Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 10

Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 O p i n n n e t f u n d u r m e ð B j a r n a B e n e d i k t s s y n i O p i n n n e t f u n d u r e f n o g v i ð s k i p t a n e f n d a r S j á l f s t æ ð i s f l o k k s i n s B j a r n a v e r ð u r m á n u 1 . f e b r ú a r k l . 1 2 : 0 0 . F y r i r h u g u ð s a l a á h l r í k i s i n s í Í s l a n d s b a n k e f n i f u n d a r i n s . H l e k k u r á f u n d i n n b i r t i s t s a m d æ g u r s á x d . i s a h a g s - m e ð d a g i n n u t a e i g n a r a v e r ð u r Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Sem betur fer gengur bara vel þrátt fyrir kórónuveiruástandið. Við seld- um tvö úr í nótt á netinu, annað til Bandaríkjanna. Það var fínt að vakna við það að hafa selt tvö úr á meðan maður svaf,“ sagði Gilbert úrsmiður á Laugavegi 62 í Reykjavík. „Fólk hefur samband við okkur á netinu og vill fá sín úr. Þetta eru mikið úrasafn- arar og margir sem ætluðu að vera komnir til okkar í heimsókn en hafa ekki komist.“ Gilbert og samstarfsmenn hans hjá JS Watch Company og ARC- •TIC voru að markaðssetja nýtt úr sem er tileinkað flugvélinni sem nauðlenti á Sólheimasandi og hefur öðlast heimsfrægð. Úrið heitir DAKOTA C-117 og ber einkenn- isstafi flugvélarinnar. Á heimasíð- unni gilbert.is eru tenglar á heima- síður vörumerkjanna og þar má sjá úrvalið af íslensku úrunum. Úrin þykja spennandi „Það þykir svolítið spennandi að það sé einhver að framleiða úr í pínu- lítilli úraverksmiðju á Íslandi. Úrin eru aðeins seld í einni búð í heim- inum, sem gerir þetta svo áhugavert fyrir úrasafnara og menn sem hafa gaman af að eignast fallega hluti,“ sagði Gilbert. „J“ í vörumerkinu JS Watch Company stendur fyrir Júlíus Heiðarsson flugstjóra sem er mikill úraáhugamaður og „S“ stendur fyrir Sigurð Gilbertsson úrsmið. „Þeir eru arkitektarnir á bak við úrin í upphafi. Svo vinnur Grímkell Sigurþórsson margmiðlunarfræðingur einnig með okkur í þessu. Sigurður og Grímkell eru mikið í því að hanna nýju úrin,“ sagði Gilbert. Hann sagði að úrin væru vinsæl til gjafa á meðal Íslend- inga auk þess sem margir vildu eign- ast íslenskt úr. „Menn verða fimmtugir, sextugir og sjötugir þótt ekki sé hægt að halda upp á nein afmæli. Fólk hefur samband og segist hafa ætlað að halda veislu eða fara til útlanda í til- efni afmælisins en ekkert orðið af því. Í staðinn ætli það að gefa afmæl- isbarninu fallegt úr. Þetta hefur hjálpað okkur mikið og við þurfum ekkert að kvarta,“ sagði Gilbert. Hönnun og samsetning hér Úrin eru hönnuð og teiknuð hér. Svo er fundinn samstarfsaðili sem getur framleitt eftir teikningunum. Úraverksmiðjan er í samstarfi við níu úraverksmiðjur í Sviss og Þýska- landi sem smíða gangverkin. Íhlut- irnir eru sendir hingað og úrin sett saman í litla úraverkstæðinu við Laugaveg. „Þetta er eflaust eitt minnsta úraframleiðslufyrirtæki í heiminum. Ég sýni oft útlendingum hér á bak við og segi að ef þeir geti fundið minna framleiðslufyrirtæki í úragerð þá sendi þeir vinsamlegast mynd af því,“ sagði Gilbert. Hann segir að það sé gaman að hitta mikla úrasafnara og úra- áhugamenn. Til hans hafa komið menn sem eiga allt því 500 úr í safni sínu. Þeim þykir mikið varið í að heimsækja þessa litlu úraverksmiðju. Frægðin hefur borist víða Frægð úraverksmiðjunnar hefur borist víða og margir fjallað um hana. „Richard Quest fréttamaður hjá CNN kom í heimsókn og tók viðtal við mig og Sigurð son minn. Það var sýnt að minnsta kosti 40 sinnum um allan heim hjá CNN. Svo hringdi í mig kona og kvaðst vinna hjá New York Times og vilja fá að koma og taka viðtal við okkur. Ég spurði hvernig hún vissi af mér. Hún sagðist hafa séð mig á CNN og sýnt yf- irmanni sínum viðtalið. Hann sagði við hana að hún væri á leið til Íslands að tala við þessa gaura. Svo kom greinin í New York Times. Það er mjög skemmtilegt að fá svona við- brögð,“ sagði Gilbert. Hann segir að oft komi menn, taki myndir og fræðist um úrin og spyrji svo hvort þetta megi birtast í hinu eða þessu blaðinu. Þessar kynningar eru mikils virði og bera hróður úranna víða. Margir þekktir hafa komið inn af götunni eða verið komið með þá í búð- ina. Sjá má myndir af sumum þeirra á heimasíðunni jswatch.com. Þeirra á meðal eru sjónvarpskokkurinn Gord- on Ramsey, leikararnir Ben Stiller og Tom Cruise og söngvarinn Ed Sheer- an sem allir skarta úri frá JS Watch Company. Úrin seljast úti um allan heim  Gilbert úrsmiður og samstarfsmenn hans reka eina minnstu úraverksmiðju í heimi  Úrin seljast vel á netinu  Vekja athygli úrasafnara og áhugamanna  Nýtt úr tileinkað flugvélarflaki á Sólheimasandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrsmíði Gilbert úrsmiður með nýjasta úrið í höndunum. Fyrir aftan eru Grímkell P. Sigurþórsson (t.v.) og Sigurður Gilbertsson. Þeir reka litla úraverksmiðju við Laugaveginn og eru úrin seld úti um allan heim, ekki síst á netinu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta gerðist bara, var ekkert út- pælt. En bjórinn er drullugóður. Þetta er nefnilega sexí lager, það er smá töggur í hon- um,“ segir Helgi Björnsson tón- listarmaður. Á þriðjudaginn hefst sala á nýj- um bjór í Vínbúð- unum sem ber ásjónu Helga og nafnið vísar til hans, Holy Beer Sexy Lager. Helgi segir að frumkvæðið að gerð bjórsins hafi komið frá Ísólfi Har- aldssyni, félaga sínum. Sá er veit- ingamaður á Akranesi og hefur fengist við bjórgerð. „Hann vildi prófa að brugga einhvern lager sem myndi henta mér og væri í mínum anda. Svo duttum við niður á þessa töfraformúlu. Ég vissi reyndar ekk- ert að þetta væri komið á það stig að fara í sölu. Það er allt komið á fleygi- ferð og maður ræður ekki við neitt,“ segir Helgi í léttum tón. Hann segir aðspurður að hug- myndin hafi kviknað síðasta sumar þegar þættirnir Heima með Helga höfðu notið mikilla vinsælda. Búið var að aflétta samkomutakmörk- unum og stemningin í þjóðfélaginu eftir því. „Þetta áttu bara að vera einhver skemmtilegheit og miðinn á bjórnum er flottur.“ Bjórinn er framleiddur í Ægis- garði, brugghúsi úti á Granda. Ólaf- ur S.K. Þorvaldz, yfirbruggari þar á bæ, er ánægður með samstarfið við Helga og félaga hans. „Þetta er lag- erbjór sem lýsir anda Helga Björns algjörlega í gegn. Nú ætlum við að reyna að koma þessu í alla lands- menn, svo allir geti verið sexí eins og Helgi. Þarna ertu með kynþokka Helga tappaðan á dós.“ Helgi Björns verður með kvöld- vöku heima í stofu ásamt Reiðmönn- um vindanna í kvöld, laugardags- kvöld, kl. 20. Eins og alþjóð orðið veit er þar boðið upp á einlæga og heimilislega stemningu þar sem Helgi syngur sín þekktustu lög og þekkt tökulög í bland auk þess að taka á móti góðum gestum. Þátturinn er á Sjónvarpi Símans og í beinni útsendingu á mbl.is og K100. Kynþokka Helga tappað á bjórdós  Helga Björns-bjórinn á markað Tímamót Það er kominn bjór, nánar til tekið Holy Beer Sexy Lager. Helgi Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.