Morgunblaðið - 14.01.2021, Page 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
14. janúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.46
Sterlingspund 174.64
Kanadadalur 100.72
Dönsk króna 20.999
Norsk króna 15.053
Sænsk króna 15.487
Svissn. franki 144.48
Japanskt jen 1.2327
SDR 185.14
Evra 156.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.5125
Hrávöruverð
Gull 1861.85 ($/únsa)
Ál 2008.0 ($/tonn) LME
Hráolía 55.66 ($/fatið) Brent
staði sína, Grillmarkaðinn og Fisk-
markaðinn, opna daglega síðan í júlí
segir að það sé jákvætt að nú megi
fjölga gestum inni á stöðunum. Hún
segist þó hefðu viljað sjá lengri af-
greiðslutíma.
Samkvæmt reglunum mega síð-
ustu gestir koma inn á staðina klukk-
an 21 og síðustu gestir yfirgefa veit-
ingastaðina klukkan 22.
„Mér finnst fólk ekki þekkja þess-
ar reglur varðandi afgreiðslutímann
nógu vel. Það er oft hissa þegar við
bendum því á þetta, og þá kemur upp
óþarfa misskilningur. Ég hefði viljað
breyta þessu þannig að síðustu gest-
ir kæmu inn fyrir klukkan 21 en
væru farnir út klukkan 23 í stað 22.“
Nefnir Hrefna dæmi um að ef við-
skiptavinur kemur inn klukkan 20 og
fær sér níu rétta smakkseðil eins og
Grillmarkaðurinn býður upp á, þá
hafi hann aðeins tvo tíma til að ljúka
við að snæða.
Hrefna segir að veitingastaðir séu
ólíkir. Þeir bjóði upp á mismunandi
veitingar og samsetning gestanna sé
ólík frá einum stað til annars. Því
mætti vera meiri breidd í reglunum
þannig að ekki gengi allt jafnt yfir
alla.
Fundaði út af Skúla Craft Bar
Hrefna hefur fundað með ráða-
mönnum til að fá fram breytingar.
Til dæmis vill hún fá að opna krá sína
Skúla Craft Bar. „Þetta er rólegur
bar og venjulega lokað fyrir mið-
nætti. Þetta er ekki næturklúbbur.
Við, ásamt öðrum bareiganda, höfum
reynt að fá hann opnaðan og fundað
með aðstoðarmanni heilbrigðisráð-
herra og sóttvarnalækni. Beiðninni
var hafnað, en við óskuðum eftir öðr-
um fundi,“ segir Hrefna Rósa.
Chandrika Gunnarsson, eigandi
Austur-Indíafjelagsins og Hraðlest-
arinnar, hefur haft staði sína opna
daglega frá því faraldurinn byrjaði.
Hún segir að einkum þrennt hafi
fleytt sér í gegnum síðustu mánuði;
traustur viðskiptavinahópur, þekkt
vörumerki og matur sem ferðast vel í
heimsendingu. Þá hafi brotthvarf er-
lendra ferðamanna ekki skipt sköp-
um þar sem heimamenn séu stærst-
ur hluti viðskiptavinahópsins.
Chandrika segir að tekjutap hafi
orðið af sitjandi gestum og áfengis-
sala dregist mikið saman. „Við tók-
um hins vegar heimendinguna föst-
um tökum strax síðasta vor og hún
gekk mjög vel,“ segir Chandrika.
Hún bætir við að árið í fyrra hafi lík-
lega verið besta ár Hraðlestarinnar
frá upphafi, en þar hafi opnun nýs
veitingahúss á Grensásvegi og ný-
hafin sala á matvöru í verslunum
Krónunnar átt stóran hlut að máli.
Árið í heild sinni hafi þó verið mesta
áskorunin á 27 ára ferli Chandriku í
veitingageiranum.
Mikka ref gekk vel í desember
Halldór Laxness Halldórsson,
Dóri DNA, er einn af þeim fáu sem
opnuðu nýjan veitingastað í miðjum
faraldrinum, en veitingastaðurinn
Mikki refur hóf rekstur á Hverfis-
götu í júlí sl.
Dóri segir í samtali við Morgun-
blaðið að mjög vel hafi gengið í des-
ember, en janúar sé rólegri. Hann
segist ekki kvíða neinu þar sem verið
sé að opna leikhúsin, en Mikki refur
er til húsa beint á móti Þjóðleikhús-
inu. Einnig séu stórir vinnustaðir í
nágrenninu, eins og ráðuneyti og
stofnanir. „Við höfum ekki haft kokk
að störfum á kvöldin en munum
skoða það núna.“
Jakob Einar Jakobsson, eigandi
Jómfrúarinnar við Lækjargötu, seg-
ir að sóttvarnareglur, sem í tilfelli
Jómfrúarinnar heimili, að uppfyltum
skilyrðum, tvö aðskilin hólf, með
tuttugu gestum í hvoru, leiði til auk-
ins rekstrarkostnaðar. „Það væri
betra ef þetta væri eitt 40 manna
hólf og menn virtu tveggja metra
regluna. Slíkt gæfi betri nýtingu
mannaflans auk þess sem það rímar
betur við þær takmarkanir sem gilda
t.d. í leikhúsum, bíóhúsum, tónleika-
stöðum og sundstöðum þar sem mun
fleiri mega koma saman en á veit-
ingastöðum. Eins óskiljanlegt og það
er í sjálfu sér.“
Tilslakanir nægja ekki til opnunar
Morgunblaðið/Eggert
Gestir Ef vel gengur að ráða niðurlögum faraldursins gæti orðið óhætt að fjölga gestum veitingahúsa enn frekar.
Veitingastaður Helga Björns bíður enn um sinn Hrefna Sætran vill lengri afgreiðslutíma Metár
hjá Hraðlestinni á síðasta ári SFV vill vsk 2019 endurgreiddan Lögreglan þekkir ekki reglur
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Engin ný veitingahús verða opnuð í
kjölfar nýjustu tilslakana á sótt-
varnareglum sem gildi tóku í gær og
sömuleiðis engin veitingahús sem
staðið hafa lokuð um hríð. Þetta full-
yrða þeir aðilar í veitingageiranum í
miðborg Reykjavíkur sem Morgun-
blaðið ræddi við. Það væri enda glap-
ræði að opna ný veitingahús við nú-
verandi aðstæður, þar sem þeir
aðilar sem eru með staði sína opna
berjast margir í bökkum.
Einn veitingamaður óttaðist að
margir staðir væru orðnir gjaldþrota
eða á leið í þrot en annar taldi að ein-
hverjir hefðu haft opið eingöngu til
að njóta fyrirgreiðslu stjórnvalda.
Margir væru á síðustu dropunum.
Tónlistar- og athafnamaðurinn
Helgi Björnsson, sem ásamt Guð-
finni Karlssyni veitingamanni ætlaði
að opna veitingastað á Hótel Borg á
síðasta ári, hefur frestað sínum fyr-
irætlunum um óákveðinn tíma, eða
þar til betur árar í samfélaginu. Seg-
ir Helgi í samtali við Morgunblaðið
að engin glóra sé í að opna núna,
þegar takmarkanir á gestafjölda eru
jafn miklar og raun ber vitni.
Hvetji til ferðalaga í sumar
Þráinn Lárusson veitingamaður á
Egilsstöðum, eigandi og rekstrar-
aðili Hótels Hallormsstaðar og Hót-
els Valaskjálfar og formaður veit-
inganefndar SAF, hefur áhyggjur af
kollegum sínum fyrir sunnan, og
segir reglur illskiljanlegar. „Það er
skrýtið þegar veitingahús má taka
við 20 manns en tónleikastaður við
hliðina 100 manns. Það þarf að færa
rök fyrir því af hverju þetta er með
þeim hætti.“
Þráinn vill að stjórnvöld fari sem
fyrst í að hvetja fólk til ferðalaga inn-
anlands næsta sumar, ella gæti farið
illa fyrir ferðaþjónustuaðilum úti á
landi.
Einn veitingamaður í miðborginni
sagði að desember hefði verið góður
og janúar færi óvenju vel af stað
enda hefðu smærri veislur um jól og
áramót gert að verkum að fólk hefði
mögulega meira á milli handanna
eftir hátíðarnar.
20 í hverju hólfi
Í gær urðu þær breytingar á sótt-
varnareglum að nú mega 20 vera í
hverju sóttvarnahólfi í stað 15 áður,
sem að mati flestra sem rætt var við
skiptir ekki sköpum hvað reksturinn
varðar. Sumir lýsa þó ánægju með
breytinguna.
Morgunblaðið heyrði af því í sam-
tölum sínum við veitingamenn að
mörgum þættu sóttvarnarreglur
óskýrar og jafnvel þekktu lögreglu-
menn í eftirlitsferðum reglurnar
ekki nógu vel.
Einnig geti verið ruglandi fyrir
gesti að átta sig á hvaða reglur eru í
gangi á hverjum tíma.
Hrefna Sætran, sem hefur haft
● Slitameðferð Dróma hf. er lokið og
hefur félagið verið afskráð úr Fyrir-
tækjaskrá. Með löggildingu skilanefnd-
ar í desember 2016 var Drómi hf. tekinn
til slitameðferðar. Kröfulýsingarfresti
lauk 9. febrúar 2017. Lýstar viður-
kenndar kröfur hafa verið greiddar og
eru engar útistandandi kröfur eftir
gagnvart félaginu. Á hluthafafundi
Dróma þann 30. desember síðastliðinn
var eignum félagsins ráðstafað til hlut-
hafa þess, Spron ehf., og slitameðferð
lokið. Stærsti einstaki hluthafi Spron
er KL Special Opportunities Master
Fund í Bretlandi og Bayerische Landes-
bank í Þýskalandi.
Drómi hefur loks
lokið slitameðferð
SFV, Samtök fyrirtækja á veit-
ingamarkaði, sendu í gær frá sér
áskorun til stjórnvalda um að
bregðast tafarlaust við stöðu veit-
ingageirans áður en fleiri veitinga-
staðir gefast upp og falla með til-
heyrandi kostnaði fyrir samfélagið,
eins og það er orðað í áskoruninni.
SFV segir að mörg veitingahús
séu komin út á ystu nöf, og önnur
hafi lagt árar í bát. Þá segir að í
skoðanakönnun síðan í desember
sl. komi fram að nærri helmingur
svarenda telja rekstur sinn ekki lifa
út febrúar 2021 án frekari tilslak-
ana á fjöldatakmörkunum og skorð-
um á afgreiðslutíma.
Til að bregðast við ástandinu
leggur félagið eftirfarandi til:
1. Að hámarksfjöldi viðskiptavina
verði aukinn í 50 manns líkt og hjá
verslunum.
2. Að afgreiðslutími veit-
ingastaða verði til kl. 23.00.
3. Að kráir og barir fái að starfa
skv. sömu skilmálum og veitinga-
staðir.
4. Að hið opinbera hjálpi endur-
reisn veitingageirans með skatta-
ívilnunum í framtíðinni með tíma-
bundinni endurgreiðslu virðis-
aukaskatts í tólf mánuði, frá júlí á
þessu ári, til að aðstoða greinina í
viðspyrnu eftir þessa erfiðu tíma.
Helmingur lifir ekki út febrúar
ÁSKORUN FRÁ SAMTÖKUM FYRIRTÆKJA Á VEITINGAMARKAÐI