Morgunblaðið - 22.01.2021, Side 40

Morgunblaðið - 22.01.2021, Side 40
30- 70% AFSLÁTTUR G ER Ð U FR Á B Æ R K A U P FY R ST U R K EM U R –F Y R ST U R FÆ R G ER IÐ G Æ Ð A -O G V ER Ð SA M A N B U R Ð Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu Saman fyrir Seyðisfjörð nefnist rafræn listahátíð sem hefst á mánudag, 25. janúar, og stendur yfir til sunnu- dagsins 31. janúar. Á henni kemur fram fjöldi tónlistar- manna, m.a. þau Ásgeir, Bríet og JFDR og hljómsveit- irnar Hjaltalín, Vök, Hatari og Bjartar sveiflur. Hátíðin er samstarfsverkefni Rauða krossins og listamanna og með henni er athygli vakin á ástandinu í bænum eftir aurskriður síðustu vikna. Í lok ársins 2020 voru 14 heimili gjörónýt og menningararfi skolað burt í skrið- unum og samfélagið í uppnámi. Hægt verður að njóta listarinnar á samanfyrirseydisfjord.info. Rauði kross- inn heldur utan um fjársöfnun verkefnisins og sér um að útdeila þeim fjármunum sem safnast í nánu samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Þeir sem vilja styðja verkefnið geta gert það með því að senda sms-skilaboðin „HJALP“ í númerið 1900 til að gefa 2.900 krónur eða með því að fara á vefslóðina gefa.raudikrossinn.is/9544 og millifæra þar. Hátíð til styrktar Seyðfirðingum FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 22. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Ísland og Frakkland eigast enn einu sinni við á hand- boltavellinum í dag þegar þjóðirnar mætast á HM karla í Egyptalandi. Þeir eru orðnir ansi margir A-landsleik- irnir hjá karlaliðum Íslands og Frakklands í íþróttinni. Þjóðirnar hafa mæst sextíu og einu sinni en sextíu ár eru frá fyrsta leiknum sem var á HM í V-Þýskalandi í september 1961. Ísland vann þá öruggan sigur 20:13. Leikir þjóðanna hafa víða farið fram og hérlendis hafa þau til að mynda mæst í Keflavík og á Blönduósi, sem ekki eru þekktustu handboltabæir landsins. »35 Sextíu ár liðin frá fyrstu rimmunni við Frakka á handboltavellinum ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ekkert jafnast á við að tefla, að mati Dóru Steindórsdóttur frá Hlíð- ardal í Vestmannaeyjum, og til stendur að koma á móti innan tíðar. „Fjórir dóttursynir mínir tefla og við ætlum að halda fámennt heim- ilisskákmót.“ Dóra er ekkja á 87. ári og býr ein í Garðabæ. „Skák hefur verið áhugamál mitt frá 10 ára aldri,“ segir hún. „Ég skil ekki þennan áhuga,“ heldur hún áfram og segist aldrei hafa fundið fyrir ut- anaðkomandi þrýstingi í þessa veru. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að tefla, en samt hef ég lítið getað teflt!“ Dóra ólst upp í Eyjum. Þegar hún var í barnaskóla bað hún föður sinn, sem bjó í Reykjavík, um að senda sér tafl. „Þetta var eina leikfangið sem ég hafði áhuga á,“ segir hún. Með það á borðinu var hálfur sigur unninn en vandamálið var að enginn í grennd kunni að tefla. „Eitt sinn kom gamall maður í heimsókn og hann tefldi við mig og svo tefldi ég við stráka frá Keflavík, sem voru í sumarvinnu í Eyjum. Óskar í Höfð- anum leit stundum inn og við tókum skák. Annað var það ekki og ég fékk enga kennslu.“ Langt á milli skáka Dóra ólst upp á fósturheimili og bjó í Eyjum þar til hún flutti með eiginmanni og tveimur dætrum til Reykjavíkur vegna gossins 1973. Hún vann í Vinnslustöðinni frá morgni til kvölds og þá var enginn tími til að tefla. „Þegar landburður var af fiski voru þetta eins og þræla- búðir, bara harkan sex, og svo þurfti að sjá um heimilið,“ segir hún. Eftir að barnabörnin komust á legg fóru drengirnir að tefla við ömmu sína, en Hlynur Hafliðason, einn þeirra, var mjög efnilegur á unga aldri, var Íslandsmeistari í sín- um aldursflokki, keppti m.a. á Norð- urlandamóti og varð í 2. sæti í skóla- keppni í Bandaríkjunum. „Það var engu líkt að setjast aftur við tafl- borðið eftir áratuga fjarveru og ég yngdist upp um mörg ár,“ segir Dóra. Skáktímabilið hafi samt ekki staðið lengi, því strákarnir hafi haft um annað að hugsa. Hún hafi því haldið áhuganum við með því að fara yfir skákstöður og -þrautir í dagblöðunum. „Það fyrsta sem ég kíki á í Mogganum er skákin,“ segir hún. „Þar gefst mér tækifæri til að hugsa um næsta leik. Svo reyni ég að fylgjast með þegar sýnt er frá skákkeppni í sjónvarpinu.“ Þorvaldur Ingólfsson, eiginmaður Dóru, lést fyrir um fimm árum og þá flutti hún í Garðabæ. Skömmu síðar var hringt í hana frá bæjar- skrifstofunni og hún spurð hvernig hún hefði það sem eldri borgari. „Þá kom til tals að ég hefði svo gaman af að tefla en hefði engan til að tefla við mig,“ rifjar Dóra upp. Ekki hafi liðið á löngu þar til aftur hafi verið hringt og sér sagt að Þor- steinn Þorsteinsson, fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ og forseti Skáksambands- ins 1984-86, væri til í að tefla. „Hann kenndi mér ýmislegt, til dæmis Sikileyjarvörnina. Við hittumst vikulega en höfum ekki getað sest saman við skákborðið síðan veiran kom. En það var mjög gaman að tefla við Þorstein og vonandi styttist í að við getum byrjað aftur.“ Um liðna helgi birti til á heimili Dóru, þegar Inga Hrönn, dóttir hennar, kom með Lisseth Acevedo Méndez, vinnufélaga sinn, í heim- sókn. Hún er alþjóðlegur meistari frá Kosta Ríka, hefur búið hér lengi og teflir fyrir Fjölni. „Það var ofsa- lega gaman að tefla við hana. Auð- vitað tapaði ég en ég er ekki tapsár. Aðalatriðið var að tefla og hún kem- ur fljótlega aftur.“ Lifir fyrir að tefla Skákdrottningar Dóra Steindórsdóttir og Lisseth Acevedo Méndez.  Dóra ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur Kennslustund Dóra og Þorsteinn Þorsteinsson að tafli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.