn
Ekkert neyðarkall barst frá áhöfn
vélar Sriwijaya Air-flugfélagsins áð-
ur en hún hrapaði í sjóinn á laugar-
daginn skammt undan ströndum
Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, og
ekki var tilkynnt nein tæknileg bilun
áður en flugslysið varð. 62 voru um
borð.
Flugmálayfirvöld í Indónesíu
greindu frá því í gær að þau hefðu
fundið staðsetningu flugrita vélar-
innar, og leituðu kafarar þeirra
beggja í sjónum.
Nurcahyo Utomo, rannsóknar-
maður samgönguslysanefndar
Indónesíu, sagði í gær að upptaka úr
flugturni sýndi að samskipti flug-
mannanna við turninn hefðu verið
með hefðbundnum hætti, en vélin,
sem var af gerðinni Boeing 737-500,
hrapaði skyndilega úr 3.000 metra
hæð, einungis fjórum mínútum eftir
flugtak.
„Þetta er eins og venjulegt samtal
og ekkert grunsamlegt,“ sagði Ut-
omo við AFP-fréttastofuna. „Það er
ekkert talað um neyðarástand eða
nokkuð þvíumlíkt.“ Þá sagði Utomo
að frumrannsókn benti til að vélin
hefði verið í heilu lagi þegar hún lenti
í sjónum.
Af farþegunum 62 voru tíu á
barnsaldri. 2.600 manns sinna nú
leitarstörfum, en sjórinn er um 23
metra djúpur þar sem vélin lenti.
Flugmaður vélarinnar, hinn 54 ára
gamli Afwan, var áður í flugher
Indónesíu og var með nokkurra ára-
tuga reynslu af flugi.
Liðið gætu nokkrir mánuðir áður
en fyllilega verður ljóst hvað varð til
þess að vélin hrapaði, en sérfræðing-
ar í samgöngumálum sögðu við AFP
að slæmar veðuraðstæður, tæknibil-
un eða mistök flugmanns gætu hafa
verið þar að verki.
Kafarar leita
að flugritunum
Ekkert neyðarkall barst frá vélinni
AFP
Flugslys Leitarmenn telja sig vita
hvar flugrita vélarinnar er að finna.
Soumya Swaminathan, yfirmaður
vísindarannsókna hjá Alþjóðaheil-
brigðisstofnuninni WHO, varaði við
því gær að hjarðónæmi gegn kór-
ónuveirunni myndi ekki nást á
þessu ári, þrátt fyrir að byrjað væri
að bólusetja fyrir henni.
Sagði Swaminathan að áfram
yrði nauðsynlegt að halda fjarlægð,
þvo hendur og ganga með grímu til
þess að koma böndum á farald-
urinn, þar sem ekki yrði framleitt
nógu mikið af hinum ýmsu bóluefn-
um til þess að ná upp slíku ónæmi.
Gerði hún ráð fyrir að halda yrði
uppi sóttvörnum það sem eftir lifir
árs, en sagði að á endanum myndi
takast að vinna bug á veirunni með
aðstoð bóluefnanna.
BÓLUSETNINGAR
AFP
Bólusetning Joe Biden, verðandi
Bandaríkjaforseti, fékk seinni
skammtinn af bóluefninu í gær.
Ekki gert ráð fyrir
hjarðónæmi 2021
Forsvarsmenn
samskiptamiðils-
ins Parler kærðu
í gær netrisann
Amazon eftir að
hann hafði lokað
fyrir netaðgang
Parler, með vísan
til urmuls hótana
um framkvæmd ofbeldis.
Parler hefur stært sig af því að
vera vettvangur þar sem hægt sé að
skiptast á skoðunum án ritskoðunar,
en miðillinn hefur á undanförnum
misserum notið vaxandi vinsælda
meðal bandarískra íhaldsmanna.
Bæði Google og Apple lokuðu um
helgina fyrir að fólk gæti fengið sér
Parler-forritið á síma með Android-
eða iOs-stýrikerfi og blasir gjaldþrot
við miðlinum að óbreyttu að sögn
stofnanda Parler.
BANDARÍKIN
Bolað af netinu
og kærir Amazon