Morgunblaðið - 30.01.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
ÚTSALA
ENNMEIRI VERÐLÆKKUN
50-70%
Úlpa
Líka til í svörtu
Áður: 39.980
Nú: 19.990
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgdu okkur á facebook
50-70%
ENN MEIRI
AFSLÁTTUR
Ósk um tilboð í leigu
á veiðirétti í Ytri Rangá
og vesturhluta Hólsár
Veiðifélag Ytri Rangár óskar eftir tilboðum
í leigu á öllum veiðirétti félagsins í Ytri Rangá
og vesturhluta Hólsár fyrir veiðitímabil áranna
frá og með árinu 2022 til að lágmarki þriggja
ára með almennu útboði.
Útboðsgögnin fást afhent með rafrænum
hætti hjá Gunnari Jóhanni Gunnarssyni,
stjórnarmanni veiðifélagsins.
Vinsamlegast hafið samband á netfangið
gunnarjohann@gmail.com.
Tilboðsfrestur er til 16. febrúar.
Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna þeim öllum.
Hönnunarfyrirtækið 66° Norður
hlaut í gær viðurkenningu fyrir
bestu fjárfestingu í hönnun á Hönn-
unarverðlaunum Íslands 2020.
Bjarney Harðardóttir annar eig-
enda segist í samtali við Morg-
unblaðið vera þakklát fyrir við-
urkenninguna. „Þetta er
viðurkenning fyrir alla starfsmenn
fyrirtækisins og þá sérstaklega þá
sem sinna skapandi hlutanum. Þetta
er mikill heiður fyrir fyrirtæki eins
og okkar sem býr að eitt hundrað
ára sögu í fataframleiðslu,“ segir
Bjarney.
Eins og fram kemur á heimasíðu
Hönnunarverðlaunanna er við-
urkenningin veitt fyrirtækjum sem
hafa hönnun og arkitekúr að leið-
arljósi frá upphafi verka til að auka
verðmætasköpun og samkeppn-
ishæfni. Einnig segir að við val á
verðlaunahafa sé haft í huga að leit-
að sé að framúrskarandi verki, eða
safni verka, sem standa eigi sem
fulltrúi þess besta sem gert er á sviði
hönnunar og arkitektúrs. „Verkið/
verkin þurfa að vera einstök, fela í
sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vand-
aða útfærslu og fagmennsku í vinnu-
brögðum,“ segir á heimasíðunni.
Mótast með Íslendingum
Bjarney segir að 66° Norður hafi
alla tíð mótast með Íslendingum
bæði í starfi og leik og skjólfatnaður
fyrirtækisins hafi tekið mið af þörf-
um landans, hvort sem er í sjósókn,
við björgunarstörf á hálendinu, eða
við aðrar krefjandi aðstæður.
„Ísland er kröfuharður markaður,
og öll hönnunin tekur mið af því. Við
framleiðum 60% af okkar vörulínu
sjálf og erum með okkar eigin verk-
smiðjur úti í Lettlandi. Það skiptir
mjög miklu máli að framleiða sjálf
vörurnar upp á þróun þeirra að
gera. Mörg efnanna eru hátæknileg,
vönduð og endingargóð.“
Árið 2018 keypti fjárfesting-
arsjóðurinn Mousse Partners, sem
stýrt er af fjölskyldunni sem á tísku-
húsið Chanel, tæplega helmingshlut
í 66° Norður fyrir fimm milljarða ís-
lenskra króna. Bjarney segir að féð
hafi nýst m.a. til að ráða inn nýtt fólk
og styrkja undirstöðurnar. Hún seg-
ir að fjárfestingin sé til vitnis um trú
þessara aðila á íslensku hugviti og
hönnun.
Fjárfesting Mousse Partners kom
einnig að góðum notum til að takast
á við faraldurinn, að sögn Bjarn-
eyjar, en 66°Norður hefur haldið
framleiðslunni óbreyttri frá því veir-
an kom. Um 450 starfa hjá 66° Norð-
ur, þar af 250 á Íslandi.
Netsalan margfaldaðist
Fyrirtækið rekur tíu búðir á Ís-
landi og tvær í Danmörku.
Bjarney segir að sala á vef fyrir-
tækisins hafi margfaldast á síðasta
ári. „Við fjárfestum 100 milljónum
króna í nýjum vef sem var settur í
loftið í september sl.“
Rekstrarniðurstaða ársins 2020 er
betri en Bjarney þorði að vona, þó að
tekjurnar hafi minnkað eitthvað frá
árinu á undan. Áður en veirufarald-
urinn hófst komu 20% tekna fyrir-
tækisins af sölu til ferðamanna. Þeg-
ar þeir hurfu á brott vegna
veirunnar bætti sala til Íslendinga
og netsala upp þann samdrátt. „Við
erum mjög þakklát fyrir það hvað
Íslendingar eru tryggir vörumerk-
inu.“
Mikill heiður fyrir fyrirtæki með
100 ára sögu í fataframleiðslu
66° Norður fær viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Verðlaun Eigendur 66°Norður ásamt hönnunarteymi fyrirtækisins.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er gott upphaf á tímabilinu.
Gefur manni gott sjálfstraust fyrir
framhaldið. Það hlýtur að verða
skemmtilegt þegar maður er kom-
inn á þennan stað í janúar,“ segir
Ragnhildur Haraldsdóttir á Sel-
fossi sem sigraði í fjórgangi á hest-
inum Vák frá Vatnsenda, í fyrstu
keppni vetrarins í Meistaradeild
Líflands í hestaíþróttum. Mótið fór
fram í TM-höllinni í Víðidal í fyrra-
kvöld.
Ragnhildur, sem keppir fyrir
Ganghesta/Margrétarhof, var efst
inn í úrslit í fjórganginum og sigr-
aði örugglega í úrslitakeppninni.
Með því skákaði hún sigurveg-
aranum frá síðasta ári, Jakobi
Svavari Sigurðssyni á hestinum
Hálfmána frá Steinsholti. Sigur
Jakobs í þessari keppni í fyrra var
upphafið að sigurgöngu hans sem
endaði með því að hann sigraði í
heildarstigakeppni Meistaradeildar,
annað árið í röð.
Stefnir á Heimsleika í sumar
Ragnhildur mætti með Vák í
fjórgangskeppni Meistaradeildar á
síðasta ári og var nálægt því að
komast í úrslit. „Við áttum fínt mót
síðast, það vantaði bara herslumun-
inn. Við vorum aðeins of sein að
koma okkur í gírinn fyrir keppnina.
Nú keyrðum við okkur heldur fyrr
í gang,“ segir Ragnhildur.
Hún átti gott ár í fyrra. Þau
Vákur sigruðu í fjórgangi á
Reykjavíkurmeistaramótinu og
gerðu það líka gott í tölti í keppn-
um. Vegna frestunar Landsmóts
hestamannafélaga sem átti að vera
á Hellu síðastliðið sumar varð
Reykjavíkurmeistaramótið stærsta
keppni sumarsins.
Ragnhildur var valinn í landslið
Íslands og hún stefnir að því að
komast á Heimsleika íslenska
hestsins sem halda á í Herning í
Danmörku 1. til 8. ágúst. Eigandi
hestsins er tilbúinn að láta hann
fara, ef þau vinna sér keppnisrétt.
Mikill karakter
Ragnhildur segir að Vákur sé
einstakur hestur. Mikill karakter
sem gefi sig allan í verkefnin með
knapanum. Þá sé hann með sterkar
og jafnar gangtegundir sem sé
mikilvægt í fjórgangskeppni. „Ég
hef ekki kynnst svona hesti áður,“
segir Ragnhildur.
Hún rekur tamningastöð á Sel-
fossi með kærasta sínum, Helga
Þór Guðjónssyni, tekur þar hross í
þjálfun og kennir einnig töluvert.
Gott sjálfstraust fyrir framhaldið
Ragnhildur Haraldsdóttir skákaði reyndari knöpum í fyrstu keppni Meistaradeildar í vetur
Ljósmynd/Louisa Hackl
Sigurvegarar Ragnhildur Haraldsdóttir og Vákur frá Vatnsenda gerðu
gott mót í fjórgangskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum.
Heilsugæslan á
höfuðborgar-
svæðinu mun nk.
þriðjudag bjóða
öllum íbúum á
svæðinu, 90 ára
og eldri, bólu-
setningu á Suð-
urlandsbraut 34.
Boð um bólu-
setninguna verða send með SMS-
skilaboðum og fólk beðið að fylgja
tímasetningu sem þar kemur
fram. Nær bólusetningin til þeirra
eldri borgara sem búa í eigin hús-
næði.
Almannavarnir tilkynntu í gær
að síðasta sólarhring hefðu engin
kórónuveirusmit greinst hér á
landi.
Alls eru 43 í einangrun, aðeins
28 eru í sóttkví og 798 manns í
skimunarsóttkví. Enginn sem hef-
ur greinst með Covid-19 frá 20.
janúar hefur verið utan sóttkvíar.
90 ára og eldri
boðið í bólusetningu