Morgunblaðið - 30.01.2021, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Ágúst Ásgeirsson
Stefán Gunnar Sveinsson
Deila Evrópusambandsins (ESB) og
lyfjafyrirtækisins AstraZeneca
harðnaði í gær eftir að Þjóðverjar
neituðu að mæla með bóluefni fyrir-
tækisins fyrir fólk eldra en 65 ára. Þá
samþykkti framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins um kvöldmatarleyt-
ið að takmarka útflutning á bóluefn-
um og hráefni til bóluefnagerðar til
nokkurra ríkja, þar á meðal Bret-
lands.
Afstaða Þjóðverja var rökstudd
með því að ekki hefðu nægilega marg-
ir úr þeim aldurshópi tekið þátt í próf-
unum fyrirtækisins, en talsmenn
fyrirtækisins segja gögn sín ekki
benda til annars en að bóluefnið hafi
sömu virkni hjá þeim aldurshópi og
öðrum.
Þrátt fyrir yfirlýsingu Þjóðverja
ákvað lyfjastofnun Evrópu, EMA, að
veita bóluefni Oxford og AstraZeneca
markaðsleyfi án nokkurra takmark-
anna í gær. Breskir fjölmiðlar settu
afstöðu Þjóðverja í samhengi við deil-
ur Evrópusambandsins og Astra-
Zeneca, en bólusetningaráætlun ESB
beið hnekki í fyrradag er Astra-
Zeneca tilkynnti að það gæti aðeins
afhent fjórðung skammta bóluefnisins
sem það hefði heitið á fyrsta fjórðungi
nýhafins árs, 2021, vegna vandamála í
verksmiðju þess í Belgíu. Brást fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
við með því að fyrirskipa lögregluleit í
verksmiðjunni í fyrradag.
Vilja sækja bóluefni til Breta
Evrópusambandið hefur krafist
þess af fyrirtækinu að það standi við
skuldbindingar sínar með því að
sækja bóluefni í lyfjasmiðjur sínar í
Bretlandi. Það er ekki svo einfalt því
Bretar krefjast alls þess bóluefnis
sem þeir höfðu pantað, og segja samn-
inga sína við fyrirtækið skýra, en
þeir voru undirritaður þremur mán-
uðum áður en ESB samdi við fyrir-
tækið.
ESB birti í gær ritskoðaða útgáfu
af samningi þess og AstraZeneca í
þeirri von að geta sannað að fyrir-
tækið hefði brotið gegn skuldbinding-
um sínum varðandi afhendingu bólu-
efnis gegn kórónuveirunni.
Talsmaður ESB sagði skjalið sýna að
samningurinn næði einnig til bóluefn-
is sem framleitt væri í lyfjaverksmiðj-
um AstraZeneca í Bretlandi.
Á sama tíma stendur einnig skýrt í
skjalinu að fyrirtækið skuldbindur sig
til þess að veita ESB umsaminn fjölda
skammta, „eftir bestu getu“, og þykir
hann renna stoðum undir fullyrðingar
Pascals Soriot, framkvæmdastjóra
AstraZeneca um að ekki séu kvaðir
um tímaramma á afhendingu bóluefn-
isins.
Hömlur á útflutning til Breta
Þá samþykkti framkvæmdastjórn
ESB um kvöldmatarleytið að íslensk-
um tíma að setja á útflutningsbann á
bóluefni til ríkja utan sambandsins,
nema þau hafi fengið heimild til þess
frá framkvæmdastjórninni að flytja
bóluefnin úr landi. Gæti tekið allt að
tvo sólarhringa að fá þá heimild eftir
umsókn.
Um 100 ríki eru á undanþágu frá
banninu, þar á meðal öll EFTA-ríkin,
en Bandaríkin, Bretland og Japan
munu öll þurfa að sæta því.
Deilan um bóluefni harðnar enn
ESB setur útflutningsbann á bóluefni sem nær m.a. til Bretlands EMA samþykkir bóluefni Oxford-
AstraZeneca þrátt fyrir efasemdir Þjóðverja Evrópusambandið birtir samninginn við AstraZeneca
AFP
Bóluefni Slökkviliðsmenn bera bóluefni úr þyrlu sem ætlað var til bólusetn-
inga á lítilli eyju, Hoedic, undan strönd Bretaníuskaga í Frakklandi.
Marin le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar
frönsku, hefur aldrei notið meira fylgis en nú og
hefur sótt á Emmanuel Macron forseta. Væri
kosið í dag segir ný könnun hana fá 48% at-
kvæða og Macron 52%. „Þetta sýnir að mögu-
leikar mínir á sigri eru tækir,“ sagði hún á
blaðamannafundi í gær. Þar boðaði hún m.a.
bann við höfuðklútum múslima sem hún sagði
ekki klæðnað heldur trúartákn. Boðaði hún lög
um bann við „íslömskum kenningakerfum“ sem
boðuðu alræði og væru grimmdarleg. Forseta-
kosningar fara fram í Frakklandi í maí 2022.
Stjórnmálaskýrendur segja um fylgi Le Pen, að
hún hafi hagnast á þreytu og óþolinmæði vegna
kórónuveirufaraldursins. agas@mbl.is
AFP
Boðar bann við höfuðklútum
Austurríkismaður sem flýði með
fjölskylduna undan innrásarherjum
nasista og faldist í Frakklandi í
seinna stríðinu lét eftir sig mikinn
auð sem hann ánafnaði þorpinu að
hluta.
Eric Schwam, sem lést níræður að
aldri 25. desember sl., tiltók þessa
einstöku gjöf í erðaskrá sinni til
handa hinu afskekkta fjallaþorpi
Chambon-sur-Lignon, í suðaust-
urhluta Frakklands á slóðum þar
sem íbúar eru þekktir fyrir að bjóða
nauðstöddum skjólshús.
„Þetta er mikið fé fyrir þorpið,“
sagði bæjarstjórinn Jean-Michel Ey-
raud við AFP-fréttaveituna. Hann
vildi ekki tiltaka upphæðina þar sem
ólokið væri að gera erfðaskrána
upp.
Forveri bæjarstjórans sagði hins
vegar að þorpið fengi um tvær millj-
ónir evra í sinn hlut. Hún hafði hitt
Schwam og konur hans tvisvar til að
ræða um gjöfina. Eyraud sagði að
hann hefði óskað eftir því að arf-
urinn yrði brúkaður til verkefna í
þágu menntunar og æskulýðsmála,
fyrst og fremst sem námsstyrkir.
Schwam og fjölskylda komu til
Chambon-sur-Lignon árið 1943 og
földust stríðsárin út í gegn í skóla-
húsi. Bjuggu þau áfram í þorpinu til
1950. Hann nam lyfsölu og settist að
í Lyon. agas@mbl.is
Fjallaþorp
hlýtur auð-
æfi í arf
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hittist á óformlegum fundi eftir helgi
til að ræða mál rússneska stjórnar-
andstæðingsins Alexeis Navalnís.
Þykir mál hans líklegt til að valda
spennu í samskiptum Rússa og ein-
stakra Vesturlandaþjóða.
Fundurinn er áætlaður á miðviku-
dag eftir mánaðarlegan fund um
stríðsátökin í Sýrlandi, en þar munu
aðildarríki ráðsins eiga skoðana-
skipti um eiturbyrlun Navalnís í
ágúst í fyrra, að sögn ótilgreinds
stjórnarerindreka.
Hann sagði einhverja fulltrúa í
ráðinu myndu taka upp núverandi
stöðu Navalnís sem handtekinn var
við heimkomuna til Rússlands í síð-
ustu viku og dæmdur í varðhald í ör-
yggisfangelsi í Moskvu. Honum var
byrlað hættulegt taugaeitur í fyrra-
sumar, var nær dauða en lífi um sinn
en komst aftur á fætur eftir læknis-
meðferð í Þýskalandi.
Segja málið innanríkismál
Þess hefur verið krafist í mót-
mælaaðgerðum um allt Rússland, í
Evrópu og Bandaríkjunum að Na-
valní verði leystur úr varðhaldi.
Rússar geta ekki komið í veg fyrir
fundinn þar sem hann er skilgreind-
ur sem óformlegur og fer fram á bak
við luktar dyr. Fyrir vikið geta ráða-
menn borið upp hvaða mál sem er.
Búist er engu að síður við að
Moskvustjórnin kvarti undan fund-
arhaldinu og standi hörð á því að
málefni Navalní komi öryggisráðinu
ekkert við þar sem það ógni hvorki
heimsfriðnum né öryggi. „Þetta er
pólitískt innanríkismál. Þess vegna
látum við fundinn ekki viðgangast,
við munum ekki líða útlenda af-
skiptasemi af því,“ sagði Dmítrí Polj-
anskí aðstoðarsendiherra Rússlands
hjá SÞ.
Margir nánustu samverkamenn
Navalnís hafa verið settir í stofu-
fangelsi á heimilum sínum. Voru
handtökurnar liður í tilraunum
Moskvustjórnarinnar til að spilla
mótmælagöngum sem áætlaðar eru
um allt Rússland um helgina. Sögðu
yfirvöld í gær að mótmælendur gætu
búist við að verða ákærðir fyrir þátt-
töku í „múgsókyrrð“.
Bróðir Navalnís, Oleg, og við-
burðastjóri skrifstofu í Moskvu,
Oleg Stepanov, voru dæmdir í stofu-
fangelsi til 23. mars nk. eftir að Nav-
alní hvatti stuðningsmenn sína í
fyrradag til að rísa upp á sunnudag
gegn Vladimír Pútín sem setið hefur
í 20 ár á valdastóli í Kreml.
agas@mbl.is
Mál Navalnís í öryggisráðinu
Mótmælagöngur áætlaðar um allt Rússland um helgina