Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Haganlegsetn-ingasmíð
gerir innihaldið
trúverðugra. Þegar
vilji tók að vakna til
þess að fækka
þunglamalegum
ríkisstofnunum og nota meint
afl einkareksturs til að stýra
fyrirtækjum var samheiti að-
gerðanna stundum nefnt
„einkavæðing“. Lunkinn rithöf-
undur og blaðamaður kallaði
umbreytinguna „einkavinavæð-
ingu“ með hliðsjón af falli bank-
anna. Auk fyrrnefndra hæfi-
leika var orðasmiðurinn krati til
áratuga og svo samfylking-
armaður. En það skondna var
að sá flokkur viðraði sig mest
allra utan í útrásarbubba og
fordæmdi harðlega, ef orði var
hallað eða aðvörunarorð um
þróun þessara mála. Hitt er
auðvitað rétt að undirrót ófara
íslenska bankakerfisins var
hluti af stórbrotnum alþjóð-
legum hrakförum fjármála-
fyrirtækja. En oflátungshátt-
urinn hér og taumleysið jók
mjög hinn séríslenska vanda.
Tuttugasta öldin var tími
mikilla breytinga. Fyrstu ára-
tugirnir framfaratími upplits-
djarfrar þjóðar og hlaut ríkis-
valdið að vera í fararbroddi
fyrir flest, enda fjármagn ekki
víða að finna. En það tók breyt-
ingum og smám saman var
fundið að fyrir vaxandi getu ein-
staklinga og almennings, eins
og Eimskipafélag var gott
dæmi um og samtakamáttur
samvinnuhreyfingar annað, um
þá sem létu til sín taka við hlið
opinberra framkvæmda.
Íslendingar voru, svo sem
von var, verulega á eftir flestum
þeim þjóðum sem þeir litu helst
upp til. Þeir voru fáir og fjár-
vana og nýkomnir með eigin
ábyrgð á vaxandi hluta ríkis-
valdsins. Þeir voru til sem töldu
að Íslandi myndi farnast illa
eftir að hafa heimtað að hverfa
undan forsjá velmeinandi öfl-
ugra frænda. Þar lá sama van-
metakenndin og enn er ráðandi
vofa í för með þeim sem telja og
trúa að Íslandi farnist illa lúti
það ekki tilskipunum ESB á
flestum sviðum. Sú meinloka
var nú seinast að vinna okkur
öllum stórbrotið tjón og valda
töfum frá að koma okkur á lapp-
ir eftir kórónuraskið mikla.
Stóryrði og tilraunir til að
koma höggi á þá sem síst áttu
innstæðu fyrir því, vegna
bankaáfallsins, sannfærði
marga um að seint myndu Ís-
lendingar leggja aftur á veg
einkavæðingar fjármálafyrir-
tækja. En nú ætlar ríkisstjórn
undir forystu Vinstri-grænna(!)
að leiða þau mál. Þeir þar hljóta
því að vita og jafnvel viður-
kenna loks að séríslenskar
ásakanir um að alþjóðlega
bankakreppan hafi verið heima-
tilbúin og eftir sér-
stakri pöntun fyrir
Ísland hafi verið sá
grautur sem þær
voru.
Óli Björn Kára-
son þingmaður
skrifar ágæta grein
í blaðið í gær um áform stjórn-
valda um einkavæðingu banka
nú. Hann bendir á að ríkisstjórn
þriggja flokka, Sjálfstæðis-
flokks, Viðreisnar og Bjartrar
framtíðar (2017), og ríkisstjórn
þriggja flokka, Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks og
VG, hafi haft þetta verkefni á
sinni könnu og stefnuskrá. Það
hafa því að minnsta kosti fimm
stjórnmálaflokkar sameinast
um verkefni af þessu tagi aðeins
rúmum áratug eftir að gerðar
voru hatrammar árásir á Al-
þingishúsið og fleiri byggingar
sem stóðu vikum saman og Rík-
isútvarpið útvarpaði beint og
sló þannig takt í æsingarræðum
sjálfkjörinna leiðtoga árás-
arinnar, þar með talið útvarpaði
það upplýsingum um hvar ein-
staklingar ættu heima, vildu
riddarar réttlætisins sækja sér-
staklega að þeim. Ríkisútvarpið
hefur aldrei beðist afsökunar á
þessu einstæða framtaki og
samfylgdinni við þá sem reyndu
að brjóta varnir Íslands á bak
aftur. Og það kallar sig örygg-
istæki, sem er enn þá fyndnara
en einkavinavæðingin, þótt góð
væri. Núverandi útvarpsstjóri
ætti þó að minnast þess að fá-
mennar lögreglusveitir þjóð-
arinnar voru að niðurlotum
komnar á þessum tíma.
Óli Björn vitnar til yfirlýs-
inga stjórnvalda sem ætli að
tryggja „opið söluferli,
gagnsæi, hlutlægni og hag-
kvæmni. Þetta eru þau leið-
arljós sem ber að fylgja þegar
kemur að því að losa um eign-
arhluti ríkisins í bönkunum“.
Þetta er eins og snýtt út úr
nefi þeirra sem héldu utan um
seinasta ferli. Vandinn þá var
helst sá að erfitt reyndist að
skapa nægilegan áhuga á þess-
ari sölu þá. Mikið var reynt til
að fá erlenda banka að einka-
reknum bönkum hér. En vand-
inn reyndist sá að erlendir
bankar töldu að íslensk stjórn-
völd vildu fá allt of hátt verð
fyrir sína banka. (Þá sömu og
þau voru að einkavinavæða.)
Ekki varð betur séð en að tekist
hefði að tryggja lágmarksaðild
erlends banka að kaupum á ís-
lenskum banka, en þar reynd-
ust brögð hafa verið í tafli, sem
kom ekki í ljós fyrr en síðar.
Hitt er annað mál að þessi trú
sem „sérfræðingar“ höfðu á
þeirri festu sem fengist með er-
lendri aðild að bönkum hér hafi
verið stórlega ofmetin. Það sást
þegar t.d. sænskir bankar hlupu
burt úr Eystrasaltslöndum svo
sá í sólana og skildu heimamenn
eftir enn laskaðri fyrir vikið.
Tilraunir forsætis-
ráðherra til að
tryggja dreifða
eignaraðild fengu
lítið fylgi síðast}
Lagt á djúpið
F
yrir tæpu ári í Kastljósþætti Rík-
issjónvarpsins sagði okkar ágæti
sóttvarnalæknir að það væri
ekki spurning um hvort, heldur
hvenær, Wuhan-veiran bærist
hingað til lands. Þessi andstyggðarpest hefur
flætt yfir heimsbyggðina með skelfilegum af-
leiðingum. Sóttvarnalæknir hafði rétt fyrir
sér. Fyrsti einstaklingurinn greindist hér á
landi með Covid-19 í lok febrúar. Fyrsta
dauðsfallið varð síðan um miðjan mars. Um
var að ræða ungan ferðamann sem lést á
sjúkrahúsinu á Húsavík. Samtals hafa nú í
þremur bylgjum faraldursins látist 29 ein-
staklingar hér á landi af völdum veirunnar.
Sóttvarnalæknir vonar að þær sóttvarnir
sem viðhafðar eru á landamærunum haldi
svo að við þurfum ekki að takast á við enn
eina bylgju faraldursins. Þrátt fyrir það er vitað að til
eru þeir sem hirða ekkert um reglurnar, heldur segjast
taka sóttkví en eru svo mættir út í búð samdægurs. En
það er algjörlega galið að bíða bara og vona. Reynslan
ætti að hafa kennt okkur betur en svo.
Stjórnvöldum er í lófa lagið að koma í veg fyrir að ný
afbrigði veirunnar berist inn í landið. Við erum búin að
fá nóg af hringlandahætti þar sem „meðalhóf“ og „efna-
hagur“ eru sett skör hærra en líf okkar, frelsi og ör-
yggi.
Við áttum gott sumar sem leið. Við fylgdum reglum
og stóðum saman. Verslun og þjónusta blómstraði á
landsbyggðinni sl. sumar þrátt fyrir allt. Við
áttum miklu betra skilið en að veirunni yrði
hleypt inn í landið á ný.
Og annað klúður
Sannarlega er það dapurt allt þetta klúður
með samninga um bóluefni. Ósjálfstæði okk-
ar í utanríkismálum er löngu orðið að sjálf-
stæðu þjóðarmeini. Það sannast nú, þegar
við vansæl bíðum sameiginlegt skipsbrot
með Evrópusambandinu sem við hengdum
okkur alfarið á í útvegun bóluefnis. Ríkis-
stjórnin virðist hafa skapað alltof miklar
væntingar sem ekki er innistæða fyrir. Bólu-
efnið sem berst til landsins dugar vart upp í
nös á ketti og enginn virðist vita hvenær við
fáum meira.
Ef stjórnvöld halda áfram að taka áhættu
við landamærin og afleiðingin verður fjórða bylgja far-
aldursins með tilheyrandi ótímabærum dauðsföllum og
hörmungum, þá er ábyrgðin algjörlega þeirra hér eftir
sem hingað til.
Hér er um þjóðaröryggismál að ræða. Stjórnvöld
með heilbrigðisráðherra í fararbroddi hafa líf okkar í
höndunum, og ber að vernda það með öllum ráðum. Það
er með öllu ófyrirgefanlegt að taka þá áhættu að veiran
berist inn í landið með ferðamönnum sem ættu undir
þessum kringumstæðum alls ekki að komast hingað.
Inga
Sæland
Pistill
Nú er nóg komið
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
D-vítamín og Covid-19:Hvers vegna þessiágreiningur? er fyr-irsögn ritstjórnargreinar
í læknatímaritinu The Lancet
Diabetes & Endocrinology (sýk-
ursýki og innkirtlafræði) frá 11.
janúar. Í niðurlagi leiðarans segir
að á meðan allt leiki í lyndi séu
ákvarðanir í heilbrigðismálum
teknar á grundvelli yfirgnæfandi
sannanna, en neyðarástand geti
kallað á aðeins öðru vísi reglur.
Menn uppgötvuðu á þriðja
áratug 20. aldar að D-vítamín kom
í veg fyrir beinkröm og heilluðust
af þessu bætiefni. Mögulega hafði
vítamínið einnig áhrif á ónæmis-
kerfið, hjarta- og æðar og krabba-
mein.
Þáttur D-vítamíns í vexti og
viðhaldi beinanna er óumdeildur og
hefur sú þekking endurspeglast í
læknisfræðilegum leiðbeiningum og
mótun heilbrigðisstefnu. Sannanir
um gildi D-vítamíns varðandi ýmsa
aðra þætti heilbrigðis og einstaka
sjúkdóma eru sagðar gloppóttari.
Athuganir benda til þess að taka
D-vítamíns geti dregið úr líkum á
öndunarfærasýkingum, einkum hjá
þeim sem skortir vítamínið.
The Lancet nefnir rannsókn
sem gerð var á meira en 20.000
fullorðnum í Ástralíu sem valdir
voru með slembiúrtaki. Hún benti
til þess að mánaðarlegir skammtar
af D-vítamíni hefðu hvorki dregið
úr hættu á né alvarleika bráðra
sýkinga í öndunarvegi. Hins vegar
virtist inntaka vítamínsins stytta
þann tíma sem fólk var með ein-
kenni sýkingar. Höfundar greinar
sem byggð var á þessari rannsókn
og fleiri gögnum töldu óhætt að
taka D-vítamín og að greina mætti
vörn þess gegn bráðum öndunar-
færasýkingum.
D-vítamínskortur og Covid
Mikið hefur verið rætt um
kosti og galla D-vítamíns sem
fæðubótarefnis. Covid-19-
faraldurinn hefur blásið lífi í um-
ræðuna. Ljóst er að þjóðfélags-
hópar sem gjarnan skortir D-
vítamín, t.d. eldra fólk, íbúar
hjúkrunarheimila, þeldökkir, fólk af
asískum uppruna og ýmsir minni-
hlutahópar, hafa farið hlutfallslega
verr út úr faraldrinum en aðrir.
Þar á ofan hafa sóttvarnaráðstaf-
anir og viðbrögð við faraldrinum
valdið því að fólk hefur haldið sig
meira innandyra en áður og lík-
aminn því ekki fengið sólarljós sem
stuðlar að myndun D-vítamíns.
Skýrsla þriggja stofnana á
sviði heilbrigðismála á Englandi
kom út 17. desember 2020. Þar
voru dregnar saman niðurstöður
nýlegra rannsókna um D-vítamín
og Covid-19. Niðurstaðan var að
styðja ráðleggingar heilbrigðis-
yfirvalda frá því í apríl 2020, í
fyrstu bylgju faraldursins, um að
mæla með því að allir tækju D-
vítamín-fæðubótarefni til að styrkja
bein og vöðva líkamans yfir haust-
og vetrarmánuðina. Ráðlegging-
arnar eru í sömu veru og leiðbein-
ingar frá breskum stjórnvöldum
sem gefnar voru út 22. desember
2020. Þá var ákveðið að fólk í
áhættuhópum gagnvart Covid-19,
vegna heilsufars, gæti sótt um að
fá ókeypis D-vítamín í fjóra mán-
uði. Svipað hafði þá þegar verið
gert í Skotlandi.
Í samantektinni sagði að nægi-
legar sannanir fyrir því að taka D-
vítamín til að koma í veg fyrir eða
meðhöndla Covid-19 skorti en það
þyrfti að rannsaka nánar. Margir í
vísindasamfélaginu, sem hafa hald-
ið því fram að taka D-vítamíns sé
almennt örugg, urðu fyrir von-
brigðum með að ekki voru gefnar
út skýrar ráðleggingar í tengslum
við faraldurinn.
Fram kemur að vænta megi
niðurstaðna margra yfirstandandi
læknisfræðilegra rannsókna á D-
vítamíni og Covid-19. Faraldurinn
geisar víða og ástandið getur
versnað þar til bólusetningar verða
almennar. Mögulega geta nýjar
upplýsingar komið of seint.
Deilt um áhrif D-vít-
amíns á kórónuveiru
„Það má leiða líkum að því að sé D-vítamínstaðan góð
hjá þjóðinni fari menn ekki eins illa út úr faraldrinum.
En það hefur ekkert verið sannað í þeim efnum,“ segir
dr. Hannes Hrafnkelsson heimilislæknir.
Hann segir að indversk rannsókn sem gerð var á 30-
60 ára fólki hafi sýnt að nær allir sem létust úr þeim
hópi vegna Covid-19 hafi verið lágir í D-vítamíni. Nær
enginn af þeim sem voru með nóg D-vítamín dó.
Belgísk rannsókn, sem tók tillit til aldurs og undir-
liggjandi sjúkdóma sem valda því að menn fara oft illa
út úr Covid-19, sýndi 3,7 sinnum hærri dánartíðni hjá
þeim sem voru lágir í D-vítamíni en hinum sem voru með nægilegt magn
þess.
Virðist veita vernd
D-VÍTAMÍN
Hannes
Hrafnkelsson
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson LSH
Faraldur Nóg D-vítamín í blóði virðist vera vopn í stríðinu við veiruna.