Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Sigurður Már Jónsson blaðamað-ur skrifar í pistli á mbl.is um „þau undarlegheit sem undanfarna daga hafa átt sér stað í bandarísk- um stjórnmálum“, og er þar að vísa til mótmælanna sem fóru algerlega úr böndum og tengd mál. Svo seg- ir hann: „Fráfar- andi forseti, Donald Trump, beinlínis hófst til vegs og virðingar fyrir til- styrk samfélags- miðla. Um notkun hans á Twitter þarf kannski ekki að hafa mörg orð. Með Twitter að vopni sneiddi hann framhjá hliðvarðahlutverki fjöl- miðla og talaði beint til kjósenda. Þetta gekk svo vel hjá honum að á sama tíma fyrir ári síðan benti ekkert til annars en að hann hefði mjög góða möguleika á að vera endurkjörinn.    En í dag er hann einangraðurog forsmáður og hefur þar að auki verið sviptur kjóli og kalli á samfélagsmiðlum. Það er einfald- lega búið að slökkva á honum! Rík- ustu menn heims, sem eiga sam- félagsmiðlana og í sumum tilfellum fjölmiðlana einnig, hafa ákveðið að nú sé komið nóg. Síðustu daga í embætti mun ekki heyrast tíst frá Trump! Þegar haft er í huga að þessir sömu aðilar létu miklu meiri fjármuni renna í kosningasjóði Joes Bidens en Trumps birtist önn- ur hlið á þessu máli. Og á því eru margar hliðar nú þegar spyrst að ekki hafi aðeins verið slökkt á Trump heldur einnig tugum þús- unda manna sem styðja hann.“    Óháð því hvað fólki finnst umTrump og öll hans tíst hljóta allir sem unna tjáningarfrelsi og telja æskilegt að fólk tali saman að vera hugsi yfir því valdi sem sam- félagsmiðlarnir hafa tekið sér. Ekki er þó víst að ofsaríkir eig- endur þeirra hafi hugsað það til enda. Sigurður Már Jónsson Nýju hliðverðirnir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Óvissa er uppi um hvort Reykjavík- urskákmótið geti farið fram í Hörpu í sumar eins og áformað var. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar gæti þurft að fresta mótinu. Að þessu sinni verður Evrópukeppni einstaklinga í skák hluti af Reykjavíkurskákmótinu. Samkvæmt áætlun átti mótið að fara fram dagana 22. maí til 2. júní í sumar. „Annaðhvort höldum við okkur við þessar dagsetningar eða frestum mótinu fram á haust. Ég er einmitt að skrifa Evrópuskák- sambandinu bréf þar sem farið er yf- ir stöðuna og leitað eftir þeirra sjón- armiðum,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins. Gunnar segir að ekki verði hægt að bíða lengur en fram í lok febrúar eða byrjun mars með að taka ákvörðun um tímasetningu mótsins. „Ég er ekki sérlega bjartsýnn á að við getum haldið þetta mót í vor eins og hlutinir eru að þróast í heiminum núna,“ segir Gunnar. Mótshaldið verður með breyttu sniði að þessu sinni. Búist er við allt að 300 þátttakendum á Evrópu- mótið, þar sem tefldar verða 11 um- ferðir. Síðan verður nokkurs konar hliðarmót með 7 umferðum, þar sem búast má við allt að 100 þátttak- endum íslenskum og erlendum. Evrópumótið er jafnframt undan- rásakeppni fyrir heimsbikarmótið. Þar eiga sterkustu skákmenn heims- ins þátttökurétt og munu þeir því ekki tefla í Hörpu að þessu sinni. Reykjavíkurskákmótinu, sem halda átti í Hörpu í apríl 2020, þurfti að aflýsa vegna heimsfaraldursins. Bridgehátíðin 2021, sem halda átti í Hörpu núna í janúar, var felld nið- ur af sömu ástæðu. Sú hátíð hefur alla jafna verið afar vel sótt af ís- lenskum og erlendum bridsspil- urum. sisi@mbl.is Óvissa með al- þjóðaskákmótið  Bridgehátíðin í Hörpu felld niður Morgunblaðið/Ómar Skákmót Ramesh Praggnanandhaa frá Indlandi tefldi á mótinu 2018. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráherra ætlar að gefa kost á sér til að leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi þingkosningar 25. septem- ber. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Fyrir er Ásmundur þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi þar sem flokk- urinn á tvo þingmenn og er annar stærsti flokkurinn. Í Reykjavíkur- kjördæmi norður náði Framsókn ekki manni inn í síðustu þingkosningum. Ásmundir segir ákvörðunina tekna að vel ígrunduðu máli. Það kunni að þykja sérstök ákvörðun að fara úr því sem næst öruggu þingsæti í Norð- vesturkjördæmi, þar sem Framsókn á sér sér langa og farsæla sögu, í framboð þar sem flokkurinn hefur glímt við ýmsar áskoranir í undan- förnum kosningum. Að baki þessari ákvörðun liggi metnaður til að ná fram stórum pólitískum breytingum. Þá tilkynnti Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, í gær að hún gæfi ekki kost á sér á lista fyrir al- þingiskosningar í haust. Hún segist einhenda sér í baráttu við krabba- mein sem hún greindist óvænt með skömmu fyrir jól. „Maður verður allt- af að horfa fram á við. Og maður má aldrei missa vonina. Aldrei. Framboð til Alþingis verður hins vegar að bíða betri tíma,“ segir Þórunn sem nú er í veikindaleyfi frá þingi. Þórarinn Ingi Pétursson hefur tekið sæti hennar. Að baki á Þórunn tæplega átta ára setu á Alþingi frá 2013. Hún leiddi framboðslista Framsóknarflokksins í Norðaustukjördæmi við síðustu kosn- ingar og er þingflokksformaður. Breytingar í Framsóknarflokknum Þórunn Egilsdóttir  Ásmundur Einar ætlar fram í Reykja- vík  Þórunn hættir Ásmundur Einar Daðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.