Morgunblaðið - 14.01.2021, Síða 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
TÓNLISTARÁRIÐ 2020
Ríkarður Örn Pálsson
Árið 2020 er liðið í aldannaskaut. Það á samt varla eftirað hverfa mönnum jafnskjótt
úr minni og mörg önnur, þökk sé
heimsfaraldri sem enn sér ekki fyrir
endann á; umsátursástandi er drap
lifandi tónlistarflutning í þvílíkan
dróma að allur samanburður við
fyrri ára viðburði virðist marklaus.
En fleira kemur til. Einkum ólík-
ari neyzluvenjur landsmanna en áð-
ur þekktust – m.a. í kjölfar nýrrar
miðlunartækni, ásamt breyttum
áherzlum hjá jafnt stjórnvöldum
sem almenningi á sviði menningar
og upplýsingar.
Tímarnir breytast og mennirnir
með. En kannski sjaldan eins mikið
og nú. Það var því áleitin spurning,
þegar ég var beðinn um úttekt á
„tónlistarupplifun“ minni á nýliðnu
ári, hvort ætti að þessu sinni ekki
frekar við að tíunda persónulegar
skoðanir um ástand mála í núverandi
„tónvist“ – og í kannski eilitlu víðara
samhengi en áður – þegar nýliðið
tónlistarár var gert upp.
Samhengið grundvallast einkum á
uppsafnaðri hálfrar aldar reynslu af
íslensku tónlistarlífi, allt frá dægur-
poppi æskuára í gamla meistara og
framsækið „avant garde“, að
ógleymdum djassi, þjóðlögum og
jafnvel framandi etnískri tónlist, auk
hlustræns áreitis frá t.d. sjónvarps-,
kvikmynda- og auglýsingamúsík,
kynningarstefjum útvarpsþátta og
þar fram eftir götum.
Allt hefur sín áhrif, þó að maður
finni ekki öllu stað í stuttri blaða-
grein.
Streymi
Svo lesendur átti sig sem fyrst á
sjónarhorni þess er hér ritar er rétt-
ast að taka strax fram að hann er
ekki áskrifandi að Spotify og því
ódómbærari um þennan varla 15 ára
gamla streymismiðil en vera skyldi.
Að vísu bagalegt í ljósi þess hve sá
og álíka netþjónustur virðast vega æ
þyngra í neyzlumynztri yngri borg-
ara hjá því sem áður var.
Á móti kemur talsverð notkun
Tónlistarupplifun á tímamótum
Morgunblaðið/Eggert
Sinfóníuhljómsveitin „Góð músík skilar ávallt sínu í öllum greinum og á öllum stigum, jafnvel þótt seint eða aldrei
takist að finna henni mælistiku sem allir fallast á,“ skrifar tónlistargagnrýnandinn í vangaveltum um liðið ár.
undirritaðs á YouTube (sem er
ókeypis en í staðinn hlaðin hvimleið-
um auglýsingainnskotum) er býður
upp á ógrynni af lifandi tónlistar-
flutningi á öllum stigum, allt frá
áhugamennsku í toppflutningi at-
vinnumanna – og úr nánast öllum
hugsanlegum tóngreinum. T.d.
gladdi þar nýlega jafnt augu sem
eyru flutningur ensk/amerísks kórs
(nafn hans því miður gleymt) á
Messíasi Händels í heild. Léleg
myndupplausn – en samt fjári hress
og innlifuð túlkun á vægast sagt slit-
þolnu meistaraverki.
Þá stendur á YT oft „læsum“ tón-
kerum til boða að fylgjast jafnóðum
með raddskrá á nótum, er veitir sér-
staka innsýn í annars „ósýnilega“ list
listanna. Og við markvert minni aug-
lýsingatruflun en endranær – sem
segir sitt …
Miðað við hvernig fjölmiðla-
framboðið var fyrir aðeins 20 árum
er því óhætt að segja að aldrei fyrr
hafi jafnmikil tónlist – og af öllum
gerðum – verið jafnmörgum jafn-
aðgengileg og í dag.
Það er svo önnur spurning hvern-
ig hún nýtist, eða hversu meðvitaðir
t.d. yngri hlustendur reynast í sjálf-
stæðu vali á þvílíku ofgnætti. En oft-
ast nær hittir hið bezta beint í mark
hjá músíkölskum. Eins og reyndar
felst í allri góðri tónlist – og af öllu
tagi. Góð músík skilar ávallt sínu í
öllum greinum og á öllum stigum,
jafnvel þótt seint eða aldrei takist að
finna henni mælistiku sem allir fall-
ast á.
Útskúfun sögunnar
Þegar menn á mínu reki horfa aft-
ur, hlýtur eitt að blasa við umfram
annað sem skýrt gæti hörfandi
markaðsstöðu klassískrar tónlistar á
síðustu áratugum: hvernig mann-
kynssagan – ekki sízt menningar-
sagan – hefur smám saman vikið úr
vitund almennings hjá því sem var
fyrir hálfri öld, þegar hún var vin-
sæll og viðtekinn kögunarhóll tón-
listarunnenda. (Svo var reyndar ekki
fyrir 200 árum þegar öll músík þótti
„ný“; sögunálgunin hófst fyrst með
síðrómantíkinni).
Hvað því veldur er ekki gott að
segja. Kannski þykja „yfirstéttarleg“
sagnfræðileg viðhorf fyrri kynslóða
illa samræmast nútíma samfélags-
jöfnuði, að ekki sé talað um þegar
sumir sögðu söguna „dauða“ eftir fall
Berlínarmúrsins 1989. En hitt er
jafnljóst öllum er reynt hafa, að sögu-
legur bakgrunnur klassískra verka
og tónskálda bætir oft miklu við
hlustunarupplifun, þótt ekki sé hún
alltaf nauðsynleg.
Að því leyti hvílir ábyrgð örvandi
upplýsingaveitu mest á tvennu: skóla-
kerfinu – og Ríkisútvarpinu, í krafti
hlutverks þess sem fjölmiðils í þjón-
ustu almennings. Hið fyrra virðist í
seinni tíð hafa beinzt að sérhæfingu,
eins og tónlistarbraut á mennta-
skólastigi, kannski eitthvað á kostnað
tónlistarfræðslu í almennu skóla-
námi.
Hið seinna hefur, miðað við eldri
dagskrárstefnu, dregizt verulega
saman, þó nefna megi einstaka mynd-
arlega undantekningu á við útvarps-
þætti Árna Heimis Ingólfssonar um
Beethoven eða sjónvarpsþætti Vík-
ings Heiðars Ólafssonar og Höllu
Oddnýjar Magnúsdóttur. Þótt þar sé
vel að verki staðið er það samt ekki
nema brot af því sendiflatarmagni af
skyldu tagi sem bauðst fyrir örfáum
áratugum.
Rondó
Að ekki sé minnzt á dapurleg örlög
Útvarps Rondó (eða Stöðvar 3 eins og
átti víst að heita), er fyrrverandi tón-
listarstjóri RÚV, Bjarki Sveinbjörns-
son, átti frumkvæði að kringum 2004.
Fór þar óhætt að segja metnaðarfull
nýjung, er hefði getað orðið fyrsta al-
vöru klassíska tónlistarrás landsins.
Snemma tók þó af kynningar á
verkum og flytjendum. Tölva var lát-
in stýra útsendingum í meðförum
tæknimanns í hálfu starfi og aðeins
tekinn stakur þáttur í senn af fjöl-
þættum verkum.
Rétt nýlega hvarf svo Rondó alfar-
ið af FM, í sambandi við flutning
sendistöðvar frá Vatnsendahæð til
Úlfarsfells – að manni skilst m.a. fyrir
„þéttingu byggðar“ á fyrrnefndu
svæði. Alla vega næst Rondó ekki
lengur úr FM útvarpsviðækjum –
þ.m.t. í bílum, algengri hlustunar-
aðstöðu manna á ferðalagi. Á fyrrver-
andi tíðni stöðvarinnar heyrist nú að-
eins brimsog feigðar neðan úr
Niflheimi, hvað nýverið tilefndi – því
miður árangurslitla – leit að nánari
upplýsingum á RÚV-vefnum.
Símleiðis fékkst ekki annað gefið
upp í bili en að rásin hefði mætt af-
gangi þegar örfáum lausum FM-
tíðnum var úthlutað, og þurfa hlust-
endur því framvegis fá sér þar til
gert „app“ og hlýða á Rondó úr far-
síma.
Væri þorandi að spyrja hvort
meginmeinsemd rásarinnar geti í
augum hæstráðenda verið að þess
kyns dagskrárefni sé auglýsendum
lítt þóknanlegt – og þar með baggi á
fjárhag Ríkisútvarpsins?
Sé svo, fer óneitanlega að lækka
risið á fyrrverandi flaggskipi ís-
lenzkrar ljósvakamenningar.
Býðst því býsna fátt úr RÚV í dag
sem hvatt gæti t.a.m. forsenduminni
yngri hlustendur til að sækjast eftir
klassískri tónlist. Og frá einkastöðv-
um er enn minna að vænta. Þær
berjast margar í bökkum á dverg-
vöxnum viðskiptamarkaði, enda al-
farið háðar auglýsingatekjum. Og
klassíkunnendur eru, ef að líkum
lætur, tæplega aðalmarkhópur aug-
lýsenda í dag.
Ef svo skyldi hins vegar fara að sú
tekjulind yrði í fyrirsjáanlegri fram-
tíð afnumin RÚV og sérfærð einka-
stöðvum að viðbættum styrkjum,
væri hins vegar ekki nema eðlilegt
að leggja á þær ákveðinn lágmarks-
kvóta listmenningarefnis – þó ekki
væri nema í útvíkkuðum skilningi
verðmætasköpunar. Enda er frjálst
val einstaklings ávallt háð vitneskju
af því sem til er.
Finnist einhverjum grasið grænna
handan girðingar, þarf hann sem
sagt fyrst að koma auga á það. Að
öðrum kosti er sjálfstæður smekkur
hans ofurseldur ytri öflum!
Nýárskveðja
„Sígild“ tónlist á ekki aðeins við
fremstu verk gömlu meistaranna,
heldur einnig um aðra tónlist sem
náð hefur að lifa margar kynslóðir,
svo sem sígræn „evergreens“ og
ódauðleg þjóðlög. Þau endast eink-
um í krafti gæða þegar hið lakara
gleymist, og er síun tímans á kjarna
frá hismi því nokkuð traustverður
mælikvarði.
Annar, þótt skammlífari sé, væri
fjöldi mismunandi útsetninga eða
„ábreiðna“ ólíkra flytjenda – t.d. á
Bítlalögum, þar sem vekur eftirtekt
hvað lagrænustu slagararnir endur-
birtast í ólíklegustu gerðum; m.a.s.
fyrir kór eða sinfóníuhljómsveit.
Hvað er svo verið að fara með
þessum fullyrðingum? Ekkert annað
en að tónlistin – hin ósýnilega „list
listanna“ – er að mínu og margra viti
helzta hjálparhella mannskepnunnar
á öllum tímum, súrum sem sætum.
„Trösterin“ eða huggun harmi gegn
– og hvatning til frekari dáða jafnvel
þegar bezt lætur. Hvað þá í yf-
irstandandi pestarplágu.
Nefna mætti að vísu hitt og þetta
hlustáreiti í seinni tíð úr hérlendum
ljósvaka sem kalla mætti miður upp-
lyftandi, svo sem furðuslaka bak-
grunnsmúsík á jafnvel ofurstyrk
undir áhugavert talefni, skringileg
„hljóðtjöld“ af t.d. götuóeirðum eða
veðurofsa (m.a.s. í miðjum frétta-
lestri!) og gatslitnum einkennis-
stefjum annars ágætra útvarps-
þátta. En öll eru þau eflaust
aukaeinkenni froðuvæðingar dags-
ins, og kannski líka vísbending um
afbakaða æskudýrkun vestrænnar
hagnaðarhyggju yfirleitt, sem von-
andi hrekkur úr tízku þegar fram í
sækir.
Til gleðiaukandi mótvægis ber að-
eins að hvetja sem flesta landsmenn
til að leita ögn út fyrir ramma staðar
og stundar, opna hlustir fyrir jafnt
gömlu sem nýju – og syngja eða spila
af kappi, sér og öðrum til ánægju en
eymdarástandi til háðungar.
Gleðilegt nýár!
»… tónlistin – hinósýnilega „list
listanna“ – er að mínu
og margra viti helzta
hjálparhella mann-
skepnunnar á öllum tím-
um, súrum sem sætum.
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Fitueyðing
Eyðir fitu á erfiðum svæðum
Laserlyfting
Háls- og andlitslyfting
NÝTT ÁR –
NÝMARKMIÐ
Frábær tilboð og fleiri meðferðir í vefverslun okkar!
TILBOÐ
20%
afslátturí janúar