Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2021.
Verðlaun að upphæð ein milljón krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé
dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera
verði til verðlaunaverka má fella verðlaunin niður þetta árið. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila
í þríriti merktum dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi.
Handrit berist í síðasta lagi þriðjudaginn 1. júní 2021.
Utanáskrift:
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík
Ragnheiður Lárusdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir handrit að ljóðabókinni
1900 og eitthvað. Aðeins var opnað umslag með nafni verðlaunahafa og verður öðrum handritum eytt sé þeirra
ekki vitjað fyrir 16. febrúar 2021. Senda þarf póst á bokmenntaborgin@reykjavik.is áður en handrit eru sótt.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Sigurður Bogi Sævarsson
Grænlenska uppsjávarskipið Polar
Amaroq hefur þegar hafið loðnu-
veiðar en landar í dag, segir Gunn-
þór Ingason, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Löndunin mun marka upphaf loðnu-
vertíðar hjá fyrirtækinu en hún
verður nokkuð minni í ár en venja er
enda aðeins heimilað að veiða 61
þúsund tonn af loðnu eins og stend-
ur. Síðastliðin tvö ár hefur ekkert
orðið af vertíð.
Ein umfangsmesta loðnuleit sem
farið hefur fram stendur nú yfir og
eru átta skip á miðunum að leita allt
frá suðaustur af landinu norður fyrir
land og norðvestur af Vestfjörðum.
Meðal skipa sem taka þátt í leitinni
eru Hákon EA, Jóna Eðvalds SF og
rannsóknarskipin Árni Friðriksson
RE og Bjarni Sæmundsson RE.
„Það eru allir að bíða með öndina í
hálsinum,“ segir Gunnþór um loðnu-
leitina og framvindu hennar.
Miklir fjármunir
koma inn í samfélagið
Lítill loðnukvóti var gefinn út að
þessu sinni og þó svo hann gefi hrá-
efni inn í reksturinn er ljóst að um-
svif fyrirtækja verða mun minni á
þessari vertíð en í hefðbundinni ver-
tíð ef ekki finnst meiri loðna.
„Starfsmönnum hjá öllum fyrirtækj-
um hér fjölgar þegar kemur loðna.
Miklir fjármunir koma inn í sam-
félagið sem munar auðvitað miklu,“
segir Gunnþór. Spurður hvort öll
von er úti ef leitin nú skilar ekki til-
ætluðum árangri svarar hann: „Já,
ég myndi segja að það sé minnka
vonin ef þetta skilar ekki árangri.
Það er nú deginum ljósara. Við bíð-
um og vonum það besta. Allir horfa
á skjáinn og fylgjast með hvar skip-
in eru og bíða bara.“
Nú í vikunni undirritaði Kristján
Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra
reglugerð um veiðar á loðnu sem
heimilar veiði á 61.000 tonnum á yf-
irstandandi vertíð. Hugsanlega
verða veiðiheimildir svo auknar ef
meiri kvóti finnst. „Það eru mjög já-
kvæðar fréttir að búið sé að gefa út
kvóta í ár eftir tveggja ára loðnu-
brest. Loðnubrestur hefur gríða-
lega mikil áhrif á samfélag eins og
Vestmannaeyjar þar sem um þriðj-
ungur aflaheimilda er á hendi fyr-
irtækja hér í bæ,“ sagði Íris Ró-
bertsdóttir, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Skiptir þjóðarbúið miklu
„Útgefinn kvóti í ár er lítill,
61.000 tonn, og aðeins um 20.000
tonn koma í hlut okkar Íslendinga.
En ég er bjartsýn á að bætt verði í
eftir þá umfangsmiklu loðnuleit sem
er í gangi núna, þannig að við fáum
alvöruloðnuvertíð 2021 sem mun
skapa mikli verðmæti fyrir okkur í
Vestmannaeyjum og landið allt. Tal-
ið er að ein vertíð geti skilað um það
bil 20 – 30 milljörðum. Slíkt skiptir
þjóðarbúið miklu,“ segir Íris.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjávarútvegur Jóna Eðvalds SF frá Hornafirði er meðal þeirra átta skipa
sem eru á miðunum fyrir vestan, norðan og austan landið í leit að loðnunni.
Allir að bíða með
öndina í hálsinum
Líf á ströndinni litast af leit að loðnu
Íris
Róbertsdóttir
Gunnþór
Ingason
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lillja Alfreðsdóttir mennta- og
menningarmálaráðherra segir tíð-
inda að vænta af undirbúningi nýs
þjóðarleikvangs í knattspyrnu.
Hún hafi
fundað í vikunni
með fulltrúum
borgarinnar um
framhaldið en
stefnt sé að því að
drög að helstu
niðurstöðum liggi
fyrir um miðjan
febrúar.
„Viðræður
helstu haghafa –
stjórnvalda, Reykjavíkurborgar og
KSÍ – snúast meðal annars um eign-
arhald og fjármögnun. Það er ljóst
að við viljum fara í innviðauppbygg-
ingu, enda þurfum við á því að halda
í miðri efnahagslægð,“ segir Lilja.
Þjóðarhöll líka í skoðun
„Það er mikill vilji innan ríkis-
stjórnarflokkanna að fara í þetta
verkefni og það er auðvitað komið
býsna langt. Það er búið að vinna
mikla grunnvinnu og við erum líka
að huga að þjóðarhöll um inniíþrótt-
ir,“ segir Lilja sem horfir til Laugar-
dalsins fyrir mannvirkin tvö.
Spurð um fjármögnunina rifjar
Lilja upp að í síðustu ríkisfjár-
málaáætlun sé gert ráð fyrir verk-
efninu. Ekki sé miðað við tiltekna
fjárhæð á þessu stigi.
Metinn allt að 15,8 milljarðar
Til upprifjunar áætlaði breska
arkitektastofan AFL, sem vann val-
kostagreiningu fyrir Þjóðarleikvang
ehf., félag ríkis, borgar og KSÍ, að
kosta myndi 8,6 til 15,8 milljarða að
byggja 15.000-17.500 völl. Munurinn
skýrist einkum af því hvort eldri
mannvirki verði notuð áfram og
hvort völlurinn hafi færanlegt þak.
Lilja segir mikilvægt að fyrir liggi
greining á því hvernig rekstrinum
verður háttað en hann þurfi að vera
sjálfbær. Sú greining verði unnin í
samvinnu við Reykjavíkurborg.
„Ríkissjóður var að fara í erlenda
útgáfu og við höfum aldrei fengið
betri fjármögnun,“ segir Lilja en
ríkissjóður gaf út skuldabréf að fjár-
hæð 750 milljónir evra á 0% vöxtum.
En lægri vextir hafa áhrif á
arðsemisútreikninga verkefna.
Spurð hvaða útfærslu af nýjum
leikvangi hún telji raunhæfa segir
Lilja að þar til viðræðum við borgina
lýkur, fyrir liggur hvernig rekstri
leikvangsins verður háttað og þar til
niðurstöður markaðskönnunar
liggja fyrir sé ótímabært að ræða
hvernig leikvang beri að reisa.
Viljinn til framkvæmda sé skýr.
„Við ætlum að tryggja fjár-
mögnun og innviðauppbyggingu. Við
þurfum að horfa til framtíðar en við
höfum aldrei verið jafn langt komin í
þessu verkefni,“ segir Lilja.
Sömuleiðis sé ótímabært að ræða
hvert menningarlegt hlutverk slíks
leikvangs gæti orðið fyrr en niður-
staða könnunarinnar liggur fyrir.
En Guðni Bergsson, formaður
KSÍ, sagði við ViðskiptaMoggann að
leikvangur með færanlegu þaki yrði
mikil lyftistöng fyrir tónleikahald.
Verði fjölnota leikvangur
Lilja segir aðspurð það hafa verið
sína skoðun að reisa beri fjölnota
leikvang svo tryggja megi sem besta
notkun mannvirkisins. Tryggja þurfi
að fjárfestingin skili sér sem best til
samfélagsins og sé sjálfbær.
Á það beri að líta að framkvæmd
sem þessari fylgi margvíslegur
óbeinn ávinningur fyrir samfélagið.
Teikning/Zaha Hadid arkitektar
Drög að þjóðarleikvangi Hin heimsþekkta arkitektastofa Zaha Hadid teiknaði þennan völl fyrir Laugardalinn.
Vilji til að reisa þjóðar-
leikvang og þjóðarhöll
Ráðherra bendir á afar hagstæða fjármögnun ríkisins
Lilja
Alfreðsdóttir