Morgunblaðið - 22.01.2021, Síða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 2021
60 ára Laufey er Akur-
eyringur, en býr á Sel-
tjarnarnesi. Hún er
snyrtifræðingur, nudd-
ari og förðunarfræð-
ingur að mennt. Laufey
er eigandi snyrtistof-
unnar og netverslunar-
innar Leilu.
Maki: Friðrik Karlsson, f. 1960, tónlistar-
maður.
Börn: Birkir Thor Björnsson, f. 1999, og
María Elísabet Björnsdóttir, f. 2000.
Stjúpdóttir er María Von Friðriksdóttir, f.
2002.
Foreldrar: Birkir Skarphéðinsson, f.
1938, d. 2019, kaupmaður í Amaro, og
María Einarsdóttir, f. 1940, kaupkona.
Hún er búsett á Seltjarnarnesi.
Laufey
Birkisdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ættir að vera heima og slaka á í
dag. Samskipti við nýjan vinnufélaga færa
þér nýjar upplýsingar og hafa spennandi
breytingar í för með sér.
20. apríl - 20. maí
Naut Öðrum kann að virðast erfitt að fylgja
þér eftir og finnst þú segja eitt í dag og ann-
að á morgun. Sýndu öðrum samkennd.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft að kosta miklu til þess að
ná sáttum við þína nánustu. Hugleiddu þá
staðreynd að þú getur allt sem þú ætlar þér
og drífðu þig svo af stað.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gamlir góðir mannasiðir eru van-
metnir af mörgum, en ekki þér. Stattu fast á
rétti þínum. Þú bjargar þér fyrir horn í vissu
máli.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt það til að reisa loftkastala, sem
hrynja svo. Þú ert eins og lurkum lamin/n
eftir gærdaginn. Vinur þinn dettur í lukku-
pottinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú er rétti tíminn til að huga að eign-
um sem þú átt í félagi við aðra. Reyndu að
forðast að falla í þá gryfju að vorkenna þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Heilinn í þér þarfnast þjálfunar, rétt
eins og líkaminn. Mundu að þú ert ekki alvit-
ur og á öðrum stað og tíma kann dæmið að
snúast við.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það vantar ekki mikið upp á að
þér takist að ljúka því verkefni sem þér hef-
ur verið falið. Taktu smá frí frá hversdags-
leikanum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er eitthvað að angra þig í
peningamálunum. Njóttu meðbyrs meðan
hann varir og vertu viðbúin/n mótbyrnum
ef hann kemur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Notaðu þennan mánuð til þess
að fara vandlega yfir fjármáin. Ekki taka
neinu sem gefnu. Vertu opin/n fyrir nýj-
ungum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ástandið í vinnunni er ein-
staklega ruglingslegt núna. Láttu fundahöld
ekki taka of mikinn tíma frá þér. Ekki ætla
þér of mikið í ræktinni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Athyglin beinist mjög að þér um
þessar mundir. Gakktu óhrædd/ur til móts
við verkefnin, því þú hefur allt til að bera til
þess að leysa þau sómasamlega af hendi.
lýsinga og tónlistarmyndbanda, m.a.
með Auði, Hjaltalín og goðsagna-
kenndu hljómsveitinni Joy Division.
„Í tilefni af 40 ára afmæli plötu Joy
Division, Unknown Pleasures, voru
gerð ný myndbönd við öll lög plöt-
unnar. Við Helgi gerðum myndband
við eitt laganna og það var tekið upp
hér á landi.“ Hörður er núna að
hann hefur einnig tekið myndir af
mörgu erlendu tónlistarfólki, t.a.m.
Yoko Ono og John Grant.
Árið 2013 byrjaði Hörður einnig
að starfa sem leikstjóri og hefur
mikið unnið í samstarfi við Helga Jó-
hannsson í leikstjórateyminu Helgi
& Hörður.
Hörður hefur leikstýrt fjölda aug-
H
örður Sveinsson fædd-
ist 22. janúar 1981 í
Reykjavík. Hann
flutti í Breiðholt ung-
ur að árum og bjó þar
til 22ja ára aldurs.
„Ég er algjört borgarbarn, en fór
aðra hverja helgi í Reykholt þegar
faðir minn bjó þar um tíma. Ljós-
myndaáhuginn kviknaði upp úr 18
ára aldri og þá fór ég aðeins að taka
myndir. Ég fór á námskeið hjá Hinu
húsinu, sem Brian Sweeney, skosk-
ur ljósmyndari, sá um og eftir nám-
skeiðið varð ég alveg heltekinn af
ljósmyndun.“
Hörður gekk í Seljaskóla í Breið-
holti, útskrifaðist úr rafeindavirkjun
frá Iðnskóla Reykjavíkur 2002 og
varð stúdent frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð 2004. Hann lærði
ljósmyndun við Medieskolerne í Vi-
borg í Danmörku og útskrifaðist úr
grafískri hönnun við Listaháskóla
Íslands 2013.
Hörður hefur starfað við ljós-
myndun síðan 2004. Hann fór fyrst
að mynda fyrir Reykjavík Grape-
vine og hefur starfað sem fastráðinn
ljósmyndari fyrir Reykjavík Grape-
vine, Fréttablaðið, DV og Monitor
og unnið sjálfstætt fyrir enn fleiri
innlend og erlend tímarit og dag-
blöð.
Hörður hefur starfað sem sjálf-
stæður ljósmyndari síðan 2008 og
vinnur aðallega sem auglýsinga-
ljósmyndari í dag. Hann hefur einn-
ig mikið unnið með tónlistarfólki.
„Þegar ég byrjaði í ljósmyndun var
ég mikið að taka myndir á tónleikum
sem vakti einhverja eftirtekt og
veitti mér í kjölfarið tækifæri til að
vinna meira með tónlistarfólki og
taka af þeim portrett. Ég reyndi að
komast í öll listatengd verkefni þeg-
ar ég var að vinna á blöðunum, þetta
var það sem ég var spenntastur fyrir
þegar ég var að byrja í ljósmyndun.“
Hörður hefur tekið myndir af
þorra íslenskra tónlistarmanna allt
frá Sigur Rós til Víkings Heiðars og
leggja lokahönd á fyrstu sjónvarps-
þáttaseríuna með góðum vinum og
samstarfsfélögum hjá framleiðslu-
fyrirtækinu Snark. Þættirnir heita
Hver drap Friðrik Dór og verða
sýndir í Sjónvarpi Símans í lok
febrúar.
Hann hefur haldið ljósmyndasýn-
ingar hér á Íslandi og erlendis og
unnið verðlaun meðal annars á Ís-
lensku blaðaljósmyndaverðlaun-
unum.
„Ég er heppinn að mín helstu
áhugamál eru líka atvinna mín, ljós-
myndun og leikstjórn, en auk þess
elska ég tónlist og matargerð,“ segir
Hörður aðspurður. „Ég hlusta á
allskonar tónlist, en mest hlusta ég á
indítónlist og raftónlist.“ Þrátt fyrir
mikinn áhuga á tónlist hefur hann
sjálfur lítið verið að spila. „Ég kann
ekki á neitt einasta hljóðfæri,
glamra aðeins á úkúlele, en get ekki
sagt að ég sé góður á það. Ég les líka
mikið og stóð við áramótaheit í fyrra
um að lesa fleiri bækur. Takmarkið
var 30 bækur og það tókst. Ég las
allt frá Guðrúnu Evu Mínervudóttur
til Brandon Sanderson, en hann
Hörður Sveinsson, ljósmyndari og leikstjóri – 40 ára
Fjölskyldan Hugrún, Högni, Vigdís Elfur, Hekla og Hörður um jólin 2019.
Lætur öll afmælisplön í dag
í hendur eiginkonunnar
Við leikstjórastörf Hörður og Helgi Jóhannsson, samstarfsfélagi hans.
Feðgin Hörður og Hekla 2018.
50 ára Ósk er Sand-
gerðingur en býr í
Reykjanesbæ. Hún er
stuðningsfulltrúi á
unglingastigi í Akur-
skóla.
Maki: Rúnar Helga-
son, f. 1973, pípulagn-
ingameistari og eigandi Lagnaþjónustu
Suðurnesja.
Dætur: Jóhanna, f. 1991, Guðbjörg, f.
1994, og Bryndís Sigurveig, f. 1996, Jó-
hannesdætur, og Lovísa Rut Rúnars-
dóttir, f. 2003. Barnabörnin eru Adrían
Snær, Viktoría Ólöf og Helena Ósk.
Foreldrar: Benedikt Gunnarsson, f.
1948, vann hjá Varnarliðinu, og Guðbjörg
Bjarnadóttir, f. 1951, fv. fiskvinnslukona.
Þau eru búsett í Sandgerði.
Ósk
Benediktsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is