Morgunblaðið - 22.01.2021, Side 2

Morgunblaðið - 22.01.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Heilbrigðisráðuneytið telur koma til greina að hefja skimanir fyrir krabbameinum í endaþarmi og ristli í einhverjum mæli á næsta ári. Krabbameinsfélagið sagði í frétta- tilkynningu 11. janúar að krabba- mein í ristli og endaþarmi væru á meðal algengustu meina hér á landi, annað algengasta meinið hjá körlum og það þriðja algengasta hjá konum. Í hverri viku deyi 1-2 einstaklingar vegna þessara meina. „Ísland er nú þegar eftirbátur annarra Norðurlandaþjóða þegar kemur að skimunum fyrir krabba- meinum í endaþarmi og ristli,“ sagði m.a. í tilkynningunni. Félagið sagði að verkefnið hefði þegar verið und- irbúið og lagði það áherslu á að það kæmist þegar í framkvæmd. Morgunblaðið sendi heilbrigðis- ráðuneytinu fyrirspurn um hvar þetta verkefni væri á vegi statt og barst svohljóðandi svar í gær: „Kostnaðarmat liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að því verði lokið áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Landlæknir skilaði tillögum skimunarráðs til heilbrigðisráðuneytisins í október síðastliðnum þar sem m.a. er fjallað um skimanir fyrir krabbameinum í endaþarmi og ristli. Eins og þar kemur fram eru lagðar til útfærslur sem bjóða upp á að innleiða þessar skimanir í áföngum. Heilbrigðis- ráðuneytið telur því koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Í fjárlögum þessa árs eru verkefninu tryggðar 70 milljónir króna sem gætu nýst til undirbún- ings, t.d. vegna tækjakaupa.“ Í leiðbeiningum landlæknis um slíkar skimanir mælir hann með því að „lýðgrunduð skimun hefjist á aldrinum 60-69 ára hjá þeim sem eru ekki í sérstakri áhættu. Skimað verði með leit að duldu blóði í hægðum á tveggja ára fresti. Ef blóð finnst verði gerð fullkomin ristilspeglun.“ Þá er gert ráð fyrir að auka aldurs- bilið í 50-74 ára að fenginni reynslu af 60-69 ára hópnum. gudni@mbl.is Mögulega skimað 2022  Skimanir fyrir krabbameinum í endaþarmi og ristli ef til vill innleiddar í áföngum  Ísland sagt eftirbátur annarra Freyr Bjarnason Guðrún Hálfdánardóttir Vatnsleki sem kom upp í Háskóla Íslands í fyrrinótt er einn sá mesti sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæð- inu hefur þurft að takast á við um árabil. Mikið tjón varð á byggingum Háskólans og ljóst er að starfsemi skólans mun raskast töluvert á næstunni. „Það hefur orðið gríðarlegt tjón á mannvirkjum og húsbúnaði,“ segir Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda og tæknisviðs Háskóla Íslands. Hann segir að vatn hafi flætt inn í kjallara og jarðhæðir og kjallarar fyllst af vatni. „Þar skemmist allt sem fyrir verður sem þolir ekki vatn. Veggir líka,“ segir hann. Talið er að tjónið í Háskóla Ís- lands nemi hundruðum milljóna króna. Rétt fyrir klukkan eitt í fyrrinótt kom upp stór kaldavatnsleki í loka- húsi vatnsveitu sunnan við aðal- byggingu Háskólans. „Lekinn stóð í 75 mínútur, var um 500 l/s og runnu alls út um 2.250 tonn af vatni. Skýringin á þessu mikla vatnsmagni er sú að stofnæð- in sem fór í sundur er stór enda er hún ein af meginflutningsæðum á köldu vatni fyrir Vesturbæ Reykja- víkur. Unnið hefur verið að endur- nýjun hennar, sem og öðrum Veitu- lögnum á Suðurgötu, undanfarið,“ sagði í tilkynningu frá Veitum í gær þar sem tjónið í HÍ og afleiðingar þess fyrir nemendur, starfsfólk og aðra var harmað. Fram kemur í til- kynningu að nákvæm greining á at- vikinu sé hafin og að kappkostað verði að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Fulltrúar vátryggingarfélags Veitna skoðuðu aðstæður í gær. Slökkvilið brást skjótt við og var hafist handa við að dæla út vatni. Þurfti að fá aukadælur til að aðstoða við að dæla upp úr kjöllurum. Slökkvilið lauk störfum í HÍ um miðjan dag í gær. Tvær stöðvar þess höfðu þá verið að störfum frá því rétt eftir miðnætti. Vatn flæddi inn í aðalbygginguna, Lögberg, Árnagarð, Gimli og Há- skólatorg. Undirgöng liggja frá Há- skólatorgi að Veröld Vigdísar. Vatn flæddi inn í göngin en það náði ekki í Veröld Vigdísar þar sem gólfið hallast upp á við að síðarnefnda hús- inu. Í tilkynningu frá Jóni Atla Bene- diktssyni, rektor HÍ, kemur fram að öll kennsla sem hafi farið fram í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði rafræn í kjölfar vatnstjónsins. Jarðhæð í Gimli verði ónothæf næstu mánuði og það sama gildi um fyrirlestrasali á jarðhæð Háskóla- torgs. „Það er gríðarlegt tjón, sérstak- lega í Gimli og á Háskólatorgi. Það þarf að fara vandlega yfir hvernig starfsemin verður í framhaldinu,“ sagði Jón Atli við mbl.is í gær. Tjónið í HÍ er „gríðarlegt“  Mikill vatnsleki í byggingum Háskóla Íslands í fyrrinótt  Starfsemi skólans mun raskast og tjón nemur hundruðum milljóna króna  Orsök lekans könnuð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flaumur Slökkviliðsmanna beið ærinn starfi við að dæla út vatni í bygg- ingum Háskólans í fyrrinótt. Hreinsunarstarf stóð yfir til kl. 14.30 í gær. Andrés Magnússon andres@mbl.is Stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra var dreift á Alþingi í gær, en þar er meðal annars lagt til auðlindaákvæði, um- hverfisákvæði og breytingar á emb- ætti forseta Íslands. „Ég er auðvitað ánægð með að frumvarpið sé komið fram og vonast til þess að geta mælt fyrir því á næstu dögum,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. „Þarna er tekið á mál- um, sem hafa verið rædd mjög lengi, eins og umhverfis- og náttúruvernd, nú og ákvæði um auðlindir í þjóðar- eign. Þar kemur mjög skýrt fram að þær megi ekki afhenda með varanleg- um hætti og að löggjafinn skuli taka afstöðu til gjaldtöku þegar um er að ræða nýtingu í ábataskyni. Ákvæðin eru skýr og afdráttarlaus og taka á málum, sem stjórnarskráin hefur hingað til verið þögul um.“ Sérstök umræða var í þinginu í gær um stöðu stjórnarskrármála að beiðni Birgis Ármannssonar, þingflokksfor- manns sjálfstæðismanna. Hann taldi aðferð forsætisráðherra skynsamlega með því að áfangaskipta verkinu og breyta aðeins því sem þyrfti að breyta. „Við stjórnarskrárbreytingar þarf að fara af meiri varfærni en við aðrar lagabreytingar […] tilraunastarfsemi og ævintýramennska í þeim efnum er ekki af hinu góða.“ Auðlindaákvæðin munu eflaust vera talsvert til umfjöllunar í meðför- um þingsins, en þó kunna umhverf- isákvæðin að reynast meiri ásteyting- arsteinn samkvæmt þingmönnum sem blaðið ræddi við. Breytingar á forsetaembætti Í tillögunum er jafnframt endur- skoðaður kafli um forseta og fram- kvæmdavald. Þar er m.a. lagt til að við forsetakjör verði viðhöfð forgangsröðunaraðferð, að kjör- tímabil forseta verði 6 ár og að hann megi ekki sitja nema tvö kjörtíma- bil samfellt. Ný aðferð við kosn- inguna leggst misvel í menn og ekki sjá allir þörfina á takmörkun á emb- ættissetu. Meiri deilur kunna hins vegar að rísa um að forseti fái allt frumkvæði við myndun ríkisstjórna, en þó ekki síður að þingrofsvaldið verði hjá hon- um en ekki forsætisráðherra eins og raunin hefur verið. Með því kynni for- setaembættið að blandast inn í stjórn- málin með afdráttarlausari hætti en verið hefur, einmitt þegar mestur hiti er í þeim. Þá er að finna í tillögunum ákvæði um íslenska tungu og táknmál, sem talið er að njóti víðtæks stuðnings. „Ég er ánægð með þessar tillögur og þykir þær góðar, en þær hafa vissulega verið mismikið ræddar á hinu pólitíska sviði,“ segir Katrín. „En ég tel mikilvægt að við ræðum þetta og bind vonir við góða og gagnlega umræðu um tillögurnar í þinginu.“ Vonast eftir góðri umræðu  Þingmannafrumvarp Katrínar Jakobsdóttur um stjórnarskrárbreytingar komið fram  Umdeild auðlinda- og umhverfisákvæði í tillögunum  Breytingar á kosningu og kjörtímabili forseta Íslands Birgir Ármannsson Katrín Jakobsdóttir Stefna Viðreisnar í stjórn- arskrármálum er óbreytt, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins. Hann vilji gera skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni, ekki umbylta henni. Athygli vakti á þingi í gær, að Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lýsti sig fylgjandi „nýju stjórn- arskránni“, stjórnarskrár- frumvarpi stjórnlagaráðs. Stefnan óbreytt VIÐREISN Áfram er spáð snjókomu og vindi næstu daga á Norðurlandi og segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjór- anum á Norðurlandi eystra að af þeim sökum verði áfram í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og hættustig á Siglufirði með rým- ingum. Þá féll snjóflóð í Héðinsfirði, en ekki bárust tilkynningar um fleiri flóð. Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir hugarfar bæjar- búa á Siglufirði gott. „Hér býr fólk sem hefur lengið búið við þær að- stæður sem eru, þannig að fólk tekur þessu af æðruleysi og stillingu.“ Gert er ráð fyrir áframhaldandi samgöngu- truflunum til og frá bænum vegna snjóflóðahættunnar og segir Elías ein- angrunina vera hins vegar þungbær- ari nú en var fyrir hálfri öld og að fólki finnist ástandið vera óásættanlegt til lengri tíma. „En menn bera þetta.“ Varðskip Landhelgisgæslunnar, Týr, er úti fyrir Eyjafirði og verður til taks á meðan hættuástand varir. sgs@mbl.is Áfram hættustig á Siglufirði  Snjókomu spáð áfram á Norðurlandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.