Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heilbrigðiseftirlit Reykja-víkur (HER) vill þrengjaað starfsemi SkotfélagsReykjavíkur sem rekur skotíþróttavelli í Álfsnesi. Þetta kemur fram í tillögu að starfsleyfi og fylgigögnum sem HER hefur aug- lýst. Lagt er til að um starfsemina gildi almenn starfsleyfisskilyrði heil- brigðisnefndar borgarinnar fyrir mengandi starfsemi ásamt sértæk- um skilyrðum fyrir SR.Hægt er að senda skriflegar athugasemdir og ábendingar vegna tillögunnar til 15. febrúar 2021. HER leggur til að starfsleyfið verði veitt til ársins 2023. Notkun blýhagla verður bönnuð og bannað að nota leirdúfur með tjörubindiefni. Þá má hávaði frá svæðinu ekki fara yfir 50 dB(A) við íbúðarhúsnæði. Nota á hljóðdeyfa þegar því verður við komið. Rekstraraðili á að gera allt sem hann getur til að koma í veg fyrir heilsuspillandi hávaða og getur HER takmarkað afgreiðslutíma eða gert ítarlegar kröfur um hávaða- varnir ef starfsemin veldur ónæði. Afgreiðslutími svæðisins verður takmarkaður. Þannig má vera opið kl. 10-19 mánudaga til fimmtudaga og kl. 10-16 á laugardögum. Fjórum sinnum á ári má halda skotkeppnir með rýmri skottíma. Auk þess á SR að halda m.a. skrár um fjölda leir- dúfa sem notaðar eru og tegund þeirra og fjölda riffilskota sem inni- halda blý og er skotið á hverju ári. Elsta íþróttafélag landsins SR, sem er elsta íþróttafélag landsins og verður 144 ára á þessu ári, birti grein á heimasíðu sinni um málið. Það kveðst hafa óskað eftir framlengingu starfsleyfis til næstu ára og að svæðið komist inn á fram- tíðarskipulag borgarinnar. Félagið bendir á að á Álfsnesi sé útiaðstaða félagsins þar sem æfingar og innlendar og alþjóðlegar keppnir eru haldnar, auk þess sem svæðið hefur verið notað til verklegra skot- prófa Umhverfisstofnunar vegna hreindýraveiða og skotvopn- anámskeiða ríkislögreglustjóra. Mikill fjöldi félagsmanna auk utan- félagsmanna notar svæðið að stað- aldri og eru félagsmenn SR í fremsta flokki afreksíþróttafólks í skotfimi á landinu og hafa keppt á Ólympíu- leikum, heimsmeistara-, heimsbikar- og Evrópumeistaramótum síðustu ár- in. SR bendir á að í Álfsnesi sé stund- uð íþróttaskotfimi og því mikilvægt að iðkendur geti æft sig í frítíma sínum. Rakin er saga svæðisins í Álfs- nesi og sagt að reiknað hafi verið með því sem varanlegu skotsvæði fyrir Reykvíkinga. Lengi var leitað að svæði þar til þetta varð fyrir valinu og var hundruðum milljóna eytt í að byggja þar upp aðstöðu. SR segir að notkun á blýhöglum verði alfarið bönnuð á svæðinu eftir áramótin. Þá bendir félagið á að hljóð- mengunarmælingar norðan við Kolla- fjörð hafi sýnt hæsta jafngild- ishljóðstig 53dB við húsið Skriðu/Stekk en lægsta við Móaberg, 44dB. Samkvæmt aðalskipulagi sé svæðið norðan við Kollafjörð skil- greint sem iðnaðarsvæði (landbún- aðarsvæði) þar sem leyfilegt hámark hljóðmengunar er 70 dB. Í skýrslu HER sé svæðið hins vegar skil- greint sem íbúðarsvæði þar sem hávaðamörk eru við 45 dB. Samkvæmt reglugerð séu hávaðamörk fyrir íbúðar- húsnæði á verslunar-, þjón- ustu- og miðsvæðum 55 dB og mælingar HER norðan Kollafjarðar séu innan þeirra marka. Þrengja að iðkun skotíþrótta í Álfsnesi 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mörgum erskilj-anlega brugðið vegna frétta af skotárás á bíl borgarstjóra. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvers eðlis skotvopnið var, en alvarleiki sjálfrar árásarinnar veltur vitanlega nokkuð á því. Eins hitt að skotmarkið var mannlaus bíll, því hefði borgarstjóri eða fjölskylda hans verið í eða við bílinn væri beinlínis um tilræði að ræða. Það breytir hins vegar engu um að slík árás er til þess fall- in að vekja ógn og óhug hjá kjörnum fulltrúa almanna- valdsins. Hana þarf að taka al- varlega og reyna að finna hina seku, þó að líkur á því að það takist kunni að vera litlar. Þetta er ekki fyrsta árásin af þessum toga, því fram hefur komið að skotið hafi verið á rúður á skrifstofur stjórn- málaflokka undanfarna mán- uði og misseri. Markmið þeirra árása eru líklega ekki aðeins eignaspjöll, heldur má ætla að þau séu af sömu rót runnin, til þess gerð að vekja ógn. Slíkt á enginn að þurfa að þola, en þegar stjórnmálamenn og stjórnmála- flokkar eru sér- stök skotmörk, þá er okkar opna og lýðræðislega þjóð- félagi ógnað. Ísland hefur verið bless- unarlega laust við pólitískt ofbeldi, en ekki þó alveg. Vinstrimenn eru enn að hæl- ast um af Gúttóslagnum og árásin á Alþingi 1949 varð ekki til að styrkja hið unga lýðveldi. Ekki má heldur gleyma árásum á Alþingi og aðrar opinberar stofnanir í „Búsáhaldabyltingunni“ 2009 eða ofsóknum sem stöku stjórnmálamenn máttu þola um svipað leyti og raunar lengur. Síðasta dæmið um skipulagðan aðsúg að heimili stjórnmálamanns er frá 2016. Allt er þetta ofbeldi af einu tagi eða öðru, sem ekki má líða í siðuðu samfélagi. Þeir ein- staklingar sem til lýðræð- islegrar forystu veljast – hvað þá fjölskyldur þeirra – mega ekki þurfa að sæta atlögu eða ótta á heimilum sínum. Þar höfum við sjálft lýðræðið að verja. Þeir einstaklingar sem til lýðræðis- legrar forystu velj- ast – hvað þá fjöl- skyldur þeirra – mega ekki þurfa að sæta atlögu eða ótta á heimilum sínum.} Ólíðandi ofbeldi Það er eðliborga að vera í stöðugri mótun. Þær þenjast út, ný hverfi rísa og hið gamla víkur. Með því víkur oft merkileg saga og þá vaknar sú spurning hvernig eigi að halda henni til haga og minna á fyrri tíð. Um þessar mundir stendur yfir niðurrif á húsi vestast í Vesturbænum, sem ekki lætur mikið yfir sér. Þar eiga að rísa ný fjölbýlishús. Húsið var kennt við Steindór Einarsson, sem kallaður var bílakóngur Íslands, og stendur gegnt JL- húsinu. Í Morgunblaðinu á fimmtu- dag var saga hússins rifjuð upp og sérstaklega rakinn sögulegur viðburður, sem þar átti sér stað á aðventunni 1939 þegar haldnir voru fyrstu stór- tónleikarnir á Íslandi. Þá stjórnaði Páll Ísólfsson kór- verkinu Sköpuninni eftir Haydn í húsinu. Ekki var ann- að húsnæði í bænum að finna, sem rúmaði slíka stórtónleika með 70 manna kór og 35 manna hljómsveit. Á lágreista húsinu, sem nú er verið að rífa, var skjöldur þar sem þessa atburð- ar var minnst. Þó er víst að fæstir þeir vegfarendur, sem þarna eiga leið fram hjá, hafa hugmynd um að þar voru þessir sögufrægu tónleikar haldnir. Þegar nýtt hús rís er hætt við að sögunið- urinn af þessum viðburði hverfi alveg, en það þarf þó ekki að vera. Í gamla iðnaðarhverfinu í Rauðarárholti hafa risið smekkleg íbúðarhús. Þar hef- ur verið brugðið á það ráð að vísa til fyrri byggðar með því að setja texta og myndir á glugga í anddyrum. Í Þverholti 17 voru til dæmis Harð- fisksalan og Reykhús Reykja- víkur, í Þverholti 19 trésmiðj- an Eljan og Einholti 12 Ofnasmiðjan. Þarna hefur með einföldum og látlausum hætti tekist að smíða brú til fortíðar og um leið gæða gönguferð um þessar slóðir óvæntu lífi. Víða um Reykjavík er hægt að kallast á við fortíðina með margvíslegum hætti og leitast við að opna augu fólks fyrir umhverfi sínu og sögu þess. Víða um Reykjavík er hægt að kallast á við fortíðina og leit- ast við að opna augu fólks fyrir umhverfi sínu og sögu þess} Þegar sagan hverfur Ó lík svör berast við ofangreindri spurningu eftir sjónarhorni svar- andans. Sum lönd tróna jú neðar á listanum og því virðast svör stjórnmálafólks verða ólík eftir því hvaða ríkjum þau vilja að Ísland skipi sér í hóp með. Alþjóðleg samtök gegn spillingu, Trans- parency International, birtu í vikunni nið- urstöður árlegrar mælingar á spillingu í flest- um löndum heims. Samtökin mæla spillingu í opinbera geiranum, stjórnmálum, stjórnsýslu og viðskiptalífinu og byggist mælingin á áliti sérfræðinga sem og aðila í viðskiptalífinu. Samtökin eru með öllu óháð og ekki rekin í hagnaðarskyni heldur til að berjast gegn spill- ingu og óréttlæti til varnar almenningi um all- an heim. Í þágu almannahagsmuna gegn sér- hagsmunum. Ísland sat á toppi listans yfir þau ríki hvar minnsta spillingu var að finna fyrir fimmtán árum en nú er staðan því miður önnur og verri. Við höfum hrapað niður listann og sitjum nú í 17. sæti, langt fyrir neðan önnur ríki Norð- urlanda og Norður-Evrópu. Þetta gerist þrátt fyrir auk- ið regluverk og auknar skuldbindingar Íslands til varnar spillingu en úttektir sýna því miður að íslensk stjórnvöld virðast ekki taka á þessu af nægri alvöru. Það kom líka berlega í ljós á Alþingi í vikunni þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, út í af- stöðu hans til sífellt verri stöðu Íslands í þessum málum. Því miður báru svör formanns Sjálfstæð- isflokksins með sér að hann telur skýrslur sem þessar, sem og niðurstöður GRECO, samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, ekkert til að hafa áhyggjur af. Segir þær ekki byggja á raunverulegum dæmum heldur bara „óljósri tilfinningu“. Svo virðist sem formað- ur Sjálfstæðisflokksins telji það engin áhrif hafa á íslenskt atvinnulíf og efnahag þjóðar að hér aukist spilling jafnt og þétt á valda- tíma hans, en þá er rétt að benda honum á að við ákvörðun um fjárfestingar erlendra aðila hér á landi er einmitt horft til stöðu ríkja er varðar spillingu. Ef ætlunin er að standast samanburð við nágrannaríki okkar þá er óboðlegt með öllu að hunsa viðvaranir eins og þær sem árlega berast okkur um síaukna spillingu í opinberu kerfi. Stundarágóði sér- hagsmunaafla mun þannig verða samfélaginu mjög dýr- keyptur til lengri tíma því jafnvel þau öfl sem þannig njóta ylsins um tíma munu á endanum tapa. Allt sam- félagið tapar trúverðugleika á altari sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins. Rannsóknir sýna að spilling er ill- víg meinsemd sem ógnar lýðræðinu, grundvallarmann- réttindum og lífsgæðum almennings. Spilling grefur undan trausti á stjórnvöldum og stofnunum og ber stjórnvöldum allra landa að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við af alvöru en ekki léttúð. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Ríkir spilling á Íslandi? Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Skotveiðimenn á höfuðborgar- svæðinu verða að hafa æfinga- aðstöðu,“ segir Lúther Ólason, formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn). Í því eru um 1.300 félagsmenn og er það með æfingaaðstöðu austan við SR. Lúther segir að starfsleyfi Skotreynar sé enn í gildi en vinna við endurnýjun þess sé hafin. Hann segir að á þeirra velli sé eingöngu skotið úr haglabyssum og flestir félags- menn löngu hættir að nota skot með blýhöglum til æfinga. Hann segir að óhjákvæmi- lega heyrist hljóð frá skot- æfingum. Erfitt hafi verið að meta þau norðan Kollafjarðar vegna um- ferðarhávaða. Þá bendir hann á að einnig berist hávaði t.d. frá fjölmennum fótboltaleikjum og engum detti í hug að banna þá. Skyttur þurfa að æfa sig SKOTREYN Lúther Ólason Ljósmynd/SR Álfsnes Skotíþróttavellir Skotfélags Reykjavíkur. Fremst eru brautir fyrir riffilskotfimi og þar fyrir aftan eru vellir fyrir haglabyssugreinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.