Morgunblaðið - 14.01.2021, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
✝ HermannÁgúst fæddist
9. ágúst 1933 á
Hlemmiskeiði á
Skeiðum. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Fossheimum á
Selfossi 3. janúar
2021. Móðir hans
var Ingigerður
Bjarnadóttir, f.
6.11. 1912, d. 16.10.
2009.
Hermann ólst upp á Hlemmi-
skeiði hjá móðurforeldrum sín-
um, Bjarna Þorsteinssyni f. 7.9.
1876, d. 28.3. 1961, og Ingveldi
Jónsdóttur, f. 14.5. 1881, d. 29.1.
1956.
Sammæðra systkini Her-
manns eru Ingimar Þorbjörns-
son, f. 12.6. 1939, Bjarni Þor-
björnsson, f. 21.7. 1940, d. 12.6.
1966, Ingveldur Þorbjörns-
dóttir, f. 26.8. 1945, og Marel
Ingvi Þorbjörnsson, f. 14.5.
1951, d. 2.9. 2008.
Hermann giftist 26.12. 1962
Guðmundu Auði Auðunsdóttur,
f. 21.6. 1940. Foreldrar hennar
voru Auðunn Pálsson, f. 10.5.
1908, d. 18.1. 1966, og Soffía
Gísladóttir f. 25.9. 1907, d.
20.10. 2000.
Börn Hermanns og Guð-
Madsen, b. Hákon, f. 11.2. 1997,
kærasta hans er Helga Þórey
Björnsdóttir, f. 31.10. 1988. 4)
Auður Ágúst, f. 7.2. 1973, gift
Guðjóni Sævarssyni, f. 2.7. 1971,
dætur þeirra eru: a. Saga, f.
12.12. 2001. b. Dýrleif, f. 14.11.
2003. c. Guðmunda Auður, f.
5.7. 2007.
Eftir hefðbundna skólagöngu
á Skeiðunum var Hermann í tvö
ár í Héraðsskólanum á Laug-
arvatni. Sem ungur maður vann
hann við sjómennsku, virkj-
anaframkvæmdir og trésmíðar,
en um 1970 hóf hann störf hjá
Áhaldahúsi Selfossbæjar og
starfaði þar þar til hann hætti
störfum vegna aldurs.
Hermann og Guðmunda
bjuggu alltaf á Selfossi. Her-
mann byggði hús þeirra á
Engjavegi 53. Þau fluttu inn í
það 1967 og hafa búið þar síðan.
Helsta áhugamál Hermanns var
tónlist. Hann söng í Karlakór
Selfoss í 50 ár og var þar heið-
ursfélagi. Hann spilaði einnig á
gítar. Þá var hann virkur í fé-
lagsstarfi aldraðra á Selfossi.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, 14. janúar 2021,
klukkan 14. Vegna fjöldatak-
markana verður athöfninni
streymt á vef Selfosskirkju.
https://selfosskirkja.is
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
mundu eru: 1) Auð-
unn, f. 11.6. 1962,
giftur Bergþóru
Þorkelsdóttur, f.
21.3. 1963. Dætur
Þeirra eru: a. Ás-
dís, f. 5.9. 1987,
gift Hjalta Magn-
ússyni, f. 28.9.
1984. Synir þeirra
eru Auðunn Gígj-
ar, f. 13.2. 2018, og
Skarphéðinn Ingv-
ar, f. 1.11. 2020. b. Ester, f. 10.7.
1992, í sambúð með Hjálmari
Erni Hannessyni, f. 15.10. 1993.
2) Birna Gerður, f. 16.12. 1965,
gift Birni Sigþórssyni, f. 10.10.
1966. Börn þeirra eru: a. Her-
mann Ágúst, f. 12.7. 1992. b.
Karólína Kristbjörg, f. 10.2.
2001, kærasti hennar er Tristan
Egill Elvuson Hirt, f. 4.6. 2000.
c. Úlfur Ágúst, f. 12.6. 2003.
Dóttir Björns er Jónína Krist-
björg, f. 12.2. 1993, hún er trú-
lofuð Hauki Sverrissyni, f.
13.10. 1993. Börn þeirra eru
Hjörtur Ari, f. 30.8. 2018, og
Hafdís Lóa f. 18.10. 2020. 3)
Hulda Soffía, f. 26.7. 1967, gift
Gunnari Þór Jónssyni, f. 8.6.
1965. Börn þeirra eru: a. Guð-
rún, f. 26.6. 1992, hún er trúlof-
uð Christian Halsted Sönderby
Mér fannst pabbi einhvern
veginn geta allt. Hann hafði ótrú-
legt verkvit, var vinnusamur og
greiðvikinn. Af þeirri kynslóð þar
sem vinnusemi var dyggð. Hann
var líka lánsamur að leiðast ekki
að vinna. Félagarnir á Selfossi
aðstoðuðu hver annan við hús-
byggingar á þeim tíma sem pabbi
byggði heimili okkar fjölskyld-
unnar að afloknum löngum vinnu-
degi. Svona gerðu menn þetta á
þessum tímum og lærðu hver af
öðrum. Ásamt húsinu smíðaði
hann og hannaði með mömmu all-
ar innréttingar, skápa, skrifborð,
ýmsar útgáfur af hillusamstæð-
um og jafnvel rúmin okkar. Síðar
ýmislegt sem okkur systkinin
vanhagaði um eða datt í hug, kofa
og kassabíla fyrir barnabörnin.
Það var heldur ekki slæmt að
geta leitað til hans þegar við
systkinin hófum okkar búskap,
hérlendis eða erlendis, alltaf
mætti hann með mömmu í alls
konar framkvæmdir. Af sinni stó-
ísku ró og yfirvegun var allt gert
af alúð og þó að þyrfti að mála
eina blokkaríbúð aftur af því að
liturinn var alls ekki að gera sig
kominn á veggina, var bara geng-
ið í það.
Mér finnst, þegar ég velti fyrir
mér lífshlaupi pabba, að hann hafi
verið gæfumaður og átt inni-
haldsríkt og gott líf. Að hafa fund-
ið Mundu sína, eignast með henni
stóran samhentan afkomenda-
hóp, sem leiðist ekki að vera sam-
an við minni eða stærri tilefni. Að
hafa gengið í karlakórinn og verið
virkur félagi þar í meira en 50 ár.
Hrókur alls fagnaðar, þar sem
hann mætti með gítarinn sinn og
gat spilað bókstaflega allt með
vinnukonugripunum sem Dísa
frænka hans kenndi honum sem
litlum strák á Hlemmiskeiði á
Skeiðum. Að hafa stofnað göngu-
hópinn og eignast þar góða vini,
hellt sér í öflugt eldriborgara-
starf þar sem hann skar út og
spilaði bæði bridge og félagsvist.
Pabbi var ekki maður margra
orða, en hann var félagslyndur,
fannst ekkert sérstakt að vera
mikið einn. Hann var stríðinn,
elskaði að hafa barnabörnin og
seinna barnabarnabörnin í kring-
um sig og á sama tíma og hann
hafði gaman af uppátækjasömum
og glöðum börnum var þolinmæð-
in fyrir óhlýðni minni. Ég á eftir
að sakna þess að taka í spil með
pabba, þar var sko enginn afslátt-
ur gefinn sama á hvaða aldri and-
stæðingurinn var og alls konar
orð látin falla.
Þegar heilsan brást reyndist
honum það hvað erfiðast að geta
ekki haldið áfram að halda húsinu
við, dunda sér með mömmu í fal-
lega garðinum þeirra, stinga upp
fyrir kartöflurnar eða vesenast
eitthvað í Krílinu sem þau höfðu
komið sér upp í Þykkvabænum.
Pabba varð tíðrætt um það á
seinni tímum hvað allir voru góðir
við hann, gönguhópurinn, fé-
lagarnir í karlakórnum, fjölskyld-
an og allir sem önnuðust hann
seinustu misserin og ekki síst
starfsfólkið á Árbliki hvar hann
var svo heppinn að fá að koma tvo
daga vikunnar seinustu mánuð-
ina. Pabbi minn var góður maður,
traustur og hjálpsamur.
Á kveðjustund er ég auðmjúk
og þakklát.
Birna.
Elsku pabbi.
Takk fyrir að halda á mér á há-
hesti út og suður, upp og niður,
yfir hóla og hæðir þar til ég var
orðin svo stór að ég dró sólana
eftir jörðinni. Þú taldir það ekki
eftir þér að dröslast með þetta
yngsta apparat þitt á herðunum
sem átti það jafnvel til að tosa í
eyrun á þér eftir því sem ég vildi
beygja til vinstri eða hægri. Þú
varst þýðasti hestur sem ég hef
átt elsku pabbi sem endurspegl-
aðist svo vel í persónuleika þín-
um; ljúfur, traustur og alltaf til
staðar.
Takk fyrir að smíða fallegu
playmobile-hestakerruna handa
mér sem allar vinkonur mínar
elskuðu. Hún var alveg eins og
þessar í Húsinu á sléttunni, sem
mér fannst svo flottar. Þú gast
allt, það var ekkert gert með
hangandi hendi, hvort sem það
voru leikföng, húsgögn inn í her-
bergi okkar systkina eða önnur
stærri verk.
Takk fyrir að leyfa mér að
geyma gamla hefilbekkinn þinn,
hann er miðpunktur heimilis okk-
ar Guðjóns. Þarna lesum við
moggann áður en við förum út í
daginn, leggjum kapal eins og þér
einum var lagið, pökkum inn jóla-
gjöfunum og skrifum texta í tölv-
unni, eins og þessar minningar
um þig. Það er gott að hafa þenn-
an hlut sem varðveitir söguna
þína hjá okkur í stofunni, kannski
eigum við eftir að nota hann til
smíða líka, vonandi.
Takk fyrir öll skemmtilegu gít-
arpartíin þar sem þú hélst uppi
stemmingunni á þinn hlédræga
hátt. Þar var ekki fyrirferðin eða
athyglissýkin að hrjá þig, þú hélst
þig til hlés með gítarinn, á meðan
aðrir böðuðu sig í frægðarljóma
líðandi stundar, og glottir út í
annað. Þú elskaðir góð partí þar
sem söngur var í hávegum hafður
og þar voru félagar þínir í Karla-
kór Selfoss í uppáhaldi.
Takk fyrir að leiða mig inn í
heim spilanna, þó svo að þú hafir
aldrei leyft mér að vinna þig, ekki
einu sinn þegar við tókum nokkra
Olsen Olsen núna rétt fyrir jólin.
Það var sama hvað við spiluðum,
þetta lék allt í höndunum á þér,
þarna kom keppnisandinn og
skynsemin þér til góðs. Þú varst
bæði áræðinn og óhræddur að
taka sénsa, og óþolandi lúmskur
með glottið þitt góða.
Takk fyrir mig elsku pabbi.
Auður Ágústa.
„Komdu sæll. Ég heiti Her-
mann og ég skal bjarga þér út úr
þessu. Má ég ekki bjóða þér
bjór?“ Þetta voru fyrstu kynni
okkar Hermanns, míns kæra
tengdaföður. Auður dóttir hans
hafði platað mig í heimsókn til
foreldra sinna, en henni láðist að
segja mér að þennan sama dag
átti Hermann 65 ára afmæli. Öll
fjölskyldan var því mætt og ég
stóð eins og sýningargripur á
miðju stofugólfinu heima hjá
þeim. Mér leist ekkert á blikuna
og var alveg við það að hlaupa á
dyr, frekar ósáttur við Auði.
Hefði hann ekki komið mér til
bjargar hefði margt getað þróast
á annan veg. Það var því vel við
hæfi að fimm árum síðar hringdi
Auður í pabba sinn og bað hann
um leyfi til að fá að nota 70 ára af-
mælisdaginn hans sem giftingar-
daginn okkar. Það má því kannski
segja að Hermann eigi stærri
part í fjölskyldu okkar Auðar en
margur annar.
Tengdafaðir minn var heiðurs-
maður í alla staði. Ef ég ætti að
lýsa honum með einu orði væri
það orðið traust. Hann var traust-
ur faðir og traustur afi. Traustur
vinur og félagi með trygga nær-
veru. Traustastur var hann ef
þurfti að flýja aðstæður í boðum
og vera bjórfélagi á kantinum.
Traustið var alltaf til staðar.
Ég kveð þig með söknuði og
verð ævinlega þakklátur fyrir
okkar kynni. Minning þín mun
lifa með okkur.
Þinn tengdasonur,
Guðjón.
Vegferð lífsins hefur sjaldan
birst mér á jafn skýran hátt og
morguninn þar sem ég sat og gaf
nýfæddum syni mínum að drekka
og fékk símtal þess efnis að elsku
afi hefði kvatt þennan heim. Nýtt
líf kviknar og gamalt kveður.
Ég er fyrsta barnabarn afa og
ömmu og hef verið þeirrar gríð-
arlegu gæfu aðnjótandi að hafa
alltaf átt þau að og verið tekið
með opnum og kærleiksríkum
örmum frá fyrstu stundu. Hvort
sem það var með reglulegum sím-
tölum og póstsendingum fyrstu
æviárin sem við fjölskyldan
dvöldum í Danmörku eða eftir að
við fluttum aftur heim til Íslands.
Alltaf átti maður ljúfan stað hjá
afa og ömmu og þessar samveru-
stundir eru eitthvað sem ég hef
sótt í alla ævi.
Ég var tíður gestur eftir að við
fluttum heim á Selfoss og allt
fram á unglingsárin þegar við
fluttum til Reykjavíkur. Eftir að
ég kynntist Hjalta mínum lágu
leiðirnar svo aftur í auknu mæli
„heim á Selfoss“ þar sem það var
alltaf svo gott að vita af ömmu og
afa. Seinna fékk ég svo sumar-
starf í bænum samhliða háskóla-
náminu sem hafði þann allra
helsta kost að ég gat eytt hádeg-
inu í vellystingum á Engjavegin-
um. Samverustundunum fjölgaði
svo jafnvel enn eftir að Auðunn
Gígjar, sonur okkar, kom í heim-
inn enda líður honum, eins og
okkur hinum, hvergi betur.
Afi var ekki maður margra
orða heldur einn af þeim sem
endurspeglaði lífsgildi sín og við-
horf í öllum sínum hversdagslegu
verkum. Hann var alinn upp í
sveitinni þar sem hann tileinkaði
sér handlagni og gríðarlega
vinnusemi en þetta tvennt var
sennilega það sem einkenndi
hann hvað helst. Alltaf að, alltaf
tilbúinn að hjálpa og aldrei dauð
stund. Hann var fjölskyldumaður
sem var stoltur af sínu fólki og öll-
um þeirra viðhengjum og rak fal-
legt heimili með ömmu. Hann var
auk þess mikil félagsvera sem
hafði gaman af því að hafa margt
fólk og mikið líf í kringum sig, og
öll eigum við fjölskyldan
skemmtilegar minningar af því
þegar afi dró fram gítarinn og
spilaði undir á meðan fjölskyldu-
meðlimir sungu.
Það er mér í dag ljóst að það er
sennilega ekki nægilega algengt
að maður staldri við og þakki fyr-
ir fólk eins og afa og þau gildi sem
hann færði áfram til afkomenda
sinna. Það er mikill fjársjóður
sem þar er skilinn eftir.
Það er erfitt fyrir vinnuþjarka
eins og afa að eldast og ég veit að
það tók verulega á hann undir
það síðasta að geta ekki sinnt sín-
um daglegu verkum. Þrátt fyrir
það tók hann alltaf á móti mér og
mínum með bros á vör og laumu-
legum húmor. Í síðasta skiptið
sem við hittumst eyddi hann þeim
litlu kröftum sem hann hafði til að
reisa sig við og klípa stríðnislega í
langafabarnið sem, eins og venju-
lega, vakti mikla kátínu og ærsl.
Ég er sérstaklega þakklát fyrir
þessa síðustu minningu sem
rammar svo vel inn fallega sam-
bandið á milli langafa og Auðuns.
Á síðari árum talaði afi mikið
um það hvað hann væri þakklátur
fyrir allt það sem hann og amma
áttu saman, heilbrigð börn og
barnabörn og fallegt líf fullt af
gleði og vinum. Hann var svo
sannarlega vel að þeim auð kom-
inn.
Ásdís Auðunsdóttir.
Hér vil ég minnast afa míns.
Afi Hermann var alltaf glaður að
sjá mann og alltaf spenntur að
heyra hvað maður hafði fyrir
stafni. Hann var sannkallaður
þúsundþjalasmiður og það lék
gjörsamlega allt í höndunum á
honum.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar frá Engjaveginum en það
eru hversdagslegu hlutirnir sem
sitja virkilega eftir, eins og að
koma í heimsókn og fá flatkökur
og sætabrauð hjá ömmu og spila
við afa. Afi tók það aldrei í mál að
draga úr í spilamennsku eða leyfa
okkur barnabörnunum að vinna
ef spilin röðuðust ekki þannig.
Það þarf því varla að taka það
fram að keppnisskap og spila-
hæfni liggur í ættinni. Við afi
deildum ýmsum hæfileikum,
hann var fær handverksmaður,
einstaklega músíkalskur og góð-
ur söngvari. Ég mun alltaf líta
upp til hans og er glöð að sjá hluta
af honum í sjálfri mér. Í síðustu
skiptin sem ég hitti afa var greini-
legt að hann var ánægður með líf-
ið sitt og fólkið sitt. Þegar ég
spurði hann hvernig hann hefði
það og hvað væri að frétta þá
sagði hann að maður gæti nú ekki
kvartað yfir neinu þegar maður
ætti svona góða að og hefði svona
flott fólk í kringum sig. Þetta er í
rauninni myndin sem ég hef, og
mun hafa, af afa mínum: hjarta-
hlýr og góður maður sem var
ánægður með sitt og sína.
Elsku afi Hermann, þín verður
sárt saknað og mikið er ég þakk-
lát fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman.
Ester Auðunsdóttir.
Látinn er Hermann Ágúst
mágur minn og vinur 87 ára að
aldri. Ég kynntist Hermanni
fyrst fyrir um 60 árum þegar
hann fór að gera hosur sínar
grænar fyrir Mundu systur
minni. Hann kom inn í fjölskyld-
una hægt og hljótt. Einhvern
veginn þannig fannst mér það
gerast að Hermann var allt í einu
orðinn kærastinn hennar Mundu
og þau farin að búa saman á efri
hæðinni á Bjargi hjá pabba og
mömmu. Hermann var nefnilega
ekki maður háreysti, þvert á móti
vakti hann athygli fyrir hógværð
og látleysi. Var samt sem áður
glaðvær og naut þess að taka þátt
í félagsskap.
Hermann lagði gjörva hönd á
margt á sínum yngri árum. Ólst
upp hjá afa sínum og ömmu á
Hlemmiskeiði á Skeiðum við
margvísleg sveitastörf. Afi hans
átti stóra smiðju og var hagur
jafnt á járn sem tré. Þangað sótti
Hermann efalaust handlagnina.
Hann fór síðan í símavinnu, vann
við virkjanir í Soginu og við Búr-
fell. Þess á milli fór hann á sjóinn,
einkum á vetrarvertíðir. Skömmu
eftir þrítugt fór hann að vinna á
trésmiðjaverkstæði KÁ á Sel-
fossi. Fór svo yfir til Selfosskaup-
staðar og starfaði þar síðan alla
sína starfsævi, fyrst og fremst á
stórum vinnuvélum. Hermann
var mjög handlaginn og úrræða-
góður í öllu sem hann fékkst við.
Þess vegna eftirsóttur starfs-
kraftur, enda líka ábyggilegur og
traustur.
Hermann og Munda byggðu
sér fallegt einbýlishús á Selfossi
og eftirtekt vakti hvað garðurinn
var snyrtilegur og fallegur. Þar
voru þau samtaka eins og í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Þau eignuðust fjögur börn sem
öllum hefur farnast vel á refilstig-
um lífsins. Sem endurspeglar
öfgalausa umhyggju foreldra sem
alltaf voru til staðar.
Hermann hafði sterka listræna
taug. Hann var söngvinn og ótrú-
lega lagviss. Virtist geta spilað
hvað sem var á gítarinn sinn, allt
eftir eyranu. Það myndaðist alltaf
notaleg stemning þar sem Her-
mann var með gítarinn, eins kon-
ar seiðmaður sem laðaði fram
notalegt andrúmsloft og allir tóku
undir. Hann gekk snemma í
karlakór Selfoss og þar var hann
einn söngmanna ekki skemur en
50 ár. Annað tómstundagaman,
sem hann naut að taka þátt í, var
spilamennska, var allt að því
ástríðufullur briddsspilari. Og
svo var það handverkið. Fór að
skera út eftir að starfsævinni
lauk og þar skóp hann marga
fagra muni.
Samverustundirnar með Her-
manni eru orðnar margar eftir 60
ára samfylgd. Það voru alltaf
gæðastundir, hvort heldur at-
burðurinn var sorglegur eða
gleðilegur. Nærvera Hermanns
var alltaf góð. Sennilega munum
við lengst minnast tveggja ferða
okkar systkinanna og maka til
Annecy í Frakklandi, enda náin
samvera viku í senn. Þá var
margt skoðað og ýmislegt brallað
um leið og við nutum lífsins við
einstaka veðurblíðu og náttúru-
fegurð. Og þetta var að undirlagi
Mundu og Hermanns, en dóttir
þeirra og tengdasonur lögðu til
bústaðinn á þessum magnaða
stað. Gott er að eiga góða að.
Með Hermanni mági mínum er
genginn góður drengur, sem er
sárt saknað meðal ættingja og
vina. Við hjónin vottum Mundu,
börnum þeirra og öllum nákomn-
um okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Her-
manns Ágústs.
Gísli G. Auðunsson.
Við Hermann Ágúst vorum
bæði sveitakrakkar í uppsveitun-
um, hann á Skeiðunum en ég í
Hrunamannahreppi, en við
þekktumst ekki neitt. Flækingur
á milli hreppa var ekki algengur á
þeim tíma og ríflega tíu ára ald-
ursmunur ungmenna er mikill
aldursmunur. Hann var farinn að
vinna fyrir sér og búinn að eign-
ast kærustu þegar ég var ennþá
krakki sem lítið þekkti til lífsbar-
áttu og ástamála. En svo kom að
því að bæði giftu sig og við urðum
nágrannar í austurbænum á Sel-
fossi. Fyrstu árin einkenndust af
vinnu, húsbyggingum, barneign-
um og basli, en fljótlega lágu leið-
ir okkar saman í Karlakór Sel-
foss, þar sem þeir Hermann og
Sigurdór gleymdu amstri hvers-
dagsins á söngæfingum, en við
Munda stóðum á kantinum í
kvennaklúbbnum, bökuðum og
bjuggum til bolluvendi. Aldurs-
munurinn minnkaði, árin liðu og
börnin urðu stór. Hátt í sextíu ár
höfum við hjónin átt óteljandi
gæðastundir með þeim Mundu og
Hemma. Í kórstarfinu, söng og
skemmtiferðum, árshátíðum og
myndakvöldum, eintóm skemmt-
un. Við Munda vorum um tíma
vinnufélagar í Fossnesti, Inghóll
varð til og þar var ekki slæmt að
eyða kvöldstundum. En það var
ekki bara í skemmtanalífinu sem
var gott að eiga hann Hemma að
vini. Hann gat alltaf hjálpað, við
allt sem þurfti. Svo þægilegur í
umgengni, með góðlátlegt brosið
og öruggu handtökin gat hann
gert gott úr öllu – ljúflingurinn.
Svo kom að „stóra verkefninu“. Í
tíu ár ferðuðumst við fjögur sam-
an um landið, á hverju sumri í
mislöngum ferðum til að taka
myndir af kirkjunum á Íslandi.
Þetta voru ekki alltaf einfaldar
ferðir. Það var gengið yfir Skor-
arheiði og siglt út í Papey, stri-
plast á Rauðasandi og keyrt yfir
Kjöl. Við lentum í flóðum og
skriðuföllum og þurftum eitt sinn
að bjarga okkur sjóleið af út-
skerjum, þangað sem við höfðum
farið á fjöru. Alltaf gistum við
fjögur í tjaldvagni sem rúmaði
nákvæmlega fjóra, ekkert um-
fram það og aldrei nokkurn tím-
ann bar á sambúðarörðugleikum
eða leiða. Hemmi var alltaf fyrst-
ur á fætur og búinn að hella á
könnuna þegar aðrir litu út.
Minningarnar eru óteljandi og
allar góðar. Karlakórsferðir voru
líka farnar árlega og þegar fram
leið til framandi landa. Kynnis-
ferðir á slóðum landnema í Kan-
ada, búðaferðir á breiðgötum
Pétursborgar eða Lundúna, róm-
antískar kvöldgöngur í Bozano á
Ítalíu. Allt þetta gerðum við sam-
an. Eftir að öllum kirkjum hafði
verið náð, héldum við þó áfram. Á
hverju sumri fórum við í ferð,
stundum langa en líka styttri.
Síðast í sumar fórum við á dásam-
legum degi um Rangárvelli og
Fljótshlíð og enduðum í kvöldmat
á flottu hóteli. Já, ferðirnar urðu
styttri, Hemmi var orðinn þreytt-
ur og við vissum vel að samferð-
inni okkar myndi bráðum ljúka.
En nú er aldursmunurinn orðinn
harla lítill.
Ekki mun líða á löngu þar til
við förum í sömu ferð og vinurinn
góði hefur nú lagt upp í. Þá verð-
ur hann búinn að kynna sér Sum-
arlandið og fylgir okkur þar í nýj-
um ævintýraferðum. Við
Sigurdór vottum elsku Mundu og
öllum nákomnum innilega samúð.
Hermann Ágúst var maður sem
gott er að minnast.
Helga R. Einarsdóttir.
Hermann Ágúst