Morgunblaðið - 25.01.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 5. J A N Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  20. tölublað  109. árgangur  NÖFN FRAMBJÓÐ- ENDA TIL ÞINGS AÐ KOMA Í LJÓS ÝMIST FRESTAÐ EÐA SLEGNAR AF SVEKKJANDI MÓT EN ÖÐLUÐUST DÝRMÆTA REYNSLU EKKERT Í GLASTONBURY 28 HM Í HANDKNATTLEIK 27FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN 10 Esjan var tilkomumikil að sjá þar sem dagskíman féll á klakabrynjaðar hlíðar hennar, en þar gætti nokkurrar snjókomu þó höfuðborgarsvæðið hafi að mestu verið laust við hana. Aðra sögu er að segja norðar á landinu, þar sem hrina snjóflóða féll um helgina bæði á Norðurlandi og Vestfjörðum. Rýmingu í húsum á Flateyri var þó aflétt í gær, en enn var óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Eins og sjá má á myndinni frá Ísafirði hér til hægri hefur snjó kyngt þar niður síðustu daga, en ekki á það þó síður við á Norðurlandi. Hins vegar háttar svo til vestra að þar þarf minni snjó til þess að skapa hættu. Að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings hafa veðuraðstæður verið sér- stakar undanfarna daga, þó ekki sé hægt að segja þær óvenjulegar. Þar hafi muggað jafnt, þétt og linnulítið dögum saman. »2 Snjóflóðahætta enn fyrir hendi nyrðra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson „Að sýni úr leghálsstroku séu nú send til útlanda í grein- ingu finnst okk- ur óskiljan- legt,“ segir Halla Þorvalds- dóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameins- félagsins. Vísar hún þar til breytinga sem verða til þess að sýni verða send úr landi til rannsóknar þrátt fyrir að til sé þekking, kunnátta og tækjabúnaður til greininga hér á landi. Skimanir fyrir krabbameinum í brjóstum voru um áramót fluttar frá Leitarstöð Krabbameins- félags Íslands til Landspítala. Þá verður framvegis sá háttur hafð- ur á að leghálssýni fara úr landi til rannsóknar, en skimanir í leg- hálsi voru færðar frá Leitarstöð- inni til heilsugæslunnar. Halla segist lítið botna í ráðstöfuninni. „Í desember fékk Landspítali tæki til veirugreininga sem gerir greiningarnar enn skilvirkari en hingað til. Hvers vegna ekki á að nýta þann búnað skiljum við ekki. Raunar hafa orðið ýmsar tafir á greiningum. Sýni sem voru tekin á leitarstöðinni og hjá sérfræðingum á stofum í nóv- ember fóru til heilsgæslunnar og hafa ekki verið rannsökuð enn. Þar ræður að samningar við rannsóknarstofu í Danmörku sem annast á verkefnið eru ekki í höfn. Þó lá fyrir í október að um tvö þúsund sýni biðu nýrrar rannsóknarstofu þegar hún tæki við.“ » 11 Undrast tilfærslu skimana  Tækni og kunnátta til staðar hér á landi Halla Þorvaldsdóttir  Áætlun um dreifingu bóluefna Moderna og Pfizer, sem gildir fram í mars, liggur fyrir hjá Distica og er von á 1.200 skömmum frá Mod- erna í lok þessarar viku. Einnig eiga 2.000 til 3.000 skammtar frá Pfizer að koma til landsins á mið- vikudag og mun sama magn berast vikulega frá framleiðandanum upp frá því. Ekki er útlit fyrir að bólusetning forgangshópa náist á fyrsta árs- fjórðungi, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Um 15.500 skammtar af efnunum eiga nú að berast mánaðarlega til landsins fram í mars. Beðið er eftir markaðsleyfi fyrir bóluefni Astra- Zeneca. »2 Dreifingaráætlun bóluefna liggur fyrir Bókhald byggt á skáldskap  Fjárhagsstaða Kampa miklu verri en talið var  Munar hundruðum milljóna Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Endurskoðandinn er að fara yfir málið til að reyna að fá botn í þetta. Þetta kemur vonandi betur í ljós á næstunni,“ segir Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður rækjuverksmiðj- unnar Kampa á Ísafirði. Fyrirtækið fékk á dögunum greiðslustöðvun til þriggja vikna vegna aðsteðjandi fjár- hagsvanda. Var brugðið á það ráð eftir að í ljós kom að staða Kampa var umtalsvert verri en áður hafði verið talið. Að sögn Jóns var staðan allt önnur en fram hafði komið í bókhaldi og ársreikningum félagsins. Nú er unn- ið að því hörðum höndum að komast að því hvað veldur. Að því er heim- ildir Morgunblaðsins herma er fjár- hagsstaðan miklum mun verri en upphaflega var talið. Hlaupa þær fjárhæðir sem vantar á hundruðum milljóna króna og miklum skuldum hefur verið safnað. Vinna við að bjarga fyrirtækinu Aðspurður segist Jón ekki vilja tjá sig frekar um það. Hann geti þó staðfest að ársreikningar fyrirtækis- ins gefi ekki rétta mynd af stöðunni. Þar sé um að kenna ákveðnum stjórnanda hjá Kampa. „Annar verklegra stjórnenda fyrirtækisins gerði skandal sem við vissum ekki um. Ég ætla ekki nánar út í það. Nú er farin af stað vinna við það að bjarga fyrirtækinu,“ segir Jón. Hjá fyrirtækinu starfa 42 starfsmenn. Að hans sögn hafa viðbrögð lánar- drottna verið jákvæð. Þá muni endurskoðendur hjálpa fyrirtækinu að leiðrétta bókhaldið, sem hefur verið rangt um nokkurra ára skeið. „Það hefur eitthvað verið bogið við bókhaldið hjá okkur í áravís. Bók- haldið hjá okkur hefur byggst á skáldskap í allt of langan tíma. Nú verður það skoðað nánar til að fá endanlega botn í þetta mál.“ Kampi Bókhald rækjuverksmiðj- unnar hefur verið rangt um árabil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.