Morgunblaðið - 12.01.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021
Með allt á hreinu 2021
Jakkaföt og skyrtur Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar
Rúmföt og heimilisþvottur Kjólar og blússur Servíettu- og dúkaþvottur
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími: 553 1380
Eftir nokkra daga
stendur til að endur-
meta stöðu Covid-
faraldursins og þeirra
aðgerða sem þörf er á
til að stemma stigu við
útbreiðslu hans. Nú
þegar þetta er skrifað
hafa líkamsræktar-
stöðvar verið lokaðar í
sex mánuði af síðustu
tíu. Öllum má vera ljóst
að kvaðir um lokun á fyrirtæki eru
mjög íþyngjandi fyrir reksturinn, svo
ekki sé meira sagt. Slíkar aðgerðir
og kvaðir í þágu almannahagsmuna
þurfa og verða að standast ýtrustu
skoðun og þurfa að byggja á hald-
föstum rökum, sérstaklega þegar
lokunin teygir sig yfir margra mán-
aða tímabil. Það er viðbúið að rekstr-
araðilar muni leita réttar síns fyrir
dómstólum til að fá úr því skorið
hvort aðgerðirnar hafi í raun verið
réttmætar og reistar á rökum í ljósi
annarra tilslakana í öðrum atvinnu-
geirum á sama tíma. Við áframhald-
andi óbreytt ástand má búast við al-
gjöru hruni í greininni, svo ekki sé
talað um í lýðheilsu almennings.
Nýlega voru birtar opinberar tölur
frá OECD yfir þjóðir í ofþyngd. Þar
trónir Ísland á toppnum, vel yfir
meðallagi Evrópu, með 27% þjóðar-
innar í ofþyngd. Meðaltal Evrópu-
landa er 17% þjóðar í ofþyngd, þetta
eru tölur frá 2018. Nú er alveg ljóst
að engin ein starfsstétt eða eitt atriði
hefur úrslitaáhrif um hvort heil þjóð
sé með ríflega fjórðung íbúa í of-
þyngd. Þá er samt ljóst að ásamt
öðru gegna líkams- og heilsurækt-
arstöðvar mikilvægu hlutverki við að
halda uppi góðri lýðheilsu. Það er
ekki nóg fyrir alla að fara bara út að
labba, eins og landlæknir hefur hald-
ið fram í fjölmiðlum. Það er frábær
byrjun fyrir einhvern sem er í of-
þyngd, en ef það væri nóg fyrir alla
væru engar líkams- og heilsurækt-
arstöðvar til. Að nota þetta sem eina
af ástæðunum fyrir því að það sé í
lagi að loka líkamsræktarstöðvum er
eins og að segja að það hafi ekkert
þurft að opna bíó eða
leikhús, því það er hægt
að horfa á slíka afþrey-
ingu í sjónvarpinu; að
það þurfi ekkert að
opna veitingastaði, því
það sé hægt að panta
matinn heim og borða
hann þar; að það þurfi
ekki að opna matvöru-
búðir, því nú er hægt að
panta á netinu og fá
vörur heimsendar án
vandræða – og að það
þurfi ekkert að opna
sundlaugar, því það sé hægt að fara í
bað heima. Ef fyrri kosturinn væri
„nóg“ fyrir alla væri seinni kosturinn
ekki til.
Það lítur út fyrir að hugmyndir
þríeykisins um heilsu- og líkams-
ræktarstöðvar séu ansi takmark-
aðar. Haft hefur verið eftir
sóttvarnalækni að hann sjái fyrir sér
að fólk „hlaupi á milli tækja“ á æfing-
um sínum. Eðlilega er erfitt að sjá
fyrir sér góðar sóttvarnir þegar þessi
mynd er dregin upp. Mig langar að
bjóða sóttvarnalækni á æfingu til
mín við fyrsta tækifæri, en þá sæi
hann (kannski í fyrsta skipti) nýtt
umhverfi fyrir þjálfun. Í stöð eins og
þeirri sem ég rek hef ég 400 fm gólf-
pláss, sem er opið og ekki afmarkað
af neinum föstum tækjum á gólfinu,
er auðvelt að afmarka sóttvarnahólf
fyrir iðkendur. Ég get með einföld-
um hætti tekið á móti litlum hópi, til
dæmis 10 manns, þar sem tveggja
metra regla er mjög vel virt og sam-
eiginlegir snertifletir eru fáir eða
engir.
Allir sem koma í tíma bóka fyrst
pláss í bókunarkerfinu okkar, þannig
er með einföldum hætti hægt að tak-
marka iðkendafjölda í hverjum tíma.
Hægt er að ganga inn um stórar dyr,
þar sem ekki þarf að taka í húna,
hver iðkandi fær sitt sóttvarnahólf á
gólfinu, með eigin lóðum sem búið er
að sækja og setja inn í hólfið. Þjálfari
stjórnar tímanum, stýrir hópnum í
gegnum upphitun, æfinguna og nið-
urlag. Hver og einn iðkandi fer ekki
út úr sínu hólfi meðan á æfingunni
stendur. Iðkendur þurfa með þessu
verklagi því aldrei að koma við húna,
eða vera nálægt nokkrum ein-
staklingi. Ég væri tilbúin til að sam-
þykkja svona strangar takmarkanir
langt inn í árið 2021, jafnvel út árið,
ef það þýddi að ég fengi bara að hafa
opið. Það að opna og loka til skiptis
er eitthvað sem drepur hvaða rekstr-
armódel sem er. Það er nefnilega
ekkert að því að fylgja ströngum
sóttvarnareglum, það versta er að fá
ekki að njóta þeirra forréttinda að
búa við sama takmarkaða, þó miss-
skipta, frelsi og allir aðrir.
Við, eigendur heilsu- og líkams-
æktarstöðva, höfum axlað ábyrgð
sem á herðar okkar hefur verið lögð
á árinu 2020. Við höfum mátt þola
gagnrýni fyrir það eitt að vilja halda
rekstri og lífsviðurværi okkar réttu
megin við núllið. Við höfum búið við
ströng skilyrði og verið undir smásjá
lögreglu, m.a. eru dæmi um að eig-
andi líkamsræktarstöðvar hafi verið
rekinn út úr sínum eigin sal á grund-
velli þess að „líkamsræktarstöðvar
eigi að vera lokaðar“. Á sama tíma
eru tíu vinir að æfa saman í sveittum
litlum bílskúr. Þetta er veira í sam-
félaginu okkar sem getur smitast
hvar og nánast hvenær sem er, jafn-
vel þótt öllum leiðbeiningum sé fylgt,
eins og yfirlögregluþjónn almanna-
varna þekkir. Samt hefur bara verið
ákveðið að banna sumt en ekki ann-
að.
Opnum nú heilsu- og líkamsrækt-
arstöðvar með takmörkunum. Það er
erfitt að sjá af hverju það má ekki,
þegar á sama tíma engum virðist
finnast óeðlilegt að 30 þúsund manns
fari í Kringluna á fimm klukkustund-
um.
Eftir Eygló
Egilsdóttur » Opnum nú heilsu- og
líkamsræktarstöðv-
ar með takmörkunum.
Af hverju ekki, þegar
eðlilegt þykir að komi 30
þúsund manns í Kringl-
una á einum degi?
Eygló Egilsdóttir
Höfundur er eigandi Metabolic
Reykjavík við Gullinbrú.
Opið bréf til ráðherra
og embætismanna
Árið 2007 voru lög um Vatna-
jökulsþjóðgarð sett og árið 2016
komu viðbætur við þessi lög. Með
viðbótunum er almenningi heimil
för um þjóðgarðinn og dvöl í lög-
mætum tilgangi. Jafnframt var
bætt við að afla þurfi leyfis þjóð-
garðsvarðar til lend-
ingar loftfars innan
Vatnajökulsþjóðgarðs
en frekar er mælt
fyrir um þetta atriði í
reglugerð nr. 300/
2020. Þar segir í 38.
gr.: „Þá skal afla
leyfis þjóðgarð-
svarðar til lendingar
loftfars og notkunar
fjarstýrðra loftfara
innan Vatnajök-
ulsþjóðgarðs.“ Í
frumvarpi til laga um
hálendisþjóðgarð eru
svipaðar kröfur en
þar þarf að afla leyfis
fyrir lendingum flug-
véla og þyrlna fyrir
utan skilgreinda flug-
velli og vitnað í Flug-
málahandbók
ISAVIA varðandi
skilgreinda flugvelli.
Þetta skerðir veru-
lega réttindi hóps
manna en hljómar ef-
laust sem eðlileg
krafa í eyrum
margra, loftför hljóta
að þurfa langar
brautir og eru stór-
hættuleg ekki satt?
Skoðum fyrst hvað
loftfar er. Samkvæmt
lögum nr. 60/1998
telst loftfar vera
„…sérhvert tæki sem haldist get-
ur á flugi vegna verkana lofts-
ins…“ Loftfar nær því til: flug-
véla, fisflugvéla, þyrlna, þyril-
vængja, loftbelgja, loftskipa,
svifflugvéla, svifdreka, svifvængja,
mótordreka, mótorsvifvængja,
dróna o.s.frv.
Svifvængir eru í vinsælir í dag
og margir njóta þess að ganga á
fjöll og nýta sér svifvænginn til að
svífa aftur niður. Í lögunum í dag
þarf að sækja um leyfi fyrir lend-
ingunni og ekki bara það heldur
þarf að útskýra tilgang lending-
arinnar. Öllum er ljóst að svif-
vængur veldur ekki neinum há-
vaða né spjöllum á náttúrunni.
Sama gildir um loftbelg nema
ekki er hægt að ákveða nákvæma
staðsetning á lendingu loftbelgs.
En hvað með flugvélar? Á Ís-
landi er talsvert um flugvélar sem
þurfa í raun ekki sérstaka flug-
velli heldur aðeins vegi eða tún og
aðeins 50-150 metra. Líklega eru
um 100 flugvélar sem falla í þenn-
an flokk og þar af eru um 60 fis-
flugvélar. Ég held ég geti sagt að
nær því allar þessar vélar eru
ætlaðar fyrir svokallað almanna-
flug eða skemmtiflug einstaklinga.
Þessu flugi má líkja við ferðir á
jeppum upp á hálendið. Helsti
munurinn er sá að sækja þarf um
leyfi til að lenda innan þjóðgarðs-
ins en jeppi þarf þess ekki. Flug-
vélar mega fljúga um garðinn en
ef ætlunin er að lenda þarf leyfi.
Það væri sambærilegt við það að
segja að keyra megi um garðinn á
jeppa en ef þú ætlar að stoppa
þarftu að fá leyfi og útskýra hvers
vegna skal stoppa! Ef þetta væri
svona fyrir ökutæki þá þætti ef-
laust hörðustu náttúruunnendum
fulllangt gengið.
Ekki hafa verið færð nein rök
fyrir því að taka flug loftfara, einn
samgöngumáta, út eins og gert er
í þessum lögum. Ekki er heldur
ljóst hvers vegna flugmenn eru
eini hluti almennings sem þarf að
gera grein fyrir för sinni um þjóð-
garðinn. Teljast flugmenn ekki til
almennings? Hver er munurinn á
ökumanni og flugmanni? Af
hverju þarf flugmaður svifvængs
að fá leyfi fyrir lendingu og út-
skýra hana? Það eru svo margar
spurningar.
Líklega hafa þau sem skrifuðu
lögin ekki verið búin að hugsa
þessar takmarkanir til enda. Það
væri t.d. hægt að gera greinar-
mun á verkflugi og
almannaflugi. Þannig
gætu flugmenn sem
langar að skreppa inn
í þjóðgarðinn á flug-
vél í stað jeppa farið
án þess að þurfa sér-
stakt leyfi til að
lenda. Hafa þarf í
huga að enginn flug-
maður lendir á stað
þar sem óljóst er
hvort hann komist í
loftið aftur, t.d. þar
sem undirlendi er
gljúpt. Allar þær flug-
vélar sem geta lent
utan skilgreindra
flugvalla eru annað-
hvort mjög léttar
(undir 300 kg) eða
með mjög stór dekk
eða skíði. Enginn
flugmaður mun stefna
fólki á jörðu niðri í
hættu né sjáfum sér.
Við gerð laga um
Vatnajökulsþjóðgarð
var ekki haft samráð
við Samgöngustofu,
ISAVIA, fagráð um
flugmál, Flugmála-
félag Íslands, Fisfélag
Reykjavíkur eða aðra
slíka hagsmunaaðila
þrátt fyrir takmark-
anir á allt flug. Sama
„samvinna“ við hags-
munaaðila var viðhöfð við gerð
frumvarps til laga um hálendis-
þjóðgarð. Þó er vert að benda á
að umhverfis- og samgöngunefnd
sendi út beiðni um umsögn þann
11.12. 2020 til ýmissa aðila þar á
meðal Flugmálastjórnar Íslands
en hún hefur ekki verið til í nokk-
ur ár. Ekki ætti að búast við svari
þaðan á næstunni en nefndin fær
plús fyrir að reyna. Nefndin ósk-
aði ekki eftir umsögn Flugmála-
félags Íslands, flugráðs né ann-
arra hagsmunaaðila í flugi.
Eftir situr því sú stóra spurn-
ing hvers vegna flug er tekið
svona sérstaklega fyrir? Ég trúi
að það hafi einfaldlega verið
vegna þekkingarleysis og vönt-
unar á samráði frekar en að ein-
hverjum sé í nöp við flug almennt.
Þessu verður vonandi kippt í lið-
inn og núverandi lög um Vatna-
jökulsþjóðgarð og frumvarpið um
hálendisgarðinn lagfærð.
En bíddu, það er meira… það
eru ekki bara lög um Vatnajök-
ulsþjóðgarð eða væntanlegan há-
lendisþjóðgarð heldur er Um-
hverfisstofnun með þjóðgarða og
verndarsvæði á ýmsum stöðum.
Þeim fylgir öllum bann við lend-
ingum mannaðra loftfara nema
með leyfi Umhverfisstofnunar, í
raun svipaðar kröfur og í lögunum
nema hvað skilgreindir lending-
arstaðir teljast ekki einu sinni
með. Það er því ekki um að ræða
30% landsins sem verður bann-
svæði heldur líklega nær 40%
landsins sem flugmenn einir al-
mennings þurfa að sækja um leyfi
til að heimsækja á sínum farar-
tækjum.
Krafa flugmanna sem fljúga sér
til skemmtunar er að alþingis-
menn beiti sér fyrir því að í lög-
um sé ekki, að óþörfu, komið í veg
fyrir einn eða fleiri samgöngu-
máta innan svæða á Íslandi. Sama
krafa á líka við þau svæði sem
Umhverfisstofnun hefur umsjón
með.
Flug, ferðafrelsi
og þjóðgarðar
Eftir Jónas Sturlu Sverrisson
Jónas Sturla Sverrisson
» Flug sem
samgöngu-
máti er einn
samgöngumáta
leyfisskyldur í
Vatnajökuls-
þjóðgarði. Að-
eins flugmenn
þurfa að gera
grein fyrir því
hvers vegna
þeir ætli að
stoppa í þjóð-
garðinum.
Höfundur er einka- og fisflugmaður
og formaður Fisfélags Reykjavíkur.