Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
✝ Guðrún Haf-steinsdóttir
fæddist í Brekku-
koti í Sveins-
staðahreppi 7. apr-
íl 1928. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Hömrum í
Mosfellsbæ 10. jan-
úar 2021.
Hún var dóttir
Soffíu Sigurð-
ardóttur, f. 22.4.
1908 í Vöglum í Vatnsdal, A-
Hún., d. 24.10. 2002, og Haf-
steins Jónassonar, bónda á
Njálsstöðum, f. 5.10. 1901 í
Hamrakoti í Svínadal, A-Hún.,
d. 11.6. 1975. Systkini Guð-
rúnar eru a) Jósefína, f. 1930,
m. Jóhannes Albertsson, d., b)
Sigurbjörg, f. 1931, d., m. Run-
ólfur Aðalbjarnarson, d., c)
Jónas, f. 1933, d., m. Anna
Guðmannsdóttir, d.
Eiginmaður Guðrúnar var
Páll Ingimundur Aðalsteinsson
kennari, f. 21.3. 1930 í Reykja-
vík, d. 3.10. 2012. Börn þeirra
eru:
1) Hafsteinn, f. 1952, m.
Lára Torfadóttir. Börn a) Guð-
rún Erna, m. Georg Krist-
insson, b. Andrea Dís Skúla-
dóttir, Alexander Breki og
Sara Björk, b) Jóhanna Rut, m.
Jón Ingi Jónsson, b. Lára Aðal-
björg, Jón Arnar og Andri
7) Gunnar Páll, f. 1961, m.
Ásta Pálsdóttir. Börn a) Páll,
b) Bjarni, m. Aníta Rut Hilm-
arsdóttir og c) Aðalsteinn Ari.
8) Snæbjörn, f. 1963, m. Þór-
dís Gísladóttir. Börn a) Vé-
steinn, m. Helen Elizabeth Ba-
teman, b. hans Lísa og b.
þeirra Eva og b) Jökull, m.
María Magnea Steingríms-
dóttir, b. Björk.
Guðrún ólst upp á Njáls-
stöðum í Vindhælishreppi, A-
Hún. Hún lauk landsprófi frá
Reykholtsskóla, stundaði nám
við Kvennaskólann á Blönduósi
og lauk kennaraprófi frá
Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands 1951, stundaði fram-
haldsnám við KHÍ, lauk stúd-
entsprófi frá MH, BA í
íslensku og cand.mag.-prófi í
íslenskum bókmenntum frá HÍ
1993. Hún var kennari við
Héraðsskólann í Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp frá 1952 til
1966 og Varmárskóla í Mos-
fellsbæ 1966-1998. Hún starf-
aði á Orðabók Háskólans um
skeið og var formaður Skóg-
ræktarfélags Mosfellsbæjar í
20 ár og er heiðursfélagi þess.
Guðrún tók saman Jóelsætt um
föðurættina og Nípukotsætt
um móðurættina. Guðrún var
virk í Kvenfélagi Lágafells-
sóknar.
Útförin fer fram frá Lága-
fellskirkju 22. janúar kl. 15.
Vegna aðstæðna verður aðeins
nánasta fjölskylda viðstödd.
Athöfninni verður streymt á:
https://youtu.be/VwpCIYGNS1g
Virkan hlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Karl og c) Snævar
Ingi, m. Vigdís
Hauksdóttir, b.
Björt og óskírður
sonur.
2) Bjarnveig, f.
1954, m. Ingimar
Valdimarsson, d.
Börn a) Jóhann
Páll, m. Álfheiður
Haraldsdóttir, b.
Freyja Bjarnveig
og Bríet Björk, b)
Kristinn Már, m. Hrafnhildur
Ólafsdóttir, b. Erla Marey,
Sara Eldey og Inga Bjarney og
c) Valdís.
3) Björk, f. 1955, m. Páll
Valdimarsson.
4) Hrönn, f. 1956, m. Magn-
ús L. Alexíusson. Börn a)
Brynja, m. Ingi Bogi Hrafns-
son, sonur óskírður, b. hans
Júlía Sól og Benedikta Frið-
semd og b) Sindri. Sonur
Hrannar er Kári Gunnarsson.
Dóttir Magnúsar er Ingibjörg,
m. Magnus Madsen, b. Felix.
5) Aðalsteinn, f. 1958, m.
Helga Grímsdóttir. Börn a)
Fannar Páll, b) Hlín Vala, m.
Þórir Guðlaugsson, b. Axel Ari
og c) Arnór.
6) Steinþór, f. 1960, m. Ás-
laug Guðjónsdóttir. Börn a)
Hildur, m. Völundur Jónsson,
b. Vigdís og b) Katrín, m.
Gökay Abay.
Í dag kveðjum við elsku
ömmu Guðrúnu okkar með með
hlýju og söknuði. Það er erfitt
að hugsa um ömmu án þess að
hafa afa með. Þau voru alltaf
saman og gerðu allt saman. Við
systkinin fórum mikið til afa og
ömmu upp í Bjarkarholt og eig-
um margar góðar og fallegar
minningar þaðan sem við erum
svo þakklát fyrir.
Amma var sannkallað
kjarnakvendi og afrekaði margt
í lífinu. Hún var aldrei verk-
efnalaus enda vön að hafa nóg
að gera eftir að hafa alið upp
átta börn. Amma lét verkin tala
og við munum ekki eftir henni
öðruvísi en að bardúsa eitthvað.
Hún skilur eftir sig þvílíkt
magn af fallegu handverki og
iðulega sat hún í gula stólnum
sínum þegar við kíktum á hana
og prjónaði eins og prjónavél.
Þær eru ófáar lopapeysurnar
sem hún prjónaði á okkur og
börnin okkar. Hún lét það ekki
stoppa sig þótt sjónin væri orð-
in léleg, prjónaði bara eftir
minni.
Amma og afi voru með stór-
an garð og voru þau öllum
stundum að hlúa að honum.
Líklega hafa fáir gróðursett
jafn mörg tré og þau. Það voru
alltaf næg verkefni í garðinum
og skemmtilegt að fá að hjálpa
til. Það var líka gaman að leika
sér í garðinum því hann var
einn stór ævintýraheimur. Þeg-
ar við komum í heimsókn átti
amma alltaf súkkulaðiköku eða
súkkulaðimola sem hún bauð
okkur upp á með kaffinu. Afi
hefur örugglega tekið vel á
móti ömmu, verið búinn að
baka pönnukökur og laga te.
Hvíl í friði elsku amma og
takk fyrir allt.
Guðrún Erna, Hanna
Rut og Snævar Ingi.
Fallin er frá Guðrún Haf-
steinsdóttir kennari. Guðrún
var mikill skörungur og kom
víða við í mosfellsku samfélagi
og er með henni horfinn á brott
merkur Mosfellingur. Guðrún
fluttist í Mosfellssveitina árið
1966 með manni sínum Páli Að-
alsteinssyni heitnum, ásamt 8
börnum þeirra. Hingað fluttist
fjölskyldan frá Reykjanesi við
Ísafjarðardjúp þar sem Guðrún
hafði verið kennari við Héraðs-
skólann frá árinu 1952.
Fljótlega eftir að þau hjónin
byggðu sér heimili í Bjarkar-
holtinu fóru þau að láta að sér
kveða í félagsmálum. Þau
gengu í Skógræktarfélag Mos-
fellshrepps árið 1968 en Guð-
rún varð síðar formaður félags-
ins frá 1983-2003. Guðrún lyfti
grettistaki í skógræktarmálum
Mosfellinga og árið 2006 fékk
Guðrún ásamt Páli eiginmanni
sínum umhverfisviðurkenningu
Mosfellsbæjar fyrir störf í þágu
skógræktar í Mosfellsbæ. Guð-
rún var gerð að heiðursfélaga
Skógræktarfélags Mosfellsbæj-
ar á 50 ára afmæli félagsins ár-
ið 2005 og hún var einnig heið-
ursfélagi í Skógræktarfélagi
Íslands.
Guðrún var kennari við
Varmárskóla frá árinu 1967 um
margra ára skeið, lengst af
kenndi hún handavinnu en tók
einnig að sér aðra kennslu. Það
voru ófá ungmennin í bæjar-
félaginu sem lærðu af hagleik
og innsæi Guðrúnar og búa enn
að því. Meira að segja tókst
henni nokkurn veginn að kenna
þeim sem þetta ritar að prjóna
sem hlýtur að teljast töluvert
afrek. Ungur að aldri varð ég
þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Guðrúnu Hafsteins-
dóttur. Sem barn og unglingur
var ég tíður gestur á heimili
þeirra hjóna í Bjarkarholtinu
því snemma tókst mikill vin-
skapur milli okkar Gunnars
Páls og Steinþórs, sona Guð-
rúnar og Páls, sem enst hefur
æ síðan. Seinna á lífsleiðinni
lágu leiðir okkar Hafsteins
saman í tengslum við bæjar-
stjórnarmálin. Reyndar hef ég
verið svo heppinn að hafa
kynnst öllum systkinunum með
einum eða öðrum hætti. Það er
merkilegt til þess að hugsa
hversu vel var staðið að því að
halda utan um heimilishaldið á
þessu stóra og fjölmenna heim-
ili í Bjarkarholtinu.
Ég sendi börnum Guðrúnar,
Hafsteini, Bjarnveigu, Björk,
Hrönn, Aðalsteini, Steinþóri,
Gunnari Páli og Snæbirni og
þeirra fjölskyldum innilegar
samúðarkveður.
Haraldur Sverrisson.
Guðrún var mikil skógrækt-
arkona. Hún var lítil og nett,
vel gefin, samviskusöm, iðin og
fylgin sér. Hún var handa-
vinnukennari í Varmárskóla í
Mosfellssveit. Hún var uppalin
í Húnavatnssýslunni en bjó sín
fyrstu búskaparár í Reykjanesi
við Ísafjarðardjúp. Hún og Páll
Aðalsteinsson eiginmaður
hennar bjuggu í Bjarkarholti 1
í Mosfellsbæ en þeirra heimili
varð miðstöð skógræktarinnar í
rúm 20 ár. Þar voru flestir
fundir haldnir og ávallt boðið
upp á pönnukökur sem Páll
bakaði og alltaf hlýlegt og nota-
legt að koma til þeirra.
Hamrahlíðin var hjarta skóg-
ræktarinnar, þar voru seld
jólatré sem gáfu af sér smá
pening sem hægt var að nota í
framkvæmdir á hverju ári. Fé-
lagið keypti sumarbústað í Þor-
móðsdal og smá land í kring en
fékk síðar meira land hjá land-
búnaðarráðuneytinu til skóg-
ræktar. Landgræðsluskógaátak
skógræktarfélaganna hófst
1990 en við það breyttist skóg-
ræktin. Guðrún var óþreytandi
að fá samninga um skógrækt-
arlönd hjá ríki, sveitarfélagi og
einkaaðilum. Plöntur fengum
við frá Skógræktarfélagi Ís-
lands gegnum átakið, sjálfboða-
liðar og yngstu árgangar ung-
lingavinnu sveitarfélagsins
voru fengnir til þess að planta
út. Nokkrir góðir skógræktar-
menn og –konur stjórnuðu svo
útplöntuninni. Guðrún hélt um
alla þræði, sótti um lönd og
skrifaði skýrslur, sótti um
styrki og sá um að allt færi rétt
og vel fram. Hún lét ekkert
stoppa sig. Við fengum lönd í
Reykjahvolshlíð, Æsustaðahlíð
og Varmalandi í Mosfellsdal og
fyrir ofan Mosfellið, einnig á
Lágafelli og framhaldssamn-
inga um Hamrahlíð og Þor-
móðsdal. Við höfðum ekki alltaf
trú á því að þetta myndi vaxa
en Guðrún missti aldrei trúna
og áfram var plantað. Þetta
hefur allt vaxið misvel auðvitað,
sjúkdómar og áföll hafa herjað
á plönturnar en upp er vaxinn
myndarskógur í kringum Mos-
fellsbæ okkur til yndis og
skjóls, enda sagði hún: „Ég vil
skóg kringum öll fellin í Mos-
fellssveit.“ Skógræktarfélagið
fékk landgræðsluverðlaun frá
Landgræðslunni árið 2001 sem
hún tók á móti fyrir hönd fé-
lagsins. Guðrún og Páll voru
gerð að heiðursfélögum Skóg-
ræktarfélags Mosfellsbæjar
2001 og 2008 var henni svo
veitt viðurkenning fyrir störf í
þágu skógræktar af Skógrækt-
arfélagi Íslands.
Aðalfundur Skógræktar-
félags Íslands er haldinn á
hverju hausti. Þangað fórum
við svo saman oft um langan
veg og sagði hún okkur þá sög-
ur af sínum uppvexti í Húna-
vatnssýslunni, barnauppeldinu
og baslinu í Reykjanesi. Guð-
rún átti 8 myndarbörn og var
auk þess barnakennari. Það
hefur oft verið erilsamt í kring-
um hana. Þegar Guðrún hætti
Guðrún
Hafsteinsdóttir
✝ Jóna Ásgeirs-dóttir fæddist
á Bíldudal 26. sept-
ember 1927. Hún
lést á Landspít-
alanum 11. janúar
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín Al-
bertína Jónsdóttir,
f. 21. maí 1896 í
Barmi, Skarðshr.,
Dal., d. 11. maí
1994, og Ásgeir Jónasson, f. 18.
september 1896 í Álftamýri,
Auðkúluhreppi, V-Ís., d. 5. nóv-
ember 1984.
Systkini Jónu voru: Fjóla, f.
18. júní 1925, d. 18. febrúar
1943; Baldur, f. 6. júlí 1929;
Sjöfn, f. 31. mars 1936, og
Ágústu Magnúsdóttur. Börn
þeirra eru Arnbjörn, f. 1984,
Valgarð, f. 1986, Ásgeir, f.
1988, og Magnús, f. 1991.
Barnabörnin eru níu. 2) Ásgeir,
f. 20. mars 1952, kvæntur Odd-
nýju Gunnarsdóttur. Barn
þeirra er Gunnar Þór, f. 1974.
Barnabörnin eru tvö. 3) Krist-
inn, f. 30. desember 1956,
kvæntur Ivönku Sljivic. 4)
Edda, f. 28. maí 1958. Hún var
gift Sveini A. Jónssyni, barn
þeirra er Arna Björk, f. 1979.
5) Sjöfn, f. 24. október 1964,
gift Gerhard Ball.
Jóna hóf sambúð með Ragn-
ari Björnssyni, f. 30. mars
1918, d. 9. nóvember 2010.
Bjuggu þau á Breiðvangi 28 í
Hafnarfirði. Börn Ragnars eru:
Gunnar Ingi, f. 1944, Ragnheið-
ur, f. 1947, Anna Birna, f. 1949,
Ásgrímur, f. 1950, Einar, f.
1959, og Ingibjörg, f. 1962. Af-
komendur Ragnars eru 35.
Jóna ólst upp á Bíldudal og
gekk þar í barnaskóla. Ung
stúlka fluttist hún til Hafnar-
fjarðar. Aðalstarf Jónu var
húsmóðurstarfið og meðfram
því ýmis félagsstörf, m.a. hjá
Slysavarnafélaginu Hraunprýði
og síðar í kvennastarfi Karla-
kórsins Þrasta. Hún hafði unun
af dansi og var heiðruð sem
elsti dansari hjá danshópi eldri
borgara í Hraunseli í Hafn-
arfirði. Eftir fráfall Arnbjörns
vann hún á Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
Útför Jónu fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22.
janúar 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13. Streymt verður
frá athöfninni á https://
youtu.be/B4pbyUKAOOUhttps
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Ingvar, f. 6. maí
1937, d. 10. sept-
ember 2004. Sam-
mæðra Hjördís
Þórarinsdóttir, f.
30. maí 1918, d. 28.
desember 1997.
Systursonur Jónu
er Gunnlaugur
Fjólar Gunnlaugs-
son, f. 7. nóvember
1942, sonur Fjólu
Ásgeirsdóttur og
Gunnlaugs Jóhannssonar.
Jóna giftist Arnbirni Guð-
jónssyni rafvirkjameistara, f. 3.
september 1920, d. 21. nóv-
ember 1977, hinn 30. desember
1950. Þau eignuðust fimm
börn: 1) Guðjón, f. 20. janúar
1948, kvæntur Ingibjörgu
Það er með ólýsanlegum
trega og eftirsjá sem við kveðj-
um yndislega móður okkar, sem
alltaf hugsaði svo einstaklega
vel um okkur. Það skarð sem
hún skilur eftir verður aldrei
fyllt.
Minning um móður
Í hjarta mínu er lítið ljós,
sem logar svo skært og rótt.
Í gegnum torleiði tíma og rúms
það tindrar þar hverja nótt.
Það ljósið kveiktir þú, móðir mín,
Af mildi, sem hljóðlát var.
Það hefur lifað í öll þessi ár,
þótt annað slokknaði þar.
Og þó þú sért horfin héðan burt
og hönd þín sé dauðakyrr,
í ljósi þessu er líf þitt geymt,
— það logar þar eins og fyrr.
Í skini þess sífellt sé ég þig
þá sömu og þú forðum varst,
er eins og ljósið hvern lífsins kross
með ljúfu geði þú barst.
Af fátækt þinni þú gafst það glöð,
— þess geislar vermdu mig strax
og fátækt minni það litla ljós
mun lýsa til hinsta dags.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku mamma. Takk fyrir
allt sem þú varst fyrir okkur og
gafst okkur. Við eigum margar
minningar um fallega og góða
móður. Minning þín er ljós í lífi
okkar.
Sjöfn, Edda, Kristinn,
Ásgeir og Guðjón.
Fyrsta heimsókn til verðandi
tengdamóður vekur oft ugg í
brjósti margra. Þegar við Sjöfn
komum saman í mína fyrstu
heimsókn til Íslands var létt-
irinn mikill því ég fann hvað þú
tókst vel og hlýlega á móti mér.
Þrátt fyrir tungumálaörðug-
leika náðum við að tengjast
vinaböndum. Aukaskammtur af
ástúð kemur sér alltaf vel og
hana áttum við alltaf vísa hjá
þér. Við eigum ótal margar
skemmtilegar minningar af
heimsóknum þínum til Þýska-
lands og sameiginlegum ferða-
lögum um Ísland. Þú varst allt-
af svo lipur og dugleg að ganga,
sem dæmi varstu alltaf fljótari
upp á fjórðu hæð á Breiðvang-
inum en ég. Ég er heppinn að
hafa átt þig að, mér þykir vænt
um þig og á eftir að sakna þín
um ókomna tíð. Sérstaklega á
ég eftir að sakna þess að geta
ekki setið með þér yfir kaffi-
bolla og góðu pönnukökunum
þínum í eldhúsinu þínu.
Það er með mikilli sorg sem
ég kveð þig, mín elskulega
tengdamamma. Þinn tengdason-
ur
Gerhard Ball.
Elsku Jóna frænka er fallin
frá.
Jóna geislaði alla daga af já-
kvæðni, krafti og væntumþykju
til allra sem voru í kringum
hana. Ég get sagt það með
vissu að öllum leið vel í návist
Jónu, annað var ekki hægt. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
vera mikið á heimili Jónu og
Adda, á Erluhrauni 9 í Hafn-
arfirði, upp að unglingsárum.
Jóna hélt stórt heimili og var á
þessu tímabili heimavinnandi.
Þetta er ógleymanlegur tími og
margar góðar minningar sem
skjóta upp kollinum þegar ég
hugsa til baka. Mér leið alltaf
vel hjá Jónu frænku, það var
mikið líf á heimilinu þar sem
systkinin voru mörg og ég leit
upp til þeirra allra, þau voru
mér afskaplega góð og við Sjöfn
á sama aldri.
Foreldrar mínir þurftu oft að
hafa mikið fyrir því að ná mér
heim þegar þau komu að sækja
mig. Oft á tíðum skarst Jóna í
leikinn, þegar mikið hafði geng-
ið á, og sagði: Drengurinn gistir
hér. Þá var sigurinn unninn.
Foreldrar mínir þurftu lengi vel
að heyra tuðið í mér og setning
sem ósjaldan var sögð „af
hverju getið þið ekki haft þetta
eins og hjá Jónu“, sama hvort
um mat eða annað var að ræða.
Ég á margar góðar og dýrmæt-
ar minningar um Jónu frænku
sem veita mér hlýju og ánægju.
Nú er Jóna komin yfir móðuna
miklu og þar hafa margir beðið
fullir eftirvæntingar að fá hana
til sín.
Minning um góða konu lifir.
Ég votta fjölskyldu Jónu,
vinum og vandamönnum inni-
legustu samúð.
Bjarni Þór Gunnlaugsson.
Við kveðjum nú Jónu Ás-
geirsdóttur sem var okkur mjög
kær.
Hún kom inn í líf okkar fyrir
hartnær 40 árum er ættfaðir
okkar Ragnar Björnsson og hún
kynntust. Þau höfðu bæði orðið
fyrir því áfalli að missa maka
sinn í blóma lífsins. Þau kynnt-
ust á Hrafnistu í Hafnarfirði
þar sem þau bæði störfuðu á
þessum tíma. Mögulega átti
sameiginlegur áhugi þeirra á
dansi þátt í að leiða þau saman.
Við erum ævinlega þakklát
fyrir að þau fundu nýjan lífs-
förunaut hvort í öðru. Það varð
báðum til ánægju og yndisauka
og til þess fallið að gera þann
missi sem bæði höfðu gengið í
gegnum bærilegri. Þau áttu
saman tæp þrjátíu ár er ein-
kenndust af gleði þar sem bæði
voru framtakssöm, virk og
fundvís á þætti sem veita lífinu
gildi og tilgang.
Jóna og Ragnar áttu vel sam-
an og tóku virkan þátt í áhuga-
málum hvort annars. Jóna naut
þess að hreyfa sig. Við eigum
öll eftir að sakna þess að sjá
hana á göngu um bæinn. Hún
gekk daglega í hvaða veðri sem
var. Til eru margar sögur um
að fólk byði henni far í slagviðri
sem hún afþakkaði með bros á
vör. Ragnar var minna fyrir
þessar göngur þar sem hann
vildi hafa tilgang með ferðinni.
Hans áhugmál voru söngur og
hestar sem Jóna studdi við
þrátt fyrir hrossalyktina sem
fylgdi en hún var annáluð fyrir
að vera snyrtileg smekkkona.
En hún naut þess að taka þátt í
ferðalögum með söngfélögum
Ragnars í karlakórnum Þröst-
um enda gáfu slíkar ferðir til-
efni til að klæða sig upp og
fagna í góðum hópi.
Síðustu sex árin tók Jóna
þátt í dansleikfimi með Félagi
eldri borgara í Hafnarfirði
tvisvar í viku og hafði mikla
ánægju af. Hún hlaut viður-
kenningu sem elsti dansfélaginn
og tekið var sjónvarpsviðtal við
hana af því tilefni. Af þeim sem
sóttu dansleikfimina var hún
einstaklega vel liðin og allar
konurnar vildu allt fyrir hana
gera.
Börnum okkar og barnabörn-
um gekk Jóna í ömmustað,
fylgdist með hvað þau voru að
gera, með einstökum hlýhug og
umhyggju. Þau kölluðu hana
gjarnan ömmu Jónu og heilsuðu
henni alltaf með fögnuði og það
gladdi hana. Þau minnast Jónu
Jóna Ásgeirsdóttir