Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 karlinn hrökkvi upp af. Frásögnin hverfist um sjónarhorn aðalpersón- unnar en fljótlega fara mörk ímyndunar og raunveruleika að af- mást. Pása er myndræn og vel út- færð listræn frásögn af evrópska skólanum. Persónugerðir sögunnar eru allt að því tvívíðar en myndin bætir það upp með óvæntum beygj- um fléttunnar, sem ganga þvert á væntingar áhorfenda, og hressi- legri íronískri lausn. Stingray Sisters (2016) er heimildarmynd sem greinir frá þremur systrum af frumbyggjaætt- bálki í afskekktum hluta Ástralíu. Þetta er heillandi fjölskyldusaga sem varpar ljósi á samfélag sem á undir högg að sækja í nútímanum. Gaddaskötusystur var upphaflega sjónvarpssería í þremur hlutum en hér er þeim skeytt saman án þess að forminu sé breytt á nokkurn máta. Bygging og fagurfræði frá- sagnarinnar hentar ekki kvik- myndaforminu en ef áhorfandi er meðvitaður um þessa annmarka veitir hún engu að síður fræðandi innsýn í líf fólks. Aragrúa íslenskra kvikmynda er að finna á skránni. Lengri kvik- myndir eftir þekkta leikstjóra eins og Höllu Kristínu Einarsdóttur, Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Sól- veigu Anspach hafa áður hlotið út- gáfu og umfjöllun. Þó nokkuð er af stuttum myndum, bæði heimildar- myndum og leiknum, sem færri vita af en því miður er ekki hægt að gefa öllu gaum. Anna Karín Lárus- dóttir er nýlega útskrifuð úr Kvik- myndaskóla Íslands og á hér tvær leiknar stuttmyndir, Milli tungls og jarðar (2019) og XY (2020), sem ein- kennast af miklu valdi á formi og stílrænum þáttum. XY er sérlega sterk og einföld sjálfsmyndarfrá- sögn intersex-unglingsstelpu. Haf- rún Arna Jóhannesdóttir leikur aðalhlutverkið frábærlega en leik- ur og leikaraval er almennt til fyrirmyndar og gefur góð fyrirheit um framtíð Önnu Karínar sem leik- stjóra. Heimildarmyndir Magneu Bjarkar Valdimarsdóttur Helgi á Prikinu (2018), Kanarí (2018) og Amelie, Dóra, Zohra (2019) bregða upp tilgerðarlausum hversdags- myndum af fólki. Klipping og kvik- myndataka og samþættingu þeirra er á köflum ábótavant (þó aðallega í síðastnefndu myndinni) en það skiptir ekki svo miklu máli. Verkin eru blátt áfram og skína af virðingu fyrir viðfangsefninu. Kanarí er áhugaverðust, bregður upp mynd af skringlegu og skemmtilegu sam- félagi Íslendinga á Kanaríeyjum og er hiklaust nægur efniviður í mynd í fullri lengd. Einnig skal nefna net- seríuna Norms í leikstjórn rithöf- undarins Júlíu Margrétar Einars- dóttur, sem er frumsýnd á hátíðinni. Þættirnir eru gerðir af miklum vanefnum og ræður pönkið ríkjum – einfaldlega að gera hlut- ina. Þættirnir eru sex og allir undir tíu mínútum, sem er sniðugt form fyrir framleiðslu sem þessa. Sagan fjallar um þrítuga stelpu sem djammar mikið, flosnar upp úr föstu sambandi og flytur til Berl- ínar í leit að lausnum. Fjallað er um hugarheim ungs fólks í léttum dúr og tekst það ágætlega. Leikurinn er á köflum í stirðara lagi en auka- persónurnar eru ögn liðugri en söguhetjan Sara. Í heildina eru þetta fjörugir þættir og gott mót- vægi við alvörugefið hátíðarbíó. Hafi áhorfendur fengið nóg af hefðbundnum frásagnarmyndum er vert að gefa gáskafullum verk- um norsku myndlistar- og kvik- myndagerðarkonunnar Lene Berg gaum. Myndir hennar eru á mörk- um vídeólistar og kvikmynda og einkennast af kaldhæðinni afstöðu og áhuga á lista- og mannkynssög- unni. Að raka greifynjuna (2010) setur á svið goðsagnakennda, dada- íska stuttmynd frá 1921, Elsa, Baroness von Freytag-Loringhov- en, Shaving Her Pubic Hair eftir Man Ray, Marchel Duchamp og greifynjuna sjálfa. Óvíst er hvort upprunalega myndin hafi í raun og veru verið til. Hér er hún sköpuð á ný og er flakkað milli fjar- og nær- myndar af kynfærum aðalleikkon- unnar á meðan raksturinn á sér stað. Stælar og skeytingarleysi list- ar Berg eru frískandi – einnig er mælt með Stalín eftir Picasso (2008). Hér er aðeins gert grein fyrir brotabroti af efnisskrá hátíðar- innar en höfundur hlakkar til að horfa meira um helgina. Málstað- urinn er auðvitað brýnn – nefna má að aðeins 10% leikinna frásagnar- mynda frá árunum 1949 til 2017 var leikstýrt af konum á Íslandi (bent er á pistla Guðrúnar Elsu Bragadóttur, kennara í kvik- myndafræði, um efnið í Víðsjá á RÚV síðastliðið haust). Kynjahall- anum ber að breyta og er aukinn sýnileiki og tækifæri kvenna innan kvikmyndaheimsins liður í því. Vonandi nær hátíðin kjölfestu í æ fjölbreyttari flóru kvikmynda- hátíða hér á landi. Góða skemmtun og áfram stelpur! Veisla í faraldrinum Pása Úr kýpversku kvikmyndinni Pásu frá árinu 2018 eftir Toniu Mishiali. Kanarí Úr heimildarmynd Magneu Bjarkar Valdimarsdóttur. »Kynjahallanumber að breyta og er aukinn sýnileiki og tækifæri kvenna innan kvikmynda- heimsins liður í því. AF KVIKMYNDUM Gunnar Ragnarsson Reykjavík Feminist FilmFestival fer nú fram í annaðsinn og stendur yfir næstu fjóra sólarhringa. Herlegheitin fara að mestu fram á netinu en áhorfendum stendur til boða mikill fjöldi íslenskra og alþjóðlegra kvik- mynda af ýmsum stærðum og gerð- um, allt að kostnaðarlausu. Fjörið felst ekki síst í fjársjóðsleitinni en rýnir fékk að taka örlítið forskot á sæluna. Opnunarmyndin Port Autho- rity (Danielle Lessovitz, 2019) frá Bandaríkjunum er hluti af LGBTQI+ áherslu hátíðarinnar. Paul er hvítur og tvítugur gaur frá miðvestrinu sem er á reynslulausn eftir fangelsisvist þegar hann freistar gæfunnar í New York. Þar kynnist hann transstelpunni Wye (en hann veit ekki í fyrstu að hún sé trans) og með þeim takast ástir. Wye þrífst í „kiki ballroom“- senunni en „vogue“-dansarnir og hinsegin samfélagið sem þeir til- heyra hafa orðið æ fyrirferðar- meiri í meginstraumsmenningu undanfarin ár, ekki síst í gegnum raunveruleikaþáttinn gríðar- vinsæla Rupaul‘s Drag Race, dísætu dramaþáttaröðina Pose og snilldarlegu heimildarmyndina Paris Is Burning (Jennie Living- ston, 1990). Port Authority er eilít- ið hefðbundin frásögn þar sem sís- karlmaður er fulltrúi gagnkyn- hneigða áhorfandans í framandi söguheimi – og hinsegin ballheim- urinn er grunnstoð þroskasögu við- kvæma gæjans. Þó er mikill kostur að Wye er leikinn af Leynu Bloom, sem er trans í raun og veru, en því hefur yfirleitt verið öfugt farið í kvikmyndasögunni. Hún og ball- bræður hennar eru öll óneitanlega stórfengleg í þessari sæmilegu ræmu. Söguhetja kýpversku myndar- innar Pása (Tonia Mishiali, 2018) gengur í gegnum breytingarskeið, líkamlegt sem og andlegt. Karl hennar er alversti skarfur og nirfill – skítseiði hálfgert. Meinfyndin besta vinkonan færir léttleika inn á heimili Elpídu og óskar þess að Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI THE HOLLYWOOD REPORTER CHICAGO SUN-TIMES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.