Morgunblaðið - 25.01.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
England
Aston Villa – Newcastle........................... 2:0
Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit:
Southampton – Arsenal .......................... 1:0
Rúnar Alex Rúnarsson var á vara-
mannabekk Arsenal.
Brighton – Blackpool .............................. 2:1
Daníel Leó Grétarsson var ekki með
Blackpool vegna meiðsla.
Millwall – Bristol City ............................. 0:3
Jón Daði Böðvarsson var á varamanna-
bekk Millwall.
Fulham – Burnley.................................... 0:3
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan
leikinn með Burnley.
Everton – Sheffield Wednesday ............ 3:0
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton.
Sheffield United – Plymouth................... 2:1
West Ham – Doncaster............................ 4:0
Swansea – Nottingham Forest ............... 5:1
Barnsley – Norwich ................................. 1:0
Cheltenham – Manchester City.............. 1:3
Chelsea – Luton........................................ 3:1
Brentford – Leicester .............................. 1:3
Manchester United – Liverpool.............. 3:2
Þýskaland
Augsburg – Union Berlín ....................... 2:1
Alfreð Finnbogason kom inn á sem vara-
maður hjá Augsburg á 82. mínútu.
Staða efstu liða:
Bayern München 18 13 3 2 53:25 42
RB Leipzig 18 10 5 3 31:17 35
Leverkusen 18 9 5 4 32:18 32
Wolfsburg 18 8 8 2 27:19 32
Mönchengladbach18 8 7 3 35:28 31
Eintr.Frankfurt 18 7 9 2 35:27 30
Dortmund 18 9 2 7 35:26 29
B-deild:
Darmstadt – Holstein Kiel...................... 0:2
Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leik-
mannahópi Darmstadt.
Spánn
B-deild:
Logrones – Real Oviedo.......................... 0:0
Diego Jóhannesson var á varamanna-
bekk Real Oviedo.
Ítalía
Juventus – Bologna ................................. 2:0
Andri Fannar Baldursson var á vara-
mannabekk Bologna.
Napoli – Bari ............................................ 1:0
Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með
Napoli.
B-deild:
Venezia – Cittadella ................................ 1:0
Bjarki Steinn Bjarkason var ekki með
Venezia og Óttar Magnús Karlsson er
meiddur.
C-deild:
Imolese – Padova..................................... 1:1
Emil Hallfreðsson var ekki með Padova
vegna meiðsla.
Frakkland
Bordeaux – Reims ................................... 7:1
Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á
sem varamaður hjá Bordeaux á 62. mínútu.
Le Havre – Issy ........................................ 0:0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Anna
Björk Kristjánsdóttir og Andrea Rán
Hauksdóttir léku allar þrjár allan leikinn
með Le Havre.
Holland
Feyenoord – AZ Alkmaar....................... 2:3
Albert Guðmundsson lék allan leikinn
með AZ Alkmaar og lagði upp mark.
B-deild:
Oss – Excelsior......................................... 1:3
Elías Már Ómarsson lék allan leikinn
með Excelsior og skoraði eitt mark.
Belgía
Antwerpen – Oostende ........................... 1:2
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með
Oostende og lagði upp sigurmarkið.
B-deild:
Lommel – Molenbeek .............................. 3:2
Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn
með Lommel.
Deinze – Royal Union St. Gilloise.......... 2:4
Aron Sigurðarson var á varamannabekk
Royal Union.
Grikkland
PAOK – AEK Aþena ............................... 2:2
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Atromitos – Olympiacos ......................... 0:1
Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos.
Panetolikos – Lamia................................ 0:0
Theódór Elmar Bjarnason kom inn á
sem varamaður hjá Lamia á 68. mínútu.
Portúgal
Albergaria – SL Benfica......................... 0:4
Cloé Lacasse lék fyrstu 64 mínúturnar
fyrir SL Benfica.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
IG-höllin: Þór Þ. – ÍR ........................... 18.15
MVA-höllin: Höttur – Tindastóll ........ 18.30
Höllin: Þór Akureyri – KR .................. 19.15
Blue-höllin: Keflavík – Grindavík ....... 20.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Hlíðarendi: Valur – Þór ....................... 18.30
Í KVÖLD!
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Antonio Hester átti stórleik fyrir
Njarðvík þegar liðið heimsótti Vals-
menn á Hlíðarenda í 5. umferð úr-
valsdeildar karla í körfuknattleik,
Dominos-deildarinnar, í gær.
Leiknum lauk með níu stiga sigri
Njarðvíkur, 85:76, en Hester skor-
aði 26 stig og tók fimmtán fráköst
fyrir Njarðvík.
Njarðvíkingar voru sterkari að-
ilinn í fyrri hálfleik og leiddu með 12
stigum í hálfleik, 47:35.
Valsmenn náðu ekki að minnka
forskot Njarðvíkinga í þriðja leik-
hluta og þrátt fyrir heiðarlega til-
raun Valsmanna í fjórða leikhluta
tókst þeim ekki að ógna forskoti
Njarðvíkur.
Rodney Glasgow Jr. átti góðan
leik fyrir Njarðvík og skoraði 24
stig en Sinisa Bilic var stigahæstur
Valsmanna með 21 stig. Þá átti
Kristófer Acox mjög góðan leik fyr-
ir Val, skoraði 20 stig og tók tólf
fráköst.
Bæði lið hefur skort ákveðinn
stöðugleika í fyrstu fimm leikjum
sínum í deildinni en Njarðvíkingar,
sem eru í fimmta sæti deildarinnar
með 6 stig, hafa unnið þrjá leiki og
tapað tveimur.
Valsmenn, sem eru í áttunda sæti
deildarinnar, hafa tapað þremur
leikjum í deildinni til þessa og unnið
tvo.
Báðum liðum hefur mistekist að
tengja saman tvo sigra í röð en þau
eru bæði með nokkuð breytt lið frá
síðustu leiktíð og þurfa því tíma til
þess að slípa sig saman.
Þá er Stjarnan komin aftur á
sigurbraut eftir 92:86-sigur gegn
Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði.
Garðbæingar byrjuðu leikinn bet-
ur og leiddu með níu stigum í hálf-
leik, 61:53. Stjarnan vann þriðja
leikhluta með fimm stiga mun en
Haukum tókst að minnka forskot
Stjörnunnar í fjögur stig þegar
þrjár mínútur voru til leiksloka,
82:86.
Stjarnan skoraði hins vegar
næstu fjögur stig leiksins og fagnaði
nokkuð þægilegum sigri í leikslok.
Gunnar Ólafsson var stigahæstur
Stjörnunnar með 19 stig en Hlynur
Bæringsson skoraði 16 stig og tók
átta fráköst.
Hjá Haukum var Hansel Atencia
stigahæstur með 25 stigog Brian
Fitzpatrick skoraði 17 stig og tók
þrettán fráköst.
Garðbæingar töpuðu óvænt á
heimavelli fyrir Þór frá Þorlákshöfn
í síðustu umferð en það var fyrsta
tap Stjörnunnar sem er með átta
stig, líkt og Keflavík og Grindavík, í
efsta sæti deildarinnar eftir fimm
leiki.
Haukar bíða ennþá eftir sínum
öðrum sigri í deildinni en eftir sigur
gegn Njarðvík í annarri umferð
deildarinnar, 14. janúar, er liðið nú
án sigurs í síðustu þremur leikjum
sínum.
Njarðvík lagði
óstöðuga
Valsmenn
Garðbæingar aftur á sigurbraut
Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir
Umkringdur Valsmenn réðu ekkert við Antonio Hester á Hlíðarenda.
Arsenal og Real Madríd hafa náð
samkomulagi um að norski knatt-
spyrnumaðurinn Martin Ödegaard
fari að láni til Lundúnaliðsins frá
spænska stórveldinu út þetta
keppnistímabil. Sky Sports sagði
frá þessu í gær en miðjumaðurinn,
22 ára, er væntanlegur til Englands
í dag þar sem hann mun gangast
undir læknisskoðun á æfingasvæði
Arsenal. Ödegaard hefur verið í
röðum Real Madrid í sex ár en verið
í láni annars staðar mestallan tím-
ann og vill hann nú fara til Arsenal
til að spila meira.
Norðmaðurinn á
leið til Arsenal
AFP
Liðsstyrkur Arsenal er að fá norska
miðjumanninn frá Real Madríd.
Írski bardagakappinn Conor
McGregor sneri aftur í búrið í
UFC-keppninni í blönduðum bar-
dagalistum þegar hann mætti
Bandaríkjamanninum Dustin Poi-
rier í léttvigt aðfaranótt sunnu-
dags. Poirier hafði betur með
tæknilegu rothöggi í annarri lotu
og er þetta í fyrsta sinn sem
McGregor er rotaður í UFC.
Poirier átti harma að hefna
gegn McGregor í nótt en þeir
mættust fyrst í UFC í september
árið 2014, þegar Írinn rotaði Poi-
rier.
McGregor rot-
aður í fyrsta sinn
AFP
Rotaður Bardagakappinn Conor
McGregor tapaði óvænt um helgina.
ÍBV tyllti sér á toppinn í úrvals-
deild karla í handknattleik, Olís-
deildinni, þegar liðið vann tveggja
marka sigur gegn Fram í Vest-
mannaeyjum í fimmtu umferð
deildarinnar í gær.
Þetta var fyrsti leikur deild-
arinnar síðan í byrjun október þeg-
ar hlé var gert á keppni vegna kór-
ónuveirufaraldursins og þá dróst
endurkoma deildarkeppninnar
vegna heimsmeistaramótsins í
Egyptalandi sem hófst 13. janúar.
Lárus Helgi Ólafsson, markvörð-
ur Framara, átti stórleik í markinu
og varði 27 skot. Hann var með 59%
markvörslu en því miður dugði það
ekki til fyrir Framara.
FH vann níu marka sigur gegn
nýliðum Gróttu í Kaplakrika en
Hafnfirðingar leiddu með sex
mörkum í hálfleik, 17:11.
Ásbjörn Friðriksson var marka-
hæstur FH-inga með átta mörk.
Þá var leik Vals og Þórs frá
Akureyri, sem fara átti fram í gær,
frestað til dagsins í dag vegna veð-
urs.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Varsla Markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson lokaði markinu í Eyjum.
Eyjamenn sneru
aftur með látum
Keflavík er með fullt hús stiga á
toppi úrvalsdeildar kvenna í körfu-
knattleik, Dominos-deildarinnar,
eftir 87:83-sigur gegn Val í sjöundu
umferð deildarinnar í Blue-höllinni
í Keflavík á laugardaginn.
Keflavík byrjaði leikinn af mikl-
um krafti og leiddi með 16 stigum
eftir fyrsta leikhluta, 33:17. Vals-
konum tókst að minnka forskot
Keflvíkinga í tíu stig í hálfleik en
Keflvíkingar voru sterkari í síðari
hálfleik og innbyrtu sinn fimmta
sigur á tímabilinu í jafn mörgum
leikjum.
Daniela Wallen átti stórleik fyrir
Keflavík og skoraði 37 stig, og þá
tók hún einnig sjö fráköst. Anna
Ingunn Svansdóttir átti einnig
mjög góðan leik fyrir Keflavík og
skoraði 19 stig.
Hjá Val vou landsliðskonurnar
Helena Sverrisdóttir og Hildur
Börg Kjartansdóttir atkvæðamest-
ar en Helena skoraði 26 stig og tók
ellefu fráköst. Hildur Björg skoraði
22 stig.
Keflavík er eina taplausa liðið í
deildinni en önnur lið hafa öll tapað
tveimur leikjum eða meira.
Haukar eru komnir í fjórða sæti
deildarinnar eftir 79:65-sigur gegn
KR í Vesturbæ en Alyesha Lovett
var stigahæst Hauka með 20 stig.
Í Stykkishólmi vann Snæfell níu
stiga sigur gegn Breiðabliki, 68:61,
en Haiden Palmer var atkvæðamest
í liði Snæfells með 23 stig og ellefu
fráköst.
Nýliðar Fjölnis gerðu svo góða
ferð í Borgarnes og lögðu bikar-
meistara Skallagríms, 76:74, en Ar-
iel Hearn átti stórleik fyrir Fjölni,
skoraði 26 stig og gaf þrettán stoð-
sendingar.
Keflvíkingar með
fullt hús stiga
Morgunblaðið Íris Jóhannsdóttir
Vesturbær Lovísa Henningsdóttir
og Gunnhildur Atladóttir takast á.