Morgunblaðið - 22.01.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.01.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 Jakkaföt og skyrtur Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar Rúmföt og heimilisþvottur Kjólar og blússur Servíettu- og dúkaþvottur STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 • haaleiti@bjorg.is Ert þú með allt á hreinu 2020? Við tökum vel á móti herðatrjám og endurnýtum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Óráðlegt er að gefa dreifingu á ösku frjálsa hér á landi eins og stefnt er að í nýju frumvarpi Bryndísar Haralds- dóttur um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þetta er mat sýslumanns- ins á Norðurlandi eystra en embætt- ið fer með leyfisveitingar til dreif- ingar á ösku utan kirkjugarða. Eins og fram hefur komið felur frumvarpið í sér nokkrar breytingar, til að mynda þær að fallið verði frá núverandi fyrirkomulagi um varð- veislu og dreifingu á ösku utan kirkjugarða og heimilað verði að henni verði dreift án takmarkana og sérstaks leyfis. Í umsögn sýslumanns um frum- varpið segir að síðustu ár hafi um- sóknum um dreifingu ösku utan kirkjugarða fjölgað töluvert. Þær séu nú á bilinu 40-60 ár hvert og um það bil helmingur komi erlendis frá. Í þeim tilvikum komi aðstandendur með ösku hins látna hingað til að dreifa henni en oftast hafi viðkom- andi engin tengsl við landið. Sýslu- maður fellst á að rétt sé að endur- skoða reglur enda sé núverandi fyrirkomulag „flókið og seinlegt“ og byggist á óljósum matsreglum. Þá hafi viðhorf í samfélaginu breyst frá lagasetningunni árið 2002. Sýslumaður getur þess að útlend- ingar vilji oft fá að dreifa ösku ást- vina á vinsælum ferðamannastöðum, svo sem yfir Gullfoss, undir Selja- landsfossi, við Geysi í Haukadal og við stuðlabergið í Reynisfjöru eða á svæðum í einkaeign. „Líta verður svo á að dreifing ösku látinna sé jafnan persónuleg athöfn og ef hún fer fram innan um marg- menni, eins og oft er á vinsælum ferðamannastöðum, verður að ætla að það geti valdið viðstöddum nokkr- um óþægindum,“ segir í umsögninni. Að síðustu nefnir sýslumaður að hér á landi séu strangar reglur um lík- brennslu svo ljóst sé að aðeins aska verði eftir en engar jarðneskar leif- ar. Ekki sé hægt að tryggja slíkt komi aska að utan. Að þessu sögðu telur sýslumaður rétt að dreifing ösku verði áfram háð leyfisveitingu eða fari eftir nánari fyrirmælum. Dreifa ösku við Gullfoss og Geysi  Sýslumaður telur að veita þurfi leyfi  Ösku útlendinga ósjaldan dreift hér Morgunblaðið/Árni Sæberg Gullfoss Útlendingar vilja dreifa ösku ástvina við vinsæla ferðamannastaði. Líkur eru á því að atvinnuleysi vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins bitni meira á fámennari sveitarfélögum og þeim sem eru langt frá stærstu mörkuðunum. Er því líklegt að tekjur þeirra skerðist meira. Þetta kemur fram í skýrslu Vífils Karlssonar, hagfræðings hjá Sam- tökum sveitarfélaga á Vesturlandi, í Hagvísi Vesturlands. Vífill skoðar horfur um atvinnu- leysi og áhrif á tekjur sveitarfélag- anna á Vesturlandi út frá reynslutöl- um eftir fall bankanna árið 2008. Hann tekur fram að aðstæður séu að sumu leyti ólíkar en þó komi fram rökrétt mynstur. Fyrst skal nefna að líkur eru tald- ar á að áhrifin til skemmri tíma verði vægari en til lengri tíma litið. Stafar það af því að í mörgum sveitar- félögum flytja menn á brott ef þeir eru atvinnulausir. Það gerist ekki strax en magnar upp neikvæð áhrif atvinnuleysis á tekjur sveitarfélaga. Líkurnar á því eru mestar í fámenn- ari sveitarfélögum og þeim sem eru langt frá stærstu mörkuðunum eins og höfuðborgarsvæðinu. Af þessum sökum er hætt við að áhrif atvinnu- leysis á tekjur sveitarfélaga verði mest í slíkum sveitarfélögum. Samkvæmt þessu má búast við að tekjur Akraneskaupstaðar lækki minnst af sveitarfélögunum á Vest- urlandi og Borgarbyggðar næst- minnst. Hins vegar minnki tekjur Dalabyggðar mest. Erfitt er að setja tölur á þetta vegna þess hversu ólík kórónuveirukreppan er bankakrepp- unni á sínum tíma. Ólík þróun búferlaflutninga Vífill segir að vægi ferðaþjónustu og sjávarútvegs í atvinnulífi sveitar- félaganna hafi einnig áhrif. Nefnir að tekjur Snæfellsbæjar hafi hækkað í bankakreppunni þar sem laun sjó- manna hafi hækkað í kjölfar mikillar veikingar krónunnar. Hins vegar geti erfiðleikar ferðaþjónustunnar nú aukið á vanda sveitarfélaga sem mik- ið hafi stólað á þá grein en veiking krónunnar nú væg. Þá segir Vífill að ný þróun virðist í gangi um flutninga til og frá höfuðborgarsvæðinu. Í síð- ustu kreppu hafi straumurinn legið til höfuðborgarinnar eða útlanda en nú sé meira áberandi uppbygging í sveitarfélögum á Suðurlandi og víðar í kringum höfuðborgina. Þar muni sjálfsagt líka mikið um gjörólíka stöðu og þróun á fasteignamark- aðnum. helgi@mbl.is Bitnar meira á ein- angraðri byggðum  Kreppan hefur misalvarleg áhrif BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði áttu í gær fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótt- ur dómsmálaráðherra til að ræða til- lögur sem samtökin lögðu fram í síð- ustu viku, og sagt var frá í Morgun- blaðinu, um aðgerðir vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á veitinga- geirann. Hrefna Sverrisdóttir eigandi veit- ingastaðarins ROK á Skólavörðu- holti, og annar talsmaður samtak- anna, segir í samtali við Morgun- blaðið að samtökin hafi fengið góð viðbrögð frá ráðherra við tillögum sínum þó svo að „þetta liggi í raun hjá sóttvarnalækni“. „Við höfum ekki fengið bein við- brögð en þó mætt skilningi hjá ráða- mönnum um erfiða stöðu greinar- innar. Þá höfum við fengið nokkuð jákvæð viðbrögð við hugmynd okkar um endurgreiðslu virðisaukaskatts, svo við bindum vonir við að það verði skoðað af fullri alvöru“ segir Hrefna. Þrjú úrræði í boði Virðisaukaskattstillagan gerir ráð fyrir að hið opinbera hjálpi endur- reisn veitingageirans með skatta- ívilnunum í framtíðinni með tíma- bundinni endurgreiðslu virðisauka- skatts í tólf mánuði, frá júlí 2021 til júlí 2022, til að aðstoða greinina til viðspyrnu. Emil Helgi Lárusson, eigandi Serrano og annar talsmanna Sam- taka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir að veitingahús í Svíþjóð fái talsvert meiri hjálp frá yfirvöldum en þau íslensku. Emil Helgi kemur að rekstri 12 veitingastaða á Íslandi og fimmtán veitingastaða í Svíþjóð og Danmörku. „Í Svíþjóð, sem dæmi, eru þrjú úrræði í boði. Í fyrsta lagi hlutabætur sem fela í sér að hið opinbera greiðir 60% launa- kostnaðar. Þetta úrræði nýtist öllum starfsmönnum óháð starfshlutfalli þeirra meðan hér heima nýtist þetta einungis starfsmönnum í meira en 70% starfshlutfalli. Nú í vikunni voru þeir úti að bæta um betur og hækka hlutfallið í 80% fyrir janúar til mars.“ Í annan stað bjóðast styrkir til að aðstoða fyrirtæki með fastan kostn- að, s.s. leigu, rafmagn o.s.frv. að sögn Emils. „Þetta er útfært með einfaldri reikniformúlu sem tekur mið af tekjutapi og föstum rekstr- arkostnaði fyrirtækisins. Þriðja úr- ræðið er að veitt er lán í gegnum fjármálastofnun, sem Seðlabankinn ábyrgist að 75% hluta meðan rekstr- araðilinn útvegar tryggingar fyrir því sem eftir stendur. Svipað úrræði er vissulega í boði hérlendis en að- almunurinn felst í því að Seðlabank- inn ákveður vextina þar ytra meðan vaxtakjörin eru sett í hendur fjár- málastofnananna hér. Við höfum heyrt af afar fjörlegum vaxtatilboð- um þessu tengt hér heima.“ Emil segir einnig að bæði í Sví- þjóð og Danmörku séu viðmið við tekjutap umtalsvert lægri en á Ís- landi og þannig geti fleiri fengið að- stoð. Hér heima þurfi fyrirtæki að sýna fram á a.m.k. 40% tekjutap fyr- ir tekjufallsstyrk og a.m.k. 60% tekjutap fyrir viðspyrnustyrk. „Báð- ir styrkir eru svo tengdir við stöðu- gildi sem eðlilega hefur fækkað um- talsvert þegar 40-100% tekna eru tímabundið horfnar.“ Ræddu við ráðherra Morgunblaðið/Eggert Úrræði Sænsku hlutabæturnar fela í sér að ríkið greiðir 60% launa.  Veitingahús í Svíþjóð fái talsvert meiri hjálp frá yfirvöldum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.