Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 ✝ Guðmundur Ív-arsson And- ersen fæddist í Reykjavík 30. apríl 1950. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. jan- úar 2021. Foreldrar hans voru Ívar And- ersen, f. 7.9. 1923, d. 2.6. 2006, og Hjördís Jónsdóttir, f. 23.11. 1923, d. 25.1. 1983. Systkini Guðmundar eru Ingibjörg, f. 7.8. 1944, gift Kjartani Pálssyni, f. 14.10. 1930, d. 7.4. 2005, Erla, f. 30.6. 1951, gift Haraldi Sigursteinssyni, f. 3.6. 1950, og Gretar, f. 1.7. 1957, kvæntur Önnu Dís Sveinbjörns- dóttur, f. 4.12. 1960. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus, en leit á börn systkina sinna sem sín eigin, ásamt börnum þeirra og barnabörnum. Þau eru nú orðin 20 talsins. Guðmundur eða Gutti, eins og þar helst nefna Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Reiknistofu bankanna. Síðar hóf hann vinnu sem rannsóknarmaður hjá Vega- gerð ríkisins og vann þar í ein 36 ár fram til ársins 2019. Þegar hann var 15 ára gamall eignaðist hann sitt fyrsta mót- orhjól. Þau urðu síðan fleiri og stærri og var hann einn af fyrstu félögum Sniglanna (nr. 14). Hélt hann áfram á hjóli fram á sjö- tugsaldurinn eða þar til heilsan fór að gefa sig. Hans mót- orhjólaferill var farsæll og lenti hann aldrei í neinum alvarlegum óhöppum. Gutti hafði einnig hefðbundnari áhugamál, og má þar nefna kvikmyndir og fót- bolta. Auk þess að vera félagi í Sniglunum var Gutti félagi í Skotfélagi Reykjavíkur og Skot- veiðifélagi Íslands. Síðustu tvö árin reyndust Gutta erfið. Hreyfigeta hans minnkaði stöðugt og þurfti hann orðið mikla aðstoð. Gutti lagðist inn á spítala í byrjun október til rannsókna og fékk síðan alvar- lega blóðsýkingu stuttu fyrir jól sem dró hann til dauða. Útför Guðmundar fór fram frá Digraneskirkju þann 13. jan- úar 2021. hann var alltaf kall- aður innan fjöl- skyldunnar, bjó alla tíð í Reykjavík. Fyrst á Reynimel þar sem afi hans og amma reistu sér hús árið 1939 og öll fjölskyldan bjó í. Gekk hann í Mela- skóla en þegar for- eldrar hans fluttu á Laugalæk 1959 fór hann í Laugarnesskóla og síðan Laugalækjarskóla. Síðan lá leið- in í stúdentspróf frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð og síð- ar meir í nám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Um svipað leyti flutti Gutti aftur á Reynimel og bjó þar alla sína ævi. Árið 1979 varð Gutti fyrir alvarlegum höf- uðáverkum sem höfðu varanleg áhrif á hreyfifærni hans og tján- ingargetu. Á námsárum sínum vann Gutti á ýmsum stöðum og má Frændi minn, Guðmundur Ívarsson eða Gutti eins og ég kallaði hann, er fallinn frá. Minningar mínar af honum eru einungis jákvæðar síðan ég man eftir mér. Kvikmyndir voru okkar sameiginlega áhugamál og ég get ekki talið hversu oft ég fór til hans sem krakki að horfa á hasarmyndir tíunda áratugarins. Ég man aldrei eft- ir leiðindum, hroka eða nei- kvæðni, hann var alltaf góður, skemmtilegur og kom vel fram við mig. Ég held að hann hafi verið ófær um að vera leiðinleg- ur í skapinu við aðra, sem er sjaldgæfur hæfileiki. Ég gat alltaf leitað til hans ef ég þurfti og sömuleiðis gat hann alltaf leitað til mín. Hann barðist ára- tugum saman við eftirköst af ofbeldisárás sem hrjáðu hann sem eftir var. Það eitt og sér að hann lifði af var talið krafta- verk. Ég hef mikla aðdáðun á þrautseigju hans í lífinu, hvern- ig hann hélt ótrauður áfram þrátt fyrir takmarkanirnar sem þvældust fyrir honum. Ég óska þess að líf hans hefði farið ann- an veg, sanngjarnari og auð- veldari veg, en lífið er sjaldan sanngjarnt. Hann kenndi mér mikilvægan lærdóm um hversu brothætt lífið er og því eldri sem ég varð því meira kunni ég að meta styrkleika hans sem einstaklings og þá innri baráttu sem hrjáði hann seinni helming ævi hans. Ég sakna hans nú þegar og þótt hann eignaðist aldrei sín eigin börn, þá var ég að miklu leyti stjúpsonur hans og var hann eina systkini for- eldra minna sem ég gat kallað frænda minn. Bless, Gutti minn. Sindri Gretarsson. Leiðir okkar Guðmundar eða Gutta eins og hann var alltaf kallaður lágu saman fyrir hart- nær 40 árum þegar ég ruglaði reytum mínum við bróður hans, Gretar. Dyggari ferðafélaga í lífinu hefði ég ekki getað hugs- að mér. Hann var vinur minn frá fyrstu kynnum og gætti okkar vináttu alla tíð. Gutti skipti sjaldan skapi því hann var ljúfmenni og dagfarsprúð- ur. Raunir sínar bar hann ekki á torg, en hann, þá ungur mað- ur, var barinn í hnakka af glæpagengi á Spáni. Stóð bara á röngum stað á röngum tíma. Afleiðingin fyrir hans líf var varanleg, bæði þurfti hann að þola skerta hreyfigetu og mál- stol. Þó vann hann fullt starf alla ævi, bjó einn og lagði sig fram við að eiga sem eðlilegast líf. Málstolið átti sér margar birtingarmyndir, ein var víxlun eða hann talaði þvert á það sem hann átti við. Útkoman gat ver- ið spaugileg en nánast alltaf auðskilin okkur sem þekktu hann vel. Börnum okkar Gret- ars, Sindra og Önnu Hjördísi, tók hann fagnandi og gladdist yfir áföngum þeirra í lífinu. Ung máttu þau skoða hina ýmsu gripi sem Gutti safnaði og fengu að tylla sér á hjólið en Gutti var Snigill og átti ávallt stór og glansandi mótorhjól. Dökkur húmor og uppátektar- semi einkenndu hann og spegl- aðist einna best í jólagjöfunum sem hann valdi í stíl við viðtak- anda. Á aðfangadagskvöld var ekki bara beðið eftir að opna pakka, það var beðið eftir að opna pakkana frá Gutta sem jók aldeilis gæði kvöldsins. Að sama skapi gat hann haldið uppi skemmtan í mannfagnaði og verið hrókur alls fagnaðar því áhugamálin, mótorhjól, fót- bolti, kvikmyndir og saga stríðsrekstrar, eru ótakmarkað umræðuefni. Enda strax au- fúsugestur á heimilum minnar fjölskyldu. Hugur minn er full- ur þakklætis og minninga. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir. Látinn er Guðmundur Ívars- son, mágsbróðir minn til 35 ára, aldrei kallaður annað en Gutti. Okkar kynni voru í gegnum fjölskylduboð og þau urðu mörg árin sem ég bjó á Íslandi. Aldr- ei man ég eftir honum nema glaðlegum á svipinn og yfirleitt var stutt í hnyttnar athuga- semdir. Þegar hann var upp á sitt besta gat hann haldið uppi hlátursgleði heilla jólaboða með fyndni og frumlegum gjöfum. Hans jólagjafir báru oft skila- boð; stjórnsamir fengu svipu og flautu, fræðileg útgáfa af Mein Kampf var gefin öðrum sem höfðu miklar stjórnmálaskoðan- ir. Gutti var klár og skemmti- legur, gott kompaní og góður drengur. Af honum dró síðasta ár og veikindi því tengd komu honum yfir. Við munum öll sakna hans sárt. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Ég kynntist Gutta þegar ég fór að heimsækja systur hans á Laugalæknum fyrir um fimmtíu árum, þá hitti ég frekar hlé- drægan og prúðan dreng, dálít- ið uppátækjasaman og með mikinn áhuga á sögu, mótor- hjólum og ýmsum vopnabúnaði, síðar meir bættist við fótbolti og skeggrækt. Það hafði tölu- verð áhrif á líf Gutta þegar hann fékk tvær heilablæðingar í kjölfar höfuðáverka sumarið 1979. Það var mjög sérstakt að fylgjast með endurhæfingunni hjá svo ungum manni sem þurfti nánast að byrja að tala upp á nýtt, í kjölfarið og ávallt síðan gat hann átt í erfiðleikum með að finna réttu orðin að því sem hann var að tjá sig um. Eftir þetta varð ekkert fram- hald á námi í sagnfræði sem hann hafði stundað við HÍ en saga og þá sérstaklega allt það sem fjallar um hernaðarsögu og stríðsárin var honum áfram hugleikið og las hann mikið um slík efni. Við störfuðum báðir hjá Vegagerðinni en Gutti starfaði á rannsóknarstofunni frá 1983 og sá þar um efnisrannsóknir vegagerðarefna allt þar til hann fór í veikindaleyfi á vordögum 2019. Það var alltaf markmiðið hjá Gutta að klára þau verkefni sem bárust og skipti þá ekki máli hvort það var virkur dagur eða helgidagur, það var alltaf gott að koma þessu í gang og hafa niðurstöður tilbúnar þegar aðrir mættu til vinnu. Það átti vel við Gutta að vera snemma uppi á morgnana, eitt- hvað sem er í genunum í hans ætt og hann var sjálfur yfirleitt mættur snemma í vinnuna, við sólarupprás ef á þurfti að halda. Á frídögum var oft farið í langa túra á mótorhjólinu og þá helst í morgunroðanum og kyrrðinni á meðan aðrir sváfu. Gutti átti nokkur mótorhjól í gegnum tíðina sem voru vel útbúin og hvert öðru flottara. Það var mikið kappsmál Gutta að taka virkan þátt í starfi Sniglanna og lagði hann sér- staka áherslu að komast á sem flesta viðburði á þeirra vegum, ferðir sem alltaf var hlakkað til og höfðu mikið gildi. Sennilega var þó mótorhjólaferðin sem hann fór með góðum félögum til Flórída toppurinn á hans ferð- um og var alltaf draumurinn að komast í aðra slíka ferð. Gutti var rólegur, hugmynda- ríkur og mikill húmoristi og stundum dálítið stríðinn. Hann gat átt til að ýta svolítið undir atriði sem gátu komið lífi í um- ræðurnar þó það væri ekkert sérstakt baráttumál hjá honum að öðru leyti. Gutta þótti alltaf vænt um frændfólkið og rækt- aði fjölskylduböndin vel. Það var honum mikilvægt að gleðja börnin hvenær sem til- efni var til og gauka að þeim smá pakka. Það var því ekki að ástæðulausu að börnunum fannst hann stundum vera jóla- sveinninn enda var hann oft á tíðum með mikið og þétt al- skegg. Það var nánast fastur liður seinni árin að Gutti kom um helgar í morgunkaffi til okkar í Holtaselið og var þá farið létt yfir þjóðmálin og áhugaverð at- riði úr vinnunni. Við eigum margar góðar minningar frá samveru með Gutta og söknum þessa góða drengs sem nú kveður okkur allt of snemma. Haraldur Sigursteinsson. Og nú er hann Gutti farinn. Hann var stóri bróðir Gretars æskuvinar míns og það var ekki lítið sem maður leit upp til hans. Meðan systkini mín komu með hestana sína upp að hús- dyrum átti hann flottasta mót- orhjól í heimi. Og teikningin hans af Rollingunum sýndi svo flott sambland af skopstælingu og listfengi að maður gat ekki annað en velt fyrir sér hvert leiðin lægi. Er von að maður hafi litið upp til hans? Hann gaf sig að sagnfræði, en ég hafði ekki vit né þroska til að leita mér þekkingar til hans meðan við vorum nágrannar. Á Spáni fékk hann höfuðhögg með broti sem uppgötvaðist ekki fyrr en allt of seint. Þessa bar hann ekki bætur. Þó á ég minningu þar sem Gutti og Gúmbi (Guðmundur heitinn Sæmundsson sem var fáránlega minnugur) skiptust á sögulegri þekkingu um Japan sem ég hlustaði á með gapandi munn. Það var einhvern veginn svo gott að finna þessa greind og hæfileika þarna enn til stað- ar. Þegar skólakerfið hafði brugðist Gretari, hinum stór- greinda bróður hans, var það Gutti sem skráði hann í lands- próf þvert á mat allra annarra. Gutti fór sínar eigin leiðir og fáir gerðu sér líklega grein fyr- ir hve mikið þarna bjó að baki. Gretar minn og Anna Dís og fjölskyldan öll, við Kristín send- um ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Jón Thoroddsen Guðmundur Ívars- son Andersen Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI SVEINBJÖRNSSON, Smáratúni 44, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 21. janúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/helgisveinbjornsson. Sveinbjörn Helgason Riina Elisabet Kaunio Þorbergur Grétar Helgason Anna Bryndís Óskarsdóttir Sæþór Helgason Sólveig Harpa Helgadóttir Skúli Helgason Tatiana Matejová Andri Helgason Kristjana Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, STEFANÍA G. ÞORBERGSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 9. janúar. Útför fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. janúar klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd. Útförinni verður streymt á www.mbl.is/andlat/minningar/utfarastreymi/ Sigurður Þ. Sigurðsson Jórunn Anna Sigurðardóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA ÞÓRISDÓTTIR dagmóðir, lést á heimili sínu þriðjudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 15. janúar klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á streyma.is. Kristín J. Þorsteinsdóttir Halla Þorsteinsdóttir Þórir H. Þorsteinsson Ingibjörg N. Smáradóttir Guðmundur Ö. Þorsteinsson Gunnar H. Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR KJÆRNESTED, Dalbraut 20, lést á Hrafnistu 6. janúar. Útförin verður frá Áskirkju fimmtudaginn 21. janúar. Vegna aðstæðna verður aðeins fjölskyldan viðstödd. Útförinni verður streymt og má finna upplýsingar um slóðina á mbl.is/andlat Margrét Stefándóttir Hulda Kjærnested Örn Óskarsson Stefán Kjærnested María Eyjólfsdóttir Ómar Kjærnested Erna Sigurðardóttir Hrönn Kjærnested Eyjólfur Bragason Guðmundur Kjærnested Steinunn Sigurjónsdóttir Brynja Kjærnested Hilmar Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og faðir, PÉTUR SÖLVI ÞORLEIFSSON, Gullengi 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 18. janúar klukkan 11. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Guðbjörg Jóna Hjálmarsdóttir Hjálmar Pétur Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.