Morgunblaðið - 25.01.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 2021
Dominos-deild karla
Haukar – Stjarnan ............................... 86:92
Valur – Njarðvík................................... 76:85
Staðan:
Keflavík 4 4 0 382:314 8
Stjarnan 5 4 1 466:436 8
Grindavík 4 4 0 396:366 8
Valur 5 3 2 415:408 6
ÍR 4 3 1 387:356 6
Njarðvík 5 2 3 438:449 4
Þór Þ. 4 2 2 395:406 4
KR 4 2 2 374:375 4
Tindastóll 4 1 3 365:373 2
Haukar 5 1 4 421:447 2
Þór Ak. 4 0 4 352:404 0
Höttur 4 0 4 359:416 0
Dominos-deild kvenna
KR – Haukar......................................... 65:79
Snæfell – Breiðablik............................. 68:61
Skallagrímur – Fjölnir......................... 74:76
Keflavík – Valur.................................... 87:83
Staðan:
Keflavík 5 5 0 406:328 10
Fjölnir 7 5 2 501:475 10
Valur 6 4 2 408:348 8
Haukar 7 4 3 451:424 8
Skallagrímur 6 3 3 410:440 6
Snæfell 6 2 4 422:459 4
Breiðablik 7 2 5 383:413 4
KR 6 0 6 409:503 0
Spánn
Bilbao – Zaragoza ............................... 73:96
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig
fyrir Zaragoza, tók sex fráköst og gaf eina
stoðsendingu.
Valencia – Baskonia............................ 83:61
Martin Hermannsson skoraði 5 stig fyrir
Valencia og tók eitt frákast.
Þýskaland
Hamburg – Fraport Skyliners........... 98:70
Jón Axel Guðmundsson skoraði 15 stig
fyrir Fraport Skyliners, tók þrjú fráköst og
gaf þrjár stoðsendingar.
Litháen
Siaulai – Rytas ..................................... 78:86
Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig
fyrir Siaulai, tók sex fráköst og gaf sex
stoðsendingar.
HM karla í Egyptalandi
MILLIRIÐILL 1:
Úrúgvæ – Spánn................................... 23:38
Pólland – Ungverjaland....................... 26:30
Þýskaland – Brasilía ........................... 31:24
Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland.
Staðan:
Ungverjaland 4 4 0 0 132:95 8
Spánn 4 3 1 0 126:106 7
Þýskaland 4 2 0 2 130:99 4
Pólland 4 2 0 2 115:96 4
Brasilía 4 0 1 3 99:122 1
Úrúgvæ 4 0 0 4 71:155 0
MILLIRIÐILL 2:
Katar – Barein ..................................... 28:23
Halldór J. Sigfússon þjálfar Barein.
Argentína – Króatía ............................. 23:19
Japan – Danmörk ................................ 27:34
Dagur Sigurðsson þjálfar Japan.
Staðan:
Danmörk 4 4 0 0 131:90 8
Argentína 4 3 0 1 95:95 6
Króatía 4 2 1 1 102:94 5
Katar 4 2 0 2 106:110 4
Japan 4 0 1 3 109:122 1
Barein 4 0 0 4 82:114 0
MILLIRIÐILL 3:
Alsír – Sviss........................................... 24:27
Ísland – Noregur .................................. 33:35
Portúgal – Frakkland .......................... 23:32
Lokastaðan:
Frakkland 5 5 0 0 142:123 10
Noregur 5 4 0 1 155:137 8
Portúgal 5 3 0 2 135:132 6
Sviss 5 2 0 3 125:131 4
Ísland 5 1 0 4 139:132 2
Alsír 5 0 0 5 116:157 0
MILLIRIÐILL 4:
Hvíta-Rússland – N-Makedónía ......... 30:26
Slóvenía – Egyptaland......................... 25:25
Rússland – Svíþjóð ............................... 20:34
Lokastaðan:
Svíþjóð 5 3 2 0 144:117 8
Egyptaland 5 3 1 1 149:117 7
Slóvenía 5 2 2 1 138:130 6
Rússland 5 2 1 2 138:139 5
Hvíta-Rússland 5 1 2 2 139:148 4
N-Makedónía 5 0 0 5 106:163 0
Keppnin um Forsetabikarinn:
Túnis – Kongó....................................... 38:22
Grænhöfðaeyjar – Angóla ..................... 0:10
Marokkó – Síle...................................... 17:28
Suður-Kórea – Austurríki ................... 29:36
Leikir í dag:
14.30 Brasilía – Úrúgvæ.......................... M1
14.30 Barein – Japan ............................... M2
17.00 Spánn – Ungverjaland................... M1
17.00 Argentína – Katar.......................... M2
17.00 Túnis – Angóla ................................ F1
19.30 Pólland – Þýskaland ...................... M1
19.30 Danmörk – Króatía........................ M2
Olísdeild karla
ÍBV – Fram........................................... 19:17
FH – Grótta .......................................... 31:22
Olísdeild kvenna
Fram – FH............................................ 41:20
ÍBV – Stjarnan ..................................... 29:30
Haukar – HK ........................................ 27:21
HM 2021
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í handknatt-
leik lauk keppni á heimsmeistara-
mótinu í Egyptalandi þegar liðið
mætti Noregi í milliriðli þrjú í borg-
inni 6. október í gær.
Staðan að loknum fyrri hálfleik var
18:18 en Norðmenn reyndust sterk-
ari aðilinn í síðari hálfleik og inn-
byrtu að lokum tveggja marka sigur,
35:33.
Íslenska liðið lék mjög vel í leikn-
um og skoraði átján mörk í fyrri hálf-
leik en það er jafn mikið og liðið skor-
aði gegn Sviss í fyrsta leik sínum í
milliriðli keppninnar.
Jafnræði var með liðunum til að
byrja með en Norðmenn náðu
þriggja marka forskoti, 11:8, þegar
tíu mínútur voru eftir af fyrri hálf-
leik. Íslenska liðið neitaði að gefast
upp og Arnar Freyr Arnarsson jafn-
aði metin fyrir Ísland með lokaskoti
fyrri hálfleiks.
Norðmenn byrjuðu seinni hálfleik-
inn af krafti og náðu fjögurra marka
forskoti þegar fimmtán mínútur voru
til leiksloka, 27:23. Magnus Jöndal
kom þeim fimm mörkum yfir þegar
tíu mínútur voru til leiksloka en þá
kom frábær kafli hjá íslenska liðinu.
Bjarki Már Elísson fékk frábært
tækifæri til þess að jafna metin í
32:32 þegar þrjár mínútur voru til
leiksloka en Kristian Sæverås varði
vel í marki Norðmanna og þar við
sat.
Ekki er hægt að fyllyrða í hvaða
sæti Ísland lendir á mótinu fyrr en
keppni í milliriðlum lýkur en það er
ljóst að liðið mun enda í 18.-20. sæti
sem er versti árangur íslenska lands-
liðsins á HM frá upphafi.
Fyrir HM 2021 í Egyptalandi var
versti árangur Ísland á HM 15. sætið
í Túnis 2005. Vissulega var liðið án
fyrirliðans Arons Pálmarssonar í ár
en HM í Egyptalandi hefur ekki ver-
ið mót íslenska liðsins.
Þrátt fyrir naum tveggja marka
töp í öllum tapleikjum sínum á
mótinu var liðið einfaldlega ekki
nægilega sannfærandi í leikjum sín-
um gegn bæði Portúgal og Sviss.
Þessir tveir leikir voru algjörir úr-
slitaleikir fyrir íslenska liðið og liðið
náði sér aldrei á strik sóknarlega
gegn þessum andstæðingum.
Einu sigurleikir Íslands á mótinu
komu gegn Alsír og Marokkó en Ís-
land tapaði öllum leikjum sínum í
milliriðli heimsmeistaramótsins.
Íslenska liðið lék pressulaust í
síðustu tveimur leikjum sínum á
mótinu og gaf Frökkum og Norð-
mönnum hörkuleiki en það dugði
ekki til. HM í Egyptalandi var
svekkjandi á margan hátt en margir
framtíðarleikmenn liðsins öðluðust
dýrmæta reynslu sem mun vonandi
fleyta þeim langt á komandi stór-
mótum með landsliðinu.
Svekkjandi í Egyptalandi
Ísland tapaði með tveggja marka mun gegn Noregi í lokaleik sínum á HM
Versti árangur íslensks liðs á heimsmeistaramótinu í handbolta frá upphafi
AFP
Mark Kári Kristján Kristánsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Guðmudur Þ. Guðmundsson fagna á hliðarlínunni.
Höll Hassan Moustafa, 6. október,
milliriðill 3 á HM, sunnudaginn 24.
janúar 2021.
Gangur leiksins: 3:2, 5:5, 7:9,
16:17, 13:15, 18:18, 19:20, 21:24,
24:27, 26:31, 30:31, 33:35.
Mörk Ísland: Bjarki Már Elísson
6/3, Ólafur Guðmundsson 5, Gísli
Þorgeir Kristjánsson 4, Elliði Snær
Viðarsson 4, Ómar Ingi Magnússon
4/2, Arnar Freyr Arnarsson 3, Sig-
valdi Björn Guðjónsson 3, Kristján
Örn Kristjánsson 1, Oddur Gret-
arsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1,
Magnús Óli Magnússon 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hall-
ÍSLAND - NOREGUR 33:35
grímsson 8/1, Ágúst Elí Björg-
vinsson 4.
Utan vallar: 18 mínútur.
Mörk Noregs: Sander Sagosen
8/5, Harald Reinkind 6, Göran Jo-
hannessen 5, Petter Överby 4,
Magnus Jöndal 3, Kristian Björnsen
2, Christian O’Sullivan 2, Bjarte My-
rol 2, Kent Robin Tönnesen 2, Kevin
Gulliksen 1.
Varin skot: Kristian Sæverås 10/2,
Torbjörn Bergerud 7.
Utan vallar: 14 mínútur.
Dómarar: Slave Nikolov og Gjorgji
Nachevski, Norður-Makedóníu.
Áhorfendur: Ekki leyfðir.
Lena Margrét Valdimarsdóttir átti
sannkallaðan stórleik fyrir Fram
þegar liðið fékk botnlið FH í heim-
sókn í úrvalsdeild kvenna í hand-
knattleik, Olísdeildinni, í Framhús í
Safamýri í sjöttu umferð deild-
arinnar á laugardaginn.
Lena Margrét skoraði tólf mörk
úr tólf skotum en leiknum lauk með
41:20-stórsigri Fram sem leiddi með
átta mörkum í hálfleik.
Framarar jöfnuðu Val að stigum í
efsta sæti deildarinnar en bæði lið
eru með 8 stig eftir fimm leiki.
Í Vestmannaeyjum vann Stjarnan
dramatískan 30:29-sigur þar sem
Hildur Öder varði lokaskot Eyja-
kvenna þegar nokkrar sekúndur
voru til leiksloka.
Eyjakonum hefur fatast flugið að
undanförnu og hafa nú tapað síðustu
tveimur deildarleikjum sínum í röð,
báðum með eins marks mun.
Þá skoraði Sara Odden sjö mörk
fyrir Hauka sem áttu ekki í miklum
vandræðum með HK í Hafnarfirði
en leiknum lauk með 27:21-sigri
Hauka. Leik Vals og KA/Þórs, sem
átti að fara fram á laugardaginn, var
frestað vegna veðurs.
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Vörn Britney Cots, FH, reynir skot að marki Framara í Safamýrinni.
Reykjavíkurliðin jöfn
á toppi deildarinnar
Bruno Fernandes reyndist hetja
Manchester United þegar liðið tók
á móti Liverpool í 4. umferð ensku
bikarkeppninnar í knattspyrnu á
Old Trafford í Manchester í gær.
Leiknum lauk með 3:2-sigri
United en Fernandes skoraði sig-
urmark United á 78. mínútu eftir
að hafa komið inn á sem varamað-
ur á 66. mínútu. Mohamed Salah
kom Liverpool yfir á 18. mínútu en
Mason Greenwood jafnaði metin
átta mínútum síðar. Marcus Ras-
hford kom United svo yfir á 48.
mínútu en Salah jafnaði metin fyr-
ir Liverpool, tíu mínútum síðar.
Það var svo Fernandes sem
tryggði United sigur með marki úr
aukaspyrnu, rétt utan teigs.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, var að heimsækja Old
Trafford í sjötta sinn síðan hann
tók við enska félaginu í október
2015 en hann hefur aldrei stýrt liði
sínu til sigurs á Old Trafford.
Fjórum sinnum hafa liðin gert
jafntefli og United hefur tvívegis
farið með sigur af hólmi. „Það er
draumur að spila fyrir þetta félag,
hvort sem það er í enska bikarnum
eða ensku úrvalsdeildinni,“ sagði
hetjan Bruno Fernandes í samtali
við BBC í leikslok. „Þessi úrslit
gefa okkur mikið og ég veit að
stuðningsmennirnir fara sáttir inn
í vikuna,“ bætti Fernandes við.
United, sem hefur unnið ensku
bikarkeppnina tólf sinnum, tekur á
móti West Ham í sextán liða úrslit-
um keppninnar.
Þá lék Gylfi Þór Sigurðsson all-
an leikinn með Everton þegar liðið
vann 3:0-heimasigur gegn B-
deildarliði Sheffield Wednesday og
Jóhann Berg Guðmundsson lék all-
an leikinn með Burnley sem vann
3:0-útisigur gegn Fulham.
United sló Liverpool
úr leik í bikarnum
AFP
Sigurmark Bruno Fernandes fagn-
ar marki sínu á Old Trafford.