Morgunblaðið - 30.01.2021, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Luna stólar
Á snúning, í 3 litum
Verð 39.000 kr.
ÚR BÆJARLÍFINU
Björn Björnsson
Sauðárkróki
Þó að margir spái grannt í það
hvar nýtt tungl kviknar, og hvað þá
þorratunglið, áttu fæstir von á hálfr-
ar viku norðanhávaða með mikilli of-
ankomu. Vissulega var veðurhæðin
það mikil að ekki festi verulega snjó á
flatlendi, en því verra varð þar sem
náði að safnast í hengjur í gilbörmun.
Hefur sjálfsagt ekki miklu mátt
muna að illa færi við gamla kaup-
félagshúsið á Hofsósi, en fyrir ár-
vekni ungs drengs og heppni fór allt
vel.
Auðvitað finnst mörgum þessi
árstíð nánast ónýt þar sem ekki má
koma saman og blóta þorra sem
venja er. En þó má nú ætla að allir lifi
þrengingarnar af, enda allar versl-
anir vel settar með það hnossgæti
sem þorramaturinn er svo vart þarf
nokkur að missa sig yfir þessu.
Verslunarstjórinn í Skagfirðingabúð
sagðist fyrir síðustu helgi aldrei hafa
selt önnur eins ókjör af þorramat og
taldi að heimablót hlytu að verða
nánast í hverju húsi um helgina í
kringum bóndadaginn.
Svo sem aðrir fá íþróttaunn-
endur ekki að fjölmenna á íþrótta-
kappleiki, og má til sanns vegar færa
að hér lifi það allir af, að fá ekki að
horfa á körfuna, þótt okkar mönnum
hafi verið svolítið mislögð skotin eftir
að tímabilið hófst á nýjan leik. Þó að
Þórsarar hafi unnið í fyrrakvöld þá
eru margir leikir eftir og Tindastóls-
menn hafa fyrr lent í brekkum.
Á svonefndum Freyjugötureit
eru nú jarðvegsframkvæmdir hafnar.
Þar samdi sveitarfélagið við Íbúðar-
félagið Bæjartún um skipulagningu
og uppbyggingu íbúða sem skipta
einhverjum tugum. Þá var boðin út í
lok síðasta árs jarðvinna vegna síð-
asta áfanga við stækkun sundlaug-
arinnar, en þar er um að ræða vað-
laug og vatnsrennibraut og frekari
aðstaða fyrir börn. Á næstunni verð-
ur þessi byggingaráfangi síðan boð-
inn út.
Á skrifstofu Stéttarfélagsins
Öldunnar fengust þær upplýsingar
að vart væri merkjanlegt atvinnu-
leysi í Skagafirði. Vissulega væri ein-
hver samdráttur meðal ferðaþjón-
ustuaðila, en aðeins eitt fyrirtæki,
Ferðaþjónustan á Deplum, væri lok-
uð. En það færi að sjálfsögðu á fullt
þegar landið opnaðist á ný, enda
gestir þeirra ekki hinn almenni
ferðamaður.
Töldu Öldumenn að atvinnulífið
hér væri almennt mjög öflugt, enda
hefðu iðgjöld til þeirra, sem eru hlut-
fall af greiddum launum, hækkað
nokkuð frá síðasta ári.
Nýverið var haldinn fyrsti bygg-
ingarnefndarfundur vegna nýs
íþróttahúss á Hofsósi og er stefnt að
hönnunarvinnu og að undirbúningi
framkvæmda verði lokið á þessu ári.
Einnig er gert ráð fyrir að unnt
verði, síðsumars eða í haust, að taka
nýjan leikskóla í notkun, sem verið
hefur í byggingu síðan í fyrra.
Þá er í undirbúningi að flytja
Leikskólann í Varmahlíð í húsnæði
grunnskólans og er það mál á hönn-
unarstigi. Á síðasta ári var opnuð í
Varmahlíð sorpmóttökustöð og að
sögn sveitarstjórnarmanna hefur
rekstur hennar gengið vel til þessa.
Allmörg einbýlis- og raðhús
eru á framkvæmdastigi, og verður til
að mynda sú gata sem síðast var
skipulögð, Melatún, fullbyggð í sum-
ar. Nú er stefnt að því að hanna nýja
götu, Nestún, sem liggja mun vestar
og ofan Laugatúns.
Á vegum Skagafjarðarveitna
verður á árinu boruð ný hola til heita-
vatnsöflunar í eða við Reykjarhól við
Varmahlíð. Er þetta gert til að
styrkja veitukerfið, enda er nú svo
komið að nánast allur Skagafjörður
er tengdur hitaveitu. Aðeins eru eftir
svæði þar sem byggð er strjálli og fá-
ir notendur og því erfitt að koma
nægilega heitu vatni á þá staði. Má
þar nefna Skagann og Reykjaströnd.
Lagningu er nánast lokið í dreif-
býli, og nú er unnið að lokum lagn-
ingarinnar í Hegranesi og á Sauð-
árkróki.
Áformað er að ljúka á árinu
verulegri styrkingu grjótvarnar við
Hofsósshöfn og þessa dagana er að
ljúka endurgerð og hækkun sjó-
varnargarðs á Eyrinni, sem fór veru-
lega illa í stórviðrum síðasta vetrar
og orsakaði flóð og allmikið tjón í fyr-
irtækjum sem þar eru.
Að framantöldu sögðu er
ástandið almennt gott í Skagafirði og
vonast menn nú bara eftir sæmilega
snjóléttum vetri og góðu vori þegar
daginn fer frekar að lengja og sól
hækkar á lofti.
Morgunblaðið/Eggert
Ofankoma í viku í norðanhávaða
Hofsós Snjóflóðahætta skapaðist víða í
Skagafirði austanverðum í vikunni, með-
al annars við Vesturfarasetrið á Hofsósi.
Umhverfis- og skipulagsráð Vest-
mannaeyja samþykkti umsókn
Björgunarfélags Vestmannaeyja um
að setja upp minnisvarða um þá sem
fórust þegar belgíski togarinn Pela-
gus O 202 strandaði á Prestafjöru á
Heimaey 21. janúar 1982.
Fjórir fórust í slysinu, Hannes K.
Óskarsson, sveitarforingi í Hjálp-
arsveit skáta í Vestmannaeyjum,
fæddur 1957, Kristján Víkingsson
læknir, fæddur 1949, Gilbert Stevel-
inck skipverji, fæddur 1965, og Pat-
rick Maes skipverji, fæddur 1962.
Sex skipverjum var bjargað.
Þeir Hannes og Kristján fóru um
borð í togarann til að freista þess að
bjarga skipverja frá borði. Þeir fest-
ust í veiðarfærum í sjóganginum og
fórust báðir. Fjöldi björgunarsveit-
armanna og annarra fylgdist með
slysinu hörmulega án þess að fá
nokkuð að gert.
Hugmyndin er að setja minnis-
varðann upp á nýja hrauninu við út-
sýnispall sem þar er. Minnisvarðinn
verður stór steinn með minningar-
skildi og umhverfis hann verður
hlaðinn lágur stallur.
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Strandið Pelagus rak upp í grýtta fjöru og lá undir 12-15 metra háum
hamravegg. Fjórir fórust, þar af voru tveir íslenskir björgunarmenn.
Reisa minnisvarða
Togarinn Pelagus strandaði við
Heimaey 1982 Þar fórust fjórir