Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.01.2021, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2021 Þetta er löng bók og fjallarum flugslys í Færeyjum 26.september 1970 er FokkerF-27 flugvél Flugfélags Ís- lands, TF-FIL, brotlenti á Mykinesi, vestustu ey Færeyja, með 34 innan- borðs, 30 farþega og fjögurra manna áhöfn; raunar 35 því önnur flug- freyjan var barnshafandi. Átta manns fórust; eini Íslending- urinn meðal þeirra var flug- stjórinn, Bjarni Jensson. Bókinni er skipt í fjóra hluta og eru heiti þeirra lýsandi, I. Slysið, II. Vitnis- burðir [nokkurra sem komust lífs af], III. Eftirmál, IV. Viðaukar, m.a. sætaskipan í vélinni og tæknilegar upplýsingar um hana, skrá um björgunarfólk og íbúa í Mykinesþorpinu sem hlúðu að eftir- lifendum o.fl. Þetta er einkar læsileg bók fyrir þá sem áhuga hafa á hrakfallasögum og slysförum þar sem reynir á dug og dirfsku að ystu þolmörkum. Lengi skal manninn reyna; stíllinn þó hóg- vær sem er kostur. Í ljósi þess hvern- ig bókin er byggð upp eru nokkrar endurtekningar og víða er vísað milli kafla. Frásögnin dregur greinilega fram það sem vitað er en gleymist oft að engir tveir líta atburði sömu aug- um þótt báðir hafi á vettvangi verið. Sagan sýnir skilmerkilega að þeir sem sluppu skást frá brotlending- unni sýndu einstakt æðruleysi og dug eins og björgunarmenn þótt þeim hafi láðst að blása upp björg- unarbáta og nota þá sem tjöld í kalsaveðrinu í klettahlíðum Myki- ness. Björgunarmenn áttu ekki greiða leið til eyjarinnar. Ekki er bátum þar lendandi nema í góðu veðri og vissum áttum; þetta vita þeir sem lesið hafa snilldarskáldsöguna Barböru eftir Jörgen Frantz Jacobsen sem höf- undar benda á. Björgunarmenn fóru á trillum og danska varðskipið Hvíta- björninn var einnig við eyna. Menn lögðu sig í mikla hættu með því að sigla upp að björgum því höfnin var ófær, notuðu gúmbát sem stuðpúða og voru síðan hífðir upp 20-30 m hátt bjargið og gengu svo upp í nokkrum hópum til leitar að flakinu. Ekki viðr- aði til þyrluflugs. Allt er þetta hetju- leg frásögn og sögð án æsilegra til- þrifa umfram það sem beinlínis felst í slíkri atburðarás. Aðkoman var vita- skuld hryllileg og verður ekki lýst hér. Margar myndir fylgja frá slys- stað og renna nokkuð saman fyrir sjónum lesanda en hverri þeirra fylgir texti sem tengist frásögninni. Nú eru liðin 50 ár frá slysinu og þau kurl komin til grafar sem á ann- að borð eru kunn. „Alls fundust 178 beinbrot meðal þeirra sem voru í flugvélinni. Hjá 88 prósentum voru staðfest brot eða sprungur í hryggjarliðum. Þetta gerðist hjá öll- um sem létust og hjá 85 prósentum þeirra er komust lífs af“ (358-9). Bók- in sýnir svart á hvítu að eftir slys skal aðgát höfð í nærveru sálar. Hörmulega misvísandi og rangar fréttir í fjölmiðlum, ótímabærar, eru víti til að varast. Örnefni í Færeyjum eru þýdd eftir því sem við á. Sørvágur heitir Saur- vogur í bókinu en ég hef vanist þýð- ingunni Suðurvogur, sbr. Miðvogur á svipuðum slóðum. Óskiljanleg prent- villa er á bls. 352 þar sem minning- argrein um Bjarna flugstjóra er sögð hafa birst í október 1967, þremur ár- um áður en hann lést; skrifast á rit- stjóra útgáfunnar. Minnisstæð er greinargerðin um ferjuflug þyrl- unnar á Hvítabirninum þegar stór- slasað fólk var flutt til Þórshafnar í vitlausu veðri, hinir farþegarnir um borð í skipið. Það flokkast sem af- reksverk. Undir lokin er falleg frá- sögn af minningarathöfn um hina látnu sem haldin var á slysstaðnum þegar 40 ár voru liðin frá þessum af- drifaríka atburði. Martröð Flak Fokker Friendship-vélar Flugfélags Íslands í þoku og rigningu í stórgrýtisurðinni undir Knúkstindi rétt eftir slysið á Mikinesi. Björgunarafrek eftir brotlendingu Sagnfræði Martröð í Mykinesi – Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970 bbbbn Eftir Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson. Ugla 2020. Innbundin, 413 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Magnús Þór Hafsteinsson Grækaris Djurhuus Magnussen Ritstjóri Lærdómsrita Bók-menntafélagsins, JónÓlafsson, lýsir þessari at-hyglisverðu og umtöluðu bók vel í eftirmála, þegar hann segir Dýralíf Johns M. Coetzees vera „til- raun til að nálgast spurningar um stöðu dýra gagnvart samfélagi manna í skálduðu fræðasamfélagi“. Því þegar suður- afríska rithöfund- inum heims- kunna, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2003, var árið 1997 boðið að flytja hina árlegu „Tanner- fyrirlestra um lífsgildi manna“ við Princeton-háskóla í Bandaríkj- unum, þá flutti hann ekki hefð- bundna fræðilega fyrirlestra um um- fjöllunarefnið sem hann valdi, stöðu dýra gagnvart mönnum, heldur las upp í fyrirlestrunum tveimur tvær skáldaðar en tengdar sögur um við- fagnsefnið. Þessar smásögur Coetzees eru meginuppistaða bókarinnar en í henni eru einnig andmæli eða við- brögð fjögurra fræðimanna við fyrir- lestrunum; dýrasiðfræðingur, líf- fræðingur, mannfræðingur og trúarbragðafræðingur skrifa og bæta áhugaverðum röddum við verkið. Þá var afar vel til fundið að fá Gunnar Theodór Eggertsson til að skrifa innblásinn og fróðlegan inn- ganginn en doktorsritgerð hans í bókmenntafræði fjallar um veraldir dýra og gjörþekkir hann efnið, „menningarlega dýrafræði“ eða „manndýrafræði“, þá nýju og vax- andi fræðigrein. Gunnar segir þessa bók hafa verið miðlæga á því sviði síðan hún kom út „enda er skír- skotun bókarinnar – rétt eins og fræðigreinarinnar – víðtæk“. Segir Gunnar líka, réttilega, að um leið og „dýralíf“ séu gerð að umfjöllunarefni megi vænta þess að langt og flókið ferðalag sé fram undan. Umfjöll- unarefnið er snúið og marglaga – hvaða rétt höfum við menn til að mynda til að ala dýr og eiga, drepa þau og borða? – og blandast margar fræðigreinar inn í umræðuna enda „koma dýr við sögu á flestum ef ekki öllum sviðum mannlegrar tilvistar“. Sögur Coetzees, „Heimspeking- arnir og dýrin“ og „Skáldin og dýr- in“, fjalla báðar um fullorðinn ástr- alskan rithöfund, Elísabetu Costello, sem boðið er til Bandaríkjanna að flytja tvo fyrirlestra í virtri fyrir- lestraröð við ímyndaðan háskóla. Í stað þess að tala um bókmenntir, eins og gert hefur verið ráð fyrir, tal- ar Costello um réttindi dýra og dýra- siðfræði. Sonur Costello er prófessor við háskólann þar sem hún flytur fyrirlestrana og þeim tengdadótt- urinni kemur illa saman. Í sögunum segir af erfiðum samskiptum þre- menninganna, höfundarins, sonarins og tengdadótturinnar. Við „heyrum“ hluta fyrirlestra Costello, gegnum upplifun sonarins, og þá koma fram ýmsar skoðanir annarra og andmæli við því sem Costello hefur fram að færa, meðal annars í boði ráðamanna í háskólanum henni til heiðurs. Eins og Gunnar Theodór bendir á þá veltir Coetzee í sögunum, í gegn- um Costello, sögupersónu sína, upp ýmsum málum dýrasiðfræðinnar í stað þess að halda hefðbundinn fyr- irlestur. „Og með því náði hann að fanga athygli umheimsins á allt ann- an hátt en dýrasiðfræðingar og aktívistar sem hafa fjallað um mál- efni dýra árum saman.“ Gunnar bendir líka á að þótt venjulega sé vafasamt að fullyrða eitthvað um skoðanir höfundar út frá sögu- persónum hans, þá sé vissulega freistandi að gera slíkt með Coetzee og Costello. Rýnir hefur lengi haft þá skoðun að vandaður, markviss skáldskapur sé iðulega áhrifameiri leið til að koma bæði veruleika og skoðunum á framfæri en til að mynda fræðileg skrif eða heimspeki. Og það er einmitt leiðin sem Coetzee fer, með snjöllum hætti. Aðferð Coetzees við að fjalla um málefni dýra kallar á athyglisverð og ólík viðbrögð fræðimannanna. Kunn- ur dýrasiðfræðingur, Peter Singer, fer til að mynda sömu leið og lætur skáldaða útgáfu af sjálfum sér gagn- rýna Coetzee fyrir að fela sig á bak við skáldskap og „halda sig í fjar- lægð frá röksemdunum“. Og mann- fræðingurinn Barbara Smuts lýsir með fallega athyglisverðum hætti reynslu sinni af „mennsku“ bavíana sem hún vann lengi með úti í nátt- úrunni og einnig hundsins síns. Hún segir reynslu sína hafa sannfært sig um að „takmarkanirnar sem við rek- um okkur flest á í samskiptum við önnur dýr endurspegli ekki ann- marka þeirra, eins og við gerum oft- ast ráð fyrir, heldur þröngsýni okkar um hver þau eru og hvers konar tengsl við getum myndað við þau“. Þessi bók er athyglisvert framlag í umræðuna um „notkun“ okkar manna á dýrum, nú þegar þeim fer sífellt fjölgandi sem hafna neyslu dýraafurða af nokkru tagi og telja slíkt siðferðislega rangt. Sem er skiljanlegt sjónarmið og kallar á að við sem samþykkjum að dýr sem deila jörðinni með okkur séu alin til þess eins að við borðum þau og nýt- um af þeim hræin getum skýrt og réttlætt afstöðu okkar í þeim efnum. Morgunblaðið/Frikki Íhugull Bók nóbelshöfundarins J.M. Coetzee er „athyglisvert framlag í umræðuna um „notkun“ okkar manna á dýrum“, skrifar gagnrýnandinn. Um samskipti manna og dýra Manndýrafræði Dýralíf bbbbb Eftir J.M. Coetzee. Gunnar Sigvaldason og Katrín Jakobs- dóttir þýddu. Gunnar Theodór Eggertsson ritar inn- gang. Umþenkingar eftir Marjorie Garber, Peter Singer, Wendy Doniger og Barböru Smuts. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins, HÍB, 2020. Innbundin, 206 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn                     í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar  !  "!#$ á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af  % WorkPlus Strigar frá kr. 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.