Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS
50 ára Þórunn er
Hafnfirðingur en býr í
Vogum á Vatnsleysu-
strönd. Hún er heil-
brigðisgagnafræðingur
að mennt frá Háskóla
Íslands og vinnur hjá
verkjamiðstöðinni
Corpus Medica í Holtasmára í Kópa-
vogi.
Dætur: Guðrún Eva Þorsteinsdóttir, f.
2009, og Margrét Þorsteinsdóttir, f.
2011.
Foreldrar: Guðrún Leifsdóttir, f. 1947,
kennari, og Sigurður Óskarsson, f.
1947, vélvirki. Þau eru búsett í Hafn-
arfirði.
Þórunn
Sigurðardóttir
kenndi Guðrún Birna við Skála-
túnsheimilið í Mosfellssveit.
Að námi loknu fór Guðrún Birna
að kenna við Höfðaskóla sem nú
heitir Klettaskóli og starfaði þar í
fjögur ár. Síðan tók við Hóla-
brekkuskóli, Fjölbraut í Breiðholti
(1980-1990), Nýi Tónlistarskólinn
og seinna Píanóskóli Þorsteins
Gauta. Auk þess kenndi hún í
einkatímum á píanó. Hún hætti
störfum fyrir sjö árum. „Þetta eru
svo mörg störf af því ég þurfti svo
oft að stökkva úr og í vinnu vegna
þess að ég var með börnin heima
og þurfti einhvern veginn að láta
þetta passa allt saman. Þau fóru
stundum í sveit og þá fór ég að
vinna úti.“
Enn fremur var Guðrún Birna
kórstjóri Selkórsins 1977-1979,
kenndi einn vetur tónfræði í Leik-
listarskólanum og einn vetur á pí-
anó í Söngskólanum í Reykjavík
og kenndi tónfræði og á flautu
einn vetur í Tónskóla Sigursveins.
G
uðrún Birna Hannes-
dóttir fæddist 14. jan-
úar 1936 á Landspít-
alanum og ólst upp í
miðbæ Reykjavíkur.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar og
stundaði píanónám frá 8 til 18 ára
aldurs hjá þeim Gunnari Sigur-
geirssyni og Rögnvaldi Sigurjóns-
syni. Eftir gagnfræðapróf fór hún
á Húsmæðraskóla árið 1952 til
Silkiborgar í Danmörku. Eftir það
fór hún eitt ár í leiklistarskóla
Lárusar Pálssonar.
Guðrún Birna giftist Sigurði
Sigurðssyni 1954 og bjuggu þau á
Hamraendum í Stafholtstungum í
Borgarfirði. Á þeim árum var hún
organisti í Stafholtskirkju í þrjú
ár. Þau skildu eftir sjö ára búskap
og fluttist hún þá ásamt fjórum
börnum þeirra til Reykjavíkur.
Hún vann ýmis störf svo sem í
Útvegsbankanum, hjá Flugmála-
stjórn, Ferðaskrifstofunni Sunnu
og Ferðaskrifstofu ríkisins. Hún
starfaði einn vetur sem aðstoðar-
kennari við Húsmæðraskólann á
Löngumýri í Skagafirði 1965-66 og
spilaði jafnframt með Karlakórn-
um Heimi þann vetur. Einnig
starfaði hún sem undirleikari í
Þjóðleikhúsballettinum frá 1966-69
og einn vetur hjá Þjóðdansa-
félaginu.
Árið 1969 hóf hún þriggja ára
nám í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík í tónmenntakennaradeild með
píanókennslu sem valgrein. Píanó-
kennari var Martin Hunger, en
áður hafði hún verið í píanótímum
hjá Róbert A. Ottóssyni. Þótti það
undrum sæta að einstæð fjögurra
barna móðir hæfi framhalds-
skólanám á þessum tímum. „Ég
þorði ekki að segja nema örfáum
frá því. En eftir þetta fóru vel
giftar vinkonur mínar í framhalds-
skóla og ein sagði: „Úr því að hún
getur þetta þá ég get það líka.““ Á
þriðja og síðasta ári námsins
Jafnframt kennslu var hún laus-
ráðinn dagskrárgerðarmaður í Út-
varpinu og var t.d. með tónlistar-
þætti sem hétu Tónhornið auk
upplesturs á ýmsum barnabókum.
Hún þýddi og las í útvarpið „Det
förkrymta kvinnoidealet“ eftir
Barbro Backberger og bjó til
nokkra útvarpsþætti sem fjölluðu
um fyrstu konuna til að játast
bahá’í-trú í heiminum en hún
nefndist Tahirih. „Hún var kölluð
Hin hreina og var einn fyrsti písl-
arvottur kvennabaráttunnar, en
hún var drepin. Ég er sjálf bahá’í,
en ég tók upp trúna 1967.“
Guðrún Birna var einn af stofn-
endum Félags einstæðra foreldra
1969. „Þetta var ekki sambærilegt
að vera einstæð móðir og er núna.
Þá var ég konan með börnin, við
vorum ekki álitin vera fjölskylda.“
Áhugamál Guðrúnar Birnu eru
handavinna, tónlist, leiklist, lestur
ferðalög og tungumál. Hún söng
um tíma í Pólýfónkórnum og fór í
Guðrún Birna Hannesdóttir, tónlistar- og píanókennari – 85 ára
Fjölskyldan F.v.: Ólöf, Guðrún Birna, Jóhann, Sigrún og Þorsteinn Gauti.
Skellti sér í framhaldsnám
ein með fjögur börn
Kennarinn Guðrún Birna og Anna
Róshildur Benediktsdóttir Bøving.
Afmælisbarnið Guðrún Birna.
30 ára Margrét er
Kópavogsbúi og ólst
þar upp. Hún er
tómstunda- og fé-
lagsmálafræðingur
frá HÍ og vinnur á
leikskólanum
Arnarsmára og í
félagsmiðstöðinni Þebu. Margrét er
markvörður hjá Aftureldingu í hand-
bolta.
Maki: Brynja Arnardóttir, f. 1995,
mastersnemi í jarðfræði.
Foreldrar: Hulda Alfreðsdóttir, f. 1966,
vinnur hjá Eimskip, og Björn Steinar
Stefánsson, f. 1964, vinnur hjá Sam-
skipum. Þau eru búsett í Kópavogi.
Margrét Ýr
Björnsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Andleg óþreyja verður líkamleg með
tímanum ef ekkert er að gert. Segðu ná-
kvæmlega hvað þú ert til í og ekki til í að
gera.
20. apríl - 20. maí
Naut Samkeppnin laðar ávallt fram þína
bestu eiginleika og það er eins og þú vaknir
upp af dvala. Láttu ekki fljótfærnina ná tök-
um á þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það skiptir öllu máli að hafa hlut-
ina í jafnvægi svo gætið þess að forgangs-
raða rétt til þess að ná árangri. Haltu þínu
striki og vertu viss um að allt gangi að ósk-
um.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver setur sig upp á móti áætl-
unum þínum um ferðalög eða framhalds-
nám. Búðu þig undir erfiða tíma sem munu
standa stutt yfir en taka sinn toll.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Sumir leita til þín með mál sín í fullri al-
vöru, en svo eru þeir, sem eru bara að tékka
á skoðunum þínum. Menn kunna að meta
hreinskilni þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Eitthvað verður til þess að setja allt á
annan endann hjá þér í dag. Sýndu þol-
inmæði þó að þetta raski fyrirætlunum þín-
um.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur náð töluverðum árangri í starfi
en þú þarft að leggja enn harðar að þér til að
ná enn lengra. Leyfðu öðrum að deila
ánægjunni með þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt þú takir magn framyfir
gæði í vinnunni nærðu samt sem áður hvoru
tveggja. Vertu staðfastur og þá fer allt vel að
lokum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Leggðu hart að þér í vinnunni í
dag, því þér getur orðið vel ágengt. Vinir
sem gengur vel geta verið ansi hvetjandi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert hávær og stoltur en það
eru ekki allir sammála þér. Leitaðu að and-
legri rót vandamálanna og notaðu orkuna
þína til að lækna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ef þú heldur rétt á spilunum mun
þér ganga allt í haginn jafnt á vinnustað sem
heima fyrir. Nýttu þér sköpunargáfu þína.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þegar margs er spurt má alltaf
reikna með að fá einhver þau svör sem falla
manni misjafnlega í geð.
Friðrik Friðriksson lögfræðingur fagn-
ar 70 ára afmæli sínu í dag. Friðrik á
fimm börn og fimm barnabörn með
eiginkonu sinni, Laufeyju Elsu Sól-
veigardóttur. Hann ætlar að njóta
dagsins í faðmi fjölskyldunnar.
Árnað heilla
70 ára
Til hamingju með daginn