Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.2021, Blaðsíða 23
að vinna keypti hún sér gróð- urhús og ræktaði trjáplöntur sem hún seldi og gaf. Einnig fór hún í Háskólann og tók þar masterspróf í íslensku. Þá fór hún að skrifa ættartölur og gaf út bækur um þau málefni. En elli kerlingin lætur ekki að sér hæða og sjónin fór að daprast og gera lífið erfitt og nú kveðjum við þessa duglegu konu sem gaf svo mikið af sér til samfélagsins á sinni löngu ævi. Hjarta okkar er fullt af þakklæti og minningum um samverustundir liðinna tíma. Elísabet Kristjánsdóttir og Þuríður Yngvadótt- ir, fyrrverandi formenn Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Guðrún Hafsteinsdóttir var formaður Skógræktarfélags Mosfellsbæjar í 20 ár, frá 1983 til 2003. Miklir umbótatímar voru í skógrækt innan Mos- fellsbæjar í hennar formanns- tíð. Árið 1990 hófst Land- græðsluskógaátakið og gerði Guðrún marga samninga við landeigendur innan Mosfells- bæjar um gróðursetningar. Stór hluti af þeim skógum sem Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hefur yfir að ráða í dag var gróðursettur þegar hún var formaður og er það ekki síst fyrir hennar dugnað og útsjón- arsemi sem það varð að veru- leika. Á þessum árum var al- gengur fjöldi gróðursettra planta frá 50-100 þúsund plöntur á ári sem sýnir vel kraftinn í félaginu á þeim tíma. Guðrún var gerð að heiðurs- félaga Skógræktarfélags Mos- fellsbæjar á 50 ára afmæli fé- lagsins ásamt Páli eiginmanni sínum. Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar þakkar Guðrúnu fyr- ir hennar ævistarf í þágu skóg- ræktar og vottar aðstandendum samúð. Fyrir hönd Skógræktar- félags Mosfellsbæjar, Björn Traustason, formaður. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021 ömmu með trega og eftirsjá. Jóna var ein vandaðasta og sómakærasta kona sem við höf- um þekkt. Þegar hún var orðin veik undir hið síðasta sagði hún eitthvað í þá veru „að væri hennar tími kominn væri hún tilbúin að fara“. Að lokum send- um við henni sérstaka ferða- bæn: Gakktu heil um grundir nýjar með Guði sjálfum eilíflega okkar fylgja óskir hlýjar, öll við munum Jónu trega. (Egill) Fyrir hönd afkomenda Ragnars Björnssonar, Egill Þórðarson. Við minnumst með hlýju í hjarta elskulegrar nágranna- konu. Þú varst alltaf svo hóg- vær og glæsileg og við sem vor- um aðeins yngri dáðumst að dugnaði þínum og stóðumst engan samanburð þar sem þú lést hvorki veður né vind aftra þér frá þínum daglegu göngu- ferðum. Það var heldur enginn smáspotti t.d. frá norðurbænum og hringinn upp á Holt í Firð- inum fagra. 30 ár eru fljót að líða og gott að eiga samferða- fólk eins og þig. Við íbúarnir á Breiðvangi 28 erum lánsöm og þökkum þér samfylgdina. Hvíl í friði. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Fyrir hönd nágranna, Sesselja K.S. Karlsdóttir, Guðrún Antonsdóttir. ✝ TryggvinaSteinsdóttir fæddist á Hrauni á Skaga 7. apríl 1922. Hún lést 11. janúar 2021 á hjúkrunar- heimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- rún Kristmunds- dóttir húsfreyja, f. 12. október 1892, d. 24. október 1978, og Steinn Leó Sveinsson, bóndi og hreppstjóri, f. 17. janúar 1886, d. 27. nóv- ember 1957. Systkini Tryggvinu eru Gunnsteinn Sigurður, f. 10. jan- úar 1915, d. 19. desember 2000. Guðrún, f. 4. september 1916, d. 7. mars 1999. Rögnvaldur, f. 3. október 1918, d. 16. október 2013. Svava, f. 17. nóvember 1919, d. 8. desember 2001. Guð- Sif, f. 1984, en dóttir Hildar Sifjar er Annabella Sif, f. 2020. 3) Gestur, f. 22. nóvember 1962. Tryggvina ólst upp á Hrauni á Skaga og hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1942-43. Eins og þá tíðkaðist byrjaði hún að vinna fyrir sér upp úr fermingu, fyrst í stað sem kaupakona á sveita- bæjum og síðan við ýmis störf, m.a. við Bændaskólann á Hvann- eyri, Garðyrkjuskólann í Hvera- gerði og Hótel Fornahvamm á Holtavörðuheiði. Eftir að hún giftist vann hún tólf sumur sem ráðskona hjá Vegagerðinni, lengst af með börnin sín með sér sem hún sinnti með fullu starfi. Þegar börnin hennar fóru að stálpast, hóf hún störf hjá Pósti og síma, fyrst sem bréfberi og síðan sem póstafgreiðslumaður, og starfaði þar í 15 ár. Útför Tryggvinu verður frá Áskirkju í dag, 22. janúar 2021, klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni og hlekkurinn er: https://tinyurl.com/tryggvina Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat björg Jónína, f. 30. janúar 1921, d. 19. janúar 2018. Krist- mundur, f. 5. jan- úar 1924, d. 5. apríl 2006. Svanfríður, f. 18. október 1926, Sveinn, f. 8. sept- ember 1929. Ásta, f. 27. nóvember 1930, d. 24. október 2012. Hafsteinn, f. 7. maí 1933, d. 25. júní 2019, og Hrefna, f. 11. maí 1935, d. 19. ágúst sama ár. Tryggvina giftist 2. ágúst 1953 Hrólfi Ásmundssyni vega- verkstjóra, f. 24. júlí 1911, d. 24. desember 2000. Börn þeirra eru: 1) Ásmundur Jósep, f. 23. sept- ember 1954, d. 24. október 1995, sonur hans og Ragnheiðar Foss- dal er Hrólfur, f. 1985. 2) Krist- rún Guðrún, f. 7. desember 1958, dóttir hennar er Hildur Tryggvina var tengdamóðir mín. Hún var á sama aldri og ég er nú þegar við kynntumst. Ég var fyrirfram dálítið smeyk við kon- una sem var fullkomin í frásögn Ása sonar hennar. Hún var falleg, klár, dugleg og skapandi og liðtæk í öll verk hvort sem þau voru unn- in af kven- eða karlmanni. Ási fór með mig í heimsókn í Blönduhlíð- ina á fallega heimilið hennar og Hrólfs. Þar var tekið á móti mér með ljúfu atlæti og góðum veiting- um eins og venja var af húsmóð- urinni og manni hennar. Hjá Tryggvinu og Hrólfi voru allir vel- komnir, ættingjar, vinir og ein- stæðingar sem voru oft og tíðum í mat og þjónustu hjá Tryggvinu. Hún tók að sér barnabörnin tvö hvenær sem þörf var á og var þeim einstakur styrkur og góð fyrirmynd. Ég sá fljótt að þarna var heilsteypt og flott kona sem engin ástæða var að óttast. Það var stutt í grínið og hláturinn við eldhúsborðið hjá Tryggvinu. En Tryggvina var líka ákveðin og föst fyrir þegar á þurfti að halda og gekk viljug í verkin þegar þörf var á. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá fjölskyldu hennar, frekar en öðr- um af hennar kynslóð. En aldrei heyrði ég hana kvarta eða tala illa um fólk, frásagnir hennar voru lausar við fleipur eða sögusagnir. Tryggvina lýsti hlutum og atburð- um af nákvæmni, á heilbrigðan hátt og með skemmtilegum atvik- um, enda konan stálminnug. Gamli tíminn var Tryggvinu dýrmætur, sérstaklega æskuárin á Hrauni. Hún rifjaði upp aðstæð- ur í sveitinni, vinnuna, skemmtan- ir og ferðamáta sem var aðallega á tveimur jafnfljótum eða á hesti. Kindur og kýr voru á bænum og haf og vötn gáfu mat í bú. Einu sinni rak heilmikið af fötum á land við Hraun og mamma Tryggvinu saumaði kápu úr rekanum á stelp- una. Margir úr fjölskyldunni voru hagmæltir, þar á meðal afi Tryggvinu. Hann orti stökur um systkinin. Hennar er: Verkin vinnur vel og mörg er hún oft á róli. Hún Tryggvina Ingibjörg á sér nöfnu á Hóli. Tryggvina var kaupakona í sveit og bæ, matráðskona í vega- gerð, starfsmaður á plani og síðast flokkari í póstinum í Reykjavík. Það var grunnt á keppnisskapinu hjá Tryggvinu. Hún sagði mér sögur úr sveitinni og af viðskipt- um sínum við bændur og búalið sem reyndu að storka henni þegar hún var ung til að fá hana til að keppa við sig á ýmsa lund. Hún lét ekki ganga lengi á eftir sér og fór margur karlmaðurinn halloka fyr- ir henni eftir að hafa álitið sig vís- an um sigur. Tryggvina var hlaðin mann- kostum sem hún fékk í vöggugjöf (okfrumugjöf). Sem dæmi þá hef- ur hún örugglega verið með ein- stakar gerðir af æsku-, langlífis-, orku- og þrautseigjugenum og auk þess slatta af ofvirkni. Það var ekkert gert með hálfum huga. En Tryggvina bar þess líka merki að hafa verið ósérhlífin alla ævi því liðirnir voru allir búnir. Hún var ekki ánægð með að liggja fyrir síð- ustu tvö árin og geta ekki séð um sig sjálf þótt hugurinn væri skýr. Hún vísaði til þess tíma þegar kraftur og vinnusemi var henni allt, með orðunum „þegar ég var manneskja“. Nú hafa sonur Tryggvinu og eiginmaður tekið á móti henni. Ég sé þau öll fyrir mér í innilegum samræðum og með glettni í aug- unum. Ég og sonur minn Hrólfur gengum lífsveginn að stórum hluta með Tryggvinu, manneskju sem við virðum og elskum til ævi- loka. Takk fyrir okkur Tryggvina. Ragnheiður Fossdal. Þegar ég var lítil stelpa og lærði fyrst um dauðann þá varð ég alveg óskaplega hrædd. Litla barnssálin átti erfitt með að kyngja því að einhvern tímann, eins og hendi væri veifað, yrði þetta allt saman bara búið. Amma sýndi þessum áhyggjum mínum skilning og útskýrði fyrir mér að hún tryði því að þegar við dæjum þá færum við til himnaríkis og það væri alveg yndislegur staður þar sem við hittum fólkið okkar aftur. Þetta þótti mér fallegt og gott og með orð ömmu í farteskinu gat ég tekið dauðann í sátt. Mörgum ár- um síðar spurði ég ömmu hvort hún hræddist dauðann og hún hélt nú ekki. Amma efaðist sko ekki um sinn Guð eða himnaríki og var tilbúin til að standa frammi fyrir honum hvenær sem kallið kæmi. Amma sagðist alltaf vera ánægð með lífið þrátt fyrir að það hefði ekki alltaf farið um hana ljúf- um höndum. Hún hafði sannkallað jafnaðargeð og sama hvað á gekk þá setti hún undir sig höfuðið og hélt áfram á móti storminum. Hún var kjarnakona og fyrirmynd fyrir okkur unga fólkið sem erum vön að búa í bómull og kveinka okkur undan minnsta mótbyr. Þegar amma var komin vel yfir nírætt þá gekk hún stigana í blokkinni sinni ef veður var vont því hún vildi leggja sitt af mörkum til að halda sér við. Hún gafst aldrei upp og þótti fátt skemmtilegra en að vinna. Heyskapurinn þótti henni skemmtilegastur og sagðist gjarn- an sakna þess að vera úti á engj- unum að slá og raka. Amma hafði sérstaklega gaman af fólki og tók vel á móti öllum gestum. Eins eldaði hún alveg yndislega góðan mat og munu pönnukökurnar hennar lifa í minningunni um ókomna tíð. Hún hafði líka gaman af handavinnu og það voru ófáar flíkur sem fengu andlitslyftingu hjá ömmu í gegn- um tíðina. Í eitt skiptið var í tísku að ganga í rifnum gallabuxum þegar Hrólfur gisti hjá ömmu. Eftir að hann var sofnaður þá laumaðist sú gamla til að ná í bux- urnar og gera við götin því ekki gat hún látið drenginn fara í svona görmum í skólann. Það heyrðist svo aldeilis hljóð úr horni daginn eftir þegar pjakkurinn vaknaði við viðgerðar buxur. Þegar amma var um nírætt þá keyrðum við saman norður í land á ættarmót. Á leiðinni keyrðum við framhjá mörgum bæjum og þekkti amma þá alla með nafni. Hún hafði unnið sem kaupakona á þeim mörgum og gat sagt mér skemmtilegar sögur af sveitalífinu í gamla daga eða af fólkinu sem þar hafði búið. Ég mun aldrei gleyma því hversu hissa ég var að hún skyldi muna öll þessi bæjar- nöfn því ég, ung manneskjan, hefði átt í basli með að leika það eftir. Hún var svo sannarlega stál- minnug og það var ótrúlega gam- an að hlusta á hana rifja upp gamla tímann og segja frá fólkinu sem hún þekkti eða störfunum sem hún vann forðum daga. Við frændsystkinin kveðjum hana ömmu okkar full þakklætis. Hún kenndi okkur svo ótal margt og var eins og klettur í lífi okkar sem stóð sig í gegnum ólgusjó og hvassviðri. Nú kemur það í okkar hlut að standa okkur og miðla því sem við lærðum til komandi kyn- slóða. Amma, við sjáumst síðar. Takk fyrir allt og allt. Hildur Sif Thorarensen og Hrólfur Fossdal Ásmundsson. Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt sagði Tryggvina frænka mín í okkar síð- asta samtali í haust, en hún kvaddi okkur sátt og södd lífdaga á 99. aldursári, taldi sig orðna liðónýta og einskis virði og síst af öllu vildi hún vera öðrum byrði. Hún Vina frænka var mikil kjarnakona sem var vönust að vera veitandi en ekki þiggjandi, heimili þeirra hennar og Hrólfs stóð alltaf opið ættingjum ef þeir þurftu á húsa- skjóli að halda. Það fékk ég að reyna fyrst þegar ég var 17 ára unglingur og þurfti að vera rúma þrjá mánuði undir læknishendi í Reykjavík, þá bjó ég hjá þeim hjónum í Blönduhlíðinni og voru þau óþreytandi að lóðsa mig milli lækna og rannsóknarstofa og aldrei fann ég annað en það væri sjálfsagt og ekkert mál. Seinna þegar ég þurfti að vera yfir mann- inum mínum í hans dauðastríði munaði Vinu ekkert um að hýsa mig og öll börnin mín ef þau komu til að sjá pabba sinn, en þá var hún komin á áttræðisaldur og bjó enn ein í Blönduhlíðinni, þetta verður seint fullþakkað. Mikið á ég eftir að sakna allra símtalanna okkar en við hringdum oft hvor í aðra og þá var rætt um allt milli himins og jarðar og oft lífleg skoðanaskipti, Tryggvina var ansi föst fyrir en alltaf var gaman að þessu spjalli okkar. Nú eru aðeins tvö eftir af tólf barna systkinahópnum frá Hrauni. Öll voru þessi systkini eins og klettar sem aldrei brugð- ust hvað sem á gekk og ekki hún Tryggvina síst; í hennar huga gekk stórfjölskyldan fyrir öllu. Kæra frænka, að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Elsku Kristrún, Gestur, Hildur og Hrólfur, sendi ykkur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hrefna Gunnsteinsdóttir. Mig langar að minnast Tryggv- inu frænku minnar með nokkrum þakklætisorðum. Tryggvina, eða Vina eins og við kölluðum hana, var föðursystir mín, úr 12 systkina hópi, frá Hrauni á Skaga. Þegar ég fór í háskólanám til Reykjavíkur, fyrir um 30 árum, varð ég þess heiðurs aðnjótandi að búa einn vetur hjá þeim hjónum Tryggvinu og Hrólfi. Það var dásamlegt að dvelja hjá þeim í Blönduhlíðinni og á ég margar minningar þaðan. Vina sýndi námi mínu mikinn áhuga og gerði hvað hún gat til að styðja mig á allan hátt. Við frænkurnar áttum oft langt og gott spjall saman, ýmist við eldhúsborðið eða inni í stofu á kvöldin. Mjög oft sátum við og skröfuðum eftir að hafa horft á sjónvarpsfréttirnar, sem var fast- ur liður dagsins. Og eftir heim- ferðir mínar norður í Skagafjörð höfðum við alltaf um nóg að spjalla. Þá þurfti að segja fréttir af æskuslóðunum fyrir norðan, bæði af mönnum og málefnum. Vinu var afar umhugað um fólkið sitt og vildi gjarnan fá að fylgjast með lífi þess. Iðulega leiddist talið svo út í eitthvað gamalt og gott, þar sem Hrólfur og Vina minntust geng- inna stunda. Vina var ráðagóð og raunsæ og gerði aldrei stórmál úr neinu. Henni var lagið að gera gott úr öllu á yfirvegaðan máta og var því auðvelt að leita til hennar ef þörf var á. Það var mikil snyrti- mennska og regla á heimili Vinu og Hrólfs og þar á bæ var rausn- arlega tekið á móti gestum. And- inn á heimili þeirra bar vott um hlýju, ástúð og virðingu. Allt sem Vina kom að var vel unnið og helst fullkomið. Þá var hún einnig ákaf- lega iðin og ósérhlífin. Hrólfur og Vina höfðu gaman af því að rifja upp gamla tíma og var ómetanlegt að fá að kynnast þeim í gegnum þær sögur. Oft minntust þau tímanna frá því þau unnu saman í vegagerðinni, þar sem Hrólfur var verkstjóri og Vina ráðskona. Það hafði greinilega ýmislegt rekið á fjörur þeirra í líf- inu og ævintýrin verið mörg. Það var einnig skemmtilegt fyrir mig, frænkuna norðan úr landi, að kynnast börnum þeirra og barna- börnum í gegnum samverustund- irnar í Blönduhlíðinni. Hrólfur og Vina voru að sjálfsögðu ákaflega stolt af sínu góða fólki. Ég er afar þakklát fyrir stund- irnar sem ég átti með þeim Tryggvinu og Hrólfi og það er gott að ylja sér við þær minningar. Eftir að pabbi minn, Sveinn, flutti suður á efri árum sínum styrktust systkina- og vinabönd þeirra Vinu enn frekar. Þau áttu margar góðar samverustundir sem og samskipti. Þau voru í hópi þeirra, sem urðu að nýta sér tæknina til að geta haldið sam- skiptum, á þessum svokölluðu veirutímum. Til er falleg mynd af þeim systkinum, þar sem pabbi stendur fyrir utan gluggann hjá Vinu, þau horfa hvort á annað og spjalla saman í síma, hvort sínum megin við glerið. Elsku Gestur, Kristrún, Hildur Sif og Hrólfur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar. Minning um góða konu lifir með okkur Ástarkveðja, Birgitta Sveinsdóttir, Sveinn Steinsson, Erla Hrönn Sveinsdóttir, Steinn Leó Sveinsson. Mig langar að minnast Tryggv- inu með nokkrum orðum. Hún var gift móðurbróður mín- um, Hrólfi Ásmundssyni, sem stýrði vegavinnuflokki til margra ára í Fljótunum og nágrenni. Mamma var ráðskona hjá honum í mörg sumur. Við vorum staðsett í Ólafsfirði, nánar tiltekið í Hring- verskoti, þegar mamma sagði mér að nú væri von á Hrólfi og með honum í för væri konan hans. Ég man hvað ég varð undrandi, því aldrei hafði ég heyrt að hann ætti vinkonu. Jeppinn rann í hlað og út úr bílnum steig há, grönn og glæsileg kona. Þetta var hún Tryggvina. Hún bar nafn sitt með rentu, var einstaklega trygg og góð kona. Þau Hrólfur bjuggu sér fallegt heimili í Blönduhlíð 12. Þau eign- uðust þrjú börn og hjá þeim bjó einnig Ásmundur afi öll sín efri ár þar til hann lést. Elsta barn sitt, Ásmund, misstu þau á besta aldri. Það var henni alla tíð þung raun. Tryggvina var í eðli sínu föst fyrir og ákveðin og röggsemi fylgdi henni alla tíð. Hún var líka glaðlynd og spaugsöm. Heimili þeirra hjóna var oft mannmargt, sveitungar, vinir og venslafólk var alltaf velkomið. Árin liðu og þegar heilsunni hrakaði fór lífslöngunin þverr- andi. Síðastliðið ár bjó Tryggvina á hjúkrunarheimilinu Seltjörn, þar sem henni leið vel og þar sem hjúkrunarfólkið og börnin hennar önnuðust hana eins vel og hægt var til síðasta dags. Ég veit að hún var hvíldinni fegin. Takk fyrir samfylgdina, kæra Tryggvina. Hvíl í friði. Auður Aradóttir. Tryggvina Steinsdóttir Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.