Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 4

Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ER Í FULLUMGANGI SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Búið er að greiða alls um 1.725 millj- ónir króna í lokunarstyrki til tæp- lega 1.500 fyrirtækja og annarra rekstraraðila frá því að kórónu- veirufaraldurinn hófst. Þá er einnig búið að greiða samtals rúmlega 11,7 milljarða kr. í stuðning til rekstr- araðila vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti starfsfólks frá því að það úrræði var lögfest en það er við það að renna sitt skeið. Alls bár- ust 1.820 umsóknir um þennan stuðning vegna launakostnaðar frá 435 rekstraraðilum en ein umsókn er talin fyrir hvern almanaksmánuð. Búið er að afgreiða 1.441 umsókn frá 395 rekstraraðilum en einhverjar umsóknir eru óafgreiddar þar sem þær eru ekki fullbúnar eða hafa ekki verið undirritaðar. Þetta kemur fram á nýju yfirliti sem fékkst hjá skattinum í gær um stöðu aðgerða til að mæta efnahags- legum áhrifum faraldurs kórónu- veirunnar, sem skatturinn hefur umsjón með. Lokunarstyrkjum hefur verið skipt upp efir tímabilum. Fyrstu styrkirnir frá 24. mars til 4. maí runnu til rúmlega 1.100 rekstrar- aðila, samtals rúmlega 955 milljónir kr. Viðbótarlokunarstyrkir sem ákveðnir voru til 18. maí hafa einnig verið afgreiddir að fullu en þeir voru alls um 53,7 milljónir, og fóru til 65 rekstraraðila. Frá sl. hausti hafa svo borist alls 588 umsóknir um lok- unarstyrki vegna lokana sem stóðu yfir frá 18. september til 17. nóv- ember. Búið er að afgreiða stærstan hluta af fullbúnum umsóknum um þessa styrki, samtals upp á um 716 milljónir kr. til um 310 rekstrar- aðila. Að sögn Kristínar Gunn- arsdóttur, sérfræðings hjá skatt- inum, eiga fleiri umsóknir vafalaust eftir að berast því umsóknarfrest- urinn er þrír mánuðir frá því að lok- unartímabili lýkur. Ekki hefur verið opnað fyrir um- sóknir um lokunarstyrki vegna lok- ana frá 18. nóvember sl. 45.330 beiðnir um endur- greiðslur á virðisaukaskatti Í heild voru á nýliðnu ári af- greiddar beiðnir um endurgreiðslur á virðisaukaskatti upp á um 19 millj- arða kr. „Fjölgun móttekinna end- urgreiðslubeiðna milli áranna 2019 og 2020 var tæplega 290% og fór úr 11.635 í 45.330. Rétt er að taka fram að um getur verið að ræða endur- greiðslubeiðnir vegna kostnaðar sem féll til fyrir 2020 þótt stærsti hlutinn sé vegna 2020. Afgreiddar voru um 42.600 endurgreiðslubeiðn- ir á árinu 2020,“ segir í svarinu frá skattinum. Endurgreiðslur virðisaukaskatts- ins skiptast þannig að alls hafa vegna síðasta árs verið endur- greiddir 4,9 milljarðar kr. vegna endurbóta og viðhalds á íbúðar- húsnæði til eigin nota en til sam- anburðar voru þessar endur- greiðslur 3,2 milljarðar vegna ársins 2019. Frá því í vor er nú einnig búið að endurgreiða 234 milljónir kr. vegna viðgerða á bifreiðum. Félaga- samtök sem vinna til almannaheilla, svonefndur þriðji geiri, hafa fengið 78,5 milljónir endurgreiddar, og endurgreiðslur vegna annars hús- næðis í eigu eigu sveitarfélaga nema tæplega 180 milljónum. „Vegna ársins 2020 hafa verið endurgreiddir 4,9 milljarðar vegna íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu og einingahúsa en vegna ársins 2019 voru það tæplega 5,4 milljarðar. Óafgreiddar endurgreiðslubeiðnir voru í upphafi nýs árs samtals rétt í kringum 4.000,“ segir í svarinu. Á tímabilinu apríl til desember sl. tóku landsmenn út um 23 milljarða af séreignarsparnaði vegna sér- stakrar heimildar vegna faraldurs- ins. Rúmir 1,7 milljarðar í lokunarstyrki  Búið er að greiða tæpa 13,5 milljarða í stuðning vegna launakostnaðar á uppsagnarfresti og í lok- unarstyrki  19 milljarðar í endurgreiðslur á virðisaukaskatti  23 milljarðar teknir út af séreign 54 Greiðslur vegna aðgerða vegna kórónuveiru Lokunarstyrkir, milljónir kr. Endurgreiðslur á virðisaukaskatti* Endurgreiðslur: Úttekt séreignarsparnaðar Stuðningur vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti 955 716 Heimild: Skatturinn Lokunarstyrkur 1 Vegna lokana 24. mars til 4. maí 2020 1.100 rekstraraðilar hafa fengið greitt, alls um 955 m.kr. Lokunarstyrkur 2 (viðbótarstyrkur) Vegna lokana fram til 18. maí 2020 65 rekstraraðilar hafa fengið greitt, alls um 54 m.kr. Lokunarstyrkur 3 Vegna lokana frá 18. september til 17. nóvember 2020 588 umsóknir hafa borist. 310 aðilar hafa fengið greitt, alls um 716 m.kr. 23 milljarðar kr. af séreignarsparnaði voru teknir út á tímabilinu apríl til desember 2020 vegna sérstakrar heimildar í tengslum við Covid-19 12 milljarðar kr. voru greiddir til 395 rekstraraðila 19 milljarðar kr. voru endur- greiddir af virðis- aukaskatti árið 2020 en umsóknir þar um voru 290% fleiri en árið á undan eða alls 45.330 Endurbætur og viðhald á íbúðarhús- næði til eigin nota: 4,9 milljarðar vegna 2020 3,2 milljarðar vegna 2019 234 milljónir kr. vegna viðgerða á bifreiðum 78,5 milljónir til „þriðja geirans“ 180 milljónir vegna annars húsnæðis í eigu sveitarfélaga Endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu og einingahúsa: 4,9 milljarðar vegna 2020 5,4 milljarðar vegna 2019 *Að hluta vegna kostnaðar sem féll til fyrir 2020 Alls 19 ma.kr. Fjögur hundruð manns voru bólu- settir í gær með fyrsta skammti bóluefna lyfjafyrirtækisins Mod- erna, sem kom til landsins í fyrra- dag. Að þessu sinni voru það einna helst lögreglumenn, sjúkraflutn- ingamenn og starfsmenn í farsótt- arhúsi sem voru bólusettir. Í næstu viku kemur skammtur frá lyfjarisanum Pfizer sem meðal ann- ars verður notaður til þess að bólu- setja íbúa hjúkrunarheimila öðru sinni og gera þá þar með ónæma fyrir kórónuveirunni. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sam- tali við mbl.is í gær að allt hefði gengið að óskum. Þær bólusetning- ar sem hingað til hefðu verið fram- kvæmdar væru eins konar prufa fyrir komandi átök. Spurð hvort fyr- irliggjandi áætlanir um hraða fram- kvæmd bólusetninga gengju eftir sagði Ragnheiður að svo virtist vera. „Já, okkur sýnist öll plön ganga eftir. Við erum að nota þetta sem til- raun fyrir næstu bólusetningar og þær mælingar ganga eftir.“ Villta vestrið Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði við mbl.is í gær að þjóðir heimsins væru margar hverj- ar órólegar gagnvart bóluefnakaup- um. Eins konar villtavestursástand virtist ríkja á bóluefnamarkaði. Þór- ólfur sagði þó að góð staða hér á landi ynni ekki gegn möguleikum Íslands. „Í grunninn erum við að fylgja þessum samningum Evrópu- sambandsins en við höfum líka boðið upp á rannsókn sem myndi gagnast okkur jafnt sem öðrum þannig að hægt væri að bólusetja hér fyrr. Ég held að það sé heiðarleg tilraun og að leggja eitthvað til málanna án þess að vera að reyna að troðast og heimta meira.“ Enginn á hjartadeild smitaður Eftir að veirusmit kom upp hjá sjúklingi við útskrift af hjartadeild Landspítalans voru um 180 manns sendir í skimun, bæði starfsmenn og sjúklingar. Í ljós kom að enginn annar reyndist smitaður. Nokkurt viðbragð var á deildinni og klæddust starfsmenn hjartadeildar hlífðar- fatnaði við störf sín. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetningar Í gær voru 400 manns bólusettir; lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og starfsmenn farsóttarhúss. 400 manns bólusettir  Fyrstu Íslendingarnir fá bóluefni Moderna  Villta vestrið á bóluefnamarkaði  Sex smit í fyrradag, þar af þrír í sóttkví

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.