Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
Við þökkum þér fyrir sam-
fylgdina og gleðjumst yfir lífinu
sem þú áttir - minningin lifir -
og vottum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Mark og Kristjana.
Í dag er útför ástkæru mág-
konu minnar hennar Tótu eins
og hún var ávallt kölluð. Verandi
gift næstelsta bróður mínum og
ég yngstur uppeldissystkina þá
má segja að Tóta hafi verið part-
ur af mínu lífi frá því ég man
eftir mér. Tóta og ég náðum
strax mjög vel saman enda fann
ég sem ungur strákur hve vel
hún hugsaði um þá sem stóðu
henni næst og ég var strax tek-
inn undir hennar verndarvæng.
Þegar maður var einu sinni
kominn undir þann verndar-
væng hjá Tótu þá gilti það út
ævina. Snemma reyndist Tóta
mér vel og sem lítill strákur þá
er minning um hlýju og umönn-
un það sem kemur strax upp í
hugan. Sterk er sú minning þeg-
ar frumburður þeirra Tótu og
Róberts ákvað að gera uppnám
á aðfangadagskvöldi sem við
eyddum saman og koma sem lít-
ill Jesú-strákur daginn eftir. Þar
sem mikill samgangur var á milli
okkar þá tengdist ég snemma
börnunum þeirra Tótu og Ró-
berts sem styrkti vinabönd okk-
ar Tótu mikið.
Sem ungur strákur fór ég og
bjó hjá þeim í Sandgerði yfir
sumar að vinna og fannst Tótu
bara alveg sjálfsagt að bæta mér
við heimilið verandi með stækk-
andi barnafjölskyldu sjálf og Ró-
bert mikið í burtu til sjós.
Skemmtilegar minningar koma
upp í hugann um okkur Tótu að
spila rommý á fallegum sumar-
kvöldum í Sandgerði, iðulega
þannig að hún hrósaði sigri en
fór vel með það til að svekkja
ekki tapsáran strákinn um of.
Tóta var ein duglegasta kona
sem ég hef kynnst. Var það al-
veg sama hvað þurfti að gera,
Tóta gekk ákveðin í verkið og
dreif aðra með sér. Þetta skilaði
sér í auðvitað í glæsilegum orðs-
tír á þeim vinnustöðum sem hún
var á, allir vildu halda Tótu sem
lengst.
Samrýndari hjón en Tótu og
Róbert bróður er erfitt að finna.
Þau gengu samhent á lífsins
braut þó svo að Róbert hafi allt-
af sagt í gamansömum tón að
hann hafi bara verið heppinn að
fá að fylgja á eftir henni, þannig
leiðtogi var Tóta á heimilinu og í
lífinu sjálfu. Það er sárt að
sakna en um leið ljúft að minn-
ast þeirra sem maður ber kær-
leika til. Ég veit að ég mun
sakna Tótu það sem eftir er en
um leið mun ég geyma sem fjár-
sjóð þær góðu minningar sem ég
á um samleið okkar í gegnum líf-
ið.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Hvíl í friði, mágkona og vinur.
Örn Valdimar Kjartansson.
Englar eins og þú:
Þú tekur þig svo vel út
hvar sem þú ert.
Ótrúlega dýrmætt eintak,
sólin sem yljar
og umhverfið vermir.
Þú glæðir tilveruna gleði
með gefandi nærveru
og færir bros á brá
svo það birtir til í sálinni.
Sólin sem bræðir hjörtun.
Í mannhafinu
er gott að vita
af englum
eins og þér.
Því að þú ert sólin mín
sem aldrei dregur fyrir.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Róbert, Róbert Aron,
Rannveig Hrönn, Magnús og
fjölskyldur. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð á þessum
erfiðu tímum. Við minnumst
elsku Tótu af hlýhug og kveðjum
með söknuði. Góða ferð í Sum-
arlandið elsku frænka.
Thelma Björk og
Þórhildur Svava.
Með miklum söknuði kveðjum
við Þórönnu Bjarnadóttur sem
kom inn í líf fjölskyldu okkar er
börn okkar tengdust hjúskapar-
böndum. Tóta, en svo var hún
ávallt nefnd frá okkar fyrstu
kynnum, var glaðvær, um-
hyggjusöm móðir, tengdamóðir
og amma sem hafði vakandi
auga með velferð fjölskyldunnar.
Við andlát Tótu koma upp
margar minningar sem eru fjöl-
skyldunni dýrmætar. Tóta var
sterkur persónuleiki þar sem
dugnaður og metnaður var
hennar leiðarljós í öllum hennar
störfum en umfram allt til að
tryggja velferð fjölskyldunnar
og hamingju.
Á skilnaðarstundu leita á hug-
ann margar minningar sem við
munum varðveita í huga okkar
og hjörtum. Fjölskylduboð til að
samgleðjast börnum, tengda-
börnum og barnabörnum ber
þar hæst en einnig margvísleg
tækifæri er við áttum til að
treysta vináttubönd okkar við
Tótu og Róbert. Síðastliðið sum-
ar þegar stutt hlé varð á heims-
faraldrinum áttum við saman
ógleymanlegar stundir við Mý-
vatn með þeim hjónum sem lifa
sem falleg og björt minning nú
þegar leiðir skiljast. Í nóvember
var skírnarathöfn yngsta barna-
barnsins og þar áttum við enn á
ný fámenna en kærleiksríka
samveru. Hetjulega barðist Tóta
við þann sjúkdóm sem nú hefur
lagt hana að velli.
Við munum sakna sárt nær-
veru Tótu en um leið varðveita
og halda á lofti minningu hennar
um ókomna tíð. Innilegar sam-
úðarkveðjur sendum við Róberti
eiginmanni Tótu svo og allri fjöl-
skyldunni. Guð blessi minningu
Þórönnu Bjarnadóttur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ingibjörg og Tryggvi
Axelsson.
Flýg ég og flýg
yfir furuskóg,
yfir mörk og mó,
yfir mosató,
yfir haf og heiði,
yfir hraun og sand,
yfir vötn og vídd,
inn á vorsins land.
Flýg ég og flýg
yfir fjallaskörð,
yfir brekkubörð,
yfir bleikan svörð,
yfir foss í gili,
yfir fuglasveim,
yfir lyng í laut,
inn í ljóssins heim.
(Hugrún)
Eyrún og Hörður.
Það er mér erfitt að kveðja
þig, elsku Tóta mín. Við kynnt-
umst á unglingsárum og varð
vinskapurinn það sterkur á milli
okkar að við vorum kallaðar
EllaTóta í einu nafni. Enda vor-
um við báðar meyjur, þú fædd
15., ég 17. sept.
Það kom fljótt í ljós hvað þú
varst mikill skörungur, hnyttin í
svörum og kallaðir ekki allt
ömmu þína. Allt sem þú tókst
þér fyrir hendur gekk upp hjá
þér.
Þú varst fædd til að stjórna
og taka ábyrgð og sýndi það sig
í verkum sem þú tókst að þér.
Hagkaup var þinn aðalvinnu
staður til margra ára í Kringl-
unni. Það var skylda að koma við
hjá þér þegar maður átti leið um
til að fá að kasta á þig kveðju og
knúsa þig. Þú varst mér allt á
okkar unglingsárum, dagurinn
gat ekki byrjað né endað án þín.
Þú barðist hetjulega við erfiðan
sjúkdóm og að lokum játaðir þú
þig sigraða. Við ráðum víst ekki
alltaf okkar jarðvist og verðum
við að hlýða okkar himnaföður
sem bíður sjálfsagt með nýtt
mikilvægt verkefni fyrir þig.
Kæmi mér ekki á óvart að það
væri einhver stjórnunarstaða.
Það er svo sárt að horfa á eft-
ir þér, kæra Tóta mín. Fjöl-
skyldu þinni sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur og megi
algóður guð vera hjá þeim á
þessum erfiðu tímum. Takk fyrir
að vera vinkona mín. Ég mun
geyma þig í hjarta mínu. Ást-
arkveðja,
Elín Theódóra Jóhann-
esdóttir (Ella Dóra).
Hjartans þakkir, elsku Tóta,
fyrir allt og allt.
Elsku Róbert og fjölskylda,
góður guð styrki ykkur og
styðji.
Elsku Tóta mín, þakklæti er
mér efst í huga, ég er þakklát
fyrir vináttu okkar í gegnum ár-
in, ég var líka svo heppin að fá
að starfa með þér í Hagkaup og
öll hjálpin sem þú veittir mér í
starfinu, ég gat alltaf leitað til
þín líka með persónulega hluti,
ég er heppin að hafa getað haft
frænku, vinkonu og samstarfs-
félaga í kringum mig, ég á eftir
að sakna þín mikið elsku Tóta.
Hvíldu í friði elsku Tóta mín.
Linda Lovísa
Sigurbjörnsdóttir
Elsku yndislega Tóta mín hef-
ur yfirgefið þessa tilvist alltof
fljótt. Hún barðist hetjulega,
uppgjöf var ekki inn í myndinni
en alltof snögglega þurftum við
að kveðja hana. Það er ekki auð-
velt að minnast Tótu í örfáum
orðum. Hún var lítil og nett en
samt svo sterk, mögnuð og stór-
brotin kona.
Hún var amma Kristínar
Maríu minnar, fyrrverandi
tengdamóðir mín, en umfram
allt ein af mínum bestu vinkon-
um.
Við kynntumst fyrir um 25 ár-
um þegar ég kom inn í fjöl-
skyldu hennar og Róberts. Hún
tók vel á móti mér, við náðum
vel saman og urðum strax góðar
vinkonur.
Tóta var glæsileg kona og bar
heimili þeirra vott um það, fal-
legt, snyrtilegt og allt í röð og
reglu. Hún var með góða og
hlýja nærveru og með skemmti-
lega kaldhæðinn húmor. Ég
elskaði hvað hún var hrein og
bein, sagði hlutina bara ná-
kvæmlega eins og þeir voru.
Tóta var alltaf boðin og búin að
bjóða fram aðstoð, hún var
skipulögð fram í fingurgóma og
það var einstaklega gott að eiga
hana að. Mér þótti ávallt vænt
um að fá símtal frá henni á af-
mælisdögum okkar mæðgna.
Ég er þakklát fyrir margar og
góðar minningar. Ferðin okkar
allra saman til Düsseldorf á
Eurovision 2011 var einsök.
Sumarbústaðaferðirnar okkar
eftir fermingu Kristínar Maríu,
haustboðin hennar á pallinum og
ekki má gleyma 60 ára afmæli
hennar þar sem við sungum og
dönsuðum fram á nótt. Ég mun
sakna þess að heyra ekki í henni
og hitta hana í spjalli yfir kaffi-
bolla.
Hún var svo stolt af hópnum
sínum, börnum, tengdabörnum
og barnabörnum. Elsku Róbert
minn, Róbert Aron, Rannveig
Hrönn, Magnús Þór og fjöl-
skyldur, missir ykkar er mikill
og lífið verður ekki samt án
hennar. Megi allar yndislegu
minningarnar lifa áfram um
ókomin ár og styrkja ykkur í
sorginni.
Takk fyrir samfylgdina elsku
Tóta
Þín vinkona
Fanney.
✝ Hilmar Árna-son fæddist á
bænum Innri-Múla
á Barðaströnd 29.
nóvember 1940.
Hann lést á heimili
sínu í Holtabyggð 1
í Hafnarfirði 8. jan-
úar 2021.
Foreldrar Hilm-
ars voru Árni Jó-
hannes Bæringsson
frá Keflavík á
Rauðasandi, f. 26. janúar 1913,
d. 21. maí 1986, og Jóna Jó-
hanna Þórðardóttir frá Innri-
Múla á Barðaströnd, f. 4. janúar
1920, d. 9. september 2011. Þau
eignuðust átta börn og þau eru í
aldursröð: Hilmar, Jóhanna
Bærings (Baddý), Halldór,
Þórður Steinar, Hugrún, Gísli
Jón, Helena Rakel og Berglind.
Baddý lést 17. apríl 1980.
Hilmar kvæntist 23. október
1966 Guðlaugu Rósu Friðgeirs-
dóttur, f. 16. júní 1945, d. 25.
apríl 2016. Þau bjuggu lengst af
á Hólum 15 á Patreksfirði en
fluttust til Hafnarfjarðar árið
1997.
Guðlaug Rósa var dóttir
hjónanna Friðgeirs Ragnars
Guðmundssonar frá Ísafirði og
Kristjönu Magneu Rósmunds-
dóttur frá Bolungarvík.
fór snemma í Kennaraskóla Ís-
lands. Hann var lengst af
grunnskóla- og tónlistarkennari
á Patreksfirði og um tíma var
hann skólastjóri Tónlistarskól-
ans þar og einn af stofnendum
hans. Hann var einnig eini sjó-
vinnu- og siglingafræðikenn-
arinn á Patró. Árið 1991 fór
hann í ársleyfi frá kennslu og
fór þá í tónlistarnám í Bergen
Lærerhøgskole í Noregi. Hann
kenndi síðustu árin í Hvaleyrar-
skóla í Hafnarfirði þar sem
nemendur kölluðu hann afa,
enda kenndi hann börnunum
með sögum og gítarleik. Hann
fór á eftirlaun um sjötugt, en
hélt þó áfram að aðstoða börn
sem þurftu á stuðningi að halda
í skólanum.
Hilmar og Rósa hófu sambúð
á neðri hæðinni á Bjarkargöt-
unni, þar sem Heimir fæddist,
svo byggðu þau sitt eigið hús á
Hólum 15, þar sem dæturnar
komu. Þegar þau fluttu til Hafn-
arfjarðar voru þau þá nær
barnabörnunum. Reynir Smári
bróðir Rósu ólst að hluta til upp
hjá þeim og einnig bróðurdóttir
Rósu, Anna Kristín.
Útför Hilmars fer fram frá
Fossvogskirkju 22. janúar 2021
og hefst athöfnin klukkan 13.
Steymt verður frá útför:
https://youtu.be/kp8Sutvinbg
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Börn Hilmars og
Rósu eru þrjú:
Heimir, f. 17. júlí
1966. Úr fyrra
hjónabandi á Heim-
ir þrjú börn með
Þorbjörgu Kristínu
Þorgrímsdóttur, f.
9. júlí 1968, Helenu
Rós, Emelíu og
Benjamín. Úr
seinna hjónabandi
á Heimir tvö börn
með Ingu Helgu Sveinsdóttir, f.
8. apríl 1975, Patrick Arnar og
Elisabeth Mist; Magnea f. 6. júlí
1968, hún á eitt barn með Ragn-
ari Borgþóri Ragnarssyni, f. 4.
apríl 1959, Ragnar Borgþór;
Sylvía, f. 1. mars 1973, gift Per
Larsson, f. 18. júní 1966. Hún á
tvö börn með Gústaf Gústafs-
syni, f. 7. janúar 1973, Hilmar
og Soffíu og sjö stjúpbörn með
Per, Erik, David, Sara, Edvin,
Simon, Daniel og Emma. Hilm-
ar sonur Sylvíu er kvæntur Jes-
sicu og eiga þau tvö börn, Jónas
og stúlku.
Hilmar ólst upp á Bjarkar-
götunni á Patreksfirði en dvaldi
mörg sumur að Innri-Múla á
Barðaströnd hjá móðurfor-
eldrum sínum sem hann unni
heitt. Hann stundaði nám í
Menntaskólanum á Akureyri og
Faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi varð bráðkvaddur á
heimili sínu aðfaranótt 8. janúar
2021. Þann 29. nóvember 2020
hélt fjölskyldan upp á áttræð-
isafmælið hans og hló þá að því
að nú fengi afi alltaf að ráða, því
nú var hann orðinn „átt-ræður“.
Samband Hilmars og Rósu
hófst þar sem hann var uppi í
ljósastaur að mála og sér þá
Rósu koma gangandi með vin-
konu sinni Gunnu í Fit. Hann
bauð Rósu í bíó en hún þurfti að
borga því hann átti engan pen-
ing. Hann heillaði hana meðal
annars með söng og hljóðfæra-
leik. Hann söng Chantilly Lace
og Rósa bráðnaði. Hilmari þótti
hún fallegust af öllum. Honum
fannst hún vera eins og kvik-
myndastjarna og sagði það oft.
Hilmar sýndi börnum sínum
alltaf hvað hann elskaði móður
þeirra mikið. Þau gerðu alla
hluti saman, fóru út í búð, í
sund, út að hjóla og héldust í
hendur á göngu öðrum til fyr-
irmyndar. Eftir að Rósa varð
bráðkvödd fyrir fimm árum
fylltist hann mikilli sorg og
söknuði og fannst eins og heil ei-
lífð væri þar til hann fengi að
hitta hana aftur.
Þó að Hilmar hafi verið kenn-
ari af guðsnáð alla sína tíð, og
hefði einstakt lag á börnum,
ekki síst þeim sem áttu erfitt
uppdráttar, þá vann hann einnig
við ýmislegt annað. Hann var á
togurum og snurvoð ungur, var í
hljómsveitum, spilaði á sveita-
böllum og var lengi meðhjálpari
í kirkjunni og söng í kirkjukórn-
um. Á sumrin var hann ýmist á
sjó, vann við múrverk, vann í
Kaupfélaginu, keyrði sjúkrabíl-
inn og svona mætti lengi telja.
Hilmar var mikill sögumaður og
gaman að hlusta á hann. Krakk-
arnir í skólanum sögðu að miðað
við hvað hann væri búinn að
gera mikið um ævina, þá ætti
hann að vera að minnsta kosti
200 ára.
Síðustu árin var hann að spila
með harmonikkuhljómsveit og
lék þá reglulega fyrir dansi á
Hrafnistu í Hafnarfirði og á
Vitatorgi í Reykjavík.
Hilmar var einstaklega hjálp-
samur og brást hratt við öllum
bónum og hann var alltaf tilbú-
inn á „nóinu.“ Þegar barnabörn-
in voru læst úti þá kom hann
undir eins, og eins þegar ein-
hver var að koma frá útlöndum,
jafnvel án þess að láta vita af
sér, þá var hann mættur út á
flugvöll löngu áður en flugvélin
lenti. Á móti kom að hann átti
erfitt með að bíða lengi eftir að-
stoð, sem hann bað alltof sjaldan
um. Árið 2017 eignaðist Hilmar
góðan vin þegar hann fékk sér
lítinn Husky-hvolp. Sófus varð
honum góður félagi allt til ævi-
loka.
Okkar elsku góði afi!
Þú ert sá besti á því leikur enginn
vafi.
Þú átt ábyggilega eftir að lesa fyrir
okkur ljóð
og hjá þér munum við alltaf vera góð.
Út um allt viljum við hendur þínar
leiða.
Einn daginn fáum við kannski að fara
með þér að veiða.
En hvað sem þú gerir og hvar sem þú
ert
að þá hefur þú okkar litlu hjörtu
snert.
Því þú ert svo góður og þú ert svo
klár
hjá þér munum við ekki fella nein tár.
Því heima hjá afa er alltaf gaman að
vera
því þar getum við látið mikið á okkur
bera.
En afi okkar kæri við viljum að þú
vitir nú
okkar allra besti afi, það ert þú!
(Katrín Ruth Þ.)
Heimir, Magnea,
Sylvía, Per,
börn og barnabörn.
Nú er bróðir minn dáinn, en í
huga mér verður hann alltaf.
Hilmar var mjög vel gerður
maður og ég hef skrifað það áð-
ur að heimurinn okkar væri mun
betri væru margir líkir honum.
Hilmar, Hiddi Árna, var sem
betur fer fyrirmynd margra,
hann var traustur og stóð við
það sem hann sagði, að því leyti
var hann af gamla skólanum.
Ungur að aldri var hann á
síðutogurum og man ég alltaf
söguna af því þegar hann kom
úr einni siglingunni, þá hafði
hann keypt banjó og á heimleið-
inni lærði hann á gripinn og toll-
ararnir sögðu við hann að ef
hann gæti spilað á hljóðfærið
þyrfti hann ekki að borga toll og
það var ekki vandamálið, á grip-
inn spilaði hann.
Hilmar var náttúrubarn og
trillukarl af guðs náð, var mikið
á snurvoð með Kidda á Bakka
og fleirum. Handfæri og sjóinn
elskaði hann, á sumrin þegar
hann stundaði ekki kennslu í
skólanum elskaði hann að vera á
skaki.
Ég á svo margar minningar
um frábæran stóra bróður sem
var alltaf svo góður við mig.
Nú ert þú kominn til Rósu
sem þú elskaðir svo heitt.
Hafðu þökk fyrir allt og allt,
elsku góði bróðir minn, þú
kenndir mér svo margt.
Samúðarkveðjur til barna og
barnabarna.
Þinn bróðir,
Þórður Steinar Árnason.
Yfir Hilmari Árnasyni var ró
og friður hins lífsreynda, íhugula
manns, sem er sáttur við sjálfan
sig, allt og alla. Það hvarflaði
stundum að manni, að hann væri
af indíánaættum, slíkt var jafn-
vægi hans, umburðarlyndi, virð-
ing fyrir náttúrunni og með-
bræðrum og –systrum, kankvís
húmor og hæfileiki til að gera
grín að sjálfum sér. Einhvern
tíma sögðum við félagar hans í
þeirri merkilegu hljómsveit
Dans- og skemmtihljómsveit
Vestur-Barðastrandarsýslu og
nágrennis, að það mætti verða
jarðskjálfti, eldgos, stríð, mold-
rok og bylting – ekkert fengi
haggað gítarleikaranum Hilmari
Árnasyni.
Í sex ár vorum við nágrannar
á Patreksfirði og áttum margt
saman að sælda – fyrir utan
spiliríið á árshátíðum og þorra-
blótum spiluðum við saman á
sýningum Leikfélags Patreks-
fjarðar og tengdumst báðir Tón-
listarskóla Patreksfjarðar; Hilm-
ar sem kennari, ég sem
nemandi, en hann kenndi ein-
mitt syni mínum, Birni Ingimar,
og lagði góðan grunn að ferli
hans sem kontrabassaleikara, en
Björn hefur um árabil starfað
sem kontrabassaleikari og
–kennari í Kaupmannahöfn.
Oft ræddum við Hilmar hin
ýmsu málefni mannlegrar til-
veru, og einatt skynjaði maður
víðhygli hans og djúpar tilfinn-
ingar, ásamt umhyggju fyrir
fjölskyldu og vinum, starfi sínu
og tónlistinni. Hann var mikill
fjölskyldumaður, og samband
hans og Rósu, konu hans, var
einstakt. Missir Rósu fyrir
nokkrum árum var honum afar
þungbær, og kannski hófst þá
ferli, sem lauk aðfaranótt 8. jan-
úar sl., er þessi góði vinur og
samferðamaður andaðist í
svefni.
Magneu, Heimi og Sylvíu
ásamt öðrum ættingjum og vin-
um votta ég innilega samúð
mína og minnar fjölskyldu.
Jósep Ó. Blöndal.
Hilmar Árnason