Morgunblaðið - 12.01.2021, Side 14

Morgunblaðið - 12.01.2021, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það urðu vatna-skil í ís-lenskri fjöl- miðlasögu haustið 1986, þegar ríkis- valdinu þóknaðist loks að leyfa aðra miðla á öldum ljósvakans en Ríkisútvarpið. Mestu viðbrigðin fólust án vafa í Stöð 2, þar sem sjá mátti að fleir- um var vel treystandi til þess að reka sjónvarpsstöð og frétta- stofu. Það kom ekki aðeins áhorf- endum Stöðvar 2 til góða, því við samkeppnina lifnaði líka yfir Rúv. Á ýmsu hefur gengið síðan, sérstaklega þó hin síðari ár þeg- ar nýir erlendir miðlar eða veitur á borð við Netflix hafa sótt inn á íslenskan markað, að ógleymdum félagsmiðlunum, sem taka til sín sífellt meira fé af íslenskum aug- lýsingamarkaði, án þess þó að gjalda nokkurn skatt hér á landi. Enginn íslenskur fjölmiðill hefur verið ósnortinn af þessari þróun. Enginn nema auðvitað Ríkisútvarpið, sem áfram getur endalaust sótt sér rekstrarfé úr ríkissjóði – skattheimta skyldu- áskrift – og hefur að auki neytt aflsmunar á auglýsingamarkaði, á milli þess sem það nælir sér í peninga aukalega úr vösum skattgreiðenda og stundar lóða- brask, því þrátt fyrir alla með- gjöfina hefur reksturinn reynst með eindæmum losaralegur, ár eftir ár, áratug eftir áratug. Fyrir skömmu var gerður nýr þjónustusamningur ríkisins við Ríkisútvarpið, en hann breytir litlu því að áfram er Rúv. á aug- lýsingamarkaði. Í gær birtist af- leiðing þessa, þegar kynnt var að Stöð 2 yrði eftir viku hrein áskriftarstöð, en við það verður kvöldfréttatími Stöðvar 2, Ísland í dag og annað frétta- tengt efni aðeins aðgengilegt áskrifendum eftir að hafa verið í opinni dagskrá frá upphafi. Þetta eru skiljanleg viðbrögð og sjálfsagt fjölgar áskrifendum Stöðvar 2 eitthvað við það, en ekki um þann fjölda sem hingað til hefur horft á fréttir hennar endurgjaldslaust. Við það minnk- ar samkeppnin, en annað er þó verra: Íslensk fréttamiðlun og lýðræðisleg þjóðmálaumræða mun líða fyrir það, að í sjónvarpi hafi þorri þjóðarinnar aðeins að- gang að einu sjónarhorni, frétta- stofu hins opinbera. Rekstrarvandi íslenskra fjöl- miðla hefur blasað við árum sam- an. Þar er fyrirferð Rúv. á aug- lýsingamarkaði einn helsti vandinn. Flestir eru sammála um þetta, en samt hefur ótrúlegrar tregðu gætt í umbótaátt; frekar miðað aftur á bak en hitt. Það mun ekki fara framhjá neinum í næstu viku þegar klukkunni er snúið aftur um 34 ár og frétta- stofa Ríkisútvarpsins verður aft- ur nær einráð í sjónvarpi. Lilja Alfreðsdóttir sagði í sam- tali við mbl.is, að ná þyrfti póli- tískri sátt um stöðu Rúv. á aug- lýsingamarkaði, hún vilji hafa fjölmiðlaumhverfið og auglýs- ingaumhverfið eins og það er á Norðurlöndum. Til þess sé skyn- samlegast að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Um þetta virðast margir þingmenn sam- mála. En á hverju strandar? Það er ekki tjónlaust að hafa Rúv. á aug- lýsingamarkaði} Afleiðingarnar Það hefur mikiðþurft að bregð- ast til að Kim Jong Un viðurkenndi að efnahagsstefnan hefði brugðist, en það gerði hann á dögunum. Sú viður- kenning var bersýnilega liður í því að taka til í yfirstjórn Norður- Kóreu og treysta völd leiðtogans, sem hefur nú tekið upp titilinn aðalritari, að sögn opinberrar fréttastofu landsins við mikinn fögnuð flokksforystunnar. Látinn faðir hans, Kim Jong Il, hefur verið titlaður eilífur aðalritari og afi hans, Kim Il Sung, verið eilíf- ur forseti landsins, þrátt fyrir dauða sinn árið 1994. Þeir munu eflaust halda þeim titlum. Kim Jong Un hefur samhliða þessum nýja titli gerst herskárri en áður og lét sem dæmi birta mynd af sér í herklæðum, sem hann hefur hingað til ekki gert, og með vélbyssu á skrifborðinu fyrir framan sig. Þá hefur hann nýlega, sem er alvarlegra mál, ákveðið að efla kjarnorkuvopna- búr landsins og fer þannig gegn því sem önnur ríki, ekki síst Bandaríkin, hafa þrýst á hann að gera, sem er að gefa eftir þessi vopn gegn því að opnað verði fyrir viðskipti við landið á nýjan leik. Þessu lokaða landi hefur raunar vegna kórónuveir- unnar verið lokað enn frekar þannig að viðskipta- bann veldur aðalritaranum ef til vill minni áhyggjum en í hefð- bundnu árferði. En hann skákar einnig í því skjóli að nú eru augu heimsins á kórónuveirunni auk þess sem ætla má að hann vilji láta á það reyna hvernig ný stjórnvöld í Bandaríkjunum bregðast við ögrunum. Hættan er sú að ríki heims telji sig hafa um nóg annað að hugsa um þessar mundir og á meðan geti hann byggt upp vopnabúrið og haldið áfram að þróa sífellt hættulegri flaugar. Þegar kórónuveiran hef- ur verið bæld verði Norður- Kórea orðin of sterk hernaðar- lega til að hægt sé að þvinga land- ið að samningaborðinu og draga úr hættunni sem það veldur öðr- um ríkjum. Þrátt fyrir farald- urinn verða ríki heims að reyna að koma í veg fyrir að aðalrit- aranum takist þetta ætlunarverk sitt. Meðan augu heims- ins beinast annað byggir Norður-Kórea upp vopnabúr sitt} Hættan eykst af Kim Jong Un V ið upphaf vorþings leggjum við í Samfylkingunni fram tillögu þar sem menntamálaráðherra verður falið að gera tímasetta og fjár- magnaða aðgerðaáætlun til fjög- urra ára til að styrkja stöðu drengja í mennta- kerfinu. Leggjum við til að ráðherra hafi við þessa áætlun sína víðtækt samráð við fjöl- marga hagaðila um hvernig laga megi þá stöðu sem nú blasir við. Lausnin er ekki einföld en staðan er alvarleg. Vandi drengja í mennta- kerfinu er ein stærsta áskorun sem við stönd- um frammi fyrir í menntakerfinu því drengjum gengur einfaldlega verr í skóla en stúlkum, brottfall þeirra er meira og hátt hlutfall drengja mælist með lélega lestrarkunnáttu alla skólagönguna. Hin alþjóðlega Pisa-könnun sem reglulega er lögð fyrir nemendur um allan heim sýnir að hlutfall nemenda sem ná ekki grunnhæfni í lesskilningi í könnun ársins 2018 eykst úr 22% í 26% milli kannana. Hjá drengjum eykst hlutfallið úr 29% í 34% sem þýðir að einn af hverjum þremur drengjum les ekki til gagns. Drengir virðast ekki jafn vel undirbúnir og stúlkur undir hefðbundið framhaldsskólanám að loknum grunn- skóla og mun lægra hlutfall karla en kvenna nær að ljúka háskólaprófi. Allt birtist þetta okkur í tölum um brottfall úr framhaldsskólum, sem er umtalsvert meira á Íslandi en á Norðurlöndunum, útskriftartölum úr framhaldsskólum og tölfræðilegum upplýsingum frá háskólum landsins. En er þetta ný staða sem þarf að hafa áhyggjur af? Já, því miður þá virðist svo vera því árið 1975 var kynjahlutfall þeirra sem luku stúdentsprófi jafnt. Árið 2018 var hlutfallið hins vegar 60% konur og 40% karlar. Þegar tölur um þá sem ljúka námi í háskóla eru skoðaðar eykst mun- urinn enn frekar. Árið 1973 voru 76% þeirra sem luku háskólaprófi karlar, árið 1985 hafði sú jákæða þróun átt sér stað að hlutfall kynjanna var jafnt en í dag er staðan sú að ein- ungis 34% þeirra sem ljúka háskólaprófi eru karlar. Það er ljóst að einhvers staðar er pott- ur brotinn og nauðsynlegt er að ráðast í að- gerðir til þess að bæta stöðu drengja í mennta- kerfinu. Ég leyfi mér að fullyrða að væri staðan öfug, þannig að einungis 34% nemenda sem lykju háskólaprófi væru konur, þá væru hér rauð flögg um allt stjórnkerfið. Jafnréttismálin mega aldrei gleymast. Það að misræmi verði á menntunarstigi kynjanna skapar veru- legan og víðtækan ójöfnuð um allt samfélagið sem bitnar á öllum stigum, stofnunum og stoðum samfélagsins. Okkur ber samfélagsleg skylda til að ráðast í átak og skoða rót vandans. Líðan, aðbúnað, uppbyggingu náms og aðferðir. Í tillögu Samfylkingarinnar, sem getið var hér í upphafi er því lagt til að menntamálaráðherra verði falið að hefja þessa vinnu sem standi markvisst næstu fjögur árin. Það þarf að bregðast við áður en skaðinn verður meiri. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Jöfnum bilið í skólakerfinu Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Þjóðverjar hafa undanfarnadaga sætt aukinni gagn-rýni fyrir tvöfeldni (fjór-feldni öllu heldur!) í öflun og dreifingu bóluefnis í Evrópu. Þrátt fyrir að hafa haft uppi orð um annað hafi Þjóðverjar tryggt sér töluvert af bóluefni utan Evrópu- samstarfsins þar um og auk þess bú- ið svo um hnútana að þeir fengju bóluefni fyrr og í meiri mæli en aðrir. Til þess að bæta gráu ofan á svart hafa þeir neytt aflsmunar til þess að koma í veg fyrir að önnur ríki Evr- ópu næðu sér í bóluefni á eigin spýt- ur, sem menn finna tilfinnanlega fyr- ir nú, þegar komið er í ljós marg- háttað klúður í þessu Evrópu- samstarfi. Sem kunnugt er hefur verið haft Evrópusamstarf um innkaup á bólu- efni, en markmiðin með því voru að ná verðinu niður og tryggja sæmi- lega jafna dreifingu, óháð því hvort lönd væru stór eða lítil, auðug eða snauð. Merkel beitir sér Í fyrra áttu heilbrigðisráðherr- ar Frakklands, Hollands, Ítalíu og Þýskalands frumkvæði að því að afla löndunum bóluefnis, en Evrópusam- bandið lagðist gegn því og vildi hafa öll þau mál á sinni könnu. Angela Merkel Þýskalandskanslari féllst á að Evrópuhugsjónin skipti meira máli en hagsmunir einstakra ríkja ESB, enda Þjóðverjar að taka við forsæti Evrópusambandsins í sex mánuði um það leyti. Mögulega skipti einnig máli að Þjóðverjar sættu ámæli fyrir að hafa gefið fjór- frelsinu frí í upphafi heimsfaraldurs- ins, þegar útflutningur á lækninga- vöru var stöðvaður og heilbrigðis- starfsfólki bannað að ráða sig úr landi. Merkel þjarmaði að ráðherr- unum fjórum þar til þeir skrifuðu í sameiningu társtokkið afsökunar- bréf til Ursulu von der Leyen, for- seta framkvæmdaráðs ESB, og lögðu til að Evrópusambandið eitt færi með þessi mál. Eftir því sjá menn núna, eftir að í ljós er komið að Evrópusambandið var ekki vandanum vaxið, lét um of stýrast af pólitískum hagsmunum og reyndist allt of varfærið í inn- kaupum. Er nú svo komið að hörgull er á bóluefni í álfunni og Evrópa langt á eftir fjölmörgum löndum öðr- um í bólusetningu. Þjóðverjar með sérsamning Eftir öll þau vandræði kemur því mjög á óvart að Þjóðverjar gerðu samt sem áður tvíhliða samning við Pfizer/BioNTech í september um kaup á 30 milljón skömmtum af bólu- efni fyrirtækjanna, á sama tíma og Evrópusambandið var að semja við þau. Það gengur þvert á það sem áð- ur hefur verið sagt. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, staðfesti í liðinni viku að svo væri í pottinn búið, þrátt fyrir að Evrópusambandsríkin 27 hafi aðeins þremur mánuðum áður samþykkt sameiginlega bóluefnisstefnu, sem m.a. fól í sér skuldbindingu um að aðildarríkin færu ekki í eigin samn- ingaviðræður um bóluefniskaup samhliða eða í samkeppni við ESB. Framkvæmdastjórn ESB vill ekki svara spurningum um hvort Þjóð- verjar hafi gerst brotlegir við sam- komulagið en talsmaður hennar taldi rétt að beina þeim til Berlínar. Þjóðverjar virðast hafa gert samninginn eftir að ESB heyktist á að kaupa 100 milljón skammta af fyr- irtækjunum í september, aðallega að því er virðist til þess að gæta jafn- ræðis við franska fyrirtækið Sanofi, sem hefur lent í erfiðleikum með þró- unina á sínu bóluefni. Svo skiptir hitt örugglega líka máli að BioNTech er með aðsetur í Mainz og fékk veru- legan þróunarstyrk frá þýska ríkinu. Vitlaust gefið Vandræði Þjóðverja jukust svo enn þegar evrópskir fjölmiðlar fóru í saumana á Evrópusamstarfinu um bóluefni. Þar áttu allir að fá bóluefni í samræmi við stærð og það jafnört – en sú virðist nú ekki raunin. Miðað við höfðatölu ættu 18,6% alls bólu- efnis að fara til Þýskalands, en hefur verið heldur meira. Af þeim 160 milljón skömmtum, sem pantaðir voru af bóluefni Moderna, ættu um 30 milljónir að fara til Þýskalands, en Þjóðverjar munu fá ríflega 50 millj- ónir (31%). Raunin er svipuð með 100 milljón skammta frá Pfizer/ BioNTech, þar sem Þjóðverjar ættu að fá 18,6 milljónir skammta en fá liðlega 25 milljónir (25%). Á sama tíma kemur ekkert af því í hlut Belga, Búlgara, Eista, Pól- verja, Slóvaka, Slóvena og Tékka, sem gætu þurft að bíða í hálft ár enn eftir bóluefni, þótt sennilega fái þeir eitthvað fyrr, m.a. vegna þess að bæði Hollendingar og Þjóðverjar hafa lent í vandræðum með að koma öllu sínu bóluefni út. Við það eiga menn erfitt að fella sig ofan á allt klúðrið og seinagang- inn, alveg þannig að enn einn brestur er kominn í Evrópusamrunann. Þjóðverjar fjórfaldir í roðinu um bóluefni AFP Aldurhnignir Þjóðverjar bíða í röð við bólusetningarmiðstöð í Hamborg. Skipulag við bólusetningar og öflun bóluefnis í Þýskalandi sætir gagnrýni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.