Morgunblaðið - 14.01.2021, Qupperneq 59
MENNING 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021
helstu klisjur um hvað það feli í sér
að vera miðaldra. „Tónlist úr smiðju
leikhópsins er fyrirferðarmikil í sýn-
ingunni og leikararnir bregða sér
hlutverk tuga persóna þess á milli
sem þeir syngja og dansa.“
Spurð hvað fram undan sé hjá
Leikfélagi Akureyrar upplýsir
Marta og æfingar séu hafnar á Bene-
dikt búálfi eftir Ólaf Gunnar Guð-
laugsson í leikstjórn Völu Fannell.
„Þetta er viðamesta sýning leikárs-
ins sem við hlökkum mikið til að
sýna,“ segir Marta og tekur fram að
frumsýningu hafi verið frestað um
mánuð vegna kófsins, en nýr frum-
sýningardagur er í byrjun mars.
„Við erum með mjög flottan leik-
hóp,“ segir Marta, en auk Árna Bein-
teins sem leikur titilhlutverkið taka
meðal annars þátt Þórdís Björk Þor-
finnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason,
Hildur Guðnadóttir og Kristinn Óli
Haraldsson, sem er betur þekktur
sem Króli.
„Við erum ótrúlega heppin að hafa
skipulagt barna- og fjölskyldusýn-
ingu á þessum tíma, því miðað við
núverandi samkomutakmarkanir er
auðveldara að sýna fyrir barna-
fjölskyldur þar sem fjarlægðar-
takmarkanir gilda ekki fyrir yngstu
áhorfendurna,“ segir Marta sem
bindur vonir við að hægt verði að
sýna Benedikt búálf fram á vor. „Þá
erum við að láta okkur dreyma um
að fara í leikferð með Fullorðin.“
Kynið skiptir sjaldnast máli
Ekki er hægt að sleppa Mörtu án
þess að forvitnast nánar um nálgun
hennar á Skugga-Svein sem hún
mun sjálf leikstýra, en komið hefur
fram að Ólafía Hrönn Jónsdóttir
muni leika titilhlutverkið. „Í gamla
daga léku karlmenn öll hlutverkin í
Skugga-Sveini þannig að það hefði
hæglega verið hægt að snúa þessu
við og láta bara konur leika öll hlut-
verkin í dag. Það hefur verið gert t.d.
með verk Shakespeare. Í mínum
huga snýst þetta um að finna rétta
leikarann í titilhlutverkið og þar er
ég ekki að horfa til kynsins heldur
fremur persónugerðar. Skugga-
Sveinn er bara manneskja, þannig
þarf Ólafía hvorki að leika karl eða
konu, bara manneskju. Ólafía Hrönn
býr yfir ákveðnum elementum sem
þjóna þessari persónu vel. Hún er
mikill húmoristi á sama tíma og hef-
ur sterka jarðtengingu. Hún er mjög
tilfinningarík og á auðvelt með að
fylla allt sviðið með nærveru sinni
auk þess sem hún er hörkusöngvari,
en Skugga-Sveinn syngur nokkur
lög. Ólafía Hrönn er í einu orði sagt
bara stórkostlegur listamaður,“ seg-
ir Marta og bætir við að sér finnist
gaman að geta boðið leikkonu sem
komin er yfir miðjan aldur gott hlut-
verk. „Skugga-Sveinn er stórt og
flott hlutverk sem nokkrar af okkar
bestu leikkonum á miðjum aldri geta
auðveldlega leikið,“ segir Marta og
tekur fram að það sé ekkert
leyndarmál að þegar horft sé til leik-
bókmenntanna sé tilfinnanlegur
skortur á flottum hlutverkum fyrir
leikkonur sem komnar eru á miðjan
aldur. Með því að festa sig ekki um
of við kyn hlutverkanna megi aftur á
móti fjölga hlutverkum fyrir leik-
konur á besta aldri. „Í fæstum hlut-
verkum skiptir kynið málið. Þegar
öllu er á botninn hvolft eru þetta
bara manneskjur.“
Getur þjóðin enn speglað
sig í Skugga-Sveini?
Aðspurð segir Marta að sig hafi
lengi langað að leikstýra Skugga-
Sveini. „Þetta er eitt þekktasta leik-
ritið sem við eigum og mest leikna í
gegnum tíðina. Þetta verk á stóra
hlutdeild í okkar þjóðarvitund. Mér
fannst því áhugavert að skoða verkið
með tilliti til þeirra breytinga sem
samfélagið hefur gengið í gegnum.
Er þetta verk enn að tala til okkar í
dag eða er mögulega ekkert eftir af
þeirri þjóð sem gat speglað sig í
þessu verki fyrr á tímum? Mig lang-
ar þannig að finna þessu verki farveg
sem talar til samtímans,“ segir
Marta sem í leikstjórnarverkefnum
sínum á síðustu árum hefur reglu-
lega tekið þjóðararfinn til skoðunar.
Má í því samhengi nefna uppfærslu
leikhópsins Aldrei óstelandi á Fjalla-
Eyvindi eftir Jóhann Sigurjónsson
og Ofsa sem byggist á Sturlungabók
Einars Kárasonar.
Að lokum má nefna að yfirstand-
andi leikári Leikfélags Akureyrar
lýkur í vor með frumsýningu á
Krufningu á sjálfsmorði eftir Alice
Birch í þýðingu Sölku Guðmunds-
dóttur og leikstjórn Mörtu, en um er
að ræða samstarfsverkefni Leik-
félags Akureyrar við Þjóðleikhúsið
og Listaháskóla Íslands þar sem út-
skriftarnemar af leikarabraut skól-
ans leika.
Eldheitt breskt leikrit
„Við ákváðum að fara í sambæri-
legt samstarf og fyrir tveimur ár-
um,“ segir Marta sem leikstýrði út-
skriftarnemum LHÍ vorið 2019 í
Mutter Courage eftir Bertolt
Brecht. Aðspurð segist Marta mjög
spennt fyrir verki Birch, sem hún
segir „eldheitt“ og skemmtilega
ólíkt síðasta útskriftarverkefni LHÍ.
„Við Steinunn Knútsdóttir [þáver-
andi forseti sviðslistadeildar LHÍ],
Hrafnhildur Hagalín og Halldóra
Geirharðsdóttir lásum fjölda verka
áður en við fundum þetta breska
leikrit sem er æðislegt. Það er mjög
spennandi að Listaháskólinn sé að
takast á við svona nýtt og ferskt
verk sem er bæði mjög vel skrifað
og talar með sterkum hætti inn í
samtímann. Á sama tíma er þetta
mjög krefjandi verk fyrir hópinn þar
sem það er tæknilega mjög krefj-
andi,“ segir Marta. Líkt og fyrir
tveimur árum verður uppfærslan
frumsýnd í Samkomuhúsinu á Ak-
ureyri og í framhaldinu sýnd í
Reykjavík á sviði Þjóðleikhússins.
Aðspurð segist Marta þegar farin
að leggja drög að næsta leikári
Leikfélags Akureyrar. „Við stefnum
að því að Skugga-Sveinn verði fyrsta
frumsýning leikársins í haust. Ég er
með ýmsar hugmyndir fyrir næsta
leikár, en auðvitað verður að spila
hlutina eftir því hvernig gengur með
heimsfaraldurinn,“ segir Marta og
tekur fram að kófið kalli á ákveðið
æðruleysi. „Maður verður að vera
bæði lausnamiðaður og tilbúinn að
sleppa tökum af fyrri áætlunum og
laga sig að nýjum aðstæðum,“ segir
Marta að lokum. Allar nánari upp-
lýsingar um næstu sýningar á Full-
orðin og miðasala er á mak.is.
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Gleði Leikararnir og höfundarnir Vilhjálmur B. Bragason, Birna Pétursdóttir og og Árni Beinteinn Árnason í
nútímarevíunni Fullorðin. Þau bregða sér í fjölmörg hlutverk í sýningunni sem byggist á sketsum og uppistandi.
Gjöf sem barst á réttum tíma
Leikfélag Akureyrar sýnir gamanleikinn Fullorðin Verkið kom í stað Skugga-Sveins sem
frestast um ár vegna heimsfaraldursins Marta Nordal segir að kófið kalli á ákveðið æðruleysi
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ætli það sé ekki best að lýsa þess-
ari sýningu sem hálfgerðri nútíma-
revíu um það að vera fullorðinn.
Þetta er sketsasýning í anda ára-
mótaskaupsins þar sem söngur og
dans er fyrirferðarmikill og margar
skemmtilegar persónur koma fyrir,“
segir Marta Nordal, leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar og annar
tveggja leikstjóra
gamanleiksins
Fullorðin sem
Leikfélag
Akureyrar hefur
tekið til sýninga.
Höfundar verks-
ins eru Árni
Beinteinn Árna-
son, Birna Pét-
ursdóttir og Vil-
hjálmur B.
Bragason, en þau fara jafnframt
með öll hlutverkin í sýningunni.
Marta leikstýrði í samvinnu við
Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur.
Ávallt haft mikla trú á því
sem er sjálfsprottið
Aðspurð segir Marta ekkert laun-
ungarmál að samkomutakmarkanir
síðustu mánaða hafa reynst töluverð
áskorun. „Það munar öllu fyrir okk-
ur hvort við megum vera með 50 eða
100 áhorfendur í sal á sýningum og
tveggja metra reglan er stærsta
áskorunin,“ segir Marta og jánkar
því að yfirstandandi leikár hafi tekið
töluverðum breytingum út af heims-
faraldrinum. „Þannig var ætlunin að
frumsýna Skugga-Svein eftir
Matthías Jochumsson í nóvember,
en 18. nóvember 2020 voru liðin 100
ár frá því að skáldið lést. Sú sýning
átti að vera það fjölmenn að við
treystum okkur ekki til að æfa og
sýna hana meðan kófið ríkir og
frestuðum henni því um ár,“ segir
Marta og rifjar upp að um svipað
leyti og sú ákvörðun hafi verið tekin
hafi Vilhjálmur og Birna komið að
máli við hana og viðrað hugmyndina
að sýningunni Fullorðin.
„Mér leist strax vel á þessa hug-
mynd þeirra sem þau voru byrjuð að
vinna handritið að,“ segir Marta og
bendir á að þannig megi segja að
Fullorðin hafi í raun leyst Skugga-
Svein af hólmi þetta árið. „Mér
fannst mikill kostur að geta á tímum
heimsfaraldurs boðið áhorfendum
upp á sýningu sem léttir lundina,“
segir Marta og tekur fram að hún
hafi ávallt mikla trú á öllu því sem sé
sjálfsprottið. „Þegar listamenn
koma með hugmynd sem þeim ligg-
ur á hjarta þá er það alltaf góðs viti,
því þá kemur þetta frá réttum stað,“
segir Marta og tekur fram að Full-
orðin hafi þannig verið mikilvæg
gjöf sem barst á hárréttum tíma.
Spurð um valið á Heklu sem leik-
stjóra uppfærslunnar segir Marta:
„Hekla lauk námi af sviðshöfunda-
braut Listaháskóla Íslands og hefur
starfað með Improv Ísland og verið í
uppistandi. Fullorðin byggist að
miklu leyti á spuna og því langaði
mig að fá inn í sýninguna ungan og
ferskan leikstjóra,“ segir Marta og
tekur fram að upphaflega hafi staðið
til að frumsýna Fullorðin í október.
„Vegna samkomutakmarkana þurft-
um við að fresta frumsýningunni og
þá var Hekla upptekin í annarri
vinnu og hafði ekki tök á að klára
vinnuferlið þannig að ég tók við leik-
stjórakeflinu,“ segir Marta og legg-
ur áherslu á að Hekla hafi unnið
mestalla grunnvinnuna.
Dreymir um leikferð í vor
„Viðtökurnar hafa verið mjög
góðar og mikið hlegið, enda þekkir
allt miðaldra fólk sig mjög vel í að-
stæðum verksins,“ segir Marta og
tekur fram að unnið sé með allar
Marta Nordal
Rúmteppi 140x250 cm 9.890,-
Rúmteppi 240x250 cm 14.990,-
Rúmteppi 260x250 cm 15.990,-
Púði 40x60 cm 7.790,-
Púði 50x65 cm 8.990,-
RÚMTEPPI & PÚÐAR
Margir litir
KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS