Morgunblaðið - 12.01.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.01.2021, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 2021 Í fyrstu (jóla)grein minni hér í Morgun- blaðinu um egypskar rætur Biblíunnar velti ég upp þeirri spurn- ingu hvort frásagnir Gamla testamentisins væru ef til vill aðeins skáldskapur, eða hvort einhvers staðar í heim- ildum fornaldarinnar væri eitthvað að finna sem styddi sögu Biblíunnar. Gleym- um ekki því að við hlið sagna Gamla testamentisins og vafið inn í hana er að finna sögur og sagnir margra fornþjóða við botn Miðjarðarhafs- ins. Þar með talið sögu Egyptalands faraóanna, sem er ríkust að heim- ildum frá þessum fornu öldum. Þetta er ævaforn saga er teygir sig meira en 5.000 ár aftur í tímann. Saga sem hefur skilið eftir sig stór- kostlegar minjar og byggingar en er um leið svo dularfull og óskiljanleg. Eins og lokuð bók þeim sem ber hana augum í fyrsta sinn. Hún er horfinn heimur, jafn óskiljanlegur okkur núlifandi mönnum eins og heimur risaeðlanna var. Sem einnig hafa skilið eftir sig stórkostleg um- merki. En tíminn afmáði þau. Ég gleymi því aldrei þegar ég fyrst skreið á fjórum fótum inn í Keops-pýramídann mikla við Kaíró. Tilfinningin fyrir því að standa inni í rými sem var hannað fyrir um 5.000 árum var ólýsanleg. Eða þegar ég kom að fyrsta raunverulega pýra- mídanum sem reistur var og stend- ur í Saqqer í Egyptalandi. Og að hugsa sér að vitað er hver var arki- tekt hans. Imhotep hét hann. Svona vel skráðu Egyptar sögu sína. En sagan sem þeir skráðu var rituð á híeróglýfur, myndletur, sem svo lengi var ómögulegt að lesa, dautt tungumál sem enginn skildi. Ég hef einnig oft hugsað til þessa þegar ég hef verið á ferð í henni Rómaborg. Þar er að finna risavaxna egypska einsteinunga á torgum víða um borgina, einsteinunga sem Rómverjar stálu á sínum tíma og fluttu yfir hafið. Einstein- ungarnir eru allir skreyttir híeróglýfri og lítið er vitað um hvað margir þeirra vilja segja okkur. Þannig standa þeir, á torgum iðandi stórborgarinnar, berandi boð til guða og manna sem hafa verið horf- in og gleymd í allt að 5.000 ár. Krýndir krossum kristninnar sem er síðari tíma fyrirbæri – ef miðað er við sögu Egypta. Á dögum Jesú voru pýramídarnir jafn fornir og sérstakir og Kólosseum er í okkar augum í dag. Meira að segja eldri í augum Jesú og samferðamanna hans. Lengi var ekkert vitað um þessa dularfullu menningu nema það sem hægt var að lesa sér til um í skrifum gríska sagnamannsins Manethos er uppi var á annarri öld fyrir Krist og safnaði í eitt verk sögu hins forna Egyptalands. Og ekki einu sinni hans rit eru til í frumútgáfu, ekki nema sem afrit. Hann gat lesið híe- róglýfrið. En svo tapaðist sú list, bókin hans brann þegar Júlíus Ses- ar kveikti í bókasafninu mikla í Alexandríu um 50 árum áður en Jesús fæddist – og í 2.000 ár þögðu hinir fornu textar. Alexander mikli stofnaði Alex- andríu þegar hann lagði Egyptaland undir veldi sitt árið 332 fyrir Krist. Eftir að hann féll frá skiptist hið mikla veldi hans milli helstu hers- höfðingja hans. Það náði frá Make- dóníu til Egyptalands og áfram að landamærum Indlands. Svokallaðir Ptolomear tóku völdin í Egypta- landi og ríktu síðan þar sem grísk yfirstétt, allt þangað til landið féll undir Rómaveldi nokkrum áratug- um fyrir fæðingu Jesú. Þannig var Kleópatra hin fagra ekki egypsk eins og margir halda heldur grísk. Og talaði grísku. Hvað um það. Pto- lomear gerðu Alexandríu að einni mestu menningarborg fornald- arinnar. Þar var að finna tvö af sjö undrum veraldarinnar til forna, bókasafnið mikla og vitann í hafn- armynninu. Þar var Gamla testa- mentið þýtt úr hebresku yfir á grísku að boði konungs, enda fjöl- margir gyðingar búandi í Alex- andríu á öldum fyrr. Ptolomear lögðu áherslu á það að safna skyldi eintökum af öllum bókum verald- arinnar í safn borgarinnar og taldi það óteljandi eintök papýrusrita, allt að 500.000 bækur hafa verið nefndar. Þar á meðal örugglega Egyptalandssögu Manethos. Því er gjarnan haldið fram að arabar hafi kveikt í safninu þegar herir Mú- hameðs tóku landið kringum árið 640 e.Kr. En það var sem sagt Júl- íus Sesar karlinn sem gerði það. Reyndar óvart. Hann hafði fallið fyrir Kleópötru drottningu eins og frægt er. Hann hét henni liðveislu í valdabaráttu hennar gegn bróður sínum. Í orrustu um Alexandríu árið 47 fyrir Krist lét Sesar kveikja í öll- um skipum í höfninni til að ná yfir- höndinni í borginni. Eldurinn barst í safnið og stór hluti þess brann. En þrátt fyrir að allar bækur þess séu horfnar má enn finna sumar á víð og dreif í afriti í ýmsum ritum fornald- arinnar sem hafa lifað af tímans tönn. Og þar á meðal, og höggnar í stein í sandinum í Egyptalandi, er að finna ómetanlegar heimildir um uppruna frásagna Biblíunnar. Sem sagt verður nánar frá í næstu grein. Egypskar rætur Biblíunnar Eftir Þórhall Heimisson » Og þar á meðal, og höggnar í stein í sandinum, er að finna ómetanlegar heimildir um uppruna frásagna Biblíunnar. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur og rithöfundur. Hvernig væri að leyfa þorskinum að bjarga efnahag Ís- lands einu sinni enn? Stjórnmálamenn á Ís- landi ættu að reyna að svara þessari spurn- ingu sem fyrst áður en skuldsetning þjóðar- innar kreppir harðar að almenningi og fyr- irtækjum í formi meiri gjaldþrota og langvarandi atvinnu- leysis. Vísindamenn sem vilja láta taka sig alvarlega ættu líka að svara þessari spurningu í staðinn fyrir að fela sig á bak við meðaltalsafla- reglur og dánarstuðla sem hafa frá upphafi verið arfarugluð tæki til að umgangast síbreytilega náttúru. Sannleikurinn er sá að langvarandi tilraun vísindamanna til að auka ný- liðun og vöxt í hafinu með verndun hefur fyrir löngu mistekist og þeir sem ekki geta dregið lærdóm af mis- tökum sínum ættu ekki að starfa í nafni vísindanna. Við sem höfum haldið því fram í marga áratugi að smáfiskavernd væri það vitlausasta sem hægt væri að gera til að bæta stöðu ofurfrjó- samra sjálfránsfiskistofna töluðum lengi fyrir daufum eyrum. Eitthvað virðist þó þokunni hafa létt hjá sum- um vísindamönnum hvað þetta varð- ar undanfarið þótt mér finnist enn skorta verulega á skilning þeirra. Meðaltalssýkin virðist tröllríða fiski- fræðinni og koma í veg fyrir að menn geri sér grein fyrir mögulegri aðlögunarhæfni þorskstofna. Auk þess hefur trúin á föst náttúruleg af- föll eflaust leitt til misskilnings um stofnform og heildarþunga sem aft- ur hefur leitt til oftrúar á ávöxt- unarmöguleika hafsins. Afleiðingin er þjóðhagslegt tjón upp á margar milljónir tonna af dýrmætum afla þorsks og annarra tegunda sem hann hefur þurft að éta. Hafrann- sóknastofnun og Alþjóðafiskveiði- ráðið sitja pikkföst í ábyrgðinni af þessum mistökum og er því alls ekki treystandi fyrir fiskveiðistjórnun þjóðarinnar. Ósjálfbær vannýting þorsks sem leitt hefur til gríðar- legrar orkusóunar í hafinu virðist ekki hafa opnað augu vísindamanna fyrir þörfinni á að grisja fyrir vexti og nýliðun. Orkan á bak við aflann hefur aukist þótt hann hafi minnkað. Orkusóun lífríkisins vegna vaxandi samkeppni um fæðu sér um afgang- inn. Gríðarlega miklar hrygningar vel þroskaðs hrygning- arstofns verða að lé- legri nýliðun af sömu ástæðu. Nú stendur þjóðin frammi fyrir ákvörð- unum þar sem áræðis er þörf og ekki er pláss fyrir neitt hálfkák. Til að aukin þorskveiði geti leitt til marktækra nið- urstaðna þarf að auka sóknina um helming og gera það í minnst fimm ár svo hægt verði að greina aukið nýliðunarhlutfall og vöxt í stofn- inum. Mín skoðun er sú að sóknin gæti orðið örlítið dýrari á hvert kíló en útgerðin gerir meira en að bæta sér það upp með auknu magni. Þjóð- hagslegur ávinningur af þorsk- veiðum mun vaxa um þriðjung til að byrja með og síðan bætist við aukin veiði í öðrum tegundum sem þorsk- urinn hefði annars étið. Hægt og ró- lega mun sóknin færast neðar í stofninn og hann mun svara því með aukinni nýliðun og vexti (ekki auknu goti). Auk þess mun þetta losa okk- ur við hina ósjálfbæru verndunar- fræði sem stórskaðað hefur íslensk- an þjóðarhag undanfarna áratugi. Ég tel að ástæða þess að vísinda- menn hafa ekki fyrir löngu lagt til breytingu í þessa átt sé mjög ein- föld. Þeir eru hræddir um að breyt- ingin afhjúpi örlagarík mistök þeirra við fiskveiðistjórnun undan- farna áratugi. Þess vegna verða ís- lenskir stjórnmálamenn nú að gyrða upp um sig buxurnar og taka af skarið fyrir almenning og þjóð- arhag. Á tímum sem þessum er ekk- ert pláss fyrir gungur, hvorki í stjórnmálum, vísindum né atvinnu- rekstri. Þörfin fyrir aukna verð- mætasköpun og aukið vinnuframboð hlýtur að verða óttanum við breyt- ingar yfirsterkari. Veiðum meiri þorsk og drögum úr þörfinni til að skuldsetja þjóðina. Lifið heil. Getur þorskurinn bjargað? Eftir Sveinbjörn Jónsson Sveinbjörn Jónsson » Afleiðingin er þjóð- hagslegt tjón upp á margar milljónir tonna af dýrmætum afla þorsks og annarra teg- unda sem hann hefur þurft að éta. Höfundur er sjómaður og ellilífeyrisþegi. svennij123@gmail.com Atvinna Þegar komið er í bæinn, í alla umferð- ina, þá líður manni eins og Pírata með sjóræningjamerkið á brjóstinu og spyr: Hvert er allt fólkið að fara? Er ekki kreppa, er ekki atvinnu- leysi? Er ekki samkomubann og fjar- vinna? Er ekki búið að „lockdána“ ræktina og rakarann og ekki bankar fólk upp á hjá gömlum skólabræðrum eða skólasystrum. Það eru engir túr- istar á ferli og lundabúðirnar tómar. Fjarkennsla í efri skólum og margir hinna í hægagangi. Samt er umferðin á fullu eins og bensínið sé á útsölu. Ekki í eina átt heldur inn í bæinn og út úr bænum vinstri hægri og stefnir að úr öllum áttum eins og vindurinn í gamalli pre- dikun. Og þegar þér svo er öllum lokið eins og skógarhöggsmanni á aðvent- unni þá grípur þú kannski hátalarann frá Ferðamálastofu, ferð fram í dyr, hneppir frá þér jakkanum, svo merk- ið sjáist, og öskrar. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hvert er fólkið að fara?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.