Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 49
Rós í hnappagat Iittala Ein vinsælustu glös landsins eru án efa Essence- glösin frá Iittala sem eru í senn afar stílhrein og tímalaus. Nú hefur Essence-línan stækkað og komin borðbúnaðarlína, sem hljóta að teljast stórtíðindi fyrir safnara og fagurkera almennt. Að sögn talsmanna fyrir- tækisins er markmiðið að auka enn við úr- valið hjá Iittala. Essence sé næststærsta lín- an í Iittala- borðbún- aðarflokknum og með útvíkkun lín- unnar er unnið að áframhaldandi vexti með því að virkja safnara og laða að nýja viðskiptavini. „Við setjum á markað einstaka nýja hluti sem þjóna fleiri en einum tilgangi. Með því að útvíkka Essence-línuna náum við utan um allar þarfir við matarborðið, hvort sem er við hversdagsleg eða hátíðleg tilefni. Jafnvægi sé skapað á milli gamalla hefða og nútímans, milli spari- og hversdagslegrar notkunar ásamt jafnvægi milli ólíkra notkunartilefna. Áreynslulaus glæsileiki er yfirskrift línunnar sem samanstendur af ein- stökum munum sem eru hannaðir til að þjóna fleiri en einum tilgangi og má nota eins og hverjum og einum þóknast. Í Essence- línunni bætast við nokkrir keramik- hlutir eins og stór diskur, djúpur diskur, sporöskjulaga diskur og lítil krukka. Ker- amikmununum fylgja þrír glermunir: miðlungsstór og lítil skál og miðstærðardiskur. Hlið við hlið mynda hlutirnir gott jafnvægi og þjóna fjölbreyttum þörfum. Þessir sjö nýju borðbúnaðarmunir ásamt glerlínunni sem fyrir er munu sjá til þess að Essence haldi áfram að heilla fólk. Finnsk fegurð Iittala-vörurnar njóta mikilla vinsælda hér á landi sem og um heim allan en fyrirtækið fagnar 140 ára afmæli í ár. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Mjög gott úrval af gæðakjöti Alfredo Häberli fæddist árið 1964 í Buenos Aires í Argentínu. Hann nam iðnhönnun í Sviss og í dag er hann þekktur alþjóðlegur hönn- uður með aðsetur í Zürich. Með hönnun sinni sameinar Häberli, með góðum árangri, hefð og end- urnýjun. Það er mikil gleði og orka í allri hönnun hans. Mannveran er upphafspunktur hönnunar Häberlis. Allir hlutir og mannvirki eru hönnuð til notk- unar. Hann er fordómalaus og uppfinningasamur í athugun sinni á raunverulegum notkunar- aðstæðum hluta. Með innsýn sinni hannar hann breytingar á erkitýp- um hluta sem hafa þróast í gegn- um tíðina og láta hversdagslega hluti í kringum fólk hæfa þeim tíma og aðstæðum sem þeir eru notaðir í. Häberli hannaði Origo- borðbúnaðarlínuna fyrir Iittala ásamt Essence og Senta- glasalínunum. Häberli hefur unnið með fleiri stórum aðilum á sviði al- þjóðlegrar hönnunar, s.s. Georg Jensen og Vitra. Samhliða vöru- hönnun starfar hann einnig við sýningarhönnun og rýmisskipulag. Häberli hefur hlotið nokkur verð- laun fyrir hönnun sína. Verk Alfredos Häberlis tjá fé- lagslegan persónuleika hans. Hann vill gjarnan vísa til bernsku sinnar, fjölskyldu og vina. Kannski er það einmitt hlýlegur áhugi hans á fólki sem gerir hönnun hans djarfa en á sama tíma svo náttúrulega. Alfredo Häberli Sumir kalla hann fiskispaða, aðrir lífsnauðsyn en eitt er víst að allir sem hafa prófað þennan spaða elska hann. Um er að ræða nokkuð hefðbundið áhald líkt og sleif en flatur botninn og breiddin gera það að verkum að spaðinn er algjör lífs- nauðsyn. Hann auðveldar alla stjórn á steikingu og einfaldar allan snúning á mat og flutning. Eggjakökur verða leikur einn og vissulega passar hann einstaklega vel þegar verið er að steikja fisk. Hann er úr vandaðri eik og er gerð- ur til að endast. Spaðinn kemur frá Rig-Tig sem er vörumerki í eigu Stelton og lumar á afar fögrum gripum. Fæst í Kokku og kostar 2.290 krónur. Eldhúsáhaldið sem er ómissandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.