Morgunblaðið - 30.01.2021, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2021
ÁRBÆJARKIRKJA | Streymi frá
helgistund á fésbókarsíðu og heima-
síðu Árbæjarkirkju. Sr. Þór Hauksson
með hugleiðingu. Krisztina Kalló
Szklenár er organisti.
ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
9.30. Athugið breyttan tíma, því nú
tökum við daginn snemma og verðum
framvegis kl. 9.30, – klukkan hálftíu.
Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni
leiðir samverustundina. Bjartur Logi
Guðnason organisti verður við píanó-
ið. Fermingarbörn aðstoða.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í umsjá sr.
Magnúsar Björns Björnssonar, Stein-
unnar Þorbergsdóttur
og Steinunnar Leifsdóttur. Við fylgj-
um sóttvarnareglum, hámark 20 full-
orðnir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf verð-
ur á sunnudaginn kl. 11. Gætt verður
allra sóttvarna. Aðeins 20 fullorðnir
mega vera viðstaddir og bera grímu.
Almennar messur verða enn um sinn
áfram á netinu.
DÓMKIRKJAN | Á sunnudaginn
verður helgistund fyrir fermingarbörn
Dómkirkjunnar og eftir hana verður
fermingarfræðsla á kirkjuloftinu. Alla
þriðjudaga eru bæna- og kyrrðar-
stundir í hádeginu. Tíðasöngur á
fimmtudögum kl. 17 með séra Sveini
Valgeirssyni. Dómkirkjan er opin virka
daga 10-14. Gott að koma í kirkjuna
og njóta í íhugun og bæn.
Virðum fjöldatakmarkanir og sótt-
varnatilmæli.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudag-
inn 31. janúar verður helgistund í
beinu streymi. Streymið hefst kl. 11.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar.
Organisti er Hákon Leifsson. Barna-
og unglingakór Grafarvogskirkju syng-
ur. Kórstjóri er Sigríður Soffía Hafliða-
dóttir.
GRENSÁSKIRKJA | Sameiginlegur
sunnudagaskóli Fossvogspresta-
kalls, Grensáskirkju og Bústaðakirkju
hefst að nýju 31. janúar kl. 11 í Bú-
staðakirkju í umsjá Daníels djákna og
Sóleyjar Öddu. Gætt verður allra sótt-
varna. 20 fullorðnir mega vera við-
staddir og bera grímu.
Helgistundir eru áfram sendar út á
fésbókarsíðum kirknanna og you-
tuberásinni Fossvogsprestakall.
Kyrrðarstund þriðjudaginn 2. febrúar
kl. 12-12.20. Núvitund á kristnum
grunni fimmtudaginn 4. febrúar kl.
18.15-18.45.
KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl.
11. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir
stundina og Lenka Mátéová kantor
kirkjunnar annast tónlistarflutning.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í
safnaðarheimilinu Borgum.
NESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
11. Umsjón sr. Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir og Ari Agnarsson. Gengið
er inn um safnaðarheimilið.
Helgistund í kirkjunni kl. 11 í umsjón
sr. Skúla S. Ólafssonar. Steingrímur
Þórhallsson leikur á orgel. Gengið er
beint inn í kirkjuna um aðalinngang.
Sóttvarnareglum fylgt. Spritt er á
staðnum, fjarlægðarmörk haldin og
hámark 20 fullorðnir á hvorri stund.
SELTJARNARNESKIRKJA | Helgi-
stund í streymi á facebooksíðu Sel-
tjarnarneskirkju kl. 11. Sr. Bjarni Þór
þjónar. Friðrik Vignir er organisti. Þor-
steinn Þorsteinsson syngur. Erna Kol-
beins og Anna Guðrún Hafsteinsdótt-
ir lesa ritningarlestra. Grétar G.
Guðmundsson les bænir. Tæknimað-
ur er Sveinn Bjarki Tómasson. Upp-
töku á guðsþjónustu útvarpað á Rás
1 á sama tíma. Sóknarprestur og org-
anisti kirkjunnar ásamt safnaðar-
fólki. Kammerkórinn syngur og Ragn-
hildur Dóra Þórhallsdóttir syngur.
Bænastund í streymi 3. febrúar kl.
12.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sæbólskirkja á Ingjaldssandi
✝ Njáll Gunn-arsson fæddist
á Njálsstöðum í
Norðurfirði í
Strandasýslu 22.
maí 1930. Hann lést
á Sjúkrahúsi Akra-
ness 23. janúar
2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Val-
gerður Guðrún Val-
geirsdóttir, f. 17.
apríl 1899, d. 14. ágúst 1971, og
Gunnar Njálsson, f. 2. febrúar
1901, d. 6. júlí 1985, bóndi á
Njálsstöðum og síðar í Suður-
Bár í Eyrarsveit í Grundarfirði.
Systkini Njáls voru Súsanna
Margrét, f. 1926, d. 2002, Sess-
elja, f. 1928, d. 2013, Kjartan, f.
1934, Þórdís, f. 1934, d. 2015, og
Tryggvi, f. 1937.
Hinn 29. desember 1956 gekk
Njáll að eiga Helgu Soffíu Gunn-
arsdóttur frá Eiði í Eyrarsveit,
f. 8. nóvember 1937. Foreldrar
hennar voru hjónin Gunnar Jó-
hann Stefánsson, f. 22. nóvem-
ber 1903, d. 23. júlí 1980, og
Lilja Elísdóttir, f. 24. júní 1907,
d. 1. júní 1964. Helga lést 11.
desember 1997.
Sonur Helgu er Ísak Snorri, f.
1998.
4) Lilja, f. 23. feb. 1960, sonur
hennar er Valtýr Njáll, f. 1983,
faðir Birgir Ólafsson. Sonur
Valtýs Njáls er Birgir Logi, f.
2001.
5) Valgeir, f. 18. júní 1962.
6) Rósa, f. 13. okt. 1963, gift
Hannesi Karlssyni, f. 1959, og
eiga þau þrjár dætur: Lísbetu, f.
1986, Helen, f. 1991 og Berg-
lindi, f. 1993. Sonur Lísbetar og
Friðgeirs B. Valdemarssonar er
Adam, f. 2016, sonur Lísbetar er
Hannes, f. 2011, og synir Frið-
geirs eru Bjarmi, f. 2003, og
Dofri, f. 2004. Börn Helenar og
Guðmundar Arnar Magnússon-
ar eru Hekla, f. 2018, og Gígur,
f. 2020.
7) Anna, f. 19. jan. 1965, sonur
hennar er Stefán, f. 1992, faðir
Guðbrandur Baldursson.
8) Marteinn, f. 15. nóv. 1973,
sonur hans er Jóhann Snorri, f.
2002, móðir Erna Guðný Jóns-
dóttir.
Útför Njáls fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju 30. jan-
úar 2021 og hefst athöfnin kl.
13. Henni verður streymt af vef
Grundarfjarðarkirkju:
https://youtu.be/A6HHiSg1aCM
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Njáll og Helga
eignuðust átta
börn:
1) Sunna, f. 18.
sept. 1956, gift
Gunnari Inga Jó-
hannessyni, f. 1947,
og eiga þau þrjú
börn: Helgu Soffíu,
f. 1978, Signýju, f.
1980, og Hákon, f.
1991. Börn Helgu
Soffíu og Gunnars
Arnar Hjartarsonar eru Tinna
Katrín, f. 2003, Fanney Sara, f.
2007, og Tómas Ólíver, f. 2013.
Sonur Gunnars Arnar er Krist-
ófer, f. 1997. Sonur Hákonar og
Sigrúnar Hrafnsdóttur er Hilm-
ir, f. 2020.
2) Gunnar, f. 27. okt. 1957,
kvæntur Kolbrúnu Rögnvalds-
dóttur, f. 1964, og eiga þau fjög-
ur börn: Njál, f. 1990, Sigurgeir
Sturlu, f. 1992, Daníel, f. 1995,
og Karen Líf, f. 1998. Sonur
Gunnars er Kristján Birnir, f.
1986, móðir Sigurborg Krist-
jánsdóttir.
3) Erna, f. 17. okt. 1958, gift
Erni Ármanni Jónassyni, f.
1957. Dóttir Ernu er Helga, f.
1977, faðir Pétur Lúðvíksson.
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt
Guð geymi þig
Gunnar, Kolbrún, Kristján
Birnir, Njáll, Sigurgeir
Sturla, Daníel og Karen Líf.
Njáll Gunnarsson fæddist á
Njálsstöðum í Norðurfirði 22.
maí 1930. Hann ólst upp í fjöl-
mennum og glaðværum frænd-
systkinahópi í Norðurfirði og
sótti barnaskóla á Finnbogastöð-
um og framhaldsnám í tvo vetur
á Héraðsskólanum á Reykjum í
Hrútafirði. Frá Hólum í Hjalta-
dal útskrifaðist Njáll síðan vorið
1950 sem búfræðingur og dvald-
ist heima í Norðurfirði síðasta ár
sitt í sveitinni sinni fögru sem
hann alla tíð hélt upp á. Hann
vann sem ungur maður ýmis
verkamannastörf til lands og
sjós. Var fjósamaður á Hólum
eftir útskrift þaðan, vinnumaður
á stórbýlinu Blikastöðum þaðan
sem hann átti góðar minningar
og var til sjós á ýmsum fiski-
skipum.
Árið 1952 tók fjölskyldan sig
upp eins og svo margar aðrar
fjölskyldur á þessum tíma og
flutti búferlum vestur á Snæ-
fellsnes. Settist hún að í Suður-
Bár í Eyrarsveit þar sem Njáll
bjó félagsbúi með foreldrum sín-
um fyrstu árin en tók við bú-
skapnum 1964 ásamt eiginkonu
sinni, Helgu Soffíu Gunnarsdótt-
ur frá Eiði í Eyrarsveit. Mikil
uppbygging átti sér stað á jörð-
inni fyrstu árin, húsakostur end-
urnýjaður og tún ræktuð upp.
Börnin urðu átta og smátt og
smátt stækkaði búið og búskap-
urinn vélvæddist.
Njáll tók þátt í störfum sókn-
arnefndar og sat í hreppsnefnd á
sjöunda áratugnum en dró úr
þeim störfum þegar umsvifin í
búskapnum í Suður-Bár jukust.
Njáll tók þátt í stofnun Mjólk-
ursamlagsins í Grundarfirði sem
var starfrækt frá 1964-1974 og
var formaður þess öll árin. Að
starfstíma þess loknum færðist
þjónustan við kúabændur til
Mjólkurbúsins í Búðardal sem
smám saman jók starfssvæði sitt
og nefndist eftir það Mjólkur-
samlagið í Búðardal. Njáll vald-
ist í stöðu ritara og var fulltrúi
þess á aðalfundum Mjólkursam-
sölunnar í Reykjavík í tæp tutt-
ugu ár. Það var ánægja hans að
taka þátt í stjórnum þessara fé-
laga sem voru grunnurinn að
þróun í framleiðslu mjólkuraf-
urða á Vesturlandi. Það var með
eftirsjá að hann varð að hætta
vegna veikinda árið 1994.
Á árunum fyrir 1990 var tekin
ákvörðun um að minnka hefð-
bundinn búskap og hefja ferða-
þjónustu í Suður-Bár sem Njáll
og Helga höfðu mikla ánægju af
og jafnframt voru tún tekin und-
ir golfvöll þar sem nú er starf-
ræktur níu holu golfvöllur. Árið
1994 greindist Njáll með
krabbamein í fæti og þurfti að
fjarlægja hann. Helga féll frá 11.
desember 1997 eftir hetjulega
baráttu við krabbamein í þrjú
ár.
Komið var að kaflaskilum í lífi
Njáls. Marteinn yngsti sonur
hans tók við jörðinni og Njáll
flutti í íbúð fyrir eldri borgara á
Hrannarstíg 18 í Grundarfirði.
Hann bjó sér gott heimili og
fylgdist með lífinu í kringum sig,
tók þátt í félagsskap Lions-
klúbbsins, söng með bræðrum
sínum þegar tilefni gafst og var í
kór eldri borgara. Hann tókst á
við breyttar aðstæður með
æðruleysi og hélt góðri heilsu
fram undir það síðasta. Njáll var
fróðleiksfús og félagslyndur,
minnugur með afbrigðum og ör-
látur á að veita öðrum hlutdeild í
sögum, ættrakningum og frá-
sögnum af frændliði og sam-
ferðafólki vítt og breitt um land-
ið og þó sérstaklega af
Ströndum.
Pabbi. Takk fyrir góða sam-
fylgd.
Sunna Njálsdóttir.
Pabbi minn, bóndinn í Bár,
Strandamaður, sögumaður af
Guðs náð, glettinn og með blik í
auga. Nú ertu farinn og margs
að minnast.
Það var stór barnahópurinn í
Suður-Bár og mörg verkefnin í
sveitinni. Þið mamma unnuð vel
saman, hún stjórnaði, kenndi
okkur inniverkin og kom okkur
út úr húsi þegar þess þurfti þar
sem þú tókst við og komst okkur
að verki, verklagni var þér í blóð
borin og þú kenndir okkur
vinnusemi. Myndarbú og mikil
ræktun öll ykkar ár í Bár og síð-
ar tók við ferðaþjónusta sem þið
höfðuð mikla ánægju af. Pabbi
var góður bóndi.
Þú misstir mikið í janúar 1994
þegar fóturinn var tekinn af og
enn meira í desember 1997 þeg-
ar mamma fór. Þá var tími
bóndans í Bár liðinn og nýr tími
rann upp sem þú náðir að aðlag-
ast á aðdáunarverðan hátt.
Hjólastóllinn rykféll út í
skemmu og með hjálp Össurar
og hjálpartækja þá urðu flestir
vegir þér færir. Aldrei kvartað,
alltaf jákvæður. Og sagðar sög-
ur. Þar sem ég hef ávallt búið
fjarri heimahögum þá urðu sím-
tölin mun fleiri en heimsóknir.
Og alltaf fékk maður sögu:
„Veistu hvað? Nú þarf ég að
segja þér nokkuð…“ og svo kom
sagan, fróðleikur, gamlar sagnir,
hvernig lífið var hér áður, fólkið
þitt norðan af Ströndum, ætt-
artengsl og ættfræði. Ótal bæk-
ur lesnar, sjónvarpið, samtöl við
fólk og sótt í félagsskap því þú
varst mjög félagslyndur maður.
Nú hefur þú sagt þína síðustu
sögu og þinni sögu hér á jörðu
er lokið. En við börnin þín mun-
um taka við boltanum og segja
þína sögu. Af nægu er að taka.
Þegar mamma kvaddi var það
hennar ósk að engin erfidrykkja
yrði, bara kaffi og með því fyrir
nánasta fólk. Því miður hefur
verið séð fyrir því að ekki verði
annar háttur á að þessu sinni.
Það er miður, því ég veit að þú
hefðir viljað hafa alla saman-
komna og mikið af tertum og
brauði. En ég trúi því að borðin
svigni undan kræsingum í Sum-
arlandinu góða þar sem þú dans-
ar nú og hleypur um á tveimur
jafnfljótum með elsku mömmu
þér við hlið.
Takk fyrir allt pabbi minn,
þín verður sárt saknað.
Þín dóttir,
Rósa.
Elsku afi. Fyrsta minning mín
um þig er að sjá þig í vinnugall-
anum og stígvélunum á leiðinni
út í fjós að mjólka kýrnar og
sinna bústörfum. Margar fleiri
fylgja í kjölfarið. Félagslyndur,
glettinn, víðlesinn, stálminnug-
ur, lást ekki á skoðunum þínum
þó þú hafir mildast með árunum,
fylgdist vel með fólkinu þínu,
íþróttum og þjóðmálum er meðal
annars það sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa til þín.
Hörkuduglegur bóndi og lést
fátt stoppa þig. Meira að segja
eftir að þú misstir annan fótinn
þá fannstu lausn á því hvernig
þú gætir sinnt bústörfunum.
Æðruleysið sem þú sýndir í
gegnum veikindi þín og við frá-
fall ömmu nokkrum árum eftir
það er mér mjög minnisstætt,
ómetanleg fyrirmynd.
Eitt af því sem þú hafðir unun
af var að segja sögur af uppvaxt-
arárum þínum, mönnum og mál-
efnum. Þó að mér hafi stundum
þótt nóg um frásagnargleðina þá
naut ég þess oftast að hlusta á
þig. Þvílíkur viskubrunnur sem
þú varst, afi minn. Þakklát er ég
fyrir samveruna og tímann sem
við áttum saman í viðtölum
vegna ritgerðarinnar sem ég
skrifaði um uppvaxtarárin þín
norður á Ströndum, flutningana
til Grundarfjarðar, byggingu
Suður-Bár og hvernig þið amma
kynntust. Einnig ferðalagið okk-
ar frá Grundarfirði og á æsku-
slóðir þínar. Alla bílferðina norð-
ur sagðir þú frá stokkum og
steinum, mönnum og málleys-
ingjum, hver var hvað og hver
var hvurs. Ekki var möguleiki á
að koma inn orði eða setningu
nema þá helst þegar þú dróst
inn andann, slík var frásagnar-
gleðin. Ekki man ég til þess að
hafa heyrt sömu frásögnina
tvisvar en með bros á vör spurð-
ir þú alltaf til að vera viss: „Var
ég búinn að segja þér þetta?“
Elsku afi, ástarþakkir fyrir
alla elskuna þína, sögurnar þín-
ar og samverustundirnar. Nú
loksins ertu aftur kominn á tvo
jafnfljóta, hlaupandi um brekk-
urnar í Sumarlandinu með
ömmu.
Hvíldu í friði, ljúfi töffari.
Þín,
Helga P.
Njáll Gunnarsson frá Suður-
Bár verður borinn til grafar í
dag. Við vorum systrasynir,
móðir Njáls, Valgerður, var
systir móður minna Laufeyjar
Valgeirsdóttur, báðar af stórum
systkinahóp, Valgeirsættinni í
Norðurfirði á Ströndum. Faðir
Njáls, Gunnar Njálsson, var
bróðursonur föðurömmu minnar,
Guðrúnar Guðmundsdóttir úr
Kjós í Árneshreppi.
Það voru sviptingar og bú-
ferlaflutningar hjá fólki af
Ströndum á þessum árum. Fisk-
ur hvarf úr Húnaflóanum og
einnig síldin, en reistar höfðu
verið tvær nýjar síldarverk-
smiðjur á Djúpavík og Ingólfs-
firði sem hleyptu miklu lífi í
byggðarlagið um tíma.
Stórar fjölskyldur tóku sig
upp og fluttu í nýja landshluta.
Við frá Asparvík fluttum til
Bjarnarhafnar á Snæfellsnesi
1951. Lárus Guðmundsson og
Elín Bjarnadóttir frá Drangs-
nesi í Ögur við Stykkishólm
1952. Fjölskylda Njáls flutti með
sína stóru fjölskyldu frá Njáls-
stöðum í Árneshreppi 1952 í
Suður-Bár í Eyrarsveit.
Ég minnist þess enn, átta ára
gamall strákur í spenningnum
að fá þennan myndarlega og
hugumprúða frænda í heimsókn
veturinn 1952. Njáll var í okkar
augum mjög forframaður, búinn
að vera í Bændaskólanum á Hól-
um, verið þar fjósamaður, hirt
60-70 kýr sem og fjármaður yfir
nokkur hundruð fjár. Njáll hafði
einnig unnið á stórbýlinu Blika-
stöðum við Reykjavík. Við
hlökkuðum til að fá fjölskyldu
Njáls í nábýli við okkur. Þessi
mynd af ungum myndarmanni,
djörfum og prúðum sem alltaf
var reiðubúinn að spila við okk-
ur krakkana, er mér enn ljóslif-
andi. Og í Bár flutti fjölskylda
Njáls sléttu ári eftir að við flutt-
um í Bjarnarhöfn 22. júní 1952.
„Ég ætla mér að verða
bóndi,“ sagði Njáll ákveðið þeg-
ar hann beið úrlausnar um jarð-
arkaup fjölskyldunnar í Bjarn-
arhöfn 1952.
Og draumur Njáls rættist.
Fátt gladdi foreldra mína meir á
þessum árum en að fá nána fjöl-
skyldu og vini í næsta nágrenni.
Faðir minni Bjarni beitti sér
sem hann gat til að þau mál
gengju upp.
Þótt húsakynni væru þá léleg
í Bár og túnið lítið bauð jörðin
upp á mikla möguleika og með
ört vaxandi sjávarpláss við hlið-
ina þar sem auðvelt var að
sækja vinnu.
Fjölskylda Njáls var ham-
hleypa til verka og hagleiksfólk.
Ný hús risu, túnið stækkað og
gripum fjölgað.
Og í höndum Njáls og Helgu,
heimasætunnar af næsta bæ,
reis í Suður-Bár eitt mesta
myndarbú héraðsins. Njáll var
ekki aðeins öflugur bóndi heldur
mikill félagsmálamaður og góður
liðsmaður sem naut mikillar
virðingar í héraðinu sem allir
treystu. Njáll var einstaklega
hjálpsamur og með í öllu sem til
hans var leitað. Fjölskyldan í
Bár varð fljótlega ein af mátt-
arstólpum ört vaxandi byggðar
við Grundarfjörðinn.
Strandafjölskyldurnar sem
fluttu á Snæfellsnes á árunum
1951 til 1953 hafa svo sannarlega
fest þar rætur og eiga þar nú
stóran hóp afkomenda.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Njáli fyrir samferðina, allar
stundirnar og félagsskapinn
meðan við bjuggum fyrir vestan
í Bjarnarhöfn.
Hún var drjúg smiðshöndin
hans Njáls þegar hann lagði öðr-
um lið. „Bóndi er bústólpi, bú er
landstólpi – því skal hann virður
vel“ sannaðist vel á Njáli.
Við Ingibjörg þökkum Njáli
samferðina og allar góðu stund-
irnar.
Blessuð veri minning höfð-
ingjans Njáls Gunnarssonar.
Fjölskyldu Njáls sendum við
einlægar samúðarkveðjur.
Jón Bjarnason
Ingibjörg Kolka.
Njáll Gunnarsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar