Morgunblaðið - 25.01.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Undanfarnar vikur
hef ég í nokkrum grein-
um rakið fyrir áhuga-
sama lesendur Morg-
unblaðsins, hvernig
saga Biblíunnar og hins
forna Egyptalands
tvinnast saman. Og
hvernig egypsk forn-
asaga skýtur stoðum
undir og styður heim-
ildagildi hins Gamla
testamentis. Sem ýmsir
hafa talið lítils virði. Er
nú komið að fjórðu og
síðustu greininni.
Árið 1353 fyrir Krist
varð bylting í Egypta-
landi hinu forna sem átti
eftir að breyta sögunni
um alla framtíð. Þá tók
við veldissprotanum í
hinu mikla ríki Amenho-
tep IV faraó. Faðir hans,
Amenhotep III, hafði
verið sigursæll hershöfð-
ingi sem treysti landa-
mæri ríkisins í austri og efldi hinn
forna átrúnað Egypta. Enn í dag má
finna stórkostleg minnismerki sem
hann lét gera og sem segja frægð-
arsögu hans.
Sonur hans sem hér segir frá var
aftur á móti óþekktur með öllu þar til
fyrir einum 200 árum. Öll ummerki
um hann höfðu nefnilega verið fjar-
lægð af síðari tíma valdhöfum.
Amenhotep IV var öllum gleymdur
þar til er hinn breski fornleifafræð-
ingur John Gardner Wilkinson fyrir
tilviljun gróf upp höfuðborg hans árið
1824. Þá kom í ljós merkileg saga.
Á fimmta stjórnarári Amenhotep
IV hafði hann látið banna átrúnað á
alla guði Egyptalands. Í stað þess
skyldu Egyptar tilbiðja aðeins einn
guð, sólina, eða Aton eins og sólarguð-
inn hét. Og ekki nóg með það. Aðrir
guðir voru hreinlega ekki til, sagði
Amenhotep IV. Þetta var með öðrum
orðum ströng eingyðistrú sem hann
boðaði, – eins og gyðingdómur, kristni
og íslam síðar áttu eftir að verða.
Musterum guða um allt Egyptaland
var lokað í kjölfarið. Prestum var sagt
upp. Og sjálfur breytti faraóinn nafni
sínu úr Amenhotep IV, sem þýðir
„Amon er ánægður“, í Akhenaton,
sem merkir „Aton til dýrðar“. Auk
þess lét hann byggja sér og Aton nýja
höfuðborg. Borgin fékk nafnið Ak-
hetaton, „Sjóndeildarhringur Atons“.
Vegna alls þessa hefur Akhenaton
stundum verið kallaður fyrsti spámað-
ur eingyðistrúarinnar. Slíkt hafði aldr-
ei áður heyrst, að bara einn guð væri
til.
Enginn veit hvers vegna Akhenaton
hóf þessa byltingu. Eða hvaðan hug-
myndin kom. Eitt er víst að eftir að
hann féll frá var allt algerlega afmáð
sem hann hafði boðað. Aton gleymdist.
Sonur Akhenatons, Tutankaton, er
tók við sem barn af föður sínum, var
algerlega á valdi presta gömlu guð-
anna og dó ungur. Stuttu eftir að hann
settist að völdum breyttu prestarnir
nafni hans í „Tutankhamon“. Og hann
endurreisti tilbeiðslu gömlu guðanna
að kröfu presta og yfirstéttarinnar.
En Akhenaton IV og trúboð hans
gleymdist og grófst í sandinn í 3000 ár.
En hvað kemur allt þetta Biblíunni
við? Um svipað leyti og Akhenaton féll
frá, hélt annar spámaður með Ísr-
aelsþjóðina út úr Egyptalandi undir
merkjum hins eina guðs, ef marka má
sögur Gamla testamentisins. Hann
bar egypskt nafn og hét Móse. Til-
viljun? Eitt er víst að margt er líkt
með eingyðistrú Akhenatons og Móse.
Og aðeins um 150 árum eftir að Ak-
henaton hvarf úr sögunni er sagt frá
Ísrael á úthöggnum steini í Egypta-
landi. En þannig tekst okkur að stað-
festa sögur Gamla testamentisins út
frá egypskum fornleifum allt aftur til
aldamótanna 1200 fyrir Krist.
Öll þessi saga samskipta Egypta og
hinna fornu Ísraela er dregin saman í
riti Manetho um sögu Egyptalands,
sem ritað var í Alexandríu um 200 ár-
um fyrir Krist. Frá Manetho segi ég í
fyrri greinum mínum um þessa sögu.
Saga Manetho er enn helsta upp-
spretta heimilda um þessa löngu liðnu
atburði alla og alla faraóa Egypta-
lands frá upphafi. Þetta rit Manetho
er löngu glatað en geymt í endursögn
annarra höfunda. Manetho skrifar að
frá árinu 1700 fyrir Krist hafi kynþátt-
ur „að austan“ ríkt yfir Egyptum í 511
ár. Að þeim árum liðnum voru þeir
hraktir úr Egyptalandi með öllum eig-
um sínum, fjölskyldum og hjörðum og
héldu yfir eyðimörkina. Þeir reistu sér
borg í fjöllunum víggirta til að stand-
ast árásir. Kölluðu þeir borgina Jerú-
salem.
Við skulum kveðja Manetho þarna
en frásögn hans er ákaflega áhuga-
verð og tengir saman frásagnir Gamla
testamentisins og sögu Egyptalands
um 1700 árum fyrir Krist. Enn er
stærsti hluti sögu Forn-Egyptalands
hulinn sandi. Og sandurinn geymir
heimildir og leyndardóma sem ekkert
okkar órar fyrir. Stöðugt bætist þó við
í gagnabankann eftir því sem rann-
sóknum fleygir fram og nýjar minjar
koma upp á yfirborðið sem varpa ljósi
á sögu fornalda Miðausturlanda. Og
styðja frásagnir og sögur Biblíunnar.
Egypskar heimildir Biblíunnar
Eftir Þórhall
Heimisson
Þórhallur
Heimisson
» „Þeir reistu sér borg
í fjöllunum víggirta
til að standast árásir.
Kölluðu þeir borgina
Jerúsalem.“
Höfundur er prestur og rithöfundur.
thorhallur33@gmail.com
Ljósmynd/Þórhallur Heimisson
Minjar Lágmynd úr gulli af Tut-
ankhamon í egypska safninu í Kaíró.
Þann 19. júlí 2019
tóku gildi breytt lög um
fiskeldi nr. 71/2008 og
þar var m.a. áhættumat
erfðablöndunar lögfest.
Hafrannsóknastofnun
hannaði áhættumatið
og í skýrslu starfshóps
sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra um
stefnumótun í fiskeldi
sem gefin var út árið
2017 var lagt til að lög-
festa áhættumatið. Í greinargerð með
frumvarpinu kemur fram að stefna
stjórnvalda sé að gæta ýtrustu var-
úðar þar sem „sjálfbær þróun og
vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi“ og
í því samhengi mikilvægt að lögfesta
áhættumat erfðablöndunar. En er í
raun gætt ýtrustu varúðar?
Álit Skipulagsstofnunar
og vísindanefndar
Í nýlegu áliti Skipulagsstofnunar
kemur fram að m.v. fyrirliggjandi
áform verði samlegðaráhrifin við önn-
ur laxeldisfyrirtæki óveruleg á þær
ár sem áhættumatið tekur til á Vest-
fjörðum. „Sé hins vegar horft til allra
laxastofna á Vestfjörðum telur Skipu-
lagsstofnun að óvissu gæti um sam-
legðaráhrifin, þau geti
orðið talsvert eða veru-
lega neikvæð ef við-
brögðum við slysaslepp-
ingum er ábótavant.“
Skipulagsstofnun bend-
ir einnig á að „almennt
eru ár með litla stofna
taldar viðkvæmari fyrir
erfðablöndun en ár með
stærri stofna“. Ýmsir
aðilar hafa varað við
áhættumati erfðablönd-
unar og einnig bent á að
áhættumatið geri ráð
fyrir að fórna litlu laxa-
stofnunum með sínum athugasemd-
um við meðferð málsins á Alþingi. Nú
tekur Skipulagsstofnun undir þessar
athugasemdir og það gerir einnig vís-
indanefnd í skýrslu sinni en nefndinni
var falið að rýna áhættumatið skv.
lögum um fiskeldi frá 2019. Nú er
spurning hvort málinu verði sópað
undir teppi eða Alþingi taki málið til
efnislegrar umfjöllunar og geri við-
eigandi breytingar.
Litlu laxastofnunum fórnað til
fjárhagslegs ávinnings
Breytingar á lögum um fiskeldi
byggja að mestu á tillögum starfs-
hóps um fiskeldi frá 2017. Í þeim hópi
voru fulltrúar laxeldisfyrirtækja í
meirihlutaeigu erlendra aðila í nafni
Landssambands fiskeldisstöðva og
einnig frá Landssambandi veiðifélaga
sem réðu för í vinnu stefnumót-
unarhópsins. Í stefnumótunarskýrsl-
unni er verið að verja hagsmuni lax-
eldisfyrirtækja í meirihlutaeigu
erlendra aðila til að tryggja þeim sem
mest af framleiðsluheimildum og fjár-
hagslegum ávinningi. Í skýrslunni
var aðeins hugað að stærri veiðiám
sem tilheyra félögum í Lands-
sambandi veiðifélaga, Laugardalsá,
Langadalsá, Hvannadalsá og Ísa-
fjarðará en horft fram hjá þeim
minni, en skv. rannsóknum Hafrann-
sóknastofnunar eru tæplega 25 veiði-
ár með laxi á Vestfjörðum. Sagt á
annan hátt heldur áhættumatið því
fram að í tilfelli báts með um 25 göt á
skrokknum renni aðeins inn sjór um
fjögur þeirra. Hér er því um að ræða
meiri háttar staðreyndavillu í áhættu-
matinu.
Úthlutun framleiðsluheimilda
Áhættumat erfðablöndunar er not-
að til að úthluta framleiðsluheim-
ildum til eldis á frjóum laxi og hefur
nú verið úthlutað tvisvar sinnum og
spáð er í framhaldi úthlutana:
Fyrsta úthlutun: Strax á árinu
2017 lagði Hafrannsóknastofnun til
50.000 tonna eldi á frjóum laxi fyrir
Vestfirði og byggðu þeir útreikningar
að stórum hluta á röngum forsendum
í reiknilíkaninu, sem fyrst og fremst
byggist á því að gengið er út frá of
fáum veiðiám með laxalykt og of mik-
illi dreifingu á eldislaxi í veiðiár. Með
því að horfa fram hjá litlu laxastofn-
unum var hægt að uppfylla allar
væntingar stjórnarformanns Arn-
arlax um framleiðsluheimildir á vest-
anverðum Vestfjörðum.
Önnur úthlutun: Mikill þrýst-
ingur hefur verið á að auka fram-
leiðsluheimildirnar. Það kemur síðan
á óvart að framleiðsluheimildir á frjó-
um laxi eru auknar strax um vorið
2020 og áfram er stuðst við rangar
forsendur í reiknilíkani áhættumats
erfðablöndunar. Framleiðsluheim-
ildir voru auknar upp í 64.500 tonn á
Vestfjörðum eða um 14.500 tonn.
Þriðja úthlutun: Áfram verður
haldið með að þrýsta á að auka fram-
leiðsluheimildir og þegar farin verður
sú leið að grípa strax til aðgerða við
stærri slysasleppingar eins og gert er
ráð fyrir í uppfærðu áhættumati frá
2020 skapast svigrúm til að auka
heimildir enn frekar.
Fjórða úthlutun: Þegar komið er
að þeim tímapunkti að norsku leiðinni
verður fylgt, þ.e.a.s. að fjarlægja all-
an sjáanlegan eldislax úr veiðiám fyr-
ir hrygningu, verður hægt að auka
framleiðsluheimildir mikið og þá jafn-
framt er áhættumat erfðablöndunar
búið að missa tilgang sinn.
Hluti af íslensku leiðinni
Þegar að fjórðu úthlutun kemur er
engin þörf á áhættumati erfðablönd-
unar og niðurstaðan að það verður
fyrst og fremst notað til að úthluta
framleiðsluheimildum til laxeldisfyr-
irtækja í meirihlutaeigu erlendra að-
ila. Áhættumat erfðablöndunar hefur
lítið sem ekkert með umverfisvernd
að gera og Ísland er sennilega eina
landið í heimi þar sem erfðablöndun á
laxi er heimiluð skv. lögum. Áhættu-
matið er verkfæri íslensku leið-
arinnar þar sem sterkir hags-
munaaðilar taka auðlindina, semja
leikreglurnar til að setja leyfisveiting-
arferlið í hagstæðan farveg, fanga
ríkisvaldið og fara með tillögurnar í
gegnum alla stjórnsýsluna sjálfum
sér og sínum til fjárhagslegs ávinn-
ings.
Áhættumat erfðablöndunar
verkfæri íslensku leiðarinnar
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson » Ísland er sennilega
eina landið í heimi þar
sem erfðablöndun á laxi
er heimiluð skv. lögum
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við ýmis mál
tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
valdimar@sjavarutvegur.is