Morgunblaðið - 30.01.2021, Page 14

Morgunblaðið - 30.01.2021, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Yfirskattanefnd hefur í tveimur kærumálum snúið við ákvörðun skattsins um að synja umsóknum rekstraraðila um lokunarstyrki. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kona sem er ljósmyndari og hef- ur með höndum ljósmyndun nýbura uppfylli skilyrði fyrir greiðslu lok- unarstyrks og í öðru kærumáli úr- skurðaði yfirskattanefnd að rekstr- araðili sem hefur með höndum jeppaferðir með leiðsögn fyrir minni hópa eigi einnig rétt á lokunarstyrk. Skatturinn hafði hafnað báðum um- sóknunum. Í þriðja málinu sem kært var til nefndarinnar staðfesti hún hins veg- ar ákvörðun skattsins um að fyrir- tæki sem rak veitingasölu og mötu- neyti í húsnæði safns eigi ekki rétt á lokunarstyrk. Ljósmyndarinn rekur ljósmynda- stúdíó og hefur sérhæft sig í ljós- myndun eins til tveggja vikna gam- alla barna. Kemur fram að slíkar myndatökur krefjist mikillar ná- lægðar við börnin og ekki sé undir neinum kringumstæðum hægt að virða tveggja metra fjarlægðarregl- una við myndatökurnar. Konan hafi því neyðst til að loka fyrirtækinu á meðan faraldurinn gekk yfir og öll starfsemi legið niðri í sjö vikur. Skatturinn hafnaði hins vegar umsókn hennar um lokunarstyrk þar sem ekki hafi verið skylt að láta af starfseminni á ljósmyndastof- unni. Hægt hefði verið að viðhalda henni í einhverri mynd og aðlaga hertum sóttvörnum. Þá sé fjöldi við- staddra við myndatökur ávallt undir fjöldatakmörkunum. Heilbrigð- isráðuneytið sendi nefndinni einnig umsögn og kemst að sömu nið- urstöðu og skatturinn að ljósmynd- arinn hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um að henni bæri að láta af starf- seminni. Starfsemin sé í eðli sínu ekki með þeim hætti að hún krefjist snertingar eða feli í sér hættu á snertingu milli fólks. Ljósmynd- arinn taldi afstöðu ráðuneytisins og skattsins lýsa óbilgirni og vanþekk- ingu á störfum við sérhæfða ljós- myndun. Yfirskattanefnd féllst hvorki á röksemdir skattsins né ráðuneyt- isins. Óumdeilt sé að ljósmynd- aranum hafi verið óheimilt að veita þessa þjónustu við nýbura- ljósmyndun á gildistíma auglýsingar um samkomutakmarkanir vegna farsóttarinnar. Tekjur hennar af út- seldri þjónustu við ljósmyndun hafi að verulegu leyti verið vegna ný- buraljósmyndunar og vandséð sé að hún hafi átt þess kost að aðlaga þessa starfsemi hertum sóttvörnum með einhverjum hætti. Ekki frekar en rakari setji greiðu á kústskaft Fyrirtækið sem býður upp á jeppaferðir krafðist þess að ákvörð- un skattsins að hafna umsókn þess um lokunarstyrk verði felld úr gildi. Féllst yfirskattanefnd á að skilyrði fyrir greiðslu lokunarstyrks væru uppfyllt enda krefðist starfsemin slíkrar nálægðar vegna takmarkaðs rýmis í bifreiðum kæranda að hún yrði lögð að jöfnu við aðra starfsemi sem fæli í sér sérstaka smithættu. Benti fyrirtækið á að í jeppaferð- unum væri engin leið að halda tveggja metra fjarlægð milli ein- staklinga og fyrirtækinu hafi því verið óheimilt að halda starfseminni áfram á gildistíma auglýsingarinnar um samkomutakmarkanir. Smit- hættan sé ekki minni þegar allt að fjórir einstaklingar sitji saman í jeppa en þegar setið sé á rakara- stofu, í skíðalyftu eða æfingar stundaðar í líkamsræktarstöð. Fyrirtækinu hafi ekki verið kleift að laga starfsemina að nálægð- artakmörkunum, „ekki frekar en rakara hafi verið unnt að halda stofu sinni opinni með því að setja greiðu á kústskaft og greiða við- skiptavinum úr tilskilinni fjarlægð“. Heilbrigðisráðuneytið sendi nefndinni umsögn vegna málsins og tekur í sama streng og skatturinn. Starfsemi jeppafyrirtækisins verði vart talin fela í sér hættu á snert- ingu milli fólks. Fyrirtækið hefði m.a. átt að geta haldið áfram ferð- um á sérútbúnum bílum, fækkað viðskiptavinum í hverri ferð og gætt að takmörkunum og nálægð. Ef ráðuneytinu hefði borist erindi frá fyrirtækinu í gildistíð auglýsing- arinnar hefði það ekki talið að loka bæri starfsemi þess. Yfirskattanefnd taldi hins vegar að þjónusta fyrirtækisins krefðist slíkrar nálægðar vegna takmarkaðs rýmis í bifreiðum þess og starfsem- in geti talist sambærileg þeirri starfsemi sem tiltekin er í dæma- skyni í auglýsingu ráðuneytisins um samkomutakmarkanir. Fram kemur að skatturinn sendi nefndinni um- sögn 24. nóvember og hafði þá breytt um afstöðu og segir þar að í ljósi rökstuðnings kæranda megi fallast á umsókn hans um lokunar- styrk. Því beri að vísa kærunni aftur til embættisins til nýrrar ákvörð- unar, sem yfirskattanefnd hefur nú gert. Ómögulegt eða illmögulegt að starfrækja kaffiteríuna Yfirskattanefnd komst hins vegar að annarri niðurstöðu í kærumáli fyrirtækis sem rekur veitingasölu innan veggja safns og staðfesti úr- skurð skattsins um að það ætti ekki rétt á lokunarstyrk. Fram kemur að safninu var lokað í faraldrinum sl. vor og viðskipti voru því engin hjá fyrirtækinu meðan á því stóð, enda hafi engir viðskiptavinir komist inn í húsnæðið. Þetta hafi verið mikið högg og fyrirtækið ekki haft nein úrræði til að aðlaga reksturinn breyttum aðstæðum. Í umsögn heilbrigðisráðuneyt- isins er tekið í sama streng og skatt- urinn, veitingastaðnum hafi ekki verið skylt að loka starfseminni og hefði t.d. að mati ráðuneytisins get- að útfært opnun staðarins í samráði við leigusala eða lagað reksturinn að breyttum aðstæðum. „Safninu sjálfu hafi borið að loka, en ekki hafi verið útilokað að húsnæði þess væri opið til að unnt væri að komast á kaffi- teríu kæranda þrátt fyrir að safn- hluti hússins væri lokaður.“ Í úrskurði yfirskattanefndar segir að fyrirtækinu hafi ekki verið skylt að loka starfseminni en það sé af- dráttarlaust skilyrði fyrir greiðslu lokunarstyrks. Þótt fallist yrði á að í reynd hefði verið ómögulegt eða ill- gerlegt að starfrækja kaffiteríuna innan veggja safnsins meðan lokun þess stóð yfir „yrði ekki litið fram hjá því að sú aðstaða hafi komið til vegna lokunar safnsins sjálfs og ekki verið afleiðing þess að kæranda hefði verið skylt að láta af starfsem- inni eftir ákvæðum 5. gr. auglýs- ingar nr. 243/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar“. Höfnun umsókna snúið við  Ljósmyndari og fyrirtæki í jeppaferðum áttu rétt á lokunarstyrkjum þrátt fyrir neitun skattsins skv. yfirskattanefnd  Kaffihús í lokuðu safni fékk synjun Morgunblaðið/Árni Sæberg Jeppaferð Fyrirtæki sem býður ferðamönnum upp á ferðir á jeppum með leiðsögn er meðal þeirra sem kærðu synjun á umsókn um lokunarstyrk. Hugsum áður en við hendum! www.gamafelagid.is 577 5757 Ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum í nafni herskárrar öfgahyggju á Íslandi við núverandi aðstæður. Stafar hætta á slíku voða- verki fyrst og fremst frá einstakl- ingum sem aðhyllast herskáa öfga- hyggju. Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglu- stjóra um hættumat vegna hryðju- verkaógnar. Fari svo að hryðjuverk raungerist hér á landi má ætla að notast verði við heimatilbúin vopn og einföld vopn á borð við farartæki. Líklegast er að einn eða tveir einstaklingar standi að því, en afar ósennilegt er að hryðjuverkahópar fremji hryðju- verk á Íslandi við núverandi að- stæður. Í skýrslunni er komið inn á úrræði lögreglunnar til að bregðast við hryðjuverkaógn. Þau virðast vera af skornum skammti ef marka má greiningardeildina. „Möguleikar lögreglunnar eru takmarkaðir til að bregðast með fullnægjandi hætti við tilvikum um ógnvekjandi hegðun og hótanir,“ segir m.a. í skýrslunni. Það er mat ríkislögreglustjóra að veikleikar í hryðjuverkavörnum séu talsverðir hér á landi. Skortur á frumkvæðislöggæslu og þekkingar- brestur á stóran þátt í því. Af þeim sökum er ekki hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands inn- anlands eða í heimsmálum. Morgunblaðið/Eggert Lögreglan Raunveruleg hætta er á hryðjuverkum á Íslandi. Hætta á hryðju- verkum  Úrræði lögreglu af skornum skammti Framkvæmdir við endurbætur á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar, Vífilsstaðavegar og Lyngáss eru í gangi og munu standa yfir fram á sumar. Markmiðið með fram- kvæmdunum er að auka öryggi vegfarenda og bæta umferðarflæði á Hafnarfjarðarvegi. Þannig mun jafnframt myndast betri tenging inn á Hafnarfjarðarveg og milli hverfa í Garðabæ. Fyrsta áfanga verksins er lokið, en það var gerð hringbrautar til móts við Flataskóla, á Vífilsstaða- vegi. Þá er endurbótum á stígakerf- um á svæðinu að mestu lokið auk þess sem unnið er hörðum höndum að því að ljúka við stígagerð. Nú stendur yfir vinna við að út- búa undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð. Göngin verða sett undir Hafnarfjarðarveg við Hraun- holtslæk. Stígar verða í framhald- inu lagðir að þeim, en meðan á framkvæmdum stendur verður um- ferð veitt um hjáleið. Til viðbótar við framangreindar framkvæmdir verður ráðist í minni endurbætur á borð við beygjuakreinar og endur- bætur á gatnamótum. Vonir eru bundnar við að fram- kvæmdum ljúki í sumar. Unnið hef- ur verið að þeim verkþáttum sem hægt er að framkvæma að vetri, til að flýta fyrir framkvæmdalokum í sumar. Ljósmynd/Garðabær Framkvæmdir Á myndinni má sjá stöðu framkvæmda við hringtorgið. Endurbætur standa yfir fram á sumar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.