Morgunblaðið - 14.01.2021, Síða 48

Morgunblaðið - 14.01.2021, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is Elínrós Líndal elinros@mbl.is Viktoría hefur undanfarið verið að vinna að annarri þáttaröð af þátt- unum Fyrir alla muni en hún sér um þáttinn ásamt Sigurði Helga Pálmasyni. Fyrsti þáttur fer í loft- ið á sunnudag á RÚV. Viktoría er með BA-gráðu í mannfræði og var í diplómanámi sem hún er að breyta í meistara- próf í hagnýtri menningarmiðlun. Í raun á hún einungis eftir lokaverk- efnið sem hún vonast til að klára í vor. „Menntunin hefur nýst mér þannig í starfi að maður lærir ákveðnar aðferðir í námi en hins vegar finnst mér maður læra mest á að gera hlutina. Ég flutti ung að heiman og hafði alltaf nóg að gera. Ég var þess vegna alltaf í fullri vinnu með námi af því mér fannst svo gaman að gera allt en þegar ég hugsa til baka þá hefði ég kannski átt að slaka aðeins á í lífinu og ein- beita mér að einu í einu. Ég hef alltaf verið í reddingunum, skrifa ritgerðir á síðustu stundu og læra fáránlega mikið síðustu dagana fyrir próf.“ Góð í því að gera marga hluti Viktoría var með góðar einkunn- ir í skóla. „Þannig að það reddaðist nú en ég hefði alveg verið til í að njóta þess betur að læra og líka njóta þessara ára betur. Þau koma ekki aftur.“ Viktoría hefur allaf verið góð í því sem hún hefur áhuga á. „Ég var enginn draumanemandi en reddaði mér yfirleitt, oft með því að tala mig í gegnum hlutina. Ég held að vegna þessa hafi ég verið eftirminnilegur nemandi, því ég lendi mjög oft í því að hitta kennara sem muna eftir mér fyrir ýmislegt annað en námsafrek mín.“ Hvað ertu að fást við núna? „Ég starfa við dagskrárgerð hjá RÚV og hef verið bæði í útvarpi og sjónvarpi. Síðasta árið var ég í Landanum og að vinna að annarri þáttaröð af Fyrir alla muni með Sigga vini mínum. Fyrsti þáttur fer einmitt í loftið núna á sunnu- dag og ég er svo spennt að sjá hvort fólk verði jafn ánægt og við með þættina. Í hverjum þætti skoðum við mun sem er sagður tengjast einhverjum atburði eða manneskju í Íslandssögunni. Það er hreint ótrúlegt hvað getur legið stór og mikil saga að baki hlut sem virkar kannski ekki merkilegur í byrjun. Það skemmtilegasta við að gera þessa þætti er að maður er alltaf að læra eitthvað nýtt og komast að einhverju merkilegu. Ég vona svo sannarlega að það skili sér til áhorfenda.“ Er á því að menntun sé margvísleg Hvað er menntun í þínum huga? „Menntun er svo margvísleg. Hún færir okkur þekkingu en menntun getur maður fengið svo víða og ekkert endilega alltaf í skóla. Hún getur verið allt í kring- um okkur og satt best að segja hef ég lært miklu meira utan skóla en innan hans. Maður lærir á því að spreyta sig á hlutunum. Auðvitað er þetta ekki algilt en þetta er yfirleitt ákveðið samspil, það er gott að hafa góðan grunn úr skóla en líka að þora að taka áhættu og reyna að spreyta sig á því sem maður vill gera.“ Gott að eiga von á barni á tímum kórónuveirunnar Hvað er það áhugaverðasta sem þú lærðir á síðasta ári um lífið? „Að lífið heldur áfram þó að heimsfaraldur lami allan heiminn. Þetta er ótrúlegt ár sem við vorum að upplifa og ég bjóst aldrei við því að lifa svona tíma. Það kennir manni líka það að vera þakklátur fyrir hvað við höfum það gott alla- jafna og læra að meta litlu hlutina sem þóttu sjálfsagðir fyrir kórónu- veiruna. Sem dæmi að hitta vini og ættingja. Eða bara að fara grímulaus út í búð!“ Er ákveðinn skóli að búa til barn? „Já það er það auðvitað á vissan hátt. Það er nú heldur betur kennsla í þolinmæði og svo er mað- ur auðvitað nett ruglaður fyrstu mánuðina með alls konar skrýtnar matarlanganir og brjálæði. Þetta er þriðja meðgangan mín, fyrsta var fyrir 11 árum þannig að það er talsverður munur á þeim. Ég velti mér miklu minna upp úr þessu núna en þá og líka fyrir tveimur árum þegar ég var síðast ólétt. Ég er bara þakklát fyrir að allt gangi vel og vona að það haldist út með- gönguna. Svo er þetta örugglega besti tími í heimi til að vera ólétt- ur, það má hvort eð er ekki gera neitt skemmtilegt þannig að maður er ekki að missa af neinu.“ Besta ráðið að gera og æfa sig Áttu ráð fyrir þá sem dreymir um að fara í dagskárgerð í fram- tíðinni? „Að gera. Það veit enginn hvað þú getur gert fyrr en þú lætur á það reyna. Það tók mig smátíma að uppgötva það. Mig langaði alltaf að verða blaðamaður en var hrædd við að stíga skrefið og var að bíða eftir að einhver myndi kannski uppgötva að ég væri góður blaða- maður áður en ég lét á það reyna. Það er enginn að fara að gera neitt fyrir þig, ef þú ert með hugmyndir sem þú telur vera góðar þá er bara að koma þeim einhvern veginn í framkvæmd og sjá hvert það leiðir þig. Leita til fólks með reynslu og sjá hvernig best er að gera hlutina. Reynslan kemur ekki á einum degi og þess vegna er mikilvægt að prófa sig áfram. Það er orðið svo auðvelt í dag með allri þessari tækni að prófa mismunandi hluti sjálfur. Sem dæmi að búa til hlað- varp, heimildamyndir eða hvað það er sem hugurinn stefnir að. Svo er hagnýt menningarmiðlun líka snið- ugt fag til að prófa þetta allt þótt það hafi reyndar komið í öfugri röð hjá mér en þar er hægt að taka áfanga í þessu öllu, sem er mjög lærdómsríkt.“ Hvað geta Íslendingar lært af þáttunum þínum? „Það er auðvitað misjafnt hverju sinni eftir því hvað maður er að fjalla um. Í Fyrir alla muni er heil- mikill fróðleikur um merkilega at- burði eða manneskjur í Íslandssög- unni í hverjum þætti. Við Sigurður Helgi Pálmason reynum að skoða söguna á mannamáli þannig að það höfði til sem flestra. Við lærðum alla vega ótrúlega mikið af hverj- um þætti og ég vona að áhorf- endur geri það líka. Ég hvet alla til að horfa!“ Lífið kennir manni alls konar hluti Viktoría Hermannsdótt- ir, dagskrárgerðarkona á RÚV, er á því að allir þurfi að stíga skrefið sem þeir vilja taka. Það sé enginn að fara að gera neitt fyrir okkur og lífið sé góður skóli líka. Lætur ekkert stoppa sig Viktoría Hermannsdóttir á von á þriðja barninu sínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.