Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Sólargangur lengist nú stöðugt og lífið á landinu bláa lifnar við. Í dag er birting í Reykjavík kl. 9:49 og sólin kemur upp laust fyrir kl. 10:56. Síð- degis er sólarlag kl. 16:18 og myrkur kl. 17:26. Þetta er lenging í báðar átt- ir talið um nærri klukkustund frá vetrarsólstöðum hinn 21. desember síðastliðinn og „aldeilis búhnykkur“ eins og gamla fólkið hefði sagt. En þótt daginn lengi er enn ekki komið vor. Oft er rysjótt tíð í febrúar og mars þegar lægðirnar koma hver á fætur annarri sunnan úr höfum að landinu og valda því sem á góðri og kjarnyrtri íslensku heitir einfaldlega skítaveður. sbs@mbl.is Sólargangur lengist Búhnykkurinn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hraunkarl Kátur og glaður í sólskini. Við þekkjum öll frasann um aðslysin geri ekki boð á undansér. Í mörgum tilfellum er það raunin en þegar hálkuslys eru skoðuð á hann þó misvel við. Um leið og frysta tekur að hausti eða vetri birtast okkur fyrirsagnir í frétta- miðlum um fleiri komur á bráða- móttöku Landspítala í Fossvogi. Þangað leita oft margir tugir og jafnvel yfir 100 manns á einum sól- arhring vegna hálkuslysa. Þá eru ótaldir þeir sem leita á aðra staði innan heilbrigðiskerfisins eða þurfa ekki á þjónustu þess að halda. Þessi slys eru algeng og geta hent alla. Alvarleiki ráði hvert mætt er Hvert fólki er ráðlagt að leita eftir hálkuslys fer eftir tíma og vikudegi sem og eftir alvarleika.  Heilsugæslan er opin alla virka daga frá klukkan 8:00 til 16:00 ásamt síðdegisvakt frá 16:00 til 17:00  Læknavaktin er opin alla virka daga frá klukkan 17:00 til 23:30. Helgidaga og almenna frídaga er opnað klukkan 9:00 og er opið til kl. 23:30.  Bráðamóttaka Landspítala í Fossvogi er opin allan sólarhring- inn, allan ársins hring. Í tilfelli vægra slysa er almenn- ingi ráðlagt að leita á sína heilsu- gæslustöð eða á Læknavaktina ef slysið verður á ofangreindum af- greiðslutímum. Ef slysið verður hins vegar utan afgreiðslutíma, eða er al- varlegt, er viðeigandi að leita á bráðamóttöku Landspítala. Högg og aflögun Sem dæmi um alvarleg slys má nefna eftirfarandi:  Höfuðhögg sem leiðir til með- vitundarskerðingar, taugabrottfalls- einkenna eða einkenna sem benda til heilahristings, til dæmis höf- uðverkur sem hverfur ekki, minn- isleysi, ógleði/uppköst, þreyta/ sljóleiki, sjóntruflanir og ójafnvægi.  Aflögun á útlimum eða grunur er um beinbrot.  Miklir og sárir verkir eða mikil blæðing.  Öndunarerfiðleikar. Algengustu hálkuslysin eru áverkar á útlimum, helst úlnliðum en einnig ökklum, mjöðmum og öxl- um, sem eru sem betur fer oftast væg. Áverkarnir geta þó verið svo alvarlegir að framkvæma þurfi skurðaðgerð, þar sem komið er fyrir skrúfum og plötum til að gera brotinu kleift að gróa á réttan hátt. Góðir skór eru grundvallaratriði Til rökstuðnings á fyrstu setningu þessarar greinar má nefna nokkur atriði sem fyrirbyggt geta hálku- slys. Mikilvægast er að átta sig á því hvenær hætta er á hálkuslysum og ana ekki út óundirbúin í slæmar að- stæður. Góður skóbúnaður er grundvallaratriði en undir ákveðnum kringumstæðum er ráð- lagt að notast við mannbrodda, sér- staklega ef fólk stundar göngur eða hlaup utan alfaraleiðar. Annar bún- aður sem kann að koma að góðum notum til þess að bregðast við ef slys ber að er farsími, sem er nauð- synlegur til að geta kallað eftir að- stoð. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri þar sem líkaminn er fljótur að kólna í kyrrstöðu, sérstaklega liggj- andi á köldu undirlagi. Í ljósi síbreytilegs veðurfars hér á landi getur hálka myndast á skömm- um tíma sem að hluta til skýrir háa tíðni hálkuslysa á Íslandi. Mikilvægt er að benda á að slík slys henda fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Afleiðingar slíkra slysa kunna að vera alvarlegar, jafnvel viðvarandi einkenni og hamlanir. Því er mik- ilvægt að kynna sér aðstæður áður en út er haldið og kjósa sér viðeig- andi útbúnað til þess að fyrirbyggja hugsanleg slys eins og mögulegt er. Hálkuslys geta haft fyrirboða Heilsuráð Anna Sigurðardóttir sérnámslæknir, Heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Að hafa íslenskuna vel ávaldi sínu er lykill að dyr-um samfélagsins og for-senda þess að draumar fólks og óskir verði að veruleika,“ segir Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla í Reykjavík. „Með góð- um námsárangri eykst sjálfstraust og þannig opnast tækifærin. Und- irstaða þessa alls er góð íslensku- kunnátta sem við leggjum nú allt okkar í að efla og þar er allt skóla- samfélagið hér í Fellunum með okk- ur í liði.“ Íslenska tunga og sterkari sjálfsmynd er inntak verkefnis sem nú hefur verið hleypt af stokkunum í Fellahverfi í Breiðholti í verkefni sem spanna mun þrjú ár. Skólafólk og nemendur skólanna í Fellum vinna saman að því að efla íslensku- kunnáttu og er mikið lagt undir. Ráðuneyti mennta- og velferðar- mála ásamt Reykjavíkurborg eru jafnframt þátttakendur í þessu mik- ilvæga starfi. „Við munum nálgast mark- miðin úr ýmsum áttum. Númer eitt er að efla málþroska og læsi og breyta starfsháttum í leik- og grunnskólum og frístundaheimili hverfisins. Við hér í Fellaskóla er- um til dæmis komin í samstarf við leikskólana Holt og Ösp og frí- stundaheimilið Vinafell um að bæta Efla íslenskunám í fjölþjóðlegu Fellahverfi Menntun! Íslenska er okkar mál, innflytjenda sem annarra. Boltinn var gripinn í Breiðholti og allt skólasamfélagið vinnur saman. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Alþjóðlegt Reykjavík er fjölmenningarborg og samfélagið breytist hratt. Víkurfréttir völdu nú í byrjun árs Sól- borgu Guðbrandsdóttir mann ársins á Suðurnesjum 2020 fyrir baráttu hennar fyrir aukinni kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum. Sólborg er 24 ára tónlistarkona, fyrirlesari og laganemi sem gerðist einnig bóka- útgefandi á nýliðnu ári. Þá er hún líka aktívisti sem lætur hlutina gerast, segir í tilkynningu. Bætt kynfræðsla í grunn- og fram- haldsskólum á Íslandi er málefni sem hefur brunnið á Sólborgu. Hún tók því til sinna ráða og hvatti fólk til að senda óskir í tölvupósti til mennta- málaráðherra um bætta kynfræðslu í skólum. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra menntamála, greip þann bolta á lofti, fékk Sólborgu og Siggu Dögg kyn- fræðing til fundar við sig í og þar voru lögð á ráðin um aðgerðir á þessu sviði. Ráðherrann hefur nú skipað Sól- borgu formann í starfshópi sem á að skila tillögu um kynfræðslu í skóla- kerfinu. Sólborg hefur einnig verið ötul baráttukona gegn stafrænu kyn- ferðislegu ofbeldi og haldið úti síð- unni Fávitar á Instagram sem meðal annars hefur varpað ljósi á stafrænt kynferðisofbeldi á netinu og vanda- mál sem því tengjast. Sólborg Guðbrandsdóttir Suðurnesjamaður ársins 2020 Berst fyrir bættri kynfræðslu Ljósmynd/Víkurfréttir Viðurkenning Sólborg Guðbrandsdóttir var valin Suðurnesjamaður ársins af Víkurfréttum og hér er hún með ritstjóra blaðsins, Páli H. Ketilssyni. FJÖLHÆFUR OG FRÁBÆRLEGA HOLLUR Vissir þú að möguleikar KEFIR í matargerð eru nánast endalausir? Njóttu hollustunnar sem KEFIR hefur upp á að bjóða með því nota drykkinn út á morgunkorn eða múslí, í hvers konar smúðinga, næturhafra, brauð og bakstur, jafnvel til ísgerðar. Hann er líka frábær einn og sér enda stútfullur af góðgerlum og margvíslegum nauðsynlegum bætiefnum. KEFIR - KOMDU HEILSUNNI Í JAFNVÆGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.