Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
landsdeild NFH og meðal annars
skipulagt tvö norræn NFH-þing
þar sem hann sá bæði um fræði-
lega hlutann og fjármögnunina.
Þessi vinna hans var mikils met-
in í norræna samstarfinu og var
hann gerður að heiðursfélaga í
NFH árið 1991 eða 10 árum fyrir
stofnun Íslandsdeildarinnar –
FUMFS. Árið 2004 var hann
kjörinn heiðursfélagi FUMFS.
Hann var mjög duglegur að
leita sér þekkingar og mynda
tengsl á erlendum vettvangi. Er-
lend tengsl hans og dugnaður
hafa reynst okkur í FUMFS afar
dýrmæt. Vegna þessara tengsla
hafa m.a. opnast tækifæri fyrir
okkur að komast í starfskynn-
ingar hjá kollegum á erlendri
grundu og greinilegt er að Gunn-
ars Þormar er þar minnst fyrir
dugnað sinn og elju.
Réttindi fólks með sérþarfir
hafa aukist til mikilla muna und-
anfarin ár og á Gunnar mikinn
þátt í þeirri þróun. Hann þreytt-
ist aldrei á að leggja lóð sitt á
vogarskálarnar til að bæta sam-
félagið á þessu sviði.
Að leiðarlokum þökkum við
fyrir samstarfið og góð kynni.
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu hans og
vina.
F.h. FUMFS,
Elin Svarrer Wang.
Látinn er í Reykjavík Gunnar
Þormar, tannlæknir og fyrsti
formaður Landssamtakanna
Þroskahjálpar.
Gunnar Þormar tók virkan
þátt í stofnun samtakanna allt
frá byrjun og var kosinn fyrsti
formaður þeirra 1976.
Alla tíð fylgdist hann vel með
starfsemi samtakanna og var
óragur við að segja skoðanir sín-
ar til lofs eða lasts.
Gunnar barðist mjög fyrir
bættri tannlæknaþjónustu við
fólk með þroskahömlun og starf-
aði sjálfur til margra ára sem
sérhæfður tannlæknir fyrir þann
hóp.
Gunnar var alla tíð áhugasam-
ur um hvernig aðrar þjóðir, sér-
staklega önnur Norðurlönd, voru
að þróa þjónustu við þennan
þjóðfélagshóp og strax á fyrsta
fundi stjórnar eftir stofnun sam-
takanna sagði hann frá því að
hann hefði verið í sambandi við
Danann Niels Erik Bank-Mikk-
elsen um að koma til Íslands og
halda hér opna fundi og fundi
með stjórnvöldum. Mikkelsen
var á þessum árum talinn frum-
kvöðull í málefnum fatlaðs fólk
og var m.a. ráðgjafi Bandaríkja-
manna í þeim efnum.
Gunnar fylgdist síðan af mikl-
um áhuga með þeim breytingum
sem Norðmenn ákváðu að gera í
þjónustu við fólk með þroska-
hömlun í lok níunda og upphafi
tíunda áratugar síðustu aldar,
þegar ákveðið var að loka öllum
stofnunum fyrir fólk með þroska-
hömlun, þar með talið herbergja-
sambýlum þar í landi.
Segja má að greinar sem hann
skrifaði í Tímaritið Þroskahjálp á
þessum tíma hafi markað ákveð-
in þáttaskil. Í grein sem Gunnar
skrifar í tímaritið árið 1991 birtir
hann teikningar af húsnæði í
Noregi þar sem um er að ræða
60 m2 einstaklingsíbúðir, til að
sýna hvernig húsnæði fyrir fólk
með þroskahömlun á að vera.
Gunnar ber þetta saman við hug-
myndir á Íslandi um herbergja-
sambýli þar sem einkarými er af-
ar lítið.
Hann hvetur Landssmtökin
Þroskahjálp til að láta sig málið
varða og telur það skyldu þeirra
að gagnrýna opinberlega her-
bergjasambýlastefnu stjórn-
valda.
Gunnar telur að í húsnæðis-
málum sé hægt að sjá hvernig
jafnrétti gagnvart fólki með
þroskahömlun birtist hjá stjórn-
völdum og endar grein sína með
þeirri hvatningu að tími ölmusu-
hugsunar fyrir fólk með þroska-
hömlun sé liðinn. Næstu ár á eft-
ir er Gunnar óragur að gagnrýna
stjórnvöld og fær m.a. norskan
arkitekt til að yfirfara teikningar
á hérlendum herbergjasambýl-
um sem auðvitað fá falleinkunn
miðað við norska staðla. Stjórn-
völdum er ekki skemmt yfir
þessu frumkvæði hans. Gunnar
sat síðan um árbil í stjórn Hús-
byggingasjóðs Þroskahjálpar og
tók þar þátt í að móta þá stefnu
sjóðsins að ekkert húsnæði sem
ekki væri fullgott væri boðlegt.
Enn þann dag í dag þarf því mið-
ur að ítreka þetta.
Sá er þetta skrifar minnist
margra heimsókna Gunnars á
skrifstofu samtakanna þar sem
hann af áhuga fylgdist með fram-
vindu mála og sagði skoðanir sín-
ar umbúðalaust. Í einni slíkri
heimsókn fyrir fáum árum sagði
ég honum frá rannsókn norsks
fræðimanns um þá vondu þróun
mála í Noregi að fjölga íbúðum í
búsetukjörnum fyrir fólk með
þroskahömlun þar í landi, án
þess að af því væri nokkur ávinn-
ingur. Stuttu síðar hitti ég á ráð-
stefnu umræddan fræðimann
sem sagði mér frá því að í sig
hefði hringt vel fullorðinn maður
frá Íslandi til að ræða við sig um
þessa rannsókn sína.
Landssamtökin Þroskahjálp
votta aðstandendum Gunnars
Þormars samúð sína.
Friðrik Sigurðsson.
Gunnar Þormar var samferða-
maður á lífsins leið af þeirri teg-
und sem maður gleymir ekki
auðveldlega. Stór á velli, með
stórt skap, mikla rödd og stórt
hjarta. Það var betra að lenda
hans megin við víglínuna en hin-
um megin og því láni áttum við
að fagna, samstarfsfólk hans á
tannlæknastofunni í Vegmúla 2.
Samstarf okkar hófst 1995 en
þá „rugluðum við saman reytum
okkar“, við og Gunnar og Hrefna
Hannesdóttir, hans góði aðstoð-
armaður til margra ára, og opn-
uðum nýja tannlæknastofu.
Þetta var heillaspor fyrir alla og
bar aldrei skugga á samstarfið
öll árin sem það varði. Gunnar
var hugsjónamaður og undanfari
þegar kom að réttindamálum og
kjörum fólks með sérþarfir og
voru tannlækningar þessa hóps
þar ekki undanskildar. En hann
barðist ekki bara fyrir réttindum
þeirra heldur hafði hann einstakt
lag á að sinna þeim sem tann-
læknir og veita sína þjónustu.
Það er ekki eiginleiki sem öllum
er gefinn. Það var aðdáunarvert
hvað hann gat náð góðu sam-
bandi við sína skjólstæðinga og
alltaf nálgaðist hann þá af virð-
ingu.
Hann Gunnar gat verið býsna
hryssingslegur á stundum og
hann var yfirleitt ekki að skafa
neitt utan af hlutunum þegar
hann sagði skoðun sína. Þeir sem
eru þannig saman settir lenda oft
í því að stuða aðra án þess
kannski að hafa beinlínis ætlað
sér það. Hann hafði afar ríka
réttlætiskennd, alveg sérstak-
lega ef honum fannst vegið að
einhverjum minni máttar.
Hann hikaði aldrei við að vaða
í hvern sem var ef honum þótti
þörf á því og vei þeim sem fyrir
varð. En undir þessum skráp sló
hjarta úr gulli, stórt hjarta úr
skíragulli. Þannig var Gunnar
fram á síðasta dag.
Á tannlæknastofunni erum við
oft minnt á hans góða samband
við fólkið sem til hans leitaði í
gegnum árin. Spurt er um hann
reglulega með hlýhug, spurt
hvernig hann hafi það, beðið fyr-
ir kveðjur og hans mikla starfs
minnst með þakklæti.
Nú er Gunnar Þormar allur.
Eftir stendur minningin um stór-
an mann með stórt skap og stórt
hjarta. Við samstarfsfólk á Tann-
læknastofunni Vegmúla 2 þökk-
um fyrir samfylgdina og sendum
fjölskyldu og vinum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Gunnar, Elín, Ingólfur
og samstarfsfólk
á Tannlæknastofunni
Vegmúla 2.
Kær vinur og
samstarfsmaður
okkar hjá Íþrótta-
bandalagi Reykjavíkur, Sigurgeir
Guðmannsson, er látinn. Við syst-
urnar höfum starfað saman eða
hvor í sínu lagi hjá Íþróttabanda-
lagi Reykjavíkur frá árinu 2003 og
kynntumst Sigurgeiri vel.
Sigurgeir kom nær daglega til
vinnu í Laugardalinn öll þessi ár
þrátt fyrir háan aldur. „Hér sé
friður“ sagði hann gjarnan þegar
hann mætti á skrifstofuna og var
ánægður með okkur þegar við
lærðum loksins að svara „og með
yður“.
Íslenskukunnátta Sigurgeirs
var sérstaklega góð og því var
hann oft fenginn til að lesa yfir
texta og leiðrétta. Lærðum við
mikið af honum í þeirri vinnu.
Einnig var hann duglegur við að
skrifa minningargreinar og minn-
ingarorð um látna félaga enda
með eindæmum minnugur og
vandvirkur. Ekki var Sigurgeir þó
mikið fyrir tölvur og handskrifaði
því alla þessa texta. Fengum við
gjarnan það hlutverk að slá þá inn
og fylgdi þá ósjaldan góð sögu-
stund frá Sigurgeiri.
Sigurgeir var einstaklega fróð-
ur og góður tungumálamaður.
Það var því gaman að ferðast með
honum bæði innan lands og utan.
Starfsmannaferð til Danmerkur
þar sem meðal annars var farið á
leik hjá U21-landsliðinu í fótbolta
og skoðuð ýmis íþróttamannvirki
og félög á Jótlandi sérstaklega
minnisstæð. Þá verður ferðin sem
við fórum til Ísafjarðar í tilefni af
90 ára afmæli Sigurgeirs einnig
lengi í minnum höfð. Þar fengum
við að heyra um góðar stundir
sem hann átti hjá ömmu sinni á
Ísafirði og auðvitað fróðleik um
allt mögulegt eins og honum ein-
um var lagið.
Við erum þakklátar fyrir að fá
að kynnast Sigurgeiri og starfa
með honum öll þessi ár. Sendum
dóttur og systrum Sigurgeirs,
Guðmanni frænda, sem hann tal-
aði alltaf svo fallega um, og öðrum
fjölskyldumeðlimum og vinum
innilegar samúðarkveðjur.
Anna Lilja og Áslaug
Sigurðardætur.
Kveðja frá Íþrótta- og
Ólympíusambandi Íslands
Stjórn og starfsfólk ÍSÍ kveður
nú Sigurgeir Guðmannsson, heið-
ursfélaga ÍSÍ. Sigurgeir var einn
af máttarstólpunum í Íþróttamið-
stöðinni í Laugardal um áratuga-
skeið en hann var framkvæmda-
stjóri Íþróttabandalags
Reykjavíkur frá 1954-1996. Eftir
að hann lét af því starfi hélt hann
áfram að sinna verkefnum fyrir
bandalagið, allt þar til undir það
síðasta þegar heilsu hans hafði
hrakað. Sigurgeir var jafnframt
fyrsti framkvæmdastjóri Laugar-
dalshallarinnar árin 1965-1969 og
framkvæmdastjóri Íslenskra get-
rauna í 15 ár, árin 1969-1984.
Sigurgeir var leiðtogi í íþrótta-
starfi allt sitt líf, ekki bara sem
starfsmaður heldur einnig sem
stjórnarmaður, formaður deilda
og fararstjóri, svo eitthvað sé
nefnt. Hann lék knattspyrnu á
sínum yngri árum með Knatt-
spyrnufélagi Reykjavíkur og síð-
ar þjálfaði hann bæði yngri flokka
félagsins sem og meistaraflokk
með góðum árangri. Sigurgeir var
sæmdur mörgum heiðursviður-
kenningum á vegum ýmissa ein-
inga í íþróttahreyfingunni og var,
Sigurgeir Bjarni
Guðmannsson
✝ SigurgeirBjarni Guð-
mannsson fæddist
2. maí 1927. Hann
lést 30. desember
2020.
Útförin var í
kyrrþey 14.1. 2021.
árið 2004, sæmdur
æðstu heiðursviður-
kenningu innan vé-
banda ÍSÍ þegar
hann var kjörinn
heiðursfélagi ÍSÍ á
67. Íþróttaþingi ÍSÍ.
Sigurgeir tók virkan
þátt í verkefnum
ÍSÍ, sem heiðurs-
félagi sambandsins,
og sýndi starfi þess
áhuga alla tíð.
Sigurgeir kom reglubundið í
heimsókn á skrifstofu ÍSÍ og gaf
sér þá oft tíma til að spjalla við
starfsfólkið um íþróttatengd mál-
efni sem og um helstu umræðu-
efnin í þjóðfélaginu hverju sinni.
Hann var í essinu sínu í um-
ræðum um ættir fólks, íþróttavið-
burði fortíðarinnar eða sögur af
kúnstugum atvikum því ekki
vantaði neitt upp á kímnina. Hann
var snöggur í tilsvörum og oft var
viðmælandinn skilinn eftir í
óvissu um það hvort um hefði ver-
ið að ræða skens, grín eða alvöru.
Sigurgeir var hafsjór af fróðleik,
eldklár og með eindæmum minn-
ugur. Áhugi hans á mönnum og
málefnum var mikill og einlægur.
Það er mikill sjónarsviptir að
Sigurgeiri og hans verður sárt
saknað. Upp úr stendur þakklæti
fyrir allar skemmtilegu og fróð-
legu samverustundirnar og hans
góða og mikla framlag til íþrótta-
hreyfingarinnar.
Stjórn og starfsfólk ÍSÍ sendir
aðstandendum Sigurgeirs dýpstu
samúðarkveðjur.
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ.
Kveðja frá Íslenskum
getraunum
Sigurgeir Guðmannsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri
Íþróttabandalags Reykjavíkur,
lést 30. desember sl., 93 ára að
aldri. Sigurgeir var fram-
kvæmdastjóri Íslenskra getrauna
1969-1984. Hann var frumkvöðull
í getraunastarfi íþróttafélaga og
leiddi Íslenskar getraunir í gegn-
um fyrstu ár félagsins og lagði
þannig grunninn að öflugu fjár-
öflunarstarfi íþróttahreyfingar-
innar. Hann var virtur af stjórn
og starfsfólki. Það var gott að
geta leitað ráða hjá Sigurgeiri um
ýmis atriði er tengdust rekstri fé-
lagsins. Og nú er þessi öðlingur
horfinn til feðra sinna eftir far-
sælt og gott lífsstarf. Íslenskar
getraunir hafa misst góðan félaga
og liðsmann. Hans verður sárt
saknað en verk hans og framlag í
þágu íþróttahreyfingarinnar mun
lifa. Við sendum fjölskyldu Sigur-
geirs innilegar samúðarkveðjur.
Stefán Konráðsson
framkvæmdastjóri.
Mikill öðlingur og góður vinur
er fallinn frá, Sigurgeir Guð-
mannsson. Hann var fram-
kvæmdastjóri Íþróttabandalags
Reykjavíkur í 42 ár, en starfaði
áfram eftir það um rúmlega tutt-
ugu ára skeið að sérverkefnum.
Hann var vandaður til orðs og
æðis, athugull, með glampa í
augnaráðinu, sælkeri mikill og
góður húmoristi sem gat verið
dyntóttur á stundum. Hann var
einrænn en þó félagslyndur og
gat talað við hvern sem bar að
garði. Hann hafði sérstaklega
gaman af því að ræða við ung-
menni sem komu til starfa á
sumrin og er hann þeim mjög eft-
irminnilegur.
Þegar ég kom til starfa hjá
Íþróttabandalagi Reykjavíkur
var Sigurgeir mér dyggur stuðn-
ingur. Við unnum vel saman og
urðum góðir og nánir vinir. Við
fórum á ýmis mannamót saman,
þorrablót og herrakvöld ýmissa
íþróttafélaga og gátum litið út
eins og tvíburar eða bræður þar
sem við komum!
Það var gaman að ferðast með
Sigurgeiri, innanlands sem utan.
Hann var hafsjór af fróðleik og
minnugur á menn og málefni af
öllum toga, m.a. heimsstyrjöldina
síðari og konungsættir Evrópu.
Hann var frábær leiðsögumaður í
þessum ferðum, allt frá Stanford-
háskóla í Kaliforníu til merkra
sögustaða í Kaupmannahöfn. Sér-
staklega er eftirminnileg ferð sem
Sigurgeir fór með okkur hjónum
um Jótland „frá toppi til táar“ eins
og við köllum það gjarnan. Þá
sóttum við hann í Høve við Sejerø
Bugt á Sjálandi, þar sem hann
hafði ánægju af að dveljast hjá
vinum sínum. Við keyrðum að Sjá-
landsodda og sigldum með ferju
yfir til Jótlands. Gistum við á
krám og gistihúsum allt frá Ska-
gen og suður að landamærum
Þýskalands. Í Hirtshals heimsótt-
um við útibú Hampiðjunnar, á
vesturströndinni leituðum við
uppi Vedersø-kirkju sem kom
mjög við sögu í heimsstyrjöldinni
síðari en þar þjónaði þá prestur-
inn Kaj Munk, sem var tekinn af
lífi af Gestapo árið 1944. Þessa
sögu kunni Sigurgeir ítarlega.
Sigurgeir var stemningsmaður
sem sótti reglulega sinfóníutón-
leika. Óperuna Kátu ekkjuna
sáum við með honum og fleirum í
þá nývígðu óperuhúsinu í Kaup-
mannahöfn. Hann var sælkeri
mikill og gat átt það til að panta
sér þjóðarrétti landsins á hverjum
stað. Er þá sérstaklega minnis-
stæð heimsókn á krá í Skotlandi
þegar Sigurgeir pantaði sér hagg-
is og gaf öðrum að smakka með
sér við litla ánægju!
Málefni íþróttanna voru honum
þó alltaf hugstæðust og Sigurgeir
lagði fram sinn skerf til íþrótta-
mála í Reykjavík sem munaði um.
Hann var sæmdur æðstu viður-
kenningum íþróttahreyfingarinn-
ar ásamt því að vera handhafi
riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu.
Það er mikil eftirsjá að Sigur-
geiri. Eftir stendur líka mikið
þakklæti fyrir að hafa notið vin-
áttu hans og kunnáttu í svo langan
tíma. Við Kristín þökkum honum
fyrir einstaklega góð kynni og
góða samveru og vottum Rann-
veigu, Báru, Guðmanni og fjöl-
skyldunni allri innilega samúð.
Þórður D. Bergmann
Þann 10. maí 1940 var Ísland
hernumið af Bretum. Þessi dagur
hafði mikil áhrif á unglingspiltinn
Sigurgeir Guðmannsson sem í
kjölfarið fékk mikinn áhuga á
hverju því sem tengdist seinni
heimsstyrjöldinni. Hann var afar
vel að sér í nánast öllu sem viðkom
þessum tíma, hvaða orrustur voru
háðar, hvaða tækjabúnaði hinar
stríðandi fylkingar höfðu yfir að
ráða, hverjir léku aðalhlutverkin
og tóku stóru ákvarðanirnar varð-
andi gang stríðsins og hvaða dagar
voru helstu merkisdagar þessa
tímabils.
Á meðan Sigurgeir starfaði hjá
Íþróttabandalagi Reykjavíkur
flaggaði hann oft af ýmsum tilefn-
um. Oftar en ekki áttaði fólk sig
ekki á því af hverju hann væri að
flagga, fannst ekki dagurinn vera
venjulegur fánadagur. Sigurgeir
var þá til svara um tilefnið sem gat
til dæmis verið dagurinn sem
bandamenn frelsuðu Evrópu eða
tap Þjóðverja í orrustunni um
Stalíngrad.
Sigurgeir var dyggur talsmaður
íþrótta í Reykjavík og leiddi ásamt
forystufólki ÍBR og íþróttafélag-
anna baráttu fyrir bættri aðstöðu
og aðbúnaði fyrir íþróttastarfið.
Lengi vel var hann eini starfsmað-
ur ÍBR og margir muna heimsókn-
ir á skrifstofu bandalagsins þar
sem Sigurgeir tók á móti fólki með
sínu lagi, gjarnan með smá stríðni
þannig að þeir sem ekki þekktu
hann áttuðu sig ekki á því hvað
hann væri að fara. Stundum gátu
orðaleikir hans verið svo djúpir að
það var ekki á færi hvers sem var
að átta sig á meiningunni en hann
hafði afar gaman af því að leysa
þrautina með viðkomandi.
Starfsfólki ÍBR var hann góður
félagi og ógleymanlegar eru ferðir
sem farnar voru á hans æskuslóðir
þar sem hann fræddi ferðafélag-
ana um eitt og annað frá fyrri tíð.
Þar var af mörgu af taka enda Sig-
urgeir með eindæmum minnugur
og gat lýst í smáatriðum atburðum
sem áttu sér stað á hans yngri ár-
um. Að sama skapi var Sigurgeir
ótrúlega fróður um ýmislegt og er
engu logið þegar því er haldið fram
að hann hafi að mörgu leyti staðið
leitarvélum nútímans framar hvað
varðar að finna upplýsingar um
hvaðeina. Þessi hæfileiki hans
reyndist okkur samstarfsfólki
hans líka vel því hægt var að
„fletta upp“ í honum um flest sem
gerst hafði í starfi ÍBR frá upp-
hafi.
Þáttur Sigurgeirs í því að skrá
sögu ÍBR var því stór þegar kom
að því að taka saman 50 ára afmæl-
isrit bandalagsins sem ber nafnið
„Íþróttir í Reykjavík“. Það segir
margt um Sigurgeir og tengsl
hans við ÍBR að í viðtali sem haft
er við hann í bókinni segir hann:
„Það má segja að bandalagið sé líf
mitt.“ Við þökkum Sigurgeiri fyrir
hans framlag til íþróttanna í
Reykjavík og á landinu öllu. Þökk-
um fyrir áhugann, metnaðinn og
vinnuna sem hann lagði í verkefn-
ið. Fjölskyldu hans eru færðar
innilegar samúðarkveðjur.
Kveðja frá Íþróttabandalagi
Reykjavíkur,
Frímann Ari Ferdinandsson
framkvæmdastjóri.