Morgunblaðið - 30.01.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 80 –Grunnverðkr. 10.807.000,-
Ítarlegar upplýsingar og afhendingar-
lýsingumáfinna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af gerðinniKlettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi – Klæðning er síberískt
lerki og gluggar og hurðir eru ál/tré.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gert er ráð fyrir að tvær af fimm
Boeing 737 MAX-þotum Icelandair
sem hafa verið í geymslu á flugvell-
inum í Lledia á Spáni undanfarin
misseri verði ferjaðar heim í næstu
viku. Sem kunnugt er voru vélar
þessarar gerðar kyrrsettar fyrir um
tveimur árum í kjölfar tveggja
mannskæðra flugslysa, þar sem alls
346 fórust. Hið fyrra var 2018 þegar
vél Lion Air hrapaði til jarðar í
Indónesíu og árið eftir fórst vél
Ethiopian Airlines sem var á leiðinni
til Nairóbí í Keníu.
Stýrikerfi MAX-vélanna hefur
verið endurhannað og aðrar ráðstaf-
anir gerðar og Flugöryggisstofnun
Evrópu hefur aflétt kyrrsetningu
vélanna. Nokkuð er liðið síðan flug-
málayfirvöld í Bandaríkjunum gáfu
Boeing MAX græna ljósið og í ferð-
um að undanförnu hefur allt gengið
vel og ekkert óvænt komið upp.
Fara yfir gögn og
þjálfun í flughermi
Samkvæmt kröfum flugmála-
yfirvalda verða ákveðin viðhalds-
verk framkvæmd áður en vélunum
verður flogið heim. Þegar til Íslands
er komið taka við áframhaldandi
uppfærslur á vélunum og þjálfun
flugmanna. Ráðgert er svo að taka
vélarnar aftur í rekstur á vormán-
uðum. Fjórir flugmenn Icelandair
hafa að undanförnu farið í gegnum
umfangsmikla þjálfun, bæði bóklega
og í flughermi, og eru tilbúnir í
þetta verkefni, segir Ásdís Ýr Pét-
ursdóttir upplýsingafulltrúi Ice-
landair.
„Mjög öruggar“
„Að undanförnu höfum við farið
vel yfir öll gögn varðandi MAX-
vélarnar og viðhaldið þjálfun okkar
með æfingum í flughermi,“ segir
Þórarinn Hjálmarsson þjálfunar-
flugstjóri hjá Icelandair í samtali við
Morgunblaðið. „Búið er að yfirfara
vélarnar mjög nákvæmlega þannig
að flugslys sambærileg þeim sem
áttu sér stað eru útilokuð. Þetta eru
mjög öruggar flugvélar og þegar við
sækjum þær verða tæknimenn bún-
ir að endurforrita stjórnbúnaðinn.“
Þegar heim kemur verða MAX-
vélarnar teknar inn í skýli Ice-
landair á Keflavíkurflugvelli þar
sem þær verða gerðar endanlega
klárar. „Ég reikna með að MAX fari
svo aftur í áætlunarflug í mars eða
apríl; slíkt bara ræðst af bókunar-
stöðu og hvert fljúga þarf á hverjum
tíma,“ segir Þórarinn.
Sækja MAX-vélarnar í næstu viku
Boeing-vélarnar bíða í Lledia á Spáni Græna ljósið fengið Endurhönnun og öryggi Flug-
menn í þjálfun eru tilbúnir Vélarnar fara í áætlunarflugið væntanlega í mars- eða aprílmánuði
Morgunblaðið/Hari
Þota Max-vélarnar voru fyrstu mánuðina eftir kyrrsetningu á Keflavíkur-
flugvelli en hafa nú í rúmt ár verið í geymslu suður á Spáni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugstjórar Þórarinn Hjálmarsson, til vinstri, og Haraldur Baldursson hafa
verið mikið á Max-vélum Icelandair og eru hér í stjórnklefa vélarinnar.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er alveg hægt að reka svona
verslun ef þú ert nógu duglegur.
Þetta er erfiður bissness og það þarf
að gera mikið sjálfur,“ segir Axel
Sigurðsson, nýr eigandi Péturs-
búðar í Vesturbæ Reykjavíkur.
Axel er 29 ára og keypti versl-
unina ásamt fjölskyldu sinni fyrir
skemmstu. Hann hefur unnið í Pét-
ursbúð síðustu tvö ár og þekkir því
vel til rekstursins. Axel á að baki tólf
ára feril í verslunarstörfum og starf-
aði til að mynda lengi í Bónus.
Verslunarrekstur frá 1928
Fyrri eigendur höfðu rekið Pét-
ursbúð frá árinu 2006 en auglýstu
verslunina til sölu vegna óviðráðan-
legra aðstæðna. Verslun hefur verið
rekin á neðri hæð hússins á Ránar-
götu 15 frá því það var byggt árið
1928. Upphaflega var rýminu skipt í
kjörbúð og mjólkurbúð, síðan var
einnig fiskbúð í áföstu rými og svo
lítil verslun en með tímanum varð úr
ein heil kjörbúð. Nafnið Pétursbúð
mun hafa fylgt búðinni síðustu þrjá
áratugina og nýtur hún mikilla vin-
sælda meðal fólks í miðbænum og
Vesturbænum.
Þekkir flesta kúnnana
En hvað rekur ungan mann til
að kaupa sér hverfisverslun árið
2021?
„Þetta er bara rómantískt.
Manni finnst sem fólkið hérna í
hverfinu vilji hafa svona búð, kaup-
mann á horninu sem hægt er að
treysta. Ég þekki orðið flesta kúnn-
ana en hingað kemur líka fólk lengra
að til að sækja sér ódýrar sígar-
ettur,“ segir Axel.
Aðspurður kveðst hann vera
bjartsýnn á rekstur Pétursbúðar.
Vissulega hafi verið dýrt að kaupa
verslunina enda sé hátt fermetra-
verð í hverfinu. Engu verði breytt í
Pétursbúð til að byrja með en hann
segist þó vonast til að geta endur-
nýjað einhver tæki ef vel gengur á
næstunni.
Axel segir aðspurður að hann sé
í sambúð en hyggst hlífa kærustunni
við verslunarstörfum. Meðeigend-
urnir munu þó standa vaktina með
honum. „Mamma og pabbi búa að
vísu fyrir vestan, mamma er kennari
og pabbi sjómaður. Þau hjálpa
kannski til um helgar enda öllu vön.“
Þarf að vera duglegur til
þess að svona verslun dafni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kaupmaður Axel Sigurðsson er nýr eigandi Pétursbúðar í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann er bjartsýnn á framtíðina.
Axel keypti rekstur Pétursbúðar 29 ára kaupmaður
Arturas Leimontas var í gærmorgun
dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir að hafa kast-
að öðrum manni fram af svölum í Úlf-
arsárdal í Reykjavík í desember 2019
með þeim afleiðingum að hann lést.
Leimontas er 51 árs gamall og frá
Litháen en hann er búsettur hér-
lendis. Sá sem lést, Egidijus Buzleis,
var einnig frá Litháen og búsettur
hér á landi.
Afar umfangsmikil rannsókn var
gerð á málinu en lögregla sviðsetti til
að mynda vettvanginn að viðstödd-
um verkfræðiprófessor og fleirum og
kastaði brúðu í mannslíki, sem líktist
Buzleis að hæð og þyngd, úr sömu
hæð og fram af jafn háu handriði.
Atburðarásin var tekin upp með
fjórum myndavélum samtímis. Nið-
urstaða sérfræðinga var sú að Buz-
leis hafi sennilega verið kastað eða
hrint af afli fram af svölunum.
Kolbrún Benediktsdóttir vararík-
issaksóknari sagði í samtali við
mbl.is í gær að niðurstaðan hefði ver-
ið í samræmi við það sem lagt var
upp með, en ákæruvaldið krafðist 16
ára fangelsis fyrir manndrápið og
fékk. Dómnum verður áfrýjað að
sögn verjanda Leimontas.
Sagði Kolbrún að sönnunarbyrðin
hefði einkum snúist um að sanna að
Leimontas hefði með afli hent Buz-
leis fram af svölum íbúðarinnar.
Kom í ljós við endursköpun atviks-
ins, að væri gínunni velt fram af svöl-
unum kæmist hún ekki þá vegalengd
sem um var að ræða, en við athug-
unina hefði komið í ljós að hægt var
að kasta manni þessa vegalengd og
ná fram sambærilegri lendingu.
Kastaði manni
fram af svölum
Leimontas dæmdur í 16 ára fangelsi