Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
Rekstraraðili hjúkrunarheimila
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa hér með eftir viðræðum
við aðila, fyrirtæki, félög eða stofnanir í þeim tilgangi að taka við
rekstri hjúkrunarheimila sem hér segir:
Hraunbúðir dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum
frá og með 1. apríl 2021: Um er að ræða hjúkrunarheimili með
31 hjúkrunarrými, 4 dvalarrýmum ásamt 10 dagdvalarrýmum.
Hjúkrunarþyngdarstuðull heimilisins fyrir árið 2021 er 1,10.
Hulduhlíð heimili aldraðra á Eskifirði, frá og með 1. apríl
2021: Um er að ræða hjúkrunarheimili með 20 hjúkrunarrýmum.
Hjúkrunarþyngdarstuðull heimilisins fyrir árið 2021 er 1,00.
Uppsalir dvalarheimili aldraðra á Fáskrúðsfirði, frá og með
1. apríl 2021: Um er að ræða hjúkrunarheimili með 20 hjúkrunar-
rýmum. Hjúkrunarþyngdarstuðull heimilisins fyrir árið 2021 er 0,97.
Öldrunarheimili Akureyrar (Hlíð og Lögmannshlíð) frá og með
1. maí 2021: Um er að ræða hjúkrunarheimili með 173 hjúkrunar-
rýmum, þar af 3 sérhæfðum rýmum, 8 dvalarrýmum, 20 almennum
dagdvalarrýmum og 16 dagdvalarrýmum fyrir heilabilaða. Fjárveit-
ing vegna 10 hjúkrunarrýma er nýtt í tilraunaverkefni um sveigjan-
lega dagdvöl (10 af 173). Hjúkrunarþyngdarstuðull heimilisins fyrir
árið 2021 er 1,21.
Æskilegt er að rekstraraðilar séu reknir á grundvelli fyrirkomulags
um sjálfseignarstofnanir eða þar sem hagnaður er endurfjárfestur í
þágu starfseminnar.
Greiðslur til nýs/nýrra rekstraraðila munu byggja á núgildandi
samningum um þjónustuna.
Nánari upplýsingar veitir samningadeild SÍ í gegnum netfangið
innkaup@sjukra.is .
Áhugasamir rekstraraðilar eru vinsamlega beðnir að tilkynna sig
með tölvupósti á innkaup@sjukra.is fyrir 15. febrúar 2021.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verið er að deiliskipuleggja jörðina
Brúarhvamm sem er rétt austan við
Geysi og er áformað að byggja þar
allt að 100 herbergja hótel ásamt
gistiheimili með 10 smáhýsum.
Kvótasalan á jörðina Brúar-
hvamm sem er við leiðina á milli
Geysis og Gullfoss. Svavar Þor-
steinsson framkvæmdastjóri segir
að landið sér einstaklega vel staðsett
og þaðan sé fallegt útsýni. Því sé
upplagt að bjóða ferðamönnum að
sækja staðinn heim. Í raun sé ekki
hægt að sleppa þessu tækifæri.
Byggt upp í áföngum
Svavar segir að uppbyggingin sé
langtímaverkefni, verði tekin fyrir í
áföngum á næstu þremur til fimm
árum. Hann er viss um að ferðaþjón-
ustan í landinu verði komin aftur á
skrið á þeim tíma.
Fyrirhuguð uppbygging er sunn-
an Biskupstungnabrautar og
skammt austan við bakka Tungu-
fljóts. Hótelið verður við leiðina á
milli Geysis og Gullfoss og er Brúar-
hvammur skammt frá Geysi. Á
Geysi er stórt hótel og einnig er hót-
el við Gullfoss. Telur Svavar að
spurn sé eftir fleiri herbergjum á
þessu svæði.
Samkvæmt deiliskipulagstillögu
sem enn er í vinnslu hjá sveitar-
félaginu verður heimilt að byggja
allt að 100 herbergja hótel, ásamt
veitingastað, austan megin við
gamla bæinn í Brúarhvammi. Hót-
elið yrði á tveimur hæðum, allt að
3.000 fermetrar að stærð. Sunnan
megin við gamla bæinn verður heim-
ilt að byggja allt að 10 gistihús.
Morgunblaðið/Ómar
Strokkur Geysir hefur mikið aðdráttarafl og þangað mun fólk flykkjast á ný þegar löndin opnast aftur.
Nýtt hótel austan við Geysi
Hótel og gistiheimili í deiliskipulagi fyrir Brúarhvamm
Geislar sólarinnar hafa áhrif á alla
hormónaframleiðslu og geta þannig
haft áhrif á heilsu fólks. Konur sem
gengið hafa í gegnum breyt-
ingaskeiðið eru sérstaklega við-
kvæmar fyrir sólargeislum og geta
sólböð leitt til heilsufarsvandamála.
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar
rannsóknar sem kynnt var í erlendu
vísindariti nýverið. Vísindamað-
urinn Kai Triebner við Háskólann í
Bergen leiddi rannsóknina en meðal
höfunda greinarinnar er Bryndís
Benediktsdóttir, prófessor emeritus
við Háskóla Íslands.
Umrædd rannsókn er hluti af
hinni víðtæku Evrópurannsókn
Lungu og heilsa sem gerð hefur
verið í þrígang. Í henni er ítarlega
spurt um áhættuþætti astma, of-
næmis og lang-
vinnrar lungna-
teppu, svefn,
hreyfingu, þætti
sem snúa að tíða-
hvörfum, lífsgæði
og fæðuvenjur.
Að sögn Bryndís-
ar voru ríflega
500 manns rann-
sakaðir hér á
landi og víða um
Evrópu fyrir umrædda rannsókn á
áhrifum sólarljóss. Fólkið var vigtað
og mælt í bak og fyrir, blóðprufur
teknar, samsetning fitu og vöðva
könnuð, þvagprufur teknar, svefn-
mælingar framkvæmdar og svo
mætti áfram telja.
Triebner hefur um árabil rann-
sakað hormónastarfsemi kvenna í
kringum tíðahvörf, hver áhrifin
verða á heilsu og vellíðan kvenna og
hver áhrif utanaðkomandi þátta séu.
Niðurstöður umræddrar rann-
sóknar sýna að þeir þátttakendur
sem hafa komist í mikla snertingu
við sólarljós höfðu minna af estró-
geni en meira af gónadótrópíni en
þeir sem höfðu komist í mikla snert-
ingu við sólarljós. Þetta getur aukið
hættu á beinþynningu, hjartasjúk-
dómum og hrörnunarsjúkdómum,
svo sem Alzheimers.
Vísindamennirnir segja að eftir
tíðahvörf þurfi konur að gæta sín á
geislum sólarinnar. Ekki er mælt
með meiru en 10-15 mínútum í sól-
inni dag hvern án þess að nota sól-
arvörn. hdm@mbl.is
Sólböð geta verið varasöm
Konur geta verið viðkvæmar fyrir geislum sólarinnar
eftir tíðahvörf Sólbruni getur aukið hættu á sjúkdómum
Bryndís
Benediktsdóttir
Forsætisnefnd borgarráðs sam-
þykkti í gær sameiginlega bókun
allra flokka í borgarstjórn þar sem
árásir á höfuðstöðvar stjórnmála-
flokka og bifreið borgarstjóra voru
fordæmd. Var Pawel Bartoszek, for-
seta borgarstjórnar, þar falið að
ræða við borgarritara og lögreglu-
yfirvöld og grípa til nauðsynlegra
ráðstafanna til að tryggja öryggi
kjörinna fulltrúa.
Ólafur Guðmundsson, varaborg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, mun
víkja úr nefndarsætum sínum á
næsta borgarstjórnarfundi á þriðju-
dag. Þetta var ákveðið í samstarfi við
aðra fulltrúa Sjálfstæðisflokks í
borgarstjórn í gær, eftir að Ólafur
lét ummæli falla við frétt um skot-
árás sem gerð var á bíl Dags B. Egg-
ertssonar, þar sem hann gerði því
skóna að skotárásin á bíl Dags væri
afleiðing hegðunarmynsturs sem
hefði hafist í hruninu.
Vilja axla ábyrgð
Ummælin vöktu reiði margra,
meðal annars samflokksmanna Ólafs
í borgarstjórn. Sagði Eyþór Arnalds,
oddviti Sjálfstæðisflokksins, í sam-
tali við mbl.is í gær að flokkurinn
vildi með þessu axla ábyrgð og að
ummæli Ólafs hefðu verið algjörlega
óviðeigandi. „Stjórnmálaumræða
hefur verið á lágu plani í heiminum
undanfarið. Þegar við sjáum skot-
árásir líkt og gerðar eru á flokks-
skrifstofur ítrekað og nú síðast á
fjölskyldubíl borgarstjóra, þá er
ástandið orðið rafmagnað. Við viljum
auðvitað standa vörð um tjáningar-
frelsi en öllum má vera ljóst að svona
verði ekki liðið,“ sagði Eyþór.
Ólafur sendi í gær afsökunar-
beiðni á Dag B. Eggertsson vegna
færslunnar og sagði Ólafur við mbl.is
að hann sæi mjög eftir færslunni.
Hefði hann skrifað hana undir mið-
nætti í fyrrakvöld, en séð svo í gær-
morgun að hún væri ekki við hæfi og
því eytt henni. »24
Fordæma árásirnar
Forseti borgarstjórnar ræði við lögregluyfirvöld um að
tryggja öryggi Ólafur víkur úr nefndum vegna færslu
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhúsið Forsætisnefnd borg-
arráðs fordæmir árásirnar.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ferðafélagið Útivist leggur til að
Þórsmörk og Goðaland verði utan
fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Þetta
kemur fram í umsögn félagsins við
frumvarp umhverfis- og auðlindaráð-
herra um hálendisþjóðgarð.
Alls voru í gær komnar 63 umsagn-
ir við frumvarpið sem er til umfjöll-
unar í umhverfis- og samgöngunefnd
Alþingis.
Í umsögn Útivistar er bent á að
skv. ákvæði frumvarpsins verði ráð-
herra bundinn af því að allt svæði
sem er innan þjóðlendumarka og inn-
an miðhálendislínu verði innan þjóð-
garðs. Undir þetta falli meðal annars
Þórsmörk og Goðaland. Um 100 ár
séu nú liðin frá því að Þórsmörk og
Goðaland voru friðuð fyrir beit og
fljótlega eftir það hafi Skógrækt rík-
isins tekið við umsjón svæðisins.
Stjórnun og umsjón svæðisins hafi
tekist vel í alla staði. Margvíslegar
aðgerðir hafi verið gerðar til að
tryggja að svæðið þoli þann ferða-
mannafjölda sem þangað sækir og
m.a. stórfellt átak verið gert í viðhaldi
göngustíga og settir hafi verið upp
varnargarðar.
Útivist rekur skála og tjaldsvæði í
Básum. „Að okkar mati er með öllu
ástæðulaust að hrófla við því ágæta
fyrirkomulagi sem verið hefur í Þórs-
mörk og Goðalandi og teljum best
fara á því að Skógræktin hafi áfram
umjón með þessu svæði. Núverandi
fyrirkomulag hefur gefið góða raun
og skilað miklum og góðum árangri í
náttúruvernd þar sem náttúrulegur
íslenskur birkiskógur hefur fengið að
þróast á sama tíma og svæðið þjónar
vel hlutverki sínu sem einn vinsælasti
ferðamannastaður landsins. Það væri
einkennileg ráðstöfun að taka
svæðið úr umsjón Skógræktarinnar
núna þegar við fögnum 100
ára friðun Þórsmerkur og Goða-
lands,“ segir í umsögn Útivistar.
Mikilvægt að tryggja
áframhaldandi skálarekstur
Ferðafélag Íslands telur frum-
varpið jákvætt framlag til náttúru-
verndar og útivistar en segir mikil-
vægt að skálarekstur FÍ verði
tryggður. „Taka þarf skýrt fram í
lagatexta um þjóðgarðinn að aðilar
eins og FÍ, sem eiga og reka skála
eða aðrar sambærilega fasteignir á
fyrirhuguðu þjóðgarðssvæði, haldi
áfram réttindum sínum innan hins
fyrirhugaða þjóðgarðssvæðis,“ segir
í umsögn ferðafélagsins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þórsmörk Náttúruperla sem fjölmargir heimsækja á hverju ári.
Goðaland og Þórs-
mörk verði fyrir utan
63 umsagnir við hálendisfrumvarpið