Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 ✝ Bjarni Jónssonfæddist á Galt- arhrygg í Reykja- fjarðarhreppi, N-Ísafjarðarsýslu 15. desember 1926. Hann lést 31. des- ember 2020 á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Bjarni var sonur hjónanna Guð- bjargar Efemíu Steinsdóttur og Jóns Ólasonar bónda, fyrst á Bjarnastöðum og síðar Galtarhrygg. Þau hjón eignuðust 11 börn og komust níu þeirra til fullorðinsára. Systkinin voru: Drengur and- vana fæddur í júní 1911, Guð- mundur Þorvaldur, f. 1.7. 1912, d. 11.7. 2006, Valgerður Sig- urborg, f. 11.6. 1914, d. 1.2. 1982, Kristján Margeir, f. f. 6.6. 1954. 2) Egill Kristján, f. 10.11. 1955. 3) Hrafnhildur Ólöf, f. 16.11. 1960. 4) Jón Guð- björn, f. 17.5. 1962. 5) Sævar, f. 13.6. 1965. Þau skildu árið 1970. Börn, barnabörn og barna- barnabörn eru í dag 43 talsins. Bjarni vann lengstum sem verkamaður á Akranesi, einnig var hann nokkur ár til sjós. Haustið 1978 flutti Bjarni til Reykjavíkur og bjó þar til 1982, er hann flutti í Mos- fellsbæ og vann hjá Álafossi þar til hann hætti að vinna 1998. Hann bjó síðustu árin á Akranesi hjá Hrafnhildi dóttur sinni. Útförin fer fram frá Lága- fellskirkju í dag, 14. janúar 2021, klukkan 13, að viðstödd- um nánustu ættingjum. Streymt verður frá útförinni á slóðinni: https://www.sonik.is/bjarni Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 22.10. 1915, d. 1.6. 1996, Kjartan Að- alsteinn, f. 29.1. 1917, d. 27.3. 2006, Ingibjörg Guðný Jónína, f. 11.11. 1918, d. 5.10. 2012, Guðbjörg Gróa og Bjarni Sigurður, tvíburar, f. 28.10. 1920, Bjarni Sig- urður, d. 21.3. 1922, Guðbjörg, d. 18.3. 2014, Elín Bjarney, f. 26.10. 1922, d. 28.9. 2011, og Óli Kristján, f. 21.9. 1925, d. 26.4. 2004. Um vorið 1930 and- aðist Jón Ólason frá konu og níu börnum, heimilið var leyst upp og börnunum komið í fóst- ur á bæjum víða við Djúpið. Bjarni giftist Báru Egils- dóttur og eignuðust þau fimm börn. Þau eru: 1) Bjarni Ólafur, Elsku pabbi. Þú fæddist að Galtahrygg og fyrsta minningin þín var þegar þú og Óli bróðir þinn sátuð grenjandi undir stiganum upp á loft þegar pabbi ykkar lést, þú bara þriggja og hálfs árs. Amma fékk ekki að hafa hóp- inn sinn hjá sér, þótt hún væri fullfær um að reka bæinn með Gumma 17 ára og Völlu 15 ára. Hópnum var tvístrað um Djúp- ið og fenguð þið misjafna vist, þótt flest ykkar fengjuð inni hjá „ættingjum“. Þið voruð hálfgerðir niðursetningar, en amma fékk að hafa með sér eitt barn, Óla. Þú sagðir mér nokkrar sögur af uppeldi þínu og fæ ég sting í hjartað í hvert skipti sem ég hugsa um það sem þú sagðir mér. Ég get ekki annað en sagt eina sögu af þér, þegar þú ert um það bil sjö ára og mamma þín kom í heimsókn í Djúpið, þá fóru allir af bænum nema þú, þú varst skilinn einn eftir heima og hafðir þá ekki séð mömmu þína í meira en ár. Ég vil þakka þér fyrir allar samverustundirnar, öll ferðalögin vestur, norður, austur og hring- inn. Í haust keyptum við Bjarni bróðir og börnin okkar Djúp- mannabúð og munum við gera húsin upp á næstu árum. Við ætl- uðum með þig vestur næsta sum- ar að sýna þér herlegheitin, því við vissum að þú færir ekki fleiri ferðir vestur, en af því verður ekki því miður. Okkur þykir enn þá vænna núna um að hafa keypt húsin og erum við búin að skíra sumarhúsið Bjarnaból, en veit- ingaskálinn verður áfram kallað- ur Djúpmannabúð. Þú varst alltaf kátur og hress og skemmtir þér vel með barna- börnunum þínum í aftursætinu þegar við vorum að ferðast, stundum þurftum við að skamma þig jafn mikið og börnin okkar, slík voru lætin. Einnig vil ég þakka þér fyrir allar veiðiferðirnar, þú hafðir mjög gaman af að veiða og fórst með okkur á Skagaheiðina, Arn- arvatnsheiðina og í Veiðivötn og svo var veiðikortið óspart notað þegar við vorum á ferðinni um landið. Þótt þú værir kominn vel á áttunda tuginn gafst þú okkur hinum ekkert eftir. Bjarni bróðir sagði mér eina sögu af Skagaheið- inni, hann og pabbi voru á leið heim í hús í svartaþoku og pabbi hafði lagt af stað á undan honum, allt í einu kemur sá gamli út úr þokunni þvert á Bjarna og hann spyr hvert er þú að fara? Nú, heim í hús, svarar sá gamli alveg rammvilltur. Ég man sérstaklega eftir ferð sem við fórum á Langanesið 1997 minnir mig, við lentum í mokveiði og gleymdum okkur alveg, vorum komin með yfir 30 fiska og enginn kælir, en við dóum ekki ráðalaus, flökuðum allan fiskinn og gáfum öllum, sem voru á tjaldstæðinu á Þórshöfn það kvöldið. Þú varst alltaf heilsuhraustur, grannur og kvikur í hreyfingum, labbaðir mikið um Skagann og þvílík ferð á þér að enginn hafði við þér og leist hvorki til hægri eða vinstri, allt þangað til þú dast fyrir fimm árum og braust á þér öxlina, og þá fór að síga á ógæfu- hliðina því höndin byrjaði að visna og varð að lokum nánast ónothæf. Við komum til þín fimmtánda desember á 94 ára afmælinu þínu og ekki datt okkur í hug þá að þú ættir bara tvær vikur eftir ólifað. Þín verður sárt saknað. Blessuð sé minning þín. Þinn sonur Egill. Elsku afi. Í okkar augum varst þú ódauð- legur. Við bjuggumst einhvern veginn alltaf við því að þú myndir ná tíræðisaldri eins og mamma þín. Við bræður eigum hlýjar og dýrmætar minningar um þig úr öllum okkar veiðiferðum og ferða- lögum. Af öllum þessum ferðum standa sérstaklega upp úr ferð- irnar okkar saman á Skagaheiði, það var okkar staður. Þú vildir ólmur hjálpa okkur þegar við vor- um ungir, sama hvort það var að græja stangirnar eða setja á orm. Þú verður alltaf með okkur í anda þegar við sitjum við ósinn í Ölves- vatni og horfum á syndandi álftir í glitrandi silfrinu á lágbornum öld- unum. Síðasta ferðin þín með okk- ur er okkur einkar minnisverð. Þar varst þú orðinn 86 ára gamall sem hjá flestum telst háaldrað. Þú sýndir okkur í verki að aldur er aðeins tala þar sem þú þaust áfram og skildir okkur eftir í ryk- inu. Þú landaðir hverjum fiskin- um á fætur öðrum og tókst ekki í mál að leggjast til hvíldar þegar við ýjuðum því að þér, þar sem nú ætti að veiða. Stundirnar í Mark- holti eru líka óteljandi. Þessi stóri garður var ævintýraveröld barns, sama hvort við tíndum orma eða spiluðum fótbolta þá voru það alltaf dýrmætar stundir. Við finn- um enn þá lyktina úr geymslunni út frá eldhúsinu, þar sem smer- gillinn stóð og við horfðum aðdá- unaraugum á kláran karl sem brýndi hnífana okkar. Þegar við hugsum líka um jólin þá reikar hugurinn til þín. Þú varst lengi vel hluti af okkar jólum og notalegar stundir sem við áttum saman við jólatréð með hlátrasköllum og fíflalátum eins og þér einum var lagið. Galtahryggur í Heydal, fæðingarstaður þinn, hefur skip- að mikinn sess í lífi okkar í gegn- um árin. Þar höfum við fjölskyld- an átt ættarmót og fjöldann af útilegum. Þótti okkur svo vænt um þennan stað að við festum kaup á Djúpmannabúð sem stendur í mynni dalsins. Þar mun- um við búa til nýjar minningar á meðan við hvílumst í Bjarnabóli sem skírt var til heiðurs þér. Elsku afi, þín verður sannar- lega sárt saknað en þú munt ávallt lifa sem hluti af okkur. Börn og barnabörn okkar munu heyra hetjusögur af afa okkar Bjarna um ókomna tíð. Þú kennd- ir okkur að það mikilvægasta í líf- inu er að vera góður við alla, og taka lífinu ekki of alvarlega. Eftir skilur þú svo sterka minningu um góðan mann sem kunni að hlæja og njóta hversdagsleikans, og hefur það kennt okkur hvernig við viljum að okkar verði minnst. Hvíldu í friði elsku afi. Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund. Komum við heim og hittum þig, verðum hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól. Ljúfu lífi landið vítt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga, sjáið jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því þú ert kominn heim. Að ferðalokum finnum við þig sem fagnar okkur höndum tveim. Þú ert kominn heim, já, þú ert kominn heim. (Jón Sigurðsson) Níels og Óskar Bjarnasynir. Þegar ég var lítill gaf ég það út að ég ætlaði að verða stærri en afi. Líkamlega varð ég töluvert stærri en afi fyrir löngu, kallinn var náttúrlega ekki nema rétt um einn og sjötíu. En hvort ég verð stærri að mannkostum en afi er ég ekki viss um að ég verði nokk- urn tímann. Allar minningar sem ég á um afa eru jákvæðar, geri aðrir betur. Eitt sem ég man frá því ég var lítill og heimsótti afa í Mosfells- bænum var hvað hann átti fárán- lega mikið af klinki á náttborðinu sínu. Í mínum augum voru þetta auðæfi og afi hlaut að vera ógeðs- lega ríkur. Hans raunverulegu auðæfi fólust samt fyrst og fremst í því að það var margt fólk sem þótti vænt um hann og honum þótti vænt um marga. Hann sem karakter, ekkert annað en ómet- anlegur. Gleðin og leikurinn í fasi hans olli því að öll barna- og barnabarnabörn hændust að hon- um. Mér er sagt að ég og afi höf- um ekki getað setið saman í aft- ursætinu á bíl lengi vel, það endaði alltaf í fíflagangi. Það lýsir afa vel. Hann sýndi oft væntum- þykju í gegnum sprell, ég skildi hann, hann skildi mig. Ég held að afi hafi passað sig að koma vel fram við fólk af því að það var ekki alltaf komið vel fram við hann. Strax í æsku fór hann í fóstur þar sem pabbi hans lést þegar afi var þriggja ára. Afi minntist ekki oft á æsku sína, en hann sagði mér oftar en einu frá því þegar hann sjö ára gamall bar helvítis rafgeyminn frá Bjarnastöðum inn í Reykja- fjörð, fyrir þá sem þekkja til vest- ur í Djúpi. Það atvik sat allavega í honum og gefur til kynna að upp- eldið hafi ekki staðist allar kröfur. Hvort sem það er tengt æskunni eða ekki þá tranaði afi sér heldur ekki fram og nennti ekki að standa í neinum erjum. Hann var bara af gamla skólanum og gerði það sem þurfti að gera án þess að heimta neitt fyrir það. Annað sem ég veit að afi velti fyrir sér og er í þessum dúr er að hann bað ekki um meira en Willys-jeppa þegar hann tók að sér búsyfirráð fyrir ríkan kall á bæ fyrir vestan í kringum seinna stríð að mig minnir. Hann vissi held ég að hann hefði getað beðið um meira eftir á, en nennti ekki að standa í því. Ég virði það við afa, hann var bara hreinn og beinn, tók því sem að höndum bar. Afi var einstakur maður og gerði margt sem gladdi mig á mínum æskuárum, fyrir það er ég þakklátur. Ég veit líka að hann skipar sama sess hjá mörgum öðrum. Samskipti okkar minnkuðu að- eins með árunum, kannski eðli- lega þar sem amstur hversdag- leikans eykst, fjölskyldur vaxa og slíkt, en ég passaði mig alltaf að hitta hann eða heyra í honum reglulega. Lengi vel bað ég alltaf um Bjarna Jónsson hreppstjóra þegar ég hringdi í hann, ég man ekki ástæðuna, en einhver var hún og saga á bak við hana, hreppstjórinn var við og tók alltaf símann. Mildir, fræknir menn best lifa, sjaldan sút ala. (Úr Hávamálum) Takk fyrir allt, afi! Blessuð sé minning þín! Reynir Bjarni Egilsson. Bjarni Jónsson Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Það var happafengur fyrir mig að fljúga með Jónínu út til Pól- lands í ágúst árið 2008. Þar dvaldi ég með henni í mán- uð og þar, með henni og hennar dagskrá, náði ég aftur heilsu minni, sem var þá komin að þol- mörkum. Eftir það fór ég einu sinni á ári og stundum oftar til hennar í de- tox, bæði hérlendis og í Póllandi, til að endurnýja heilsuna. Já, hún reyndist mér svo sannarlega happafengur. Það þróaðist síðan með okkur ómetanleg vinátta, sem var bæði skemmtileg og gefandi. Hún flaug hátt, hún féll oft nið- ur, en alltaf reis hún upp aftur. Hún átti oft erfitt, en líka átti hún yndislega tíma, elskaði börn- Jónína Benediktsdóttir ✝ Jónína fæddist26. mars 1957. Hún lést 16. desem- ber 2020. Útför hennar var gerð 4. janúar 2021. in sín, barnabörnin og nánustu ætt- ingja. Hún var trúnað- arvinur minn. Það var gott að leita til hennar, hún var til staðar fyrir vini sína. Hún fór allt of fljótt, ótímabært, hún átti eftir að framkvæma svo margt. Hún átti eftir að leiða okk- ur detoxvinina mörgu áfram um ókomin ár. Hennar skarð verður vandfyllt. Hún var svo góður kokkur (ég verð að setja það hér með), það verður að vera eitthvað öðruvísi frá mér. Það hefði hún viljað. Við Jón eigum eftir að sakna hennar mikið. Já, þau Jón voru líka góðir vinir. Við sendum börnum hennar, barnabörnum og ættingjum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi þessi góða vinkona okkar fara í Guðs friði. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Rakel Erna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, BETU GUÐRÚNAR HANNESDÓTTUR, áður til heimilis að Hamrabergi 7, Reykjavík. Birna Jónsdóttir Kjartan Jónsson Brynja Sigurjónsdóttir Hannes Jónsson Erla Jónsdóttir Svanur Jónsson Ingibjörg Karlsdóttir Hrönn Jónsdóttir Þröstur Erlendsson Kristjana Jónsdóttir Illugi Óðinn Helgason Sólveig Jónsdóttir Jón Rúnar Jónsson og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts okkar ástkæra GUNNARS ÞORSTEINS HALLDÓRSSONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Einarsdóttir Bjarney Gunnarsdóttir Þorsteinn Daði Gunnarsson Jón Sigurður Gunnarsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, RÓBERTS ÓLAFS GRÉTARS MCKEE kennara, Klukkubergi 18, Hafnarfirði, sem lést fimmtudaginn 17. desember. Sérstakar þakkir og hlýhug sendum við starfsmönnum MND-teymis og lungnadeildar, Sólrúnu, Bryndísi og Karen, Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi. Helga Margrét Sveinsdóttir Anton Sveinn McKee Karitas Irma McKee Högni Grétar Kristjánsson Arnar Róbertsson Marín Ólafsdóttir og barnabörn Okkar ástkæri EYSTEINN TRYGGVASON jarðeðlisfræðingur lést 11. janúar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 16. janúar klukkan 14 og verður henni streymt beint á facebooksíðu Húsavíkurkirkju, facebook.com/Húsavíkurkirkja-172561236418. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Þröstur, Kristinn og Guðrún Eysteinsbörn ELÍSABET MEYVANTSDÓTTIR lést á Hrafnistu þriðjudaginn 29. desember. Jarðarför var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vina og vandamanna, Vilhelm Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.