Morgunblaðið - 30.01.2021, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
Holtsgata 48, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
5 herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr.
Búið að innrétta íbúðarherbergi í bílskúr.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 59.900.000 194 m2
Egill Skalla-Grímsson varósporlatur og fórmeðal annars
tvisvar sinnum til Englands.
Margir hafa spurt hvaða mál
hann talaði þar. Í Egils sögu
er gengið út frá því sem sjálf-
sögðum hlut að hann hafi
spjallað við þarlenda vand-
ræðalaust. Væntanlega tal-
aði hann þá íslensku en Englendingarnir fornensku. Ýmsum kann að þykja
það ótrúlegt en sannleikurinn er sá að til forna svipaði íslensku og ensku
mjög saman.
Á Englandi flutti Egill dýrt kveðnar vísur en þrátt fyrir líkindi málanna er
vafasamt að enskur ljóðaunnandi hefði treyst sér til að þýða þann flókna
dróttkvæða skáldskap fyrirvaralaust. Öðru gegnir um vísuna alkunnu sem
Egill orti þegar hann var sjö vetra:
Það mælti mín móðir / að mér skyldi kaupa
fley og fagrar árar, / fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni, / stýra dýrum knerri,
halda svo til hafnar, / höggva mann og annan.
Þessi vísa er einfaldari að formi en annar kveðskapur sem Agli er eignaður
en engu að síður frábærlega
vel ort. Hér birtist sjálfur vík-
ingaandinn í hnotskurn! Nú
er ekki loku skotið fyrir að
Egill hafi rifjað upp bernsku-
brek sín sjálfum sér og öðrum
til gamans þegar hann stóð í
stórræðum á enskri storð. Ef
hagorður Engilsaxi hefði numið þessa auðskildu vísu hefði hann getað snarað
henni nánast orðrétt á móðurmál sitt. Flest orðin eru sameiginlegur ger-
manskur arfur eða norræn tökuorð í fornensku; það hefði því ekki reynst
enskum mönnum torvelt að botna í þeim. Í grein sem ég skrifaði fyrir tveim
áratugum giskaði ég á að fornensk þýðing hefði verið á þessa leið.
Þæt mælede mín módor / þæt me scolde ceapian
flæge and fægra ára, / faran aweg wið wícingum,
standan úppe in stefnan, / stíeran deorne cnear,
faran swá tó hæfene, / héawan man and óðerne.
Auk nokkurra smáorða þarf bara að skipta um eitt orð til þess að merk-
ingin komist til skila á allframbærilegri fornensku. Það er sögnin halda, sem
er að vísu til í fornensku (healdan) en ekki í merkingunni ‘stefna’ eins og í ís-
lensku. Hér er því notuð sögnin faran (fara) í staðinn og þar af leiðandi rask-
ast stuðlasetningin á þessum stað í þýðingunni.
Stuðlar og höfuðstafir tíðkuðust sem kunnugt er í germönskum málum til
forna og því hefði glíman við formið naumast verið ljóðelskum Englendingi
ofraun. Þegar norræn eddukvæði og dróttkvæði eru borin saman við forn-
ensku og fornháþýsku blasir við að germanskar þjóðir áttu sér eitt sinn sam-
eiginlegt skáldskaparmál. Það kom hins vegar í hlut Íslendinga að varðveita
hið hefðbundna ljóðform allt fram á þennan dag.
Pétur Knútsson, fyrrverandi dósent í ensku við Háskóla Íslands, sagði eitt
sinn: „Fornenska og íslenska eru náfrænkur, en líkjast þó meir hvor annarri
en margar alsystur.“ Þar hitti hann naglann á höfuðið og einföld tilraun eins
og hér hefur verið gerð staðfestir það.
Þæt mælede
mín módor
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Egill Skalla-Grímsson í útrás á Englandi
Fyrir rúmri viku var frumsýnt á stóra sviðiÞjóðleikhússins leikverkið Vertu úlfur, sembyggt er á samnefndri bók Héðins Unn-steinssonar, stefnumótunarsérfræðings í for-
sætisráðuneytinu og formanns Geðhjálpar, en bókin
kom út árið 2015. Unnur Ösp Stefánsdóttir vann hand-
ritið upp úr bókinni og öðrum gögnum frá Héðni og
leikstýrir jafnframt sýningunni. Einn leikari er í sýn-
ingunni, Björn Thors.
Í stuttu máli sagt er þetta bæði átakanleg og áhrifa-
mikil leiksýning. Hún lýsir ákveðnu tímabili í lífi Héð-
ins og ekki fer á milli mála, að Björn Thors vinnur
mikinn leiksigur í þessari sýningu. Hún er á margan
hátt einstök og þar kemur leikmyndin við sögu sem og
tónlistin, ljósanotkun o.fl.
Það sem greinarhöfundi þótti sérstakt við bók Héð-
ins á sínum tíma var hæfileiki hans til að segja síðar
frá því hvað gerist hið innra með ungum manni, sem
er að takast á við geðhvörf.
Nú birtist sá hæfileiki hans á leiksviði og þá var ein
fyrsta hugsun þess vinar Héðins, sem hér skrifar, hver
viðbrögð hans sjálfs yrðu, þegar
hann sæi átakamikinn hluta lífs
síns á leiksviði. Á svokölluðu
„rennsli“ viku fyrir frumsýningu
horfðist hann þannig í augu við
sjálfan sig á sviði Þjóðleikhúss-
ins og ekki að sjá, að honum brygði. En að vísu viður-
kenndi hann í samtali við RÚV að í eitt skiptið hefði
hann brostið í grát.
Þeir, sem hafa verið svo heppnir að hafa engin kynni
af geðröskunum, hvorki hjá sjálfum sér né nánum að-
standendum, eiga af eðlilegum ástæðum erfitt með að
skilja hvað hér er á ferð. En sýning Þjóðleikhússins
mun gera þeim hinum sömu kleift að átta sig betur á
því.
Sýningin er þannig bæði upplýsandi fyrir þá, en
jafnframt er hún augljóslega merkilegt framlag til
samfélagsumræðna um þennan málaflokk. Og kemur
að því leyti á réttum tíma, þegar margir kljást við
margvíslegar heilsufarslegar afleiðingar veirufarald-
ursins.
Að opna líf sitt með þeim hætti, sem Héðinn Unn-
steinsson gerði með bók sinni og síðar með að sam-
þykkja, að hún yrði grunnur þessarar leiksýningar, var
ekki og er ekki sjálfsagt mál. Til þess þarf mikinn
kjark.
Og sennilega hafa þessum vandamálum aldrei verið
gerð skil hér á Íslandi með jafn áhrifaríkum hætti og í
þessum einleik á stóra sviði Þjóðleikhússins. Meðal
þeirra snilldartakta, sem Björn Thors sýnir, er hvað
hann varð ótrúlega líkur Héðni í hreyfingum og hátt-
semi á sviðinu.
Sú var tíðin, að geðraskanir voru feimnismál í fjöl-
skyldum og um þær var ekki talað. Fyrir aldarfjórð-
ungi eða svo hóf hópur ungs fólks, sem ýmist þekkti
þessi mál af eigin raun eða starfaði við umönnun
þeirra, sem á þurftu að halda, að skrifa opið um þessi
málefni hér í Morgunblaðið og víðar. Framtak þeirra
varð til þess, að nú fara fram feimnislausar umræður
um þennan málaflokk og fleiri hafa bætzt í hóp þeirra,
sem fjalla um þau eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Sýning Þjóðleikhússins nú á Vertu úlfur er jafn-
framt skólabókardæmi um hvað leikhús getur skipt
miklu máli í samfélagsumræðunni. Það er reyndar
ekkert nýtt en hefði mátt sjást meira hér.
Brúðuleikhús hafa leitt í ljós að sýningar þeirra geta
haft mikil áhrif í þá átt að börn opni sig um vanda í
þeirra lífi á unga aldri. Kannski er komið að því að
leikhúsin vinni markvissar að því að gerast þátttak-
endur í samfélagsumræðum um viðkvæm málefni með
leiksýningum.
Eitt af þeim vandamálum er ofbeldi á heimilum. Við
lesum fréttir um slík ofbeldismál en eitt er að lesa slík-
ar frásagnir, annað að sjá það á sviði. Ekki er ósenni-
legt að leikverk um ofbeldisverk
yrði til þess að fólk hrykki við
og meiri samstaða skapaðist um
að taka fastar á þeim en gert
hefur verið.
Annað dæmi eru deilur for-
eldra um börn vegna skilnaðar. Þær deilur fara of oft
út í öfgar og ljóst að hagsmunir barnsins gleymast.
Þriðja dæmið má nefna sem eru þau viðkvæmu mál í
samskiptum kynja, sem „metoo“-hreyfingin hefur orðið
til í kringum og geta haft alls óskyldar afleiðingar.
Og fjórða dæmið er spurningin um samskipti okkar
sem hér búum við fólk, sem hefur flutt hingað frá öðr-
um löndum eða sker sig úr sökum litarháttar eða af
öðrum ástæðum. Það eru of margar vísbendingar um
að við munum á næstu árum og áratugum standa
frammi fyrir svipuðum vandamálum í þeim efnum og
aðrar þjóðir hafa kynnzt í ríkum mæli.
Reynslan af umræðum um geðraskanir sýnir, að
opnar umræður um erfið mál geta valdið straum-
hvörfum.
Leikhúsið getur verið mjög sterkur vettvangur til að
takast á við margvísleg erfið samskiptamál af þeirri
ástæðu að sjón er sögu ríkari.
Þessar hugleiðingar hafa vaknað við að sjá sýningu
Þjóðleikhússins á Vertu úlfur. Sú sýning á eftir að
vekja marga til umhugsunar.
Þótt margt hafi áunnizt á sviði geðheilbrigðismála er
fullur sigur ekki í höfn. Enn eimir eftir af fordómum.
Söguhetjan í Vertu úlfur spyr sig hvort hann verði
„stimplaður“ alla ævi.
Þessi áhrifamikla sýning undirstrikar enn og aftur
að leikhús á Íslandi búa yfir mjög hæfileikaríku starfs-
fólki. Þau hafa í sinni þjónustu frábæra leikara. Það
eitt og sér sýnir hvað mikið hefur áunnizt á þeim rúm-
lega 120 árum, sem liðin eru frá því að Leikfélag
Reykjavíkur var stofnað.
Það er fullt tilefni til að hvetja leikhúsin til að hefja
með virkum hætti þátt í samfélagsumræðunni á öllum
sviðum hennar.
Að vera „úlfur“
Sýning sem opnar nýja sýn á
hlutverk leikhúss og leiklistar.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Í Morgunblaðinu 27. janúar 2021kennir Ólafur Sigurðsson, fyrr-
verandi fréttamaður, nýfrjálshyggju
um flest það, sem aflaga hefur farið í
heiminum síðustu fimmtíu árin, og
ber fyrir því tvo kunna vinstrimenn
bandaríska, Joseph Stiglitz hag-
fræðing og Robert Kuttner frétta-
mann. En hvað er nýfrjálshyggja?
Flestir geta verið sammála um, að
hún sé sú skoðun, sem Friedrich von
Hayek og Milton Friedman efldu að
rökum og Margrét Thatcher og Ro-
nald Reagan framkvæmdu upp úr
1975, að ríkið hefði vaxið um of og
þrengt að frelsi og svigrúmi ein-
staklinganna. Mál væri að flytja
verkefni frá skriffinnum til frum-
kvöðla og lækka skatta.
Það studdi nýfrjálshyggjuna, að
ríkisafskiptastefnan, sem fylgt hafði
verið frá stríðslokum, hafði gefist
illa, en samkvæmt henni átti að
tryggja fulla atvinnu með pen-
ingaþenslu. Þetta reyndist ekki ger-
legt til langs tíma litið. Afleiðingin
hafði orðið verðbólga með atvinnu-
leysi, ekki án þess. Þau Thatcher og
Reagan náðu góðum árangri, og
leiðtogar annarra þjóða tóku upp
stefnu þeirra, ekki síst stjórnmála-
foringjar í hinum nýfrjálsu ríkjum,
sem kommúnistar höfðu stjórnað í
Mið- og Austur-Evrópu, Mart Laar,
Václav Klaus og Leszek Balcero-
wicz. Undir forystu þeirra breyttust
hagkerfi þessara ríkja undrafljótt
og án blóðsúthellinga úr komm-
únisma í kapítalisma, og þjóðir land-
anna tóku að lifa eðlilegu lífi. Þetta
er eitt þögulla afreka mannkynssög-
unnar.
Frá hruni kommúnismans 1991
hefur verið ótrúlegt framfaraskeið á
Vesturlöndum, eins og Matt Ridley
og Johan Norberg rekja í bókum,
sem komið hafa út á íslensku. Meg-
inskýringin er auðsæ: aukin alþjóða-
viðskipti, sem gera mönnum kleift
að nýta sér kosti hinnar alþjóðlegu
verkaskiptingar. Mörg hundruð
milljón manna í Kína, Indlandi og
öðrum suðrænum löndum hafa
þrammað á sjömílnaskóm úr fátækt
í bjargálnir, og á Vesturlöndum hafa
almenn lífskjör batnað verulega í
öllum tekjuhópum, þótt vitanlega
hafi teygst á tekjukvarðanum upp á
við, enda gerist það fyrirsjáanlega
við aukið svigrúm einstaklinganna.
Hinir ríku hafa orðið ríkari, og hinir
fátæku hafa orðið ríkari.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvað er
nýfrjálshyggja?