Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 44

Morgunblaðið - 14.01.2021, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 ✝ Ólafur Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 14. október árið 1937 og lést á Landspít- alanum 7. janúar sl. Hann var sonur hjónanna Gunnars Valgeirssonar (1913-2001) og Jónu Skaftadóttur (1915-1946). Seinni eiginkona Gunnars var Olga Bergmann Bjarna- dóttir (1915-1983) og átti hún Þórð Bergmann Þórðarson (f. 1941). Alsystkini eru Gunnar (f. 1940) og Anna (f. 1942). Sam- feðra systkini eru Jóna G. (f. 1950) og Halldóra Birna (f. 1952). Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Guðríður Hallfríður Jóns- dóttir, fædd 27. nóvember 1936. Þau gengu í hjónaband 6. desember 1958 og eignuðust þrjú börn; Jónu, Hafdísi og Gunnar. Jóna fæddist 15. sept- ember 1956 og giftist Tryggva Péturssyni (f. 1956) árið 1978. Þau eignuðust fjögur börn. Þau skildu. Jóna giftist Hildigerði M. Gunnarsdóttur (f. 1969) árið 2010. Hildigerður á Aðalstein Arnór Sigurpálsson (f. 1992). Hafdís Ólafsdóttir fæddist 11. apríl 1958 og giftist Hannesi eiga Hákon Mána og Óliver Egil. Guðríður (f. 1985) er gift Guðlaugi Andra Axelssyni (f. 1982). Þau eiga Hannes Krumma, Sigurð Frosta og Söru Kolfinnu. Ólafur missti móður sína úr berklum þegar hann var níu ára gamall. Hann var þá send- ur í fóstur austur í Landbrot á bæinn Syðri-Vík. Þar ólst hann upp og gekk í skóla. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Laugar- vatnsskóla árið 1952. Hann fór ungur til sjós og starfaði m.a. hjá Skipaútgerð ríkisins og Eimskipafélagi Íslands. Hann starfaði einnig hjá Landhelg- isgæslunni, á varðskipinu Þór, í upphafi þorskastríðsins. Árið 1958 tóku Bretar skipsmenn af varðskipinu Þór til fanga, þar á meðal Ólaf. Þeir voru í góðu yfirlæti í ellefu daga uns þeim var sleppt í skjóli nætur. Eftir að Ólafur hætti á sjó fór hann m.a. í sendibílarekstur og svo í fyrirtækjarekstur með þáver- andi tengdasyni sínum. Þeir Tryggvi stofnuðu TP fóður, þar sem Ólafur stýrði sölunni, en fyrirtækið var svo selt til Fóðurblöndunnar. Þar starfaði Ólafur þangað til hann hætti störfum sökum aldurs. Útförin fer fram í dag, 14. janúar 2021, klukkan 15, í Kópavogskirkju. Vegna fjölda- takmarkana verða einungis nánustu aðstandendur við- staddir. Björnssyni árið 1981. Hafdís og Hannes eiga þrjú börn. Gunnar Ólafsson, fæddur 16. júlí 1961, lést 5. apríl 1981. Börn Jónu og Tryggva eru: Ólafur (f. 1973), giftur Ingi- björgu Reynis- dóttur (f. 1971). Þau eiga tvö börn; Tryggva og Söru Lind. Fyrir átti Ólafur Gabríelu Jónu með Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur. Ingibjörg átti fyrir Viktor Þór Freysson. Erla (f. 1979), gift Finni Sigurðssyni (f. 1976). Þau eiga tvö börn; Tryggva Hrafn og Ara Kristófer. Fyrir átti Finnur Kristin og Kára Frey. Signý fæddist 1986 en lést sama ár. Signý Jóna (f. 1987) er gift Einari Núma Sveinssyni (f. 1983). Þau eiga Sævar Núma. Einar Númi átti fyrir Ástu Maríu. Börn Hafdísar og Hannesar eru: Lovísa (f. 1978), gift Daníel Rúnarssyni Bach- mann (f. 1977). Þau eiga tvö börn; Sindra Björn og Hafdísi Guðrúnu. Fyrir átti Lovísa Antoníu Eiri með Skúla Theó- dóri Ingasyni. Gunnar (f. 1982), í sambúð með Guðlaugu Þórlindsdóttur (f. 1991). Þau Elsku hjartans afi minn, í dag kveð ég þig í hinsta sinn. Ég trúi varla að ég fái aldrei aftur að sjá þig eða tala við þig um öll heimsins málefni. Þú varst nefnilega ótrúlegur, þú vissir alltaf allt sem var að gerast og hafðir alltaf sterkar skoðanir á hlutunum. Þú fórst ekki fram hjá neinum hvar sem þú varst, þú varst einstakur karakter. Þú áttir þann eiginlega að segja svo skemmtilega frá öllu, svo ótrúlegur sögumaður og sög- urnar svo skemmtilegar. Þú og amma hafið gefið mér heimsins bestu minningar sem ég á úr æsku. Stundirnar norður á ströndum með ykkur eru svo dýrmætar og dásamlegar. Allar ferðirnar út á sjó að veiða þar sem þú kenndir mér öll helstu handtökin. Ég er þér ævinlega þakklát fyrir allar veiðiferðirnar og ein- stöku stundirnar sem við áttum saman úti á sjó. Minningarnar úr Hraunbæn- um hjá ykkur ömmu eru svo góð- ar og þú laumaðir alltaf 500 krón- um að mér þegar enginn sá svo ég gæti keypt smá nammi. Það var yndislegt að fá að hitta ykkur ömmu á Kanarí í mars 2019, borða með ykkur á uppáhaldsstaðnum þínum og eiga yndislega kvöldstund með þér. Þú varst yndislegur afi. Ég vona að þú sért kominn á góðan og fallegan stað um- kringdur ást og ljósi. Hvíldu í friði elsku afi minn, ég kveð þig með miklum söknuði. Bjartar minningar um ein- stakan mann, Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín afastelpa og veiðifélagi, Signý Jóna Tryggvadóttir. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast í brjósti okkar þessa dagana, við finnum fyrir mikilli sorg en einnig miklu þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með elsku afa okkar. Afi hafði mikla trú á sínu fólki og var afar stoltur af öllum sínum afkomendum. Hann studdi okkur í öllu sem við gerðum og sá maður hann lifna við þegar hann talaði um velgengni barna sinna og barna- barna. Þú varst svo stoltur af fjölskyldunni, ljómaðir alltaf þegar krakkarnir komu í heim- sókn til þín og passaðir alltaf upp á að eiga smá nammibita í skál fyrir barnabarnabörnin sem eiga svo sannarlega eftir að sakna Óla afa. Tala mikið um að þau eigi eftir að sakna þess að sjá aldrei afa taka tennurnar úr sér og fífl- ast í þeim aftur. Óli afi gekk í gegnum margt á sinni ævi en stóð alltaf upp aftur og hélt áfram. Hann var stað- fastur maður og var með ákveðnar skoðanir sem féllu í misjafnan jarðveg en hann stóð alltaf fastur á sínu og var ekki að elta skoðanir annarra og berum við mikla virðingu fyrir honum fyrir það. Ótrúlegt örlæti og vilji til að hjálpa er meðal þess sem stendur upp úr þegar við hugs- um um hvernig lífsviðhorf afa var. Afi var mikil félagsvera og hrókur alls fagnaðar hvert sem hann fór. Afi og amma voru dug- leg að njóta lífsins og fóru í ófáar ferðir bæði innan- og utanlands. Það sem stendur mest upp úr hjá okkur eru ferðirnar norður á Gjögur þar sem hún amma okkar ólst upp. Mikið erum við þakklátar afa og ömmu fyrir það hversu dugleg þau voru að taka okkur með sér þangað á hverju ári. Við hugsum með hlýju til þessa tíma sem við dvöldum í Fögrubrekku, allar sjóferðirnar með afa en þar leið honum vel og reri hann mikið, allar fjöruferð- irnar, sundferðirnar í náttúru- laugina og í Krossneslaug og ekki má nú gleyma öllum dýrind- ismatnum sem hún amma galdraði fram. Þetta voru góðir tímar hjá okkur og elska börnin okkar að fara norður á Gjögur, þar líður öllum vel og munum við halda áfram að fara þangað og segja skemmtilegar sögur af honum afa okkar sem naut sín hvergi betur en á Gjögri. Elsku amma, þinn missir er mikill þar sem þú misstir ekki einungis eiginmann heldur þinn besta vin. Við munum hjálpast að við að hlúa að þér og komast í gegnum sorgina saman. Við þökkum nú allar stundirnar sem við fengum með afa og mun minningin um yndislegan mann lifa í hjarta okkar allra. Biðjum við algóðan guð að vernda hann og leiða á nýjum slóðum. Blessuð sé minning þín elsku afi. Lovísa og Gauja. Elsku hjartans afi minn. Mikið finnst mér sárt að kveðja þig. Þegar ég lít yfir farinn veg, þá sé ég hversu öflugur og óþreytandi stuðningsmaður minn þú hefur verið allt mitt líf. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Algjör klett- ur sem alltaf var hægt að treysta á. Vissulega varstu af annarri kynslóð en við höfðum bæði skilning á því. Við vorum mjög stolt hvort af öðru – það vissum við bæði. Ég er svo þakklát fyrir allar ljúfu stundirnar, elsku afi. Það er svo margt sem rifjast upp, enda var heimili ykkar ömmu mér sem annað heimili. Ég var mikið hjá ykkur og naut atlætis ykkar. Ég fann fyrir botnlausum kærleika, æðruleysi og skilningi. Allar sög- urnar af ímynduðum afrekum mínum sem þú taldir mér trú um að ég hefði áorkað. Ég var alltaf jafn stolt og hissa þegar þú sagð- ir mér frá því hvernig ég náði að yfirbuga ljónið í bílskúrnum – og það með naglaspýtu! Sagan varð ljóslifandi með hljóðum og leik- rænum tilburðum. Fyrst ég gat yfirbugað ljón, þá gat ég allt! Þið amma voruð kærleikurinn í sinni tærustu mynd. Margar af mínum kærustu æskuminningum eru með ykkur. Ég er þakklát fyrir yndislegar minningar í Hraunbænum, frá Gjögri eða í hesthúsinu með þér. Ég er þakk- lát fyrir tímann okkar í hesta- mennskunni – því þar kynntist ég öllum þínum bestu kostum. Þegar ég hugsa til baka hversu dýrmætan og yndislegan tíma ég átti í æsku finnst mér sárt til þess að hugsa hversu erf- ið þín æska var. Afi var einungis níu ára þegar mamma hans lést úr berklum. Hann sagði mér frá sársaukafullri minningu sinni og systkina sinna þegar þau heim- sóttu móður sína á Vífilsstaða- spítala og töluðu við hana berkla- veika í gegnum glerið. Ég get ekki ímyndað mér hjartasárið og skipbrotið þegar hún deyr svo frá börnunum þremur. Afa mín- um var komið fyrir í fóstri austur í Landbroti á bæ sem heitir Syðri-Vík. Hann var þar fjarri systkinum sínum, æskuheimilinu og öllu því sem hann þekkti. Þetta var torfbær með moldar- gólfi og moldarveggjum. Afi svaf í baðstofunni fyrir ofan fjósið og sagði frá því hvernig hitinn frá dýrunum hefði bjargað sér frá kuldanum yfir veturinn. Hann sagði einnig frá því að hárið hefði stundum frosið við vegginn og hlandið frosið í dall- inum. Hvorki rafmagn né renn- andi vatn var á bænum. Frásagn- irnar voru slíkar að það var með ólíkindum að einhver sem maður þekkti í raun og veru hafi upp- lifað annað eins. Með dugnað að vopni vann afi sig áfram í lífinu. Hann kvæntist dásamlegri eiginkonu og eignað- ist með henni þrjú börn. Afi var lengi á sjó og var stoltur yfir því að hafa verið fangi Breta í þorskastríðinu. Hann undi sér vel á sjónum – en stóri draum- urinn var að verða bóndi. Ég vona heitt og innilega að þú látir drauminn rætast í Sumarland- inu, elsku afi minn. Ég treysti því að þú komir þér upp fallegum bóndabæ og verðir með öfluga útgerð, því sjórinn er einstakur – það kenndirðu mér. Ég elska þig afi. Ég á eftir að sakna þín, mjög mikið. Góða ferð í Sumarlandið. Þín, Erla. Mikið á ég eftir að sakna þín, en um leið hugsa ég hversu hepp- in ég er að hafa haft langafa minn í rúm 20 ár. Ég á margar góðar minningar um þig og svo margt sem ég get talið upp, ég man vel eftir því þegar ég fór í hesthúsið til þín þegar ég var lítil og þegar þú komst að horfa á sýningar hjá mér þegar ég fór á hestanámskeið. Að fara á Gjögur er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, mér líður svo vel þar í afa- og ömmusveit og hlakka ég til að halda áfram að fara þangað í framtíðinni. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, ég verð þér endanlega þakklát fyrir allt. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Antonía Eir. Mig langar að minnast hans Óla bróður míns í fáum og kannski fátæklegum orðum. Hann var elstur 3 systkina, for- eldrar okkar voru Gunnar Val- geirsson og Jóna Skaftadóttir. Heimilið varð fyrir þeim harmi að móðir okkar lést úr berklum árið 1946, hún hafði þá legið á hælinu í ein 2 ár, við systkinin vorum mjög ung, Anna 4 ára, ég 6 ára og Óli 9 ára. Eins og gefur að skilja þá höfðum við ekki getað notið móð- ur okkar mikið allan þann tíma sökum veikinda hennar. Óli var elstur, heimilið raskaðist, Óli var sendur í sveit eins og þá tíðk- aðist. Ég kynntist honum ekki náið fyrr en hann kom aftur heim – eftir 7 ár! Árin þar urðu fleiri en til stóð í fyrstu. Hann var góður maður, við urðum strax góðir vinir. Hann var alltaf stóri bróðir sem gætti okkar Önnu, las okkur lífsreglurnar, kenndi okk- ur margt og bar ætíð hag okkar fyrir brjósti. Hann var skemmtilegur og sagði oft magnaðar og spennandi sögur. Óli fylgdist alltaf mjög vel með mönnum og málefnum og stóð fast á sínu. Það heyrðist þá oft hátt í mínum manni þegar hann lét til sín taka! Skólaganga hans var ekki löng, en hann tók gagnfræðapróf frá Laugarvatni. En hann eign- aðist víðtæka menntun í lífinu, bæði úr sveitinni og af sjónum sem var vinnuvettvangur hans lengst af. Síðustu vinnuárin var hann sölumaður hjá Fóðurblönd- unni. Hann var hörkuduglegur og kom sér alls staðar vel. Samband okkar hefur alltaf verið gott og aukist mjög nú síð- ustu árin. Við heyrðumst nær daglega. Það er mér mikill söknuður að rödd hans sé þögnuð, þar sem við spjölluðum um heima og geima og hann hvatti, fræddi og skemmti! Seinni kona pabba var Olga Bjarnadóttir, þau eignuðust 2 dætur, Jónu, f. 1950 og Halldóru, f. 1952. Fyrir átti Olga soninn Þórð Bergmann, f. 1941. Þessi þrjú systkini voru vissu- lega dásamleg viðbót við líf okk- ar allra. Við erum öll alin upp saman á Hrísateignum. Við, Ester konan mín og fjöl- skylda, kveðjum hann með þakk- læti og virðingu. Við sendum Gauju, konu hans, og afkomend- um þeirra okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Gunnar. Ólafur Gunnarsson HINSTA KVEÐJA Það er fátt eins mikil- vægt og að eiga góðan afa. Hann afi minn var öðling- smaður og betri afa er ekki að finna. En nú er komið að kveðjustund. Þegar ég rifja upp alla góðu hlutina sem við höfum gert í gegnum tíðina hrannast upp minn- ingar sem ég verð þér æv- inlega þakklátur fyrir. Minning þín mun ávallt hlýja okkur. Kveðjum við þig með miklum söknuði. Gunnar Hannesson. ✝ Elísabet Mey-vantsdóttir fæddist í Reykjavík 24. maí 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. des- ember 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Mey- vant Sigurðsson, bóndi og bifreiða- stjóri, sem fæddur var í Guðnabæ í Selvogi, og Björg María El- ísabet Jónsdóttir, húsfreyja, frá Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð. Þau voru lengi búsett á Eiði á Seltjarnarnesi. Þau eignuðust níu börn, sem öll eru nú látin. Þau voru í aldursröð talin: Sig- urstörfum. Fyrri eiginmaður El- ísabetar var Sigmundur Eyjólfs- son frá Húsatóftum á Skeiðum, sonur Guðrúnar Sigmunds- dóttur og Eyjólfs Gestssonar. Elísabet og Sigmundur gengu í hjónaband 5. apríl 1950. Hann lést 23. apríl 1970. Þau bjuggu um tíma á Fossgili í Blesugróf, en síðar á Urðarstíg 12. Seinni maður Elísabetar var Jóhann Árnason, en þau skildu eftir fárra ára hjúskap. Jóhann lést 2018. Elísabet var einstakur dýra- vinur. Hún hafði mikla ánægju af dansi og sérstaklega þegar leikið var undir á harmoniku. Fór hún nokkrar ferðir út á land á mót harmonikuunnenda ásamt Sverri, bróður sínum, og lagði hann til bílinn en hún tjaldvagninn. Einnig ferðuðust þau saman til útlanda oftar en einu sinni. Útför Elísabetar fór fram frá Áskirkju 12. janúar 2021. urbjörn Frímann, Þórunn Jónína, Magdalena Valdís, Sigríður Rósa, Sverrir Guðmund- ur, Ríkharður, Þór- ólfur, Elísabet og Meyvant. Elísabet vandist við öll almenn bú- störf utan dyra og innan heima á Eiði. Hún lauk skyldu- námi frá Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi, en fór upp frá því að vinna fyrir sér. Starfaði hún í Kexverksmiðjunni Fróni um tíma, vann í Borgarþvottahús- inu, einnig við ræstingar og á leikskóla, meðfram húsmóð- Elísabet Meyvantsdóttir er lát- in á 93 ára. Blessuð sé minning þessarar merkiskonu, gleðigjafa og aðdáanda lífsins. Hún var ein- faldlega einstök, fylgdi lífsstíl hvers tíma, síung í huga en ríghélt samt í eldri siði og venjur. Beta, eins og hún var kölluð, sá um sig sjálf meðan nokkur neisti fyrir- fannst, en hann Villi bróðursonur hennar var hjálparhella til fjölda ára, og til staðar allt að leiðarlok- um. Vilhelm Sverrisson þessi gamli vinur minn eins og hann heitir fullu nafni hringdi í mig 29. desember síðastliðinn og tjáði mér að nú væri stutt í andlát El- ísabetar sem þá var komin inn á Hrafnistu og hann ætlaði sér að vera við hlið Betu til síðustu stundar. Skömmu eftir samtalið hringdi hann á ný og sagði lækn- inn á Hrafnistu hafa hringt og sagt Betu hafa skilið við. Það gerðist meðan á samtali okkar stóð. Líklega hefur árið verið 1960, er við Villi unnum saman á Máln- ingarstofunni í Hafnarfirði, að hann kynnti mig fyrir þessari frænku sinni, er varð til þess að við gerðumst kostgangarar hjá henni Betu og Sigmundi Eyjólfs- syni manni hennar í Fossgili í Blesugróf. Ég vil meina að það að hafa aðgang að hollum rammís- lenskum heimilismat hjá henni hafi bjargað sál og líkama á þessu tímaskeiði. Maður fann sig alltaf velkominn þótt stundvísin færi stundum á skjön hjá ungu görp- unum. Margt var heimagert, sult- ur og sinnep, kartöflur úr eigin garði með meiru. Stundum var sulta til bragðbætis með saltfisk- inum sem og annað í þeim dúr, mjög nýstárlegt. Þau hjónin urðu vinir manns. Allir voru velkomnir í litla húsið þeirra í Fossgili, ekki síður þeir sem minna máttu sín. Nú er húsið horfið, aðeins trjá- lundurinn sem umlék þennan sælureit stendur enn. Beta gaf góð ráð og var vinur vina sinna fölskvalaust. Oft skaust Beta á gömlu dansana um helgar í Ing- ólfskaffi, hún elskaði þann lífsstíl, harmonikan var hljóðfærið sem hún unni, hennar glaðlegi tónn og lífsgleðin á dansgólfinu lyfti sál- inni í hæðir. Er harmonikumótin hófust hér eftir 1987, mætti Beta með bróður sínum Sverri, Þau nutu þess að ferðast saman og vera innan um vini og taka þátt í öllu sem upp á var boðið, alltaf já- kvæð og elskuleg. Alloft í seinni tíð hringdi Beta er hana vantaði þjónustu varðandi mitt fag, þá var kaffibollinn klár sem og ríkulegt meðlæti, alltaf sama gestrisnin. Margt kemur upp í hugann þegar horft er til baka, en í stuttri minn- ingargrein verður mörgu að sleppa. Beta var góðmenni, virti heiðarleika og stóð við orð sín. Okkur hjónum var boðið í 90 ára afmæli Elísabetar meðal fámenns en góðmenns hóps, þá mátti sjá að líkaminn var orðinn aldurhniginn en ekki sálin og margt rætt. Gleðin tók völdin og við tíndum upp gullkorn úr minningabankan- um. Nú hefur hún Beta mín kveikt í síðustu sígarettunni og kannski er reykingabann fyrir handan? Vert þú sæl kæra vinkona. Hilmar Hjartarson. Elísabet Meyvantsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.