Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 FASTEIGNASALA Nóatún 17 | 105 Reykjavík | valborg@valborgfs.is | Sími 419 7900 valborgfs.is Glæsilegar nýjar íbúðir í Fossvogsdal ogHraunbæ Óskumað ráða löggilta fasteignasala VERÐMETUM SAMDÆGURS ÓSKUMEFTIRÖLLUMGERÐUMEIGNAÁ SKRÁ FOSSVOGSDALUR HRAUNBÆR Tilbúnar til afhendingar! Örfáar íbúðir óseldar! Elvar Guðjónsson Viðskiptafræðingur Lögg. fasteignasali Sími 895 4000 elvar@valborgfs.is Þórður Heimir Sveinsson Lögmaður og lögg. fasteignasali Jónas Ólafsson Viðskiptafræðingur Sími 824 4320 jonas@valborgfs.is Gunnar Biering Agnarsson Nemi til löggildingar Sími 823 3300 gunnar@valborgfs.is María Sigurðardóttir Viðskiptafræðingur Lögg. fasteignasali Sími 820 1780 maria@valborgfs.is Allar upplýsingar veita: Skattfrjáls söluhagnaður SUMARHÚSAEIGENDUR Frá 1. janúar 2021 er hagnaður af sölu sumarhúsa skattfrjáls.* Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar. Skógarvegur 6-8 Íbúðakjarni með 69 íbúðum á 4 hæðum auk bílakjallara. Hraunbær 103 A, B og C Nýjar íbúðir fyrir 60+ Valborg óskar eftir að ráða löggilta fasteignasala. Frábær vinnuaðstaða og góður vinnuandi. Nánari upplýsingar veitir Elvar Guðjónsson, elvar@valborgfs.is *að ákveðnum skilyrðum uppfylltum Flestir stjórn- málaflokkar hafa gefið loforð fyrir kosningar um bætt kjör eldri borgara og kappkost- að að lýsa hlýjum hug til þeirra, sem lögðu grunn að uppbygg- ingu og hagsæld þessa lands. Reyndin er hins vegar sú, að kjör þeirra sem minnst hafa, eru skert mest, með líkum hætti og kjör öryrkja eru skert. Markvisst er komið í veg fyr- ir að lífskjör þessara hópa hækki í samanburði við laun og lífsgæði annarra í landinu. Loforð flokka í ríkisstjórnum undanfarin 12 ár um bættan hag, hafa reynst orðskrúð og markleysa. Skerðingarnar 1. Lífeyrisgreiðslur til eldri borg- ara eru skattlagðar sem almennar tekjur með allt að 45% skatti, þótt stór hluti af því fé, sem sjóðfélaginn á í viðkomandi lífeyrissjóði, hafi orðið til vegna vaxta og annarra hækkana fjármagns, og ætti því að skattleggjast sem fjármagnstekjur, þ.e. með 22% skatti. 2. Greiðslur frá Tryggingastofn- un ríkisins (TR) skerðast um 45% á móti lífeyrissjóðsgreiðslum umfram kr 25.000 á mánuði og vinnulaunum umfram kr. 100.000 á mánuði. Til viðbótar þeirri skerðingu á greiðslum frá TR, reiknast tekju- skattur á lífeyrisgreiðslurnar og vinnulaunin, þannig að skerðingin og skatturinn af greiðslum umfram frítekjumarkið geta numið allt að 81,9%. Hver er tilbúinn að vinna við þá ósanngirni gagnvart því sem ætti að vera grundvallaratriði hjá hverju lýðræðisþjóðfélagi; að fá að vinna til launa sér til bjargar frá fá- tækt og borga af því skatt eins og aðrir, en ekki til viðbótar með skerðingu, þannig að nær ekkert sé eftir? 3. Ofangreindar viðmiðanir um skerðingar hafa verið óbreyttar í fjögur ár. Þegar allt annað hækkar í gjöldum og launum eftir vísitölum og verðbólgu, þá ættu viðmið- unarfjárhæðir vegna frítekjumarks að hækka árlega miðað við það. Þessar óbreyttu skerðingar á greiðslum frá TR, eru því ekkert annað en lækkun á greiðslustöðu þessa fólks til lífsbjargar, þeirra sem minnst fá. 4. Ákvörðun um að skerða með sama hætti desemberuppbót og sumarorlof, sem TR greiðir til eldri borgara, var skerðing. 2008 var samið um að allir fengju þetta sem uppbót á laun, tryggingargreiðslur og bætur. Hverjum skyldi hafa dottið í hug við þá samninga, að skerðingum yrði viðhaldið árlega síðan? 5. Skattleysismörkin voru lækkuð um kr. 3.836 á mánuði, eins og reyndar var einnig gert á síðasta ári, í bæði skiptin án umfjöllunar, sem sannarlega bitnar mest á þeim sem minnst hafa og er því skerðing. Grunnlífeyrir hækkaði 1. janúar um 6,1% í kr. 266.033 á mánuði. Hækk- unin var skilgreind 3,6%, miðað við óskiljanlegan útreikning hækkunar, líklega frá 2019, að viðbættri 2,5% hækkun, sem sambærilegir hópar fengu að lágmarki, vegna sömu hækkana á föstum aukatekjum rík- issjóðs og sveitarfélaga 2021, sem voru þó víða hærri, svo sem á sorp- hirðugjöldum og póst- burðargjöldum. Hækk- un TR frá 1. janúar 2021 reyndist vera um kr. 10.000 á mánuði, sem eftir skattlagningu og með lækkuðum per- sónuafslætti skilja eftir af greiðslu TR, kr. 198.986, en hjá ein- stæðingum með heim- ilisuppbót kr. 245.270. Þannig er viðhaldið stefnu ríkisstjórna frá hruni 2008 að lækka árlega verð- gildi greiðslna TR og til viðbótar að viðhalda skattlagningu lágmarks- greiðslna til sárrar fátæktar. Hvernig getur það verið sanngjarnt samanborið við krónutöluhækkanir sem aðrir hafa notið árið 2020 eða við lífskjarasamninga þá og einnig þetta ár, ásamt öðrum launahækk- unum? Skerðingar á eldri borgara nema mörgum milljörðum á ári Samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn á Alþingi var meðalupp- hæð ellilífeyris og heimilisuppbótar árið 2017 kr. 241.250 á mánuði frá TR. Greiðslur þá án skerðinga hefðu kostað ríkissjóð 101,9 millj- arða, en ríkissjóður greiddi út 66,9 milljarða í ellilífeyri og heimilis- uppbót. Skerðingarnar spöruðu rík- issjóði því um 35 milljarða það ár. Þar af spöruðu skerðingarnar vegna lífeyrissjóðsgreiðslnanna lík- lega um 70% af þeirri upphæð eða um 24 milljarða. Hvað skyldi upp- hæðin hafa verið á síðasta ári, vegna áunninna réttinda eldri borg- ara, sem Alþingi með ólögum heim- ilar að séu teknar af lögbundnum sparnaði einstaklinga allt frá 1969? Getur verið að alþingismenn átti sig ekki á því hvernig kerfið er út- hugsað með öllum þessum skerð- ingum, sem verður að breyta með lögum, ef við viljum búa í réttarríki, þar sem sanngirni ríkir? Greiðslur frá TR Talið er að um 32 þúsund af um 43 þúsund eldri borgurum fái greiðslur frá TR. Lífeyrissjóðs- greiðslur og aðrar tekjur, sem skerða greiðslur TR eru stighækk- andi greiðslur frá kr. 0 upp í um kr. 540.000 á mánuði. Þeir sem fá hærri greiðslur, um 5 þúsund eldri borgarar, mynda þann hóp sem hækkar meðaltalið, þegar vitnað er um bætt kjör hjá eldri borgurum. Þá eru líklega ekki taldir með um 6 þúsund eldri borgarar sem fá greitt langt innan við lágmarksgreiðslur TR. Um helmingur þeirra er á elli- og hjúkrunarheimilum og annar helmingur án fullra réttinda til elli- lífeyris, s.s. innflytjendur og Íslend- ingar, sem hafa búið hluta ævi sinn- ar erlendis. Hvað um stöðu þeirra? Býr þessi hópur ef til vill einnig við skerðingar á greiðslum og þá með mikilli ósanngirni? Hví njóta 32 þús- und eldri borgarar ekki sanngirni? Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson » Þannig er viðhaldið stefnu ríkisstjórna frá hruni 2008 að lækka verðgildi greiðslna TR og til viðbótar að við- halda skattlagningu til fátæktar. Höfundur er formaður kjararáðs Fé- lags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Fyrir mannsöldrum, líklega í kreppunni milli styrjald- anna, tók fólk að streyma úr sveitunum á mölina, í leit að betra lífi, eins og sagt er. Menn fóru úr sveitinni og skildu kotin oft eftir til að þau færu í eyði eða þeir gátu selt fyrir kjallaraholu í hinni stóru Reykjavík, sem fór hraðvaxandi og eignaðist jafn- vel flugvöll. Aðkomufólkið úr strjálbýlinu var dálítið áttavillt í hamaganginum í borginni og saknaði heimahaganna. Það stofnaði því átthagafélög og kom saman og söng Blessuð sértu sveitin mín og rifjaði upp góðu dagana, þótt minn- ingarnar væru oft um mæðiveiki og rosasumur. Bæjaryfirvöld voru þó svo hugulsöm að færa sveitina dálítið til fólksins, og skírðu göturnar Fell og Hóla, Tún og Mela. Nú vilja yfirvöld á landsbyggðinni fá fólkið aftur og bjóða ódýrari lóðir og hreint loft. Sumir svara kallinu og gerast innflytjendur fyrir austan fjall. Nýjasta togaflið er ljósleiðari og bundið slitlag heim í hlað. Hvað verður um sveitakyrrðina? Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Þjóðflutningar, hina leiðina Blikur á lofti Hvað verður um sveitakyrrðina ef borgarfólk fer að flykkjast út á land? Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.